Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ BANDARÍSKIR landgönguliðar taka sér stöðu á Robertsfield- flugvelli utan við Monróvíu, höf- uðborg Líberíu, eftir að hafa ver- ið flogið í land í þyrlum af her- skipum bandaríska flotans. Um 200 landgönguliðar fóru í land til að styrkja friðargæzlulið sem komið er til landsins og lýtur forystu Nígeríumanna. Friðar- gæzluliðið tók við yfirráðum yfir Monróvíuhöfn í gær til að sjá til þess að flutningar á matvælum og vistum þaðan til þurfandi fólks gengi eðlilega fyrir sig. Robert Blah, nýr forseti Líb- eríu sem tók til bráðabirgða við embættinu af stríðsherranum Charles Taylor er hann fór í út- legð til Nígeríu í byrjun vik- unnar, hélt til Ghana í gær til að eiga þar viðræður við leiðtoga helztu hreyfinga uppreisnar- manna, sem um árabil stóðu í stríði við stjórnarher Taylors og krefjast nú aðildar að nýrri rík- isstjórn. Fragtskipahöfnin í Monróvíu hafði verið í höndum uppreisnar- manna frá því 19. júlí. Síðan þá hafa ekki borist þaðan vistir til svæða sem voru á valdi stjórnar- hersins og hundruð þúsunda manna hafa soltið, þ.á m. fjöldi flóttamanna. Land- göngulið- ar lenda í Líberíu AP TALSMENN franska heilbrigðis- ráðuneytisins greindu frá því í gær að allt að 3.000 mann hefðu dáið í landinu af völdum hitabylgjunnar sem gengið hefur yfir Evrópu und- anfarinn hálfan mánuð. Staðfesti ráðuneytið þar með tölur yfir dauðsföll sem læknar rekja til hit- anna, en læknar, lögregla og útfar- arþjónustur höfðu sakað stjórn- völd um að vanmeta umfang vandans. „Tölurnar (yfir látna) eru háar, jafnvel mjög háar … Þetta er sannkallaður faraldur, með öllu sem það þýðir hvað varðar fjölda dauðsfalla,“ sagði Jean-Francois Mattei, heilbrigðisráðherra Frakk- lands, í útvarpsviðtali. Í tilkynningu frá heilbrigðis- ráðuneytinu í París segir að „áætla megi að fjöldi dauðsfalla sem beint eða óbeint má rekja til hitanna á þessu tímabili sé um 3.000 í öllu Frakklandi“. Þessi viðurkenning ráðuneytisins fylgdi í kjölfar þess að læknar, lögregla og útfarar- stjórar sögðu að lík hefðu hrann- ast upp í landinu frá því hitabylgj- an skall á, en síðustu tvær vikur hefur hitinn farið daglega upp undir 40 gráður. Samtök bráðamóttökulækna, AMUHF, höfðu sakað stjórnvöld um að vanmeta vandann sem þetta skapaði. „Dánartölurnar eru að verða skelfilega háar,“ sagði for- maður samtakanna, Patrick Pelloux. Neyðaráætlun um fjölgun sjúkrarúma og líkhúsa Sögðu sjúkrahússstarfsmenn að þótt nú virtist hitabylgjan vera í rénun mætti vænta þess að margir til viðbótar myndu andast úr hita- slagi næstu daga. Pelloux skoraði á stjórnvöld að hrinda í framkvæmd í öllu landinu neyðaráætlun sem annars er hugs- uð til að bregðast við ástandi sem farsóttir, hamfarir eða hryðjuverk kunna að valda. Áætlunin felst meðal annars í því að fjölga sjúkrahúsrúmum og hjúkrunar- fólki og að koma upp bráðabirgða- líkhúsum. Slík áætlun tók gildi á Stór- Parísarsvæðinu á miðvikudag. Talsmaður verkalýðsfélags lög- reglumanna í París sagði að „gríð- armargir“ hefðu dáið í borginni á síðustu vikum. Einn forystumanna félagsins, Mohamed Douhane, sagði það hafa beðið yfirstjórn lög- reglunnar um að fara fram á lið- veizlu hersins við að sækja lík fólks sem dáið hefði heima hjá sér í hitanum; svo óvenjumörg væru dauðsföllin að útfararþjónustur hefðu ekki undan. Auk þess væru aðstæður oft erfiðar þar sem lík hefðu legið í hitanum jafnvel sólar- hringum saman. Frönsk dagblöð hafa tekið sam- an dánartölur. Í Parísarblaðinu Le Parisien í gær sagði að samkvæmt þeim upplýsingum sem fyrir lægju um fjölda þeirra sem létu lífið á sjúkrahúsum, elliheimilum, í heimahúsum og annars staðar í borginni í síðustu viku væru dauðsföllin um 2.000 fleiri í þessari hitabylgjuviku en á sama tíma á síðasta ári. „Svo mikill munur tek- ur af allan vafa: það var hitinn sem gekk að þessu aldraða fólki dauðu,“ fullyrðir blaðið. Allt að 3.000 dauðs- föll rakin til hitans Frönsk stjórnvöld gagnrýnd fyrir að hafa vanmetið umfang vandans París. AFP. ÍSRAELSKAR hersveitir felldu í gærmorgun háttsettan meðlim hins Íslamska Jihad, herskárra samtaka Palestínumanna, í skotbardaga við felustað hans í Hebron á Vesturbakk- anum. Samtökin hóta hefndum vegna atburðarins. Yfirvofandi hefndir Jihad ógna enn frekar vopnahléi sem talið hefur verið nauðsynlegt til að hægt sé að hrinda hinum svokallaða Vegvísi til friðar í framkvæmd. Eftir að Jihad-liðinn, Mohammed Sidr, hafði verið felldur var hann dreginn út úr húsinu sem hann faldi sig í og húsið sprengt í loft upp. Hann var sagður hafa verið einn í húsinu. Skotbardagi ísraelska hersins og Sidr hafði staðið í nokkrar klukku- stundir. Ísraelar reyndu að fella Sidr í desember sl. með þeim afleiðingum að tveir palestínskir drengir, þriggja og tólf ára, létu lífið. Sidr tókst að flýja. Íslamska Jihad hefur hótað hefnd- um sem munu að þeirra sögn verða eins og „jarðskjálfti“ í hjarta sam- félags síonista í Ísrael. Shaul Mofaz, varnarmálaráðherra Ísraels, kallaði Sidr „tifandi sprengju“ en Ísraelsstjórn segir hann bera ábyrgð á dauða 19 Ísraela, auk tveggja alþjóðlegra eftirlits- manna, sem hafa fallið í fjöldamörg- um sprengingum og skotárásum. Þá segir Ísraelsher 82 hafa særst í þeim átökum. Ísraelar fella hátt- settan með- lim Jihad Hebron. AP. JARÐSKJÁLFTI sem mældist 6,4 á Richter skók grísku eyj- una Lefkas í gær. Enginn lét lífið en 30 manns slösuðust lítillega og skemmdir urðu á húsum, vegum og vatns- bólum. Skjálftinn varð klukkan 8.15 að staðartíma og fannst einnig á eyjunni Korfu og á vesturströnd Grikklands án þess þó að valda þar tjóni. Upptök skjálftans voru á hafi úti um 30 km frá strönd Lefkas og 290 km norðvestur af Aþenu, höfuðborg Grikk- lands. Eyjan er vinsæll ferða- mannastaður og er þar mikið af ferðamönnum frá Bret- landi, Þýskalandi og Norður- löndunum. Þeim var að von- um brugðið er þeir vöknuðu við skjálftann en jöfnuðu sig fljótt og voru farnir á strönd- ina um miðjan daginn. Sumir yfirgáfu þó eyjuna eftir skjálftann, aðallega grískir ferðamenn. Sam- kvæmt upplýsingum frá ferðaskrifstofum sem Morgunblaðið ræddi við er ekki vitað til þess að Íslend- ingar dvelji nú á þessu svæði. EPA Snarpur jarðskjálfti á grísku eyjunni Lefkas
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.