Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ 30 ÁRA LÁNINNRÉTTINGAR EldaskálinnBrautarholti FORELDRAR í Vesturbænum af- hentu í gær Árna Þór Sigurðssyni, forseta borgarstjórnar, undir- skriftalista þar sem á annað þús- und manns mótmæla fyrirhugaðri lokun gæsluvallarins við Frosta- skjól í dag, 15. ágúst. Á fundi hverfisráðs Vesturbæjar var sam- þykkt tillaga þar sem hvatt er til þess að þjónusta gæsluvallar verði áfram tryggð í hverfinu. Að minnsta kosti einn gæslu- völlur í hverju borgarhverfi Í yfirlýsingu foreldranna segir að með lokun gæsluvallarins verði Vesturbærinn eina hverfi borgar- innar án þjónustu gæsluvallar, sem er í andstöðu við fyrri yfirlýsingu borgaryfirvalda um að að minnsta kosti einn gæsluvöllur yrði áfram rekinn í hverju borgarhverfi. Enn fremur segir í kröfugerð þeirra: „Við teljum gæsluvöll vera eðlileg- an hluta af nærþjónustu sem veita skal innan hverfisins en ekki í öðr- um borgarhlutum. [...] Gæsluleik- vellir eru ætlaðir börnum til þroskavænlegra útileikja í öruggu umhverfi. Þar gefst tækifæri til frjálsra leikja fyrir börn í fé- lagsskap jafnaldra undir eftirliti trausts starfsfólks. Gæsluleikvellir eru mikilvægt úrræði fyrir fjöl- mörg börn og valkostur við aðra dagvistun.“ Þegar ákvörðun lá fyrir um lok- un gæsluvallarins bentu borgaryfir- völd foreldrum á gæsluvöll við Njálsgötu 89. Þetta fyrirkomulag telja Vesturbæingar ekki við hæfi. „Það færist í vöxt að annaðhvort foreldri eða bæði kjósi að vera heimavinnandi meðan börnin eru ung og er mikilvægt fyrir þennan hóp að hafa aðgang að gæsluleik- velli innan hverfisins. Gæsluvöllur inni við Rauðarárstíg kemur engan veginn í stað slíkrar þjónustu í Vesturbænum og er ljóst að sá kostur kemur ekki til greina fyrir bíllausa.“ Þorsteinn Sigurlaugsson, foreldri í Vesturbænum, segir viðbrögð íbúa Vesturbæjar hafa verið framar öllum vonum. „Fjöldi undirskrifta fór langt fram úr okkar væntingum og fólk var afar jákvætt í garð þessa framtaks.“ Þorsteinn segir svör forseta borgarstjórnar ekki hafa verið skýr, en þó hafi hann sagt að málið yrði tekið upp á vett- vangi stjórnsýslunnar og mál gæsluvallarins endurskoðuð. Lokun vallarins verður því frestað þangað til niðurstaða næst í málinu. Óraunhæfar röksemdir Þá röksemd að ekki sé þörf á þjónustunni vegna leikskólanna segir Þorsteinn ranga, þar sem gæsluvellir séu úrræði sem fólk nýtir, sem kýs að nýta sér ekki þjónustu leikskólanna. Þarna sé því spurning um valfrelsi. Einnig bend- ir Þorsteinn á að sú hugmynd að taka svæðið undir heilsdagsvistun sex til níu ára barna í Grandaskóla sé ekki raunhæf. „Það var haft eftir Þorláki Björnssyni, formanni leik- skólaráðs, í Morgunblaðinu í morg- un, að þar sé um að ræða þörf fyrir vistunarúrræði fyrir níutíu börn í Grandaskóla. Inniaðstaða gæslu- vallarins ræður í mesta lagi við um tíu smábörn og útiaðstaðan ræður alls ekki við allan þennan fjölda barna, þannig að við eigum svolítið erfitt með að sjá hvernig það á að geta gengið upp. Þess fyrir utan eru aðrir möguleikar varðandi þá vistun sem hægt er að nota, til dæmis Frostaskjól, þangað sem börnin eru að sækja alls kyns þjón- ustu úr Grandaskóla nú þegar.“ Þorsteinn segir foreldrana vænta og óska þess að vilji íbúanna á svæðinu verði virtur og borgaryf- irvöld snúi þessari ákvörðun sinni. Lokun gæsluvallar mótmælt Morgunblaðið/Þorkell Árni Þór Sigurðsson forseti borgarstjórnar tekur við mótmælum Vestur- bæinga vegna lokunar gæsluvallarins við Frostaskjól. Reykjavík INNAN um hina fjölmörgu menn- ingarviðburði sem verða í boði á laugardaginn leynast annars konar uppákomur sem eru ekki síður áhugaverðar. Ein þeirra verður ganga um Grasagarðinn í Laugar- dalnum, klukkan ellefu á laugar- dagsmorgun, þar sem Óli Vali Hansson garðyrkjukandidat og fyrrverandi garðyrkjuráðunautur mun leiða gesti Grasagarðsins um svæðið og kynna fyrir þeim hinar fjölmörgu áhugaverðu plöntuteg- undir sem þar finnast og eru upp- runnar víðs vegar um heim. Þar má til dæmis nefna snælenju frá Eld- landi, syðst í Suður-Ameríku, virg- iníuhegg frá N-Ameríku, steinbjörk frá Kamtsjatka og fjallalerki frá N- Ameríku. Ókeypis og áhugaverðar ferðir í boði Óli hefur verið ötull plöntusafn- ari og átt frumkvæðið að ýmsum söfnunarferðum m.a. til Alaska í N- Ameríku, Magadan og Kamtsjatka. Mun Óli Vali segja frá völdum trjám og runnum og nokkrum teg- undum úr fyrri leiðöngrum sínum. Leiðsögnin hefst í lystihúsi Grasa- garðsins og þar verður boðið upp á jurtate í lok göngunnar. Ferðin er ókeypis og allir eru velkomnir. Boðið verður upp á fleiri áhuga- verðar ferðir á laugardaginn, þann- ig efnir Orkuveita Reykjavíkur til fræðslugöngu frá Minjasafninu í Elliðaárdal, upp dalinn að Gvend- arbrunnum klukkan tíu á laugar- dagsmorgun. Meðal annars verður hugað að ánni, örnefnum, jarð- fræði, gróðri og dýralífi. Fjölmarg- ir fræðimenn koma til leiðsagnar. Gengnir verða um 12 km en boðið verður upp á akstur til baka um kl. 15:30. Um kvöldið verður síðan boðið upp á sögugöngur um Aðalstræti og Grjótaþorp í leiðsögn Guðnýjar Gerðar Gunnarsdóttur borgar- minjavarðar og um gamla Vestur- bæinn með Páli V. Bjarnasyni arkitekt. Morgunblaðið/Jim Smart Grasagarðurinn er bæði fagur og fræðandi og er gönguferð um hann nær- andi fyrir sál og líkama. Á morgun býðst gestum fróðleg fylgd um garðinn. Menningardagur í Laugardalnum Gengið um Grasagarðinn Reykjavík SENN líður að upphafi skólaársins og stutt er í að gangar og stofur grunnskóla höfuðborgarinnar fyllist af fróðleiksfúsum nemendum enn á ný. Sumarið er jafnan nýtt til þess að stækka, bæta við og breyta í skólum, til þess að röskun á skólastarfi verði sem minnst. Ljóst er að nokkuð mjótt verður á mununum hvort fram- kvæmdum verði lokið fyrir skólasetn- ingar, sem fara fram í næstu viku. Meðal annars er verið að ljúka bygg- ingu Víkurskóla í Grafarvogi og verð- ur hann að sögn Gerðar G. Óskars- dóttur, fræðslustjóra Reykjavíkur, að mestu tilbúinn áður en skólastarf hefst og kennslustarf mun ekki líða fyrir framkvæmdir. „Það er víða verið að laga og byggja og bæta aðstöðu á meðan skólarnir eru í fríi. Þar má nefna tengibyggingu við Laugalækjarskóla, en hún verður ekki tilbúin fyrr en um áramót. Það kemur þó ekki niður á skólastarfi í haust, en byggingin verður verðmæt viðbót við skólastarfið í framtíðinni, vegna þess að hún mun meðal annars hýsa samkomusal og bókasafn.“ „Einnig er verið að klára viðbygg- ingu við Hlíðaskóla og ekki er útséð hvort hún verður tilbúin áður en kennsla hefst. Miklar breytingar fylgja þessum framkvæmdum innan- húss, viðbyggingin nýja er í raun inni í skólanum, á milli húsa, og veldur því miklu raski á meðan hún er ókláruð. Starfsfólk og nemendur Hlíðaskóla þurftu að búa við þetta rask allan síð- asta vetur, en nú sér fyrir endann á þessu.“ Verið er að ljúka viðbyggingu við Klébergsskóla á Kjalarnesi og er stefnt að því að hún klárist fyrir skólasetningu. Við Árbæjarskóla er einnig verið að klára viðbyggingu og er reiknað með að vinnu við hana verði lokið að mestu þegar kennsla hefst og muni starf alls ekki raskast. Gerður reiknar ekki með neinni töf á upphafi skóla og telur allar líkur á að skólastarf hefjist á réttum tíma í öllum skólum. Framkvæmdir við grunn- skóla seinka ekki skólastarfi Reykjavík Morgunblaðið/Árni Torfason Í Hlíðaskóla keppast menn við að ljúka framkvæmdum áður en skóli hefst. HAFNFIRÐINGAR fögnuðu snyrti- legum görðum og fallegum lóðum í Hafnarborg í gær, þegar veittar voru árlegar viðurkenningar fyrir fallega garða, snyrtimennsku og fegrun á vegum bæjarins. Verðlaunin voru veitt á vegum Fegrunarnefndar Hafnarfjarðarbæjar, en eftirtaldir einstaklingar og fyrirtæki hlutu verð- laun fyrir fallega garða og almenna snyrtimennsku lóða og aðkomu:  Norðurvangur 29 Fyrir fallegan og hlýlegan garð. Eigendur eru Margrét Alice Birg- isdóttir og Ásmundur Jónsson.  Jófríðarstaðavegur 11 Fyrir glæsilegan og vel hirtan garð. Eigendur eru Margit Sofie Jonsson og Árni L Jónsson.  Vesturholt 5 Fyrir fallega útfærslu á garði þar sem holtagrjótið fær notið sín. Eig- endur eru Sigrún Einarsdóttir og Gunnar Herbertsson.  Lóuás 2 Fyrir fallegan nýjan garð. Eig- endur eru Jónatan Garðarsson og Rósa Sigurbergsdóttir.  Spóaás 8 Fyrir fallegan nýjan garð. Eig- endur eru Kristján Stefánsson og Soffía Arinbjarnardóttir.  Langeyrarvegur 18 Fyrir fallegan og hlýlegan garð í gömlu hverfi. Eigendur eru Kristj- án Róbertsson og Steinunn Eiríks- dóttir.  Heiðvangur 50 Fyrir fallegan og hlýlegan garð. Eigendur eru Gréta Kjartans- dóttir og Óli Sævar Ólafsson.  Lækjarberg 5 Fyrir fallegan og vel hirtan garð, byggðan upp af smekkvísi, þar sem holtagrjótið fær notið sín. Eig- endur eru Ellen Tyler og Hálfdán Karlsson  Leikskólinn Norðurberg Fyrir fallega og vel hirta nátt- úrulega lóð.  Íshestar ehf. Fyrir fallega aðkomu og snyrti- mennsku.  Gatan Sævangur var valin Stjörnugatan árið 2003 vegna fallegs umhverfis og al- mennrar umhirðu. Fallegir garðar og snyrti- legar lóðir verðlaunuð Garðurinn við Heiðvang 50 þótti sérstaklega hlýlegur og fallegur. Garðurinn við Jófríðarveg 11 hlaut verðlaun fyrir glæsileika og þótti umhirða hans til fyrirmyndar. Hafnarfjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.