Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Turmoil, Mánafoss, Skógafoss og Þerney fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Rán fer í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Bingó í dag kl. 14. Árskógar 4. Handa- vinnustofan opin, pútt- völlur opinn mánu- til föstudags kl. 9–16.30. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 12.30 bað, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13–16 frjálst að spila í sal. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9 aðstoð við böðun, hárgreiðslu- stofan opin. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9–12 applikering, kl. 10–13 opin verslunin. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9.30 gönguhópur, allir vel- komnir, kl. 9–12 bað, kl. 9–16 opin vinnustofa. Púttvöllurinn opinn frá kl. 14. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8. bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 „opið hús“, spilað á spil. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Brids kl. 13. Púttæfingar á Hrafnistuvelli kl. 14–16. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spila- salur opinn, veitingar í Kaffi Berg. S.575–7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, kl. 13.15 brids, kl. 20.30 félagsvist. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin frá kl. 9–17 virka daga, heitt á könnunni. Hraunbær 105. Kl. 9 baðþjónusta, fótaað- gerð og hárgreiðsla, kl. 10 pútt. Bingó. Kaffi- veitingar. Allir vel- komnir. Hvassaleiti 58–60. Hársnyrting fótaað- gerðir. Norðurbrún 1. Kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 10–11 boccia. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 handavinna, kl. 13.30– 14.30 sungið við flyg- ilinn, kl. 14.30–16 dans- að í aðalsal. Dansað í kaffitímanum við laga- val Sigvalda, rjóma- terta með kaffinu, allir velkomnir. Vitatorg. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 morg- unstund, kl. 10 fót- aðgerð, kl. 13.30 bingó. FEBK. Brids spilað kl. 13.15 í Gjábakka. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laug- ardögum. Minningarkort Minningarkort Hjarta- verndar, fást á eft- irtöldum stöðum í Reykjavík: Skrifstofu Hjartaverndar, Holta- smári 1, 201 Kópavogi, s. 535-1825. Gíró og greiðslukort. Dvalar- heimili aldraðra Löngu- hlíð, Garðs Apótek Sogavegi 108, Árbæjar Apótek Hraunbæ 102a, Bókbær í Glæsibæ Álf- heimum 74, Kirkju- húsið Laugavegi 31, Bókabúðin Grímsbæ v/ Bústaðaveg, Bókabúðin Embla Völvufelli 21, Bókabúð Grafarvogs, Hverafold 1–3. Minningarkort Hjarta- verndar, fást á eftir- töldum stöðum á Reykjanesi: Kópavog- ur: Kópavogs Apótek, Hamraborg 11. Hafn- arfjörður: Lyfja, Set- bergi. Sparisjóðurinn, Strandgata 8–10, Kefla- vík: Apótek Keflavíkur, Suðurgötu 2, Lands- bankinn Hafnargötu 55–57. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eftir- töldum stöðum á Vesturlandi: Akranes: Hagræði hf., Borgar- nes: Dalbrún, Brák- arbraut 3. Grundar- fjörður: Hrannarbúð sf., Hrannarstíg 5. Stykkishólmur: Hjá Sesselju Pálsd., Silf- urgötu 36. Ísafjörður: Póstur og sími, Að- alstræti 18. Stranda- sýsla: Ásdís Guð- mundsd. Laugarholti, Brú. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eftir- töldum stöðum á Austurlandi: Egils- staðir: Gallery Ugla, Miðvangi 5. Eskifjörð- ur: Póstur og s., Strandgötu 55. Höfn: Vilborg Einarsdóttir Hafnarbraut 37. Landssamtökin Þroskahjálp. Minningarsjóður Jó- hanns Guðmundssonar læknis. Tekið á móti minningargjöfum í síma 588-9390. Í dag er föstudagur 15. ágúst, 227. dagur ársins 2003, Maríu- messa hin f. Orð dagsins: Annað er þetta: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Ekkert boðorð annað er þessu meira.“ (Mark. 12, 31.) GjaldskrárhækkunOrkuveitu Reykja- víkur hefur valdið mörg- um heilabrotum. Í fjöl- miðlum hafa forsvarsmenn fyrirtæk- isins haldið því fram að gjaldskrárhækkunin komi til vegna minni eft- irspurnar eftir vörunni sem verið er að selja. Þessi rökstuðningur er mikil nýlunda í hagspeki.     Þórður Heiðar Þór-arinsson verkfræð- ingur skrifar um málið á Deiglunni.com: „Alfreð Þorsteinsson var í frétt- unum í vikunni eins og svo oft áður. Sem stjórn- arformaður Orkuveitu Reykjavíkur reyndi hann að verja óafsakanlega hækkun gjaldskrár Orku- veitunnar. Vegna hita á Íslandi hefur notkun dregist svo mikið saman að nauðsynlegt var að hækka verðið á heita vatninu að mati Alfreðs. Það má þá væntanlega gera ráð fyrir því að verðið lækki aftur í haust og í vetur – eða hvað? Líklegra má þó telja að í kuldakasti komandi vetrar hækki gjaldskráin enn og aftur vegna mik- illar notkunar heits vatns sem mun valda auknu álagi á kerfinu. Maður hlýtur að spyrja sig hvort hugsanlega sé verið að greiða fyrir ónýtt parket í nýju húsi og glötuð fjár- festingarævintýri á borð við ljósleiðaragutl og risarækjueldi,“ segir hann.     Þórður bendir á að ávenjulegum markaði, þar sem samkeppni ríki, gætu neytendur einfald- lega beint viðskiptum sín- um annað. Í þessu tilviki er ekki um slíkt að ræða: „Mikið hlýtur það annars að vera gott að vera í svona einokunaraðstöðu eins og Alfreð er í. Þegar salan minnkar þá er verðið hækkað og þegar salan eykst er verðið hækkað. Lögmálið um framboð og eftirspurn þarf greinilega ekki að gilda um alla. Fimm komma átta prósent hækkun er það í þetta skiptið. Gaman væri nú ef allir Reykvíkingar tækju sig saman um að minnka heitavatnsnotkun hjá sér um 5,5% til að vega upp á móti hækkun Orkuveitunnar. Þá væri Alfreð enn í sama farinu og áður – ætli hann myndi þá hækka verðið enn frekar? Þetta gæti snúist upp í þrjósk- ukeppni milli Alfreðs og borgarbúa.“     Þórður gagnrýnir fjár-málstjórn OR og seg- ir að lokum: „Það hlýtur að vera vilji borgarbúa að stjórnmálamenn hætti í fjárfestingarleik með peninga almenningsfyr- irtækis eða eyði þeim ekki í risavaxin skrif- stofuhús. Enn fremur vilja borgarbúar borga lægri skatta. Sala á Orkuveitunni myndi upp- fylla báðar þessar óskir. Sem Reykvíkingur myndi pistlahöfundur styðja hugmyndir þess efnis heilshugar.“ STAKSTEINAR Orkan kostar sitt Víkverji skrifar... MARGIR nota mikið benzín ásumrin. Fólk ferðast langar vegalengdir akandi og þarf oft að fylla á tankinn. Víkverji hefur heyrt á mörgum viðmælendum sínum undanfarið að þeir eru með hálfgert óbragð í munninum þegar þeir borga fyrir benzínið sitt, eftir að skýrsla Samkeppnisstofnunar um meint samráð olíufélaganna þriggja komst í hámæli. Einn kunningi Víkverja lét svo um mælt að hann tæki helzt ekki benzín á Brúartorgi í Borgarnesi, þar sem benzínstöðvar allra félaganna blasa við, vegna þess að þá fyndist honum hann þurfa að gera upp á milli þriggja vondra kosta – allir hefðu tekið þátt í samráðinu. Það væri nær að geta sagt að benzínið hefði verið á þrotum og eini kosturinn hefði verið að verzla við þessa eða hina benzín- stöðina, sem var næst við þjóðveginn. Það verður seint ítrekað of oft að fólk er saklaust þar til sekt er sönn- uð, og sennilega hafa olíufélögin tek- ið upp nýja siði á allra seinustu árum. Víkverja heyrist samt á öllu að nýtt, óháð olíufélag, sem væri laust við „fortíðarvanda“ hinna gömlu, myndi eiga mikinn hljómgrunn hjá almenn- um neytendum þessa dagana og margir hlytu að taka því fegins hendi að eiga fleiri kosti en þá þrjá, sem nú eru í boði. Það verður því spennandi að sjá hvernig viðtökur Atlantsolía fær, en félagið stefnir að því að selja benzín á almennum neytendamark- aði. x x x VÍKVERJI hefur kunnað vel aðmeta það framtak Ríkisútvarps- ins að birta upptökur af fréttatímum Útvarps og Sjónvarps á vef sínum. Á vefsíðunni, þar sem þessar frétta- upptökur er að finna, segir m.a.: „Upptökurnar ná viku aftur í tímann og eru aðgengilegar um 30 mínútum eftir að útsendingu lýkur.“ Víkverji hefur hins vegar hvað eftir annað komizt að raun um það, þegar hann hefur misst af fréttunum og ætlað að bæta sér það upp með því að fara inn á ruv.is, að þetta stenzt ekki. Iðulega eru fréttaupptökurnar vikugamlar, t.d. ætlaði Víkverji í gær að hlusta á hádegisfréttir frá 13. ágúst en þá komu fréttir frá 6. ágúst. Víkverji hvetur RÚV til að tryggja að þessi frábæra þjónusta sé í lagi. x x x VÍKVERJI veltir því fyrir sérhvort grundvöllur viðgerða á heimilistækjum sé brostinn, eða svo gott sem. Á undanförnum árum hef- ur Víkverji farið t.d. með útvarps- vekjaraklukku, sjónvarp, mynd- bandstæki og litla myndavél í viðgerð á raftækjaverkstæðum og iðulega slagar viðgerðarkostnaðurinn upp í verð nýs og betra tækis. Niðurstaðan er sú að Víkverji er steinhættur að fara með tæki í viðgerð nema þau séu í ábyrgð. Morgunblaðið/Arnaldur Neytendur virðast móttækilegir fyrir nýjum kosti á olíumarkaðnum. Íslandspóstur og sjónvarps- dagskráin ÁTTUNDA ágúst sl. birtist í Velvakanda bréf sem ég sendi inn vegna fjölpósts, en það vantaði niðurlag bréfs- ins. Þar varpaði ég fram þeirri spurningu hvaða sjónvarpsdagskrá Íslands- póstur dreifði. Ég bar upp þessa spurningu vegna bréfs sem birtist í Velvak- anda þess efnis að ef fólk væri óánægt með að fá ekki sjónvarpsdagskrána og væri með gulan miða á lúgu eða póstkassa (engan fjöl- póst, takk) gæti það haft samband við Íslandspóst. Ég er starfsmaður Póst- dreifingar og er að dreifa sjónvarpsdagskrá (Dagskrá vikunnar) sem kemur út á tveggja vikna fresti. Ég vissi ekki að Íslandspóstur væri líka að dreifa sjón- varpsdagskrá, hún kemur alla vega ekki inn á mitt heimili. Ég vildi gjarnan fá þessa dagskrá. Sem sagt, spurningin er: Hvaða sjón- varpsdagskrá dreifir Ís- landspóstur? Starfsmaður Póstdreifingar. Meinlegur munn- þurrkur KONA hafði samband við Velvakanda og sagðist vilja leita aðstoðar vegna eftir- kasta af geislameðferð vegna krabbameins í hálsi sem hún gekk undir. Hefur hún eftir meðferðina fundið fyrir miklum óþægindum vegna mjög mikils munn- þurrks, sem er það mikill að hamlar tali og meltingu. Leitar hún eftir ráðum ef einhver kann við að auka raka í munni. Mega þeir sem ráð eiga hafa samband í síma 567 5607. Skóbúðin í Mjódd MIG langar að koma á framfæri frábæru þakklæti fyrir góða þjónustu. Ég er búin að vera viðskiptavinur þarna í fimm ár og þetta er sú besta skóbúð sem ég hef verslað við. Matthildur Jóhannsdóttir (Mattý). Frítt í strætó fyrir aldraða ÞAÐ er oft svo með aldrað fólk að það lokast nokkuð af. Þetta er bæði fólk sem ekki keyrir bíl og margir hættir að aka sökum aldurs. Þetta fólk kemst ekki eins mikið út og það þyrfti. Ef væri frítt í strætó færi þetta fólk mikið meira á milli húsa. Það væri mikið notalegra fyrir það að geta komist meira úr húsi. Eldri borgari. Tapað/fundið Ólarlaust úr LÍTIÐ ólarlaust úr fannst á Esjubílastæðinu við Mó- gilsá. Upplýsingar má fá í síma 821 4369. Týndi brókum HVÍTUR plastpoki með tvennum gallabuxum tapað- ist á leiðinni frá Vesturbæj- arlaug - Hagamel - Reka- granda. Finnandi vinsamlega hringi í síma 616 2696. Óskilamunir unglinga UNGLINGAR sem unnu í Vinnuskóla Reykjavíkur í sumar geta vitjað óskila- muna á lager vinnuskólans í Skerjafirði milli kl. 8 og 16. Starfsfólk lagers VR. Myndavél í apóteki MYNDAVÉL fannst í verslun Lyfja & heilsu í Hamraborg fyrir um mán- uði síðan. Eigandi getur vitjað vélarinnar í verslun- inni. Týndi einhver hjóli? LÍTIÐ grænt barnareiðhjól fannst við Kleppsveginn fyrir nokkrum dögum. Eig- andinn má hafa samband í síma 698 1209. Saknar hringsins GULLHRINGUR tapaðist um helgina og er sárt sakn- að. Hringurinn er óska- beins-lagaður, þ.e. í spíss í báðar áttir og hefur verið bættur að innanverðu. Finnandi vinsamlega hafi samband í síma 689 7988 eða 899 6692. Dúkka í bleiku LÍTIL dúkka í bleikum klæðum fannst í Lands- bankanum, Austurstræti 11, á föstudag. Eigandi má vitja dúkku sinnar í mót- töku bankans. Barnareiðhjól í óskilum BLÁTT, rautt og gult barnareiðhjól er í óskilum við Leirubakka í Reykjavík. Hjólið er líklega fyrir barn á aldrinum 3–4 ára en samt tvíhjól. Sá sem telur sig eiga hjólið má hringja í síma 557 3990. Dýrahald Emil týndur GRÁBRÖNDÓTTUR kött- ur með hvíta sokka er týnd- ur. Hann er stór köttur og með ól og týndist í Staða- hverfi í Grafarvogi 1. ágúst. Þeir sem vita um ferðir hans vinsamlega láti vita í síma 896 5001 eða 863 0026. Blíða kisu vantar heimili SÉRLEGA blíða 5 ára gamla kisu vantar gott heimili vegna flutninga. Hún er reyndar ekki vön ungum börnum og vill geta notið útiveru. Sá sem vill taka kisu að sér hringi í síma 551 2302 eða 697 7181. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 háfleyg í tali, 4 tyggja, 7 véfengja, 8 slitum, 9 málmur, 11 skip, 13 nöf, 14 hamslaus, 15 trjá- mylsna, 17 atlaga, 20 blóm, 22 storkun, 23 alda, 24 ber, 25 fiskavaða. LÓÐRÉTT 1 svínakjöt, 2 ásælni, 3 sælgæti, 4 skeifur, 5 trúarleiðtogar, 6 sárum, 10 angan, 12 væl, 13 löngun, 15 mylla, 16 mannsnafn, 18 skoðar vandlega, 19 gremjast, 20 yndi, 21 agasemi. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 afskiptur, 8 grjón, 9 lesin, 10 alt, 11 arður, 13 sorti, 15 hvörf, 18 smala, 21 lóm, 22 laugi, 23 áfall, 24 álitamáls. Lóðrétt: 2 fljóð, 3 kænar, 4 pilts, 5 ufsar, 6 ugla, 7 endi, 12 urr, 14 orm, 15 hæla, 16 ötull, 17 flimt, 18 smáum, 19 aðall, 20 auli. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.