Morgunblaðið - 17.08.2003, Síða 15

Morgunblaðið - 17.08.2003, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2003 15 Furðulegt var að heyra hvað sásem hringt var í tók þessari málaleitan vel. Hann tjáði sig fúsan til að taka á móti bílnum og sagði jafnframt að það hlytu að vera ein- hver ráð með að koma farminum fyrir: „Ég redda þessu,“ sagði hann fullur af hjálpsemi við bláókunnugan mann sem hringdi í hann fyrirvara- laust. Því aðeins rifja ég þetta upp að mér finnst eins og fólk sé sumt búið að gleyma út á hvað hjálpsemi geng- ur. Sumir halda að það sé hjálpsemi ef þeir ákveða allt í einu að nú skuli þeir vera í hlutverki „miskunnsama Samverjans“ og vilja endilega þá stundina hjálpa einhverjum, hvort sem hann þarf á hjálp að halda eða ekki og bregðast hinir verstu við ef ekki reynist vilji fyrir að móttaka „hjálpina“. Hjálpsemi er af öðrum toga, hún birtist í sínu besta formi þegar hún er veitt af litlum efnum og þótt illa standi á. Segjum svo að kona sé að baka fyrir afmæli, eigi eftir að laga til og hafi þrjú lítil börn í húsinu. Svo kemur kannski vinkona hennar og biður hana að passa lítið barn í tvo tíma vegna þess að hún þurfi að fara áríðandi erinda út í bæ. Ef konan sem er að undirbúa afmælið tekur við litla barninu þá er hún hjálpsöm, öðru máli gegnir ef hún segir: „Því miður, ef það stæði aðeins betur á…“ Það er að mínu viti mikill munur á þessu tvennu. Annars vegar vill ein- hver hjálpa af því að hann langar til að vera í því hlutverki að vera hjálp- samur, það hjálpar upp á sjálfs- ímynd hans þá stundina. Hins vegar er brugðist við bón um hjálp þótt ekki standi kannski vel á. Sá hjálp- sami réttir hjálparhönd af því ein- hver þarf sárlega á hjálpinni að halda. Með þessum orðum er ég ekki að segja að það eigi aldrei rétt á sér að vilja rétta hjálparhönd þótt ekki sé um það beðið. Ég er aðeins að segja að ef fólk vill hjálpa af því að það er „í stuði“ til þess, þá ætti það að gera sér grein fyrir af hvaða hvötum það vill hjálpa og ekki móðgast ef hjálpin er ekki þegin eða er illa séð. Það seg- ir einhvers staðar að það sé sælla að gefa en þiggja. Þetta á ábyggilega líka við um hjálp, sælla er að veita hana en taka á móti henni. Hvort tveggja kallar á þakkarskuld og hún reynist mörgum þungbærari en þeir hefðu í fljótu bragði trúað. ÞJÓÐLÍFSÞANKAR/Hvað er hjálpsemi? Ef það stæði aðeins betur á… FYRIR mörgum árum heyrði ég þátt í útvarpinu þar sem verið var að láta reyna á hina margrómuðu hjálpsemi Íslendinga. Hringt var í fólk úti á landi og það beðið að hjálpa manni sem átti von á stórum farmi með vörubíl. En að sögn þess sem hringdi hafði bíllinn því miður farið skakka leið og því var nauðsynlegt að bjarga málunum í bili. Hann fór þess á leit við þann sem hann hringdi í að sá hinn sami sæi um að taka á móti bílnum og koma farminum fyrir til bráðabirgða. eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur FYRIRTÆKI TIL SÖLU www.fyrirtaekjasala.is FYRIRTÆKJASALA ÍSLANDS Síðumúla 15 • Sími 588 5160 Gunnar Jón Yngvason lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali Súlumót frá formaco ● úr pappa ● einföld og þægileg í notkun ● fæst í mörgum lengdum og breiddum Gylfaflöt 24-30 • 112 Reykjavík Sími 577 2050 • Fax 577 2055 formaco@formaco.is • www.formaco.is Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15 Föt fyrir allar konur FRÉTTIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.