Morgunblaðið - 17.08.2003, Side 23

Morgunblaðið - 17.08.2003, Side 23
M ENNINGARNÓTT er merkisviðburður í Reykjavík. Heilmikill kostnaður er við í hátíð- ina. Mest fer þó í um- gjörðina, ekki ólíkt og þegar listamaður opnar myndlistarsýningu í Listasafni Íslands eða Listasafni Reykjavíkur. En þá sjá söfnin einmitt um að greiða allan kostnað við umgjörðina, þ.e. verktökum laun fyrir að koma salnum í stand eftir síðustu sýningu, mála veggi og kannski byggja nýja falska veggi, setja upp myndvarpa, stilla lýsinguna o.s.fv.. Það þarf líka að greiða fagmönnum fyrir að aðstoða við uppsetningu á listaverkunum, listfræðingi fyrir að skrifa texta í sýningarskrá og prentun kostar sitt. Ekki er vín- ið ókeypis sem safnið býður gestum á opnun og einhverjir fá kaup fyrir að uppvarta. Stundum spilar hljómsveit eða kammersveit við opnun og er tekinn aur fyrir það. Heill hellingur af fólki fær laun vegna einnar myndlistarsýningar, í raun allir sem koma að gerð hennar nema sjálfur myndlistarmaðurinn. Slíkt er sem sagt fyrirkomulagið á Menn-ingarnóttinni. Borgin heldur hátíðina,kynnir hana og kostar alla umgjörðina,en listamenn koma svo með afurðir sín- ar, þakklátir borginni fyrir að skapa fyrir þá að- stæður til að koma list sinni á framfæri. Það er auðvitað eftirsóknarvert fyrir myndlistarmann að vera með sýningu á Menningarnótt. Fjöldi manna mætir á sýningar, oft fleiri þennan eina dag en yfir heilt sýningartímabil. Sýningargestir eru reyndar í mjög misjöfnu ástandi, en þeir mæta allavega og skrifa í gestabókina til stað- festingar á metaðsókn. Söfnin lokka líka til sín mikinn fjölda manna með þéttri dagskrá af list- viðburðum. Ómögulegt er þó að hafa eftirlit með þessum fjölda á söfnunum og því hætta á skemmdum á listaverkum. Stærsti og dýrasti hluti hátíðarinnar hlýtur að vera flugeldasýningin. Þá er milljónum króna skotið í loftið og þær sprengdar fyrir framan þús- undir agndofa áhorfenda. Aldrei er jafnflott flug- eldasýning í Reykjavík og á Menningarnótt, nema þá á gamlársvöld en það er ósanngjarn samanburður. Flugeldasýningin markar líka kaflaskil á hátíðinni. Fyrir suma þýðir hún lok hennar en fyrir aðra merkir hún upphafið. o.s.fv. E-pillupartí eru vestræn og vanhugsuð útgáfa af þessháttar ritúölum og eru auðvitað bönnuð. Alkóhól er eina löglega vímuefnið á Vesturlöndum og spilar það mikilvæga rullu í ís- lensku samfélagi og er óspart notað við menn- ingarlega ritúala. Eins og áðurnefnd vímuefni þá virkar alkóhólið á heilann. Það hefur samt áhrif á aðra hluta heil- ans en t.d. ofskynjunarefnin. Þau loka fyrir boð- skipti ýmissa hluta heilans og því myndast tóm sem heilinn þarf að fylla í. Þá fara stöðvar heil- ans sem aldrei hafa áður átt samskipti að tala saman og breytist þá skynjunin á veru- leikanum. Alkóhólið sljóvgar aftur á móti starf- semi heilans. Það sljóvgar þó ekki tilfinningar sem heilinn hefur getað stjórnað eða haldið niðri og því brjótast þær út í móðursýki, van- máttarkennd, kraftadellu og óstjórnlega greddu. Rétt tvær vikur eru liðnar síðan síðasti skipu- lagði vímuritúallinn var haldinn hér á landi, þ.e. verslunarmannahelgin. Þá halda Íslendingar út í náttúruna og dvelja þar samfellt í þrjá daga til að tengjast henni og finna frummanninn í sjálf- um sér. Í frumstæðum samfélögum eru einnig haldnir svona náttúruritúalar. Indjánar í Kan- ada klífa kletta og liggja kyrrir á klettasyllum í sólarhring eða svo og kyrja. Búddistar við Him- alayafjöll gera slíkt hið sama, aðrir halda einir út í eyðimörk og svo má lengi telja. Við höfum þetta aðeins öðruvísi hér á landi. Við hópum okkur saman á afmörkuðum stöðum í nátt- úrunni og leyfum frummanninum að hlaupa stjórnlaust um náttúruna með hjálp alkóhólsins. Menningarnótt er annarskonar vímuritúall en verslunarmannahelgin þar sem þátttak- endur tengjast skapandi afurðum eigin menn- ingar. Eftir miðnætti, þ.e. flugeldasýninguna, heldur tónlistin þátttakendum ritúalsins við efnið eins og raunin er með vímuritúala frum- stæðra menningarsamfélaga. Þá dönsum við og drekkum fram undir morgun og sleppum okkur í trumbutaktinum. Og kannski, í eitt augnablik, þegar heilinn er orðinn nógu sljór og tilfinning- arnar hafa fundið sér farveg í öllu frelsinu sem við höfum fundið í listinni og alkóhólinu, þá upp- lifum við menningarlega samkennd. Þá fyrst sjáum við hve nauðsynlegt það er að heiðra list- ir okkar og menningu árlega með þessum hætti. Menningarlegur vímuritúall Blá hönd Shamans (Ayahuasquero) heldur á bita af Banesteriopsis caapi sem m.a. er notað í menningarlegan vímuritúal í S-Ameríku. AF LISTUM eftir Jón B. K. Ransu Alkahól setur ávalt svip sinn á Menningarnóttina. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ísland er ekkert frábrugðið frumstæðummenningarsamfélögum þar sem vímuefnieru brúkuð við menningarlega ritúala.Norður-Ameríku-indjánar reyktu t.d. frið- arpípu sem var ekkert annað en „haus“. Öldum saman hafa ritúalar verið til í Mið-Ameríku sem tengdir eru meskalíni eða Peyote-ofskynjunar- kaktusi. Í Suður-Ameríku er það Ayahuasca- jurtablandan og í Afríku hafa menn fundið ýms- ar náttúruauðlindir sem koma mönnum í ann- arlegt ástand, allt frá plöntum til hráka úr froskum. Tónlist spilar jafnan lykilhlutverk í ritúölum með vímuefnum. Oftast er það takt- fastur trumbusláttur sem þátttakendur hrista sig eftir og ferðast svo út úr líkama sínum, hitta forfeður sína, anda skógarins, sitt innra dýr LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2003 23 Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • www.sminor.is OD DI H F J 94 38 Allt að 50% afsláttur af innfelldum halógenljósum. Fjöldi annarra sér- tilboða, m.a. útiljós á mjög góðu verði. Rýmum til fyrir nýjum vörum í ljósadeild ÁSGRÍMUR Ingi Arn- grímsson hefur gef- ið út ljóðabókina Óðs manns kvæði sem inniheldur 46 ljóð. Ásgrímur hefur áður gefið út ljóða- bókina Ljóðs manns æði árið 2000 og einnig skrifaði hann leikþátt um Jóhannes Kjarval sem fluttur var á Borgarfirði eystra sumarið 2002. Óðs manns kvæði er 51 bls., prent- uð í Gutenberg, hönnuð af höfundi. Ljóð MYNDLISTARSÝNINGU Geirþrúðar Finnbogadóttur Hjörvar, The weight of significance, í Galleríi Dverg, Grundarstíg 21 í Reykjavík, lýkur sunnudag- inn 17. ágúst. Sýningin er opin fimmtu- dag til sunnudags kl. 17– 19. Sýningu lýkur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.