Morgunblaðið - 17.08.2003, Page 27

Morgunblaðið - 17.08.2003, Page 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2003 27 Fellihýsi, tjaldvagnar og pallhús með óviðjafnanlegum afslætti! M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Bíldshöfða 14 • Sími 587 6644 Fjögur 10 RT Starcraft fellihýsi. Sjö Camp-let tjaldvagnar. Tvö Sportstar pallhýsi. Núna í nokkra daga munum við losa af lagernum okkar síðustu gripi sumarsins á frábærum kjörum. Um er að ræða ný fellihýsi, tjaldvagna og pallhús, þ.a. nokkur sýningareintök. Afslátturinn getur numið 100.000 kr. og jafnvel meiri í sumum tilfellum. Gríptu tækifærið og nýttu sumarið til hins ýtrasta! Nissan Terrano 3.0 luxury Árg. 09/02 Ek. aðeins 9 þús km 7 manna, dísel, sjálfskiptur. Verð kr. 3.6 millj. Upplýsingar í síma 862 8526 Lithimnulestur Með David Calvillo fimmtudag og föstudag Lithimnulestur er gömul fræðigrein þar sem upplýsingar um heilsufar, mataræði og bætiefni eru lesnar úr lithimnu augans. Á fimmtudag og föstudag mun David Calvillo vera með lithimnulestur í Heilsubúðinni, Góð heilsa gulli betri. Njálsgötu 1, uppl. og tímapantanir í s:561-5250. 19. norræna vímuvarnaráðstefnan haldin á Grand hótel, Reykjavík 1.–2. september 2003 Meðal efnis: Nýtt neyslumynstur áfengis og vímuefna Lars Møller (Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin) Margarete Nilson (Tölfræðimiðstöð um vímuefnaneyslu í Evrópu) Vímuvarnir í skólum Björn Hilbell (ESPAD/CAN) Pim Cuijpers (Netherlands Institute of Mental Health and Addiction) Áfengisstefna Robin Room (Stokkhólmsháskóli) Þórólfur Þórlindsson (Háskóli Íslands) Upplýsingar og skráning: congress.is/rus Síðasti skráningardagur 22. ágúst Ráðstefnugjald: 1. og 2. september 8.000 kr. 1. september 5.500 kr. 2. september 4.500 kr. Ráðstefnan er styrkt Norrænu ráðherranefndinni, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og Reykjavíkurborg. Áfengis- og vímuvarnaráð vimuvarnir.is HVAÐ er raun- veruleiki og hvað er ímyndun er eitt af viðfangsefnum fyrstu skáldsögu Gunnars Þorsteins- sonar sem hann nefnir Afrit af deginum góða. Ein persóna sög- unnar er m. a. látin segja: ,, Það sem maður heyrir og sér þarf ekki endilega að vera það sem maður heyrir og sér.“ Það er annars dálítið erfitt að að nálgast þetta verk sem skáld- sögu. Þrátt fyrir skáldsögulengd minnir hún frekar á smásögu sem teygst hefur úr. Söguflétt- an er póstmódernískur tilbún- ingur og verkið er fest á þráð sögunnar sem strengdur er og teygður frá upphafi til enda. Hún hverfist um endursköpun eða afrit dags og atburðar. Það óvenjulega er að atburðurinn á sér stað í óræðri framtíð. Þess vegna er sagan uppfull af vangaveltum á borð við þessa: ,,Hvað mundir þú gera ef þú hefðir verið svikinn um eitthvað sem þér hefði aldrei verið lof- að?“ Þetta er staðleysuverk. Þó að sumt í umhverfi sögunnar minni á íslenskar aðstæður, t.d. að námsmaður fari erlendis til náms, er það nær því að vera evrópskur borgarveruleiki. Nöfn persónanna eru á sama hátt í senn kunnugleg og framandi:, René, Göring, Humphrey, Amalía, Nadía o. s. frv. Verkið er uppfullt af klass- ískum táknum, hring, sjö- stjörnu, tölunni sjö o .s. frv. og fer mikið rými og tími persón- anna í að glíma við þau. Segja má raunar að sagan sé sögð á þremur sviðum sem skerist, í raunveruleikanum, á táknsvið- inu og í skáldskapnum eða ímynduninni. Höf- undi tekst allvel upp í þessari fléttugerð. Hann leggur hins vegar minna upp úr persónulýsingum og persónur verða fyrir bragðið eintóna og bragðlausar staðal- gerðir; einlægi trú- maðurinn sem opinn er fyrir breytingum, gagnrýni heimspek- ingurinn í leit að fótfestu og kven- myndirnar eru ýmist kynverur eða afskiptasamar mæður og frænkur en aðrir eiginleikar óljósir. Segja má að meginviðfangs- efni sögunnar sé girndin og ást- in sem tengist táknsviði sög- unnar og þá ekki síður hinn táknræni og klassíski lífshring- ur endurtekningarinnar, þess sem kemur aftur. Margt er haganlega smíðað í þessari sögu. Þó finnst mér að höfundur hefði að ósekju mátt vanda betur texta frásagnarinn- ar. Hann er sums staðar óljós og stirður og það sem verra er óvandaður. Ég kann t.a.m. illa við það þegar einhver réttir upp ,,aðra hendina“(20) eða er sagður hafa ,,teygjanlegan skilning“ ( 51). Eitthvað finnst mér líka bogið við málsgreinar á borð við þessar: ,,Kannski eru engar tvær áhyggjur eins. Ef ég fengi að skipta, hvaða áhyggjur ætli ég myndi velja mér?“ Ef til vill er málskiln- ingur minn bara gamaldags og allt í lagi að tala um eina áhyggju, tvær áhyggjur, þrjár, fjórar, sjö og jafnvel fjórtán. Þetta lýtir þó verkið í mínum huga. Afrit af deginum góða er að mörgu leyti vel upp byggð skáldsaga þó að mér finnist sem höfundur hafi um of teygt lopa smásögu upp í skáldsögu- lengd. Lítið vægi persónusköp- unar og á köflum lítt vandaður texti rýrir og gildi sögunnar. BÆKUR Skáldsaga Eftir Gunnar Þor- steinsson. Agenda 2003 – 188 bls. AFRIT AF DEGINUM GÓÐA Sá sem kemur aftur Skafti Þ. Halldórsson Tvær spennu- bækur fyrir ung- linga, Setuliðið og Tara, eru komnar út hjá Bókaútgáfunni Sölku. Höfundur er Ragnar Gísla- son og um kápu- hönnun sá Arnar Geir Ómarsson. Setuliðið segir frá krökkum í Hafnarfirði sem finna beinaleifar auk fjársjóðs. Stundum er hættulegt að gramsa í fortíð- inni og skyndi- lega lifna við dramatískir at- burðir aftan úr forneskju og taka völdin í lífi þeirra. Veruleikinn stendur þó eftir, ótrúlegri en allt annað sem krakkarnir þurfa að ganga í gegnum og skilur þá eftir reynslunni ríkari. Tara fjallar um djúpa og sérstæða vináttu sem nær yfir landamæri þessa heims og annars. Unnar, sem er þrettán ára strákur í Elliðavatnshverfinu, er al- veg við það að brotna niður. Hann er lagður í einelti af skólafélög- unum og Konni, besti vinur hans, er kominn í hjólastól eftir hörmu- legt slys. Tími og rúm skarast. Dul- arfull stúlka, Tara að nafni, nær loksins sambandi við Unnar og Konna og saman ferðast þau um ókannaðar víddir sem breyta tilveru þeirra allra á eftirminnilegan hátt. Setuliðið er 156 bls. og Tara er 188 bls. Báðar bækurnar eru í kiljubroti, prentaðar í Prentmeti ehf. ogkosta 1.990 krónur. Spenna fyrir unglinga ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122 Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.