Morgunblaðið - 17.08.2003, Page 34

Morgunblaðið - 17.08.2003, Page 34
FRÉTTIR 34 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Jón Hólm Stefánsson, sími 896 4761. Ef þú þarft að selja eða kaupa bújörð hvar á landi sem er hafðu þá endilega samband við okkar mann, Jón Hólm bónda, sem aðstoðar þig með bros á vör. Bújarðir Glæsilegur dekur Mercedes Bens 500 SL Með „hardtop“ „Summertime“Einn takki, rafmagnsblæjan fer af eða á og James Bond verður grænn af öfund yfir tækniundrinu. Bíllinn er hlaðinn aukabúnaði: Stöðugleikakerfi og ASR spólvörn fyrir veturinn, fjarstýrðar samlæsingar, kastarar á sportsvuntu, leðuráklæði, vökvastýri, Cruise control, ABS bremsur, þjófavörn, Central rafmagn með fjarstýringum, álfelgur, sjálfskiptur með bæði sport- og sparnaðarstilllingu. Bíllinn er bæði með rafmagnsblæju og hardtop og getur því bæði verið blæjubíll eða venjulegur. 326 hestafla vél. Bíllinn sem er ‘89 árgerð, er sem nýr að innan og utan, enda sér sér hvorki á innréttingu né lakki. Tveir eigendur frá upphafi og einungis verið notaður á sumrin. Ekinn aðeins 170 þús. Bíllinn, sem var í eigu þýsks auðkýfings lengst af, var fluttur til landsins fyrir 6 vikum. Bíll sem kostar 16 milljónir nýr. Verð: 6,8 ! 4,8 ! = 2,8 staðgreitt. Upplýsingar fást í síma 552 6660. Frábært eintak sem dekrað hefur verið við frá upphafi. Fyrstur kemur fyrstur fær. AUSTURSTRÆTI 8-10 TIL SÖLU EÐA LEIGU Lágmúla 9, 6. hæð • Sími 533 1122 • Fax 533 1121 Um er að ræða ca 900 m² sem skiptast: 1. Jarðhæð sem er í útleigu ca. 200 m² (Thorvaldsenbar) 2. Jarðhæð samtals 175 m² sem er til hliðar við Thorvaldsenbar. 3. Jarðhæð 87 m² ásamt 433 m² húsnæði í kjallara, sem er sérhannað sem heilsurækt og snyrtistofa. Glæsileg potta- og gufuaðstaða. Stórir sturtu- og búningsklefar. Nánari upplýsingar gefur Þröstur á skrifstofu. TIL SÖLU EÐA LEIGU Til sölu eða leigu er veitingastaður í hverfi 108. Möguleiki á að kaupa hús- næðið. Staðurinn er í fullum rekstri með ágætum tekjum. Öll tæki í eldhúsi og húsgögn geta fylgt. Borð og stólar fyrir 65 manns, auk 7 sófa. Stór kælir og stór frystir. Mjög góður bar. Gott 9 hátalara hljóðkerfi, 4 stór sjón- vörp, myndvarpi og tjald. Fullt vínveitingaleyfi. Góð staðsetning og mikið af fyrirtækjum í nágrenninu. Frábærir möguleikar fyrir útsjónarsama, t.d. nú í byrjun enska boltans. Allar frekari upplýsingar á Eign.is SKÓGARGERÐI 1A EINBÝLI Til sýnis í dag á milli klukkan 14:00 og 16:00 þetta fallega nýlega 271 fm einbýlishús með stórum innbyggðum bílskúr sem rúmar 2 bíla. Húsið stendur á mjög rólegum stað innarlega í botnlanga og er er óvenju stórt m.v. hús í Smáíbúðahverfinu og býður upp á fjölbreytta nýtingarmöguleika. Vandað hús með góðum herbergj- um, fallegum stofum og ræktuðum garði. Arinn. Sólskáli. Húseign í mjög góðu ástandi - laust fljótlega. Verð 32 millj. ÞAÐ var hátíðleg stund að Kirkju- bóli í Bjarnardal í Önundarfirði laugardaginn 9. ágúst sl. er minnis- varði um Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli var afhjúpaður. Um 100 manns komu saman til að heiðra minningu Halldórs í góðu veðri. Þar á meðal var systir Hall- dórs, Jóhanna Kristjánsdóttir, 95 ára, og mágkona Halldórs, Þuríður Gísladóttir, ekkja Guðmundar Inga Kristjánssonar skálds. Auk þess voru þarna samankomnir afkom- endur Ólafs Þ. Kristjánssonar, skólastjóra og stórtemplars, bróður Halldórs, en 100 ár eru nú liðin frá fæðingu hans. Viðstaddir voru einnig aðrir að- standendur Halldórs, fyrrverandi sveitungar hans og fleiri Vestfirð- ingar og síðan dágóður hópur templara, en það var einmitt stúkan Einingin nr. 14 í Reykjavík sem stóð fyrir því að minnisvarðinn var reistur að Kirkjubóli. Þannig vildu félagar Einingarinnar minnast að verðleikum eins síns bezta félaga og um leið eins ötulasta talsmanns er bindindishreyfingin á Íslandi hefur átt. Formaður undirbúningsnefndar Einingarinnar, Sigrún Sturludóttir, setti samkomuna með ávarpi og stjórnaði henni. Einingarfélaginn Victor Ágústsson afhjúpaði svo minnisvarðann. Lesið var úr verkum Halldórs, en hann var skáld gott og skarpur penni og voru það Einingarkon- urnar Ásgerður Ingimarsdóttir og Sigrún Gissurardóttir er það gjörðu. Félagar Halldórs, þeir Gunnar Þorláksson og Helgi Seljan, fluttu ávörp, félagar úr karlakórn- um Erni sungu tvö lög og einnig voru sungin lög við ljóð Halldórs. Það var svo Ásthildur Ólafs- dóttir, bróðurdóttir Halldórs, sem flutti ávarp og þakkir frá ættingj- unum fyrir þetta framtak. Minnisvarðinn er fallegur vest- firzkur steinn með áletraðri plötu þar sem m.a. eru þessar ljóðlínur úr kvæði Halldórs sem lýsandi eru fyr- ir vökult viðhorf hans og baráttu alla tíð: Verjum land og verndum börn frá vímu og neyð. Minnisvarði afhjúpaður um Halldór frá Kirkjubóli Ættingjar, vinir og samstarfsmenn Halldórs Kristjánssonar frá Kirkjubóli voru viðstaddir þegar minnisvarði um Halldór var afhjúpaður á Kirkjubóli í Önundarfirði. Á minnisvarðanum eru ljóðlínur eftir Halldór. OFFICE 1 Superstore hefur opn- að verslun á milli BT og Body Shop á 1. hæð í Smáralind. Office 1 á Íslandi er hluti af alþjóðlegri keðju Office 1-verslana og býður upp á mikið og fjölbreytt úrval skrifstofuvara, segir í fréttatil- kynningu. Opnun Office 1-verslunarinnar í Smáralind gekk mjög vel og lofa fyrstu dagarnir mjög góðu um framhaldið. Office 1 Superstore Int. er í auknum mæli farið að opna smærri verslanir á „A-stað- setningum“ eins og í verslunarmið- stöðvum, auk þess að reka risa- verslanir þar sem húsnæði er ódýrara. Opnun nýrra verslana Office 1 Superstore hér á landi er í takt við þessa þróun erlendis. Office 1 Superstore í Smáralind

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.