Morgunblaðið - 17.08.2003, Side 41

Morgunblaðið - 17.08.2003, Side 41
BYGGINGAFÉLAG námsmanna er að taka í notkun 18 nýjar íbúðir á Laugarvatni í tveimur íbúðarblokk- um sem standa við Laugarbraut. Fyrir er ein blokk með 10 íbúðum svo BN hefur nú 28 tveggja og þriggja herbergja íbúðir til útleigu fyrir háskólanemendur á Laugar- vatni. Bygging nýju íbúðanna hefur gengið vonum framar. Fyrsta skóflustunga var tekin í september í fyrra og fyrstu teikningar voru af- hentar fyrir tíu mánuðum. Sem dæmi um einmuna tíðarfar þurfti aldrei að fresta að steypa svo mikið sem einu sinni allan byggingartím- ann og gat verktakinn skilað af sér einum mánuði fyrir áætluð verklok þrátt fyrir hinn stutta verktíma. Nemendablokkirnar eru áberandi miðsvæðis á Laugarvatni við hlið gamla Héraðsskólans þegar ekið er niður Laugarbraut að vatninu og gamla gufubaðinu. Lóðum húsanna er skilað fullfrágengnum með grasi, göngustígum og lýsingu. Nokkru af háum trjágróðri sem fyrir var á lóð- unum hefur verið haldið en auk þess verður bætt við runnum á völdum svæðum. Íbúðirnar eru allar byggðar á sömu grunnhugmynd þar sem stofa og eldhús njóta útsýnis til suðurs í átt að Laugarvatni, en baðherbergi, anddyri og svefn/vinnuherbergi snúa að svalagöngum. Þak bygging- arinnar nær yfir svalaganga og nýt- ur þannig skjóls í stigarými og við innganga. Í byggingunum eru ýmist 3 herbergja íbúðir eða 2 herbergja íbúðir, en á Laugabraut 5 er auk þess gert ráð fyrir einni íbúð fyrir fatlaða á jarðhæð. Geymsla er í hverri íbúð og gert er ráð fyrir góðu skápaplássi. Úr íverurými hverrar íbúðar er gengið út á svalir eða ver- önd. Í eldhúsum eru staðlaðar eld- húsinnréttingar með blástursofni, viftu og keramikhelluborði. Ísskápur og örbylgjuofn fylgir sérhverri íbúð og tengt er fyrir þvottavél í flestum íbúðum. Slökkvitæki og reykskynj- arar eru staðalbúnaður í öllum íbúð- um. Allar íbúðir eru tengdar síteng- ingu Nets gegnum IP-einkanet BN í kerfisvörslu Símanns. Byggingarnar eru klæddar með báraðri álklæðningu. Þak er valma- þak með báruáli. Gluggar eru ál- klæddir timburgluggar sem steyptir eru í. Svalahandrið á svölum og svalagöngum eru úr áli, smíðað í Sví- þjóð. Aðalverktaki bygginganna er Þór- halli Einarsson, hönnun var í hönd- um Arkís ehf. Burðaþols og vatns- lagnahönnun sá verkfræðistofan Víðsjá um. Raflagnir teiknaði Raf- lagnastofa Tómasar Kaaber. Bygg- ingafélag námsmanna á og rekur húsnæðið. Morgunblaðið/Kári Jónsson Nýju íbúðablokkirnar frá Byggingafélagi námsmanna við Laugarbraut hafa fjölgað íbúðum á Laugarvatni um hvorki meira né minna en 50%. Erlingur Jóhannsson, námsbraut- arstjóri íþróttabrautar KHÍ, klippir á borða að nýju íbúðarblokkunum. Honum til aðstoðar er Benedikt Magnússon, formaður Bygginga- félags námsmanna. Átján nýj- ar náms- manna- íbúðir Laugarvatni. Morgunblaðið. Íbúðum á Laugarvatni hefur fjölgað um 50% FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2003 41 SLÖKKVILIÐ Brunavarna Árnes- sýslu hefur fengið nýjan körfubíl sem var keyptur frá Slökkviliði Stavangurs í Noregi og kostaði hingað kominn 9 milljónir króna. Bíllinn kom með Norrænu til Seyð- isfjarðar í síðustu viku og var síðan ekið til Selfoss. Tegund hans er Mercedes Benz 2632 árgerð 1980 með körfubúnaði frá USA sem framleiddur er hjá Simon Snokkel. Mesta vinnuhæð körfu með tveimur til þremur slökkviliðsmönnum er 26 metrar og ljóst að bíllinn skapar nýja mögu- leika fyrir slökkviliðsmenn að fást við erfiðar aðstæður í bruna. Stig- rör er upp í körfuna og þaðan mögulegt að sprauta vatni á hugs- anlegan eld en dæla þarf vatninu upp í körfuna frá dælubíl. Tilkoma bílsins breytir töluvert allri vinnu slökkviliðsmanna á eld- stað, hvort sem um er að ræða bruna í háum húsum eða lægri byggingum. Samkvæmt reglugerð um brunavarnir og brunamál verð- ur að gera ráð fyrir því að slökkvi- liðsmenn geti unnið í stigum í hús- um á allt að fjórum hæðum. Þegar hús verða hærri þarf að byggja við þau sérstök öryggisstigahús eða slökkviliðið fær til afnota körfubíl sem nú er orðinn staðreynd hjá Brunavörnum Árnessýslu. Í reglu- gerð er einnig kveðið á um að þeir sem reisa stórar byggingar, iðn- aðarhús eða fjölbýlishús, verða að koma upp öryggissvæði við húsin sem bera þung tæki eins og körfu- bílar eru. Til dæmis verður aðkoma að svalahlið fjölbýlishúsa að vera trygg fyrir tækjakost slökkviliðs- ins. Kristján Einarsson slökkviliðs- stjóri og Karl Bergsson aðstoðar- slökkviliðsstjóri voru sammála um að tilkoma bílsins efldi slökkviliðið til mikilla muna því nýbyggingar færu hækkandi með hverju árinu og bíllinn því nauðsynlegur. Þá myndi bíllinn breyta vinnubrögðum liðsins við slökkvistarf. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Karl Bergsson aðstoðarslökkviliðs- stjóri og Kristján Einarsson slökkviliðsstjóri fyrir framan nýja körfubíl Brunavarna Árnessýslu. Skapar nýja mögu- leika á brunastað Selfossi. Morgunblaðið. Nýr körfubíll til slökkviliðs Brunavarna Árnessýslu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.