Morgunblaðið - 27.08.2003, Side 6

Morgunblaðið - 27.08.2003, Side 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ A B X 9 03 04 97 Skuldabréf Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, 1. flokkur 2003 (SPR 03 1), verða skráð 1. september nk. Skuldabréf Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, 1. flokkur 2003 (SPR 03 1), að upphæð 1.000 millj. kr. að nafnvirði verða skráð 1. september 2003. Útgáfudagur var 26. maí 2003. Endurgreiða skal höfuðstól skuldarinnar í einu lagi á lokagjalddaga þann 9. febrúar 2007. Skuldabréfin í 1. flokki 2003 eru kúlubréf og eru vaxtalaus. Skuldabréfin eru óverðtryggð. Engin hlunnindi fylgja bréfunum. Heildarfjárhæð útgáfunnar er allt að 2.000 millj. kr. að nafnvirði og eru bréfin gefin út í 10 millj. kr. einingum. Auðkenni: SPR 03 1. ISIN-auðkenni: IS0000007797. Umsjón með skráningu: Viðskiptastofa SPRON. ENGIN varanleg úrræði virðast í sjónmáli fyrir mikið fatlaða nemend- ur á framhaldsskólaaldri í Safamýr- arskóla í Reykjavík. Safamýrarskóli er grunnskóli fyrir fatlaða með 19 skráða grunnskólanemendur, en hef- ur jafnframt hýst fatlaða nemendur á framhaldsskólaaldri til bráðabirgða þar til viðunandi úrræði finnast. Erla Gunnarsdóttir, skólastjóri Safamýr- arskóla, segir að skólinn hafi fyrir löngu sprengt utan af sér og geti ekki lengur með góðu móti hýst fatlaða framhaldsskólanemendur. Tíu fatlað- ir nemendur verða við nám í skólan- um í vetur og hefur Styrktarfélag vangefinna látið framhaldsskóladeild Safamýrarskóla í té skólastofu í dag- heimilinu Lyngási þar sem rekin er dagvist fyrir fatlaða til næstu ára- móta. Sex nemendanna hófu nám við skólann í fyrradag en fresta þurfti skólabyrjun um viku hjá þeim fjórum nemendum sem verða í skólastofunni í Lyngási. Þeir hefja nám í skólanum næstkomandi mánudag. Þjöppum okkur saman Erla Gunnarsdóttir segir húsnæðið í Lyngási vera afbragðsgott og í raun mun betra en aðstaðan í Safamýrar- skóla og þannig prýðis millilending í málinu þar til Fjölbraut í Ármúla taki yfir rekstur framhaldsskóladeildar- innar eins og rætt hafi verið um. Lítið bendi hins vegar til þess á þessari stundu að þau mál séu í undirbúningi og margir foreldrar óttist að mál barna sinna haldi áfram að velkjast í kerfinu. „Við búum mjög þröngt og erum með mjög mikið af mikið fötluðum nemendum sem eru mjög hreyfihaml- aðir og annað slíkt og hver nemandi þarf óskaplega mikið pláss. Við höfum bara þjappað okkur saman til þess að geta sinnt þessu verkefni og hugsað með okkur að það gangi af því að þetta er tímabundið mál en svo er þetta bara ekkert tímabundið. Þetta hefur verið árviss viðburður að við keyrum hérna framhaldsstig,“ segir Erla. Hún segir að svo virðist sem menntamálaráðuneytið eygi ekki aðra lausn í málinu eða dragi einfald- lega lappirnar í því, að hennar mati. Nemendurnir sem um ræðir eru mikið fatlaðir, mismikið þó, en eiga það sameiginlegt að eiga ekki örugga námsvist í framhaldsskólum. Dæmi eru um að sum þessara barna hafi ítrekað fengið synjun um skólavist í framhaldsskólum sem bjóða upp á námsúrræði fyrir fatlaða en fyrir önnur hefur ekki verið óskað sérstaklega eftir námsvist í fram- haldsskóla og munu nokkur þeirra ljúka fjögurra ára námi í framhalds- deild Safamýrarskóla. Ríki og Reykjavíkurborg leysi úr sínum málum Sölvi Sveinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans í Ármúla, segir að menntamálaráðuneytið hafi farið þess á leit við skólann fyrir nokkru að hann taki að sér rekstrarlega og fag- lega ábyrgð á nemendum Safamýra- skóla sem eru á framhaldsskólastigi og að upphaflega hafi verið rætt um að það yrði frá og með þessu hausti. „Við höfum lýst okkur reiðubúna til þess að yfirtaka húsnæðið, endur- skipuleggja það og reka í samræmi við þær námskrár sem til staðar eru fyrir þessa nemendur. […]Við höfum sagt sem svo að ráðuneytið og Reykjavíkurborg verði að ganga frá sínum málum fyrst. Ekki ætlar skólinn að taka eitthvað að sér sem er óklárt. Mér skilst að það sé svo að ríkið eigi húsnæðið sem þessi starf- semi er í, mér skilst jafnframt að það sé markmiðið að byggja við Öskju- hlíðarskóla til þess að borgin geti flutt grunnskólastarfsemina úr Safamýr- arskóla. Þá taki ríkið að fullu við þessu húsnæði og okkur verði falin forsjá þessa námsframboðs.“ Sölvi segir að til viðbótar við nem- endur Safamýrarskóla hafi hugmynd- in verið að þangað kæmu einnig mikið fatlaðir nemendur á framhaldsskóla- stigi annar staðar frá. Hann segir húsnæði Fjölbrautaskólans í Ármúla ekki henta fyrir mikið fatlaða og að ekki sé í undirbúningi að mikið fatl- aðir nemendur sinni námi innan veggja skólans í Ármúla. Þóra Þórarinsdóttir, framkvæmda- stjóri Styrktarfélags vangefinna, seg- ir nóg af „tilboðum“ í framhaldsskól- um fyrir þann hóp fatlaðra sem hafi meiri getu en sá hópur sem hér um ræðir, þ.e. mikið fatlaðir. Sá hópur hafi í raun lent úti í kanti innan kerf- isins frá upphafi, hann þarfnist meiri umönnunar og sé „þyngri“ í allri þjón- ustu. Málin hafi verið leyst með því sem foreldrar kalli „björgunarað- gerðir og plástra ár eftir ár“. Hún segir að sú staða hafi komið upp hjá Styrktarfélaginu vegna breyttra aðstæðna að kennslustofan sem nemendur Safamýrarskóla fái nú afnot af hafi losnað fyrir hádegi en eingöngu tímabundið og ekki sé hægt að lofa nemendum þeirri aðstöðu lengur en til áramóta. Varanleg lausn í sjónmáli „Okkur er kunnugt um þennan vanda og þykir miður að ekki skyldi takast að leysa vanda allra nema fyrir skólabyrjun. Lausn málsins er innan seilingar og það er aðeins dagaspurs- mál hvenær málið verður í höfn. Þótt skólabyrjun deildarinnar tefjist um nokkra daga er ljóst að allir munu hafa skólavist og mikið og gott starf að hefjast. Þess má líka geta að ná- lægt þrjú hundruð fatlaðir nemendur eru í sérdeildum framhaldsskólanna og tekst vel til með kennslu þeirra. Námið hefur lengst úr tveimur árum í fjögur og mikið þróunarstarf er í gangi. Aðalatriði málsins er að innan skamms munu allir fjölfatlaðir nem- endur eiga kost á því að sækja nám í almennum framhaldsskóla. Þessir nemendur og aðstandendur þeirra hafa sýnt mikla þrausteigju og yfir- völd menntamála hafa á undanförn- um misserum reynt að koma til móts við þarfir þeirra og óskir. Nú er var- anleg lausn í sjónmáli,“ segir Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra. Ekki eru neinar varan- legar lausnir í sjónmáli Áfram óvissa hjá fötluðum fram- haldsskólanemum í Safamýrarskóla FRIÐGEIR Kristinsson, faðir mikið fatlaðs drengs á nítjánda ári, sem útskrifaðist úr grunnskóladeild Öskjuhlíðarskóla fyrir tveimur ár- um, segir að enn þann dag í dag sé engin varanleg lausn fundin á því hvar sonur hans geti stundað fram- haldsnám þrátt fyrir ítrekaða fundi með tveimur ráðherrum í menntamálaráðuneyti og öðru starfsfólki ráðuneytisins í á þriðja ár. Menntakerfið hafi að þessu leyti brugðist syni sínum alger- lega. „Honum hefur verið úthýst alls staðar. Það hafa engin tilboð verið uppi sem orð eru á festandi heldur hefur verið um bráðabirgðalausnir að ræða,“ segir hann. Síðastliðinn vetur var sonur hans í Borgarholtsskóla ásamt öðr- um fötluðum einstaklingi í umsjá tveggja starfsmanna skólans, en þó ekki innan sérdeildar skólans. Syni hans hafi þannig í þrígang verið neitað um inngöngu í sérdeild Fjöl- brautaskólans í Breiðholti á þeim forsendum að hann væri í hjólastól. Í hittiðfyrra hafi málin verið leyst þannig að sonur hans hafi verið á vegum fullorðinsfræðslu fatlaðra tvo daga í viku en annars á Gylfaflöt sem er dagheimili fyrir fatlaða. Friðgeir og kona hafa tvisvar farið á fund Tómasar Inga Olrich menntamálaráðherra vegna máls sonar síns auk þess sem þau fóru tvisvar á fund Björns Bjarnasonar, þáverandi menntamálaráðherra. Hann segir að í þeim samtölum hafi „öllu verið lofað en lítið efnt“. „Bæði Björn og Tómas Ingi eru búnir að segja að þetta snúist ekki um peninga. En um hvað snýst þetta þá? Þetta snýst um að fram- kvæma hlutina og vinna sína heimavinnu.“ Friðgeir og kona hans áttu fund með ráðherra síðast í júní á þessu ári. Þá hafi verið rætt um að nokkrir mikið fatlaðir nemendur, þar á meðal sonur þeirra, fengju inni í Safamýr- arskóla og hefðu aðstöðu í Lyngási til bráðabirgða. Fjölbraut í Ármúla ætti að sjá um kennsluna og hefði kennslan átt að hefjast 25. ágúst. Það hefði þó ekki gengið eftir frekar en annað í „loforðaflaumi“ menntamálaráðuneytisins. „Honum hefur verið úthýst alls staðar“ SKEMMTIFERÐASKIPIÐ Regal Princess lagðist við bryggju á ytri höfninni í Reykjavík í gærmorgun, og hélt af stað á ný í gærkvöldi. Það er skráð á bresku Jómfrúr- eyjum, er um 70 þúsund tonn og um 245 metrar að lengd. Þetta er í fyrsta sinn sem Regal Princess kemur til Íslands. Að sögn Ágústs Ágústssonar, markaðsstjóra Reykjavíkurhafnar, er það meðal stærstu skipanna sem heimsækja höfnina í sumar. Það er á leið með bandaríska ferðamenn frá Belfast yfir til Grænlands, og mun síðar sigla niður með austurströnd Kan- ada og Bandaríkjanna á leið sinni til Karíbahafsins. Morgunblaðið/Sverrir Prinsessu- skip við ytri höfnina GRUNNSKÓLANEMUM fjölgar lítillega í öllum nágrannasveitarfélög- um Reykjavíkur, en fækkar í Reykja- vík. Mest er fjölgunin um 3,3% í Mos- fellsbæ. Sólborg Alda Pétursdóttir, grunn- skólafulltrúi í Mosfellsbæ, segir aukn- inguna áberandi í Lágafellsskóla þar sem nemendum fjölgar úr 375 í 440 milli ára. Skýringuna segir hún ein- faldlega vera fjölgun bæjarbúa. Sólborg segir að framkvæmdir við skólana eigi ekki að tefja skólastarfið. Framkvæmdir við Lágafellsskóla séu að hefjast þar sem eigi að bæta við stofum. „Að öðru leyti tókst að ljúka öllu fyrir skólabyrjun.“ Í sama streng taka forsvarsmenn grunnskóla í öðrum nágrannasveitar- félögum Reykjavíkur. Almennt hafa framkvæmdir við skólana gengið vel í sumar og er þeim að ljúka eða lokið. Skólastarf fer því af stað á réttum tíma þótt sums staðar eigi enn eftir að ganga frá smáatriðum.                                              !"   "# !  ! " #  $ % ! ! !  & Eingöngu fækkun í Reykjavík ♦ ♦ ♦ LÖGREGLAN í Kópavogi leitar nú karlmanns sem framdi vopnað rán í söluturni á Kópavogsbraut síðastlið- ið sunnudagskvöld. Tilkynnt var um ránið klukkan 20.42 þá um kvöldið. Maðurinn kom inn í söluturninn, vopnaður hnífi með klút fyrir andliti og krafði afgreiðslustúlku um pen- inga úr afgreiðslukassa. Hlýddi hún ræningjanum og er talið að hann hafi komist á brott með 50 til 60 þúsund krónur. Afgreiðslustúlkan var ein við störf þegar ránið var framið og er hún ómeidd. Sjoppuræn- ingja leitað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.