Morgunblaðið - 27.08.2003, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 27.08.2003, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ …viltu bæta? H ú sa sm ið ja n / J B B30% afsláttur af undirlagi og parket listum þegar keypt er parket Tarkett parket Eik Rustic Ultraloc 146816 Verð 3.490kr./m2 Sturtuhurð – 80 cm 8028032 Hert öryggisgler Verð áður 37.990 kr. Nú19.999kr. 3.900kr./m2 4.490 kr./m2 Tarkett parket Merbau 146812 6.995kr. 9.550 kr. Blöndunartæki – Kludi 8004032 með lyftitappa fyrir handlaug Veggflís – Suave 8700010 20 x 25 cm, hvít. Verð áður 1.990 kr./m2 Nú1.690kr./m2 Nei, nei, hann er ekki með sprengjubelti, kona, þetta eru bara varakerti. Fyrirlestravettvangur hefur göngu sína Nýjar áherslur í háskólanámi VIÐ nýstofnaða fé-lagsvísinda- oglagadeild Háskól- ans á Akureyri, hefja göngu sína nú í haust lög- fræði- og félagsvísinda- torg. Torgin verða vett- vangur reglubundinna fyrirlestra sem nemendur er lesa lögfræði og fé- lagsvísindi við skólann munu sitja. Mikael Karls- son er forseti deildarinn- ar. Hver er hugmyndin með slíku fyrirlestarhaldi? „Það er svo að nemend- ur spyrja í sífellu hvaða störf standi þeim til boða að loknu námi. Það má segja að torgin séu nokk- urs konar tilraun til að svara þeirri spurningu. Þá er torgunum einnig ætlað að hjálpa nemendum við að velja sér leið í gegnum námið.“ Með hvaða sniði verða fyrir- lestrarnir? „Á torgunum tala fræðimenn, embættismenn og aðrir sem starfa á viðkomandi sviðum. Fyr- irlestrar á lögfræðitorgi verða haldnir á þriðjudögum klukkan 16:30 á skólaárinu. Ármann Snævarr, fyrrverandi prófessor við lagadeild Háskóla Íslands verður fyrsti fyrirlesari lögfræði- torgs, mánudaginn 2. september. Hann mun flytja erindi um mik- ilvægi almennrar lögfræði í laga- námi. Birgir Guðmundsson verð- ur fyrsti fyrirlesari félagsvísinda- torgs 3. september og mun hann ræða um starf blaðamannsins. Fyrirlestrar á félagsvísindatorgi verða á miðvikudögum klukkan 16:30. Nemendum við félagsvís- inda- og lagadeild er skylt að sækja fyrirlestrana. Torgin eru auk þess opin almenningi, og er það von okkar að sem flestir norðlendingar – og aðrir lands- menn – leggi leið sína í húsnæði Háskólans á Akureyri við Þing- vallastræti.“ Á slík fyrirlestraröð sér fyr- irmynd hér á landi? „Háskóli Íslands og aðrir há- skólar standa gjarnan fyrir ýmiss konar fyrirlestrum, starfskynn- ingum og heimsóknum í fyrir- tæki. Fyrirlestraröð líkt og þessi er þó að einhverju leyti nýjung og verður spennandi að sjá hvernig tekst til.“ Hvaða nám er í boði við ný- stofnaða Félagsvísinda- og laga- deild skólans? „Innan deildarinnar eru kennd félagsvísindi, lögfræði og nútíma- fræði. Í félagsvísindaskor hefst námið á almennu eins árs grunn- námi í félagsvísindum fyrir þá sem stefna á BA-próf í sálar- fræði, fjölmiðlafræði og sam- félags- og þróunarfræði. Skipu- lagið hefur þann kost að nem- endur hafa góðan tíma, heilt skólaár, til að velja sér náms- braut. Í lögfræðiskor býðst nem- endum þriggja ára BA-nám í lög- vísindum. Þar verður lögð áhersla á saman- burðarlögfræði þar sem lög og réttur verða skoðuð í sögu- legu, félagslegu og heimspekilegu samhengi. Nem- endur kynnast réttarkerfi ann- arra landa og námið verður þann- ig bæði alþjóðlegt og nýstárlegt. Slíkt nám ætti að vera hentugt þeim sem vilja starfa að Evrópu- málum eða öðrum fjölþjóðamál- um, hvort heldur sem væri hér- lendis eða erlendis. Að loknu BA-námi geta nemendur haldið áfram í tveggja ára embættisnám þar sem lögð verður áhersla á sí- gildar kjarnagreinar í íslenskum lögum. Lögfræðiskor Háskólans á Akureyri mun starfa í nánu samstarfi við Háskóla Íslands og aðra háskóla. Einnig er kennd nútímafræði við deildina í sam- starfi við Háskóla Íslands. Í nám- inu er reynt að varpa ljósi á sam- hengi strauma og stefna á ólíkum fræðasviðum og veita nemendum aðferðarfræðilegan bakgrunn til frekara háskólanáms.“ Hvað skapar sérstöðu deildar- innar? „Hvað laganámið varðar þá eru uppbygging og innihald námsins ólík því sem Íslendingar hafa átt að venjast, eins og þegar hefur komið fram, en ekki er slegið af kröfum um þekkingu og færni, öðru nær. Í félagsvísindum býðst nemendum þriggja ára BA-nám í fjölmiðlafræði, sem ekki er í boði annars staðar á Íslandi. Þar ætl- um við að hafa okkur til fyrir- myndar framsæknustu fjölmiðla- deildir annarra landa. Samfélags- og þróunarhagfræði er nýtt námssvið og enn sem komið er hefur ekki verið boðið upp á BA- prófgráðu í slíkum fræðum hér á landi. Þó má nefna að Háskóli Ís- lands er að þróa nám á því sviði. Sálfræði verður kennd hjá okkur með frekar hefðbundnum hætti. Er það einkum vegna þess að til- teknar kröfur eru gerðar um inn- tak sálfræðináms þeirra sem starfa vilja í greininni. Uppbygging félagsvís- indanámsins er þó óhefðbundin þar sem, eins og áður sagði, fyrsta árið er sameig- inlegt grunnnám og hefur það ýmsa kosti sem áður hafa verið nefndir.“ Er fjöldi nemenda við deildina sá hinn sami og vonast var eftir? „Hópurinn í ár telur yfir 100 manns sem verður að teljast mjög gott miðað við nýstofnaða deild og nýstárlegt námsframboð. Þess er óskandi að hún vaxi og eflist með hverju ári.“ Mikael M. Karlsson  Mikael M. Karlsson er fæddur árið 1943 í New York og bjó í Bandaríkjunum til ársins 1973. Hann lauk meistaraprófi í heim- speki frá Brandeis-háskóla í Massachusetts árið 1970 og dokt- orsprófi frá sama skóla árið 1973. Sama ár hóf Mikael störf við heimspekideild Háskóla Ís- lands og er í dag prófessor í heimspeki við skólann. Hann gegnir einnig stöðu forseta ný- stofnaðrar félagsvísinda- og lagadeildar Háskóla Akureyrar. Mikael er kvæntur Barböru Nel- son og eiga þau tvær dætur og einn son. Torgin ætluð nemendum og almenningi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.