Morgunblaðið - 27.08.2003, Síða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2003 9
Samkvæmisfatnaður
Síðir flauelskjólar
og -jakkar
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00.
Ný sending
frá
Kringlunni, sími 588 1680.
Seltjarnanesi, sími 5611680.
iðunn
tískuverslun
Gæði og glæsileiki
Opið virka daga frá kl. 11-18,
laugardaga frá kl. 11-15.
undirfataverslun
Síðumúla 3-5,
sími 553 7355
AutoCAD 2004
Autodesk 2004
Autodesk RÍN 2003
Grand Hótel Reykjavík - 4. og 5. september 2003
Ráðstefna íslenskra AutoCAD og Autodesk notenda
Upplýsingar og skráning á heimasíðu Snertils
Sími: 554 0570
www.snertill.is
snertill@snertill.is
Styrktaraðilar:
Opið virka daga frá kl.11-18, laugardaga kl. 11-15.
Sigurstjarnan, Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin), sími 588 4545.
ÚTSÖLULOK
Allt á hálfvirði - Ótrúlegt úrval
INNAN fimm ára gætu komið á
markaðinn bóluefni gegn ýmis konar
ofnæmi og astma. Þetta kom fram í
máli breska ónæmisfræðingsins
Marks Larche á ársþingi Norrænu
ónæmisfræðisamtakanna. Þetta er í
þriðja sinn sem norræna ónæmis-
þingið er haldið á Íslandi en þar koma
saman helstu sérfræðingar í ónæm-
isfræði. Um 230 manns, víðs vegar úr
heiminum, taka þátt í þinginu og
margir þekktir vísindamenn halda
þar erindi um rannsóknir sínar.
Á þinginu er fjallað um ýmsar hlið-
ar ónæmisfræða en sérstaklega
hvernig nota megi ónæmiskerfið til að
lækna ýmsa sjúkdóma, t.d. sykursýki,
krabbamein og smitsjúkdóma.
Þyrfti ekki að vera dýr meðferð
Ónæmisfræði er frekar ung fræði-
grein sem tengist mörgum sviðum
læknisfræðinnar. Ónæmiskerfið er
vörn gegn sýkingum, krabbameini og
fleiri sjúkdómum. Ef ónæmiskerfið er
of næmt getur það komið fram með
ofnæmi fyrir ýmsum annars skað-
lausum efnum í umhverfinu, s.s. grasi
og gæludýrum. Ónæmiskerfið getur
einnig bilað en þá eru einstaklingar
með litla vörn gegn árásum sýkla.
Mark Larche hélt erindi á þinginu
um ónæmisfræðilega meðferð við
kattarofnæmi. Larche hefur rannsak-
að orsakir ofnæmis lengi með það að
leiðarljósi að þróa bóluefni gegn því.
„Við rannsökum ofnæmissjúklinga til
að reyna að skilja hvernig ónæmis-
kerfið virkar. Við skoðum við hvaða
aðstæður það fer í gang og notum
þær upplýsingar til þess að skilja
hvernig er hægt að slökkva á því,“
segir Larche. Rannsóknir Larche
hafa nú þegar auðveldað mörgum of-
næmis- og astmasjúklingum lífið en
hann hefur m.a.beint rannsóknum
sínum að kattarofnæmi. „Þetta þyrfti
ekki að vera sérlega dýr meðferð.
Sennilega þyrfti viðkomandi að fá
bóluefnið fjórum sinnum fyrsta árið
og svo einu sinni á ári eftir það,“ segir
Larche og bendir á að efnið gæti verið
í sprautu eða jafnvel í plástraformi.
Meðferðin yrði varanleg en ef ein-
staklingur er með ofnæmi fyrir fleiri
en einu efni þyrfti að endurtaka með-
ferðina með viðeigandi bóluefni.
„Efnið gæti komið á markaðinn eftir
um það bil fimm ár,“ segir Larche.
Susan Wong, ónæmisfræðingur frá
Bristol í Bretlandi, flutti einnig erindi
á ráðstefnunni, en hún hefur unnið að
rannsóknum á sykursýki. Að sögn
Wong nýtist hún við rannsóknir of-
næmissérfræðinga en rannsóknir á
sykursýki hafa ekki náð jafnlangt.
„Við erum að vinna með ung börn svo
að öll efni sem við prófum þurfa að
vera algjörlega örugg,“ segir Wong
og bendir á að vonin sé að finna var-
anlega lækningu við sykursýki.
Ársþing Norrænu ónæmisfræðisamtakanna
Góðar líkur eru á að bólu-
efni gegn ofnæmi finnist
Í TILEFNI af sigri Hróksins á
meistaramóti norrænna skák-
félaga á dögunum bauð félagið
vinum og velunnurum til móttöku
í Íslensku óperunni þar sem sig-
urliðið var heiðrað. Hrafn Jökuls-
son, forseti Hróksins, segir að sig-
ur á mótinu hafi verið þeim mun
sætari þar sem Hrókurinn hafi
verið með þriðja stigahæsta liðið í
keppninni. „Þetta var fyrsta al-
þjóðlega keppnin sem við tökum
þátt í og þetta var í fyrsta sinn
sem Jóhann Hjartarson tefldi í
okkar sveit þannig að þetta var í
alla staði mjög sætur og ánægju-
legur sigur og þá sérstaklega að
geta fagnað þessum sigri rétt fyr-
ir fimm ára afmæli Hróksins sem
verður í september.“
Á myndinni eru í neðri röð f. v.
Jóhann Hjartarson, Tómas Björns-
son, Róbert Harðarson. í efri röð
f.v. eru Stefán Kristjánsson, Páll
Þórarinsson, Hrafn Jökulsson for-
seti félagsins og Ingvar Þór Jó-
hannesson.
Morgunblaðið/Jim Smart
Norðurlanda- og
Íslandsmeistarar Hróksins