Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 22
LISTIR 22 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í NÆSTU pistlum hermi ég í sam- þjöppuðu formi frá innliti mínu á söfn og sýningar í Lundúnum og hugleiðingum þeim tengdum, seinna gefst mér vonandi tæki- færi til að gera einhverju gleggri skil. Mikilvægast að upplýsingar um mikilsháttar viðburði komi meðan þeir eru enn við lýði svo þeir fari síður framhjá áhugasömum sem eiga leið til borgarinnar. Leonardo da Vinci (1452-1519) svíkur engan, hann er skýrasta dæmi þess að hug- verk af hárri gráðu eldist aldrei, gerir tím- ann að afstæðu hugtaki í líkingu við kalda atómið. Heilum 486 árum eftir dauða sinn er listamaðurinn jafn forvitnilegur og ný- stárlegur og meðan hann lifði, um það vitna tvær mikilsháttar sýningar á teikningum hans í Evrópu á þessu ári, önnur í París, hin í Lundúnum. Um að ræða heil 140 riss í sölum Louvre, sýn- ingin opnaði á vor- mánuðum og lauk 14. júní, en samtímis og fram til 11. nóvember eru uppi 73 riss í Sýningarsölum drottningar (The Queen’s Gallery), kon- unglega safninu, Buckingham-höll. Einnig má nefna að Metropolitan-safnið í New York gerði þessum þætti meistarans skil með sýningu á 120 rissum á fyrsta fjórðungi ársins, sú hélt einmitt áfram til Parísar/ Louvre og þar gátu menn aukið við hana. Létt verk að slá því föstu, að engin verk listamanns frá tímabili endurfæðingarinnar hafi orðið framsæknum myndlistarmönnum módernismans og síðmódernismans jafn- mikil áskorun né áleitið viðfangsefni. Leon- ardo á einhvern hátt sýnilegur hvarvetna, einnig á veggspjöldum og margs konar aug- lýsingahönnun. Var fljótur að taka stefnuna íDrottningargalleríið og hafi éghaft miklar væntingar fóru rissinlangt fram úr þeim, hrein nautn að sökkva sér niður í vinnubrögð fjöl- listamannsins mikla. Makalaust hvernig hann gæðir hverja línu lífi, hve vinnubrögð- in eru hrein og tær, fullkomlega laus við andlausa teiknifimi og léttfengin áhrifa- meðöl, jafnvel minnstu smáatriði og hjálp- arstrik eru gædd einhverjum óútskýr- anlegum skynrænum kraftbirtingi, meðvitund hins ómeðvitaða. Það er einmitt þetta sem allir sannir teiknarar leitast við að höndla, samsvarar í tónlist nær óhöndl- anlegum töfrum hljómborðsins eða fiðlubog- ans, hinum tæra og upprunalega tón. Víst hafði ég séð fjölda rissa listamannsins í bókum en ekki saman að jafna við frum- gerðirnar, frekar umbúðum utan um kon- fektmola. Meginveigurinn svo ekki af hverju rissið er eða hvaða saga, heldur hvernig það er útfært og upplifað, hin beina tjáning sem og skynrænt sköpunarferlið. Þannig skilið er sjálf athöfnin abstrakt, þar sem frumkrafturinn að baki er engum sýni- legur, hann streymir blátt áfram og ósjálf- rátt á vit skoðandans. Þetta verður ekki kennt né svo einfaldlega yfirfært frá einum til annars, hér þarf mikil þjálfun og drjúg eðlisgreind að koma til. Ætti að opna leiðir til aukins skilnings á því, að hátturinn að meðtaka og lifa sig inn í innstu lífæðar listaverka lýtur hliðstæðum og skyldum lög- málum. Í þá veru eru miklir einkasafnarar einnig gæddir þroskuðu skynsviði ekki síður en listamennirnir sjálfir. Þróuð eðl- isgreindin gerir þeim mögulegt að uppgötva og upplifa á svipaðan hátt, eru þannig lista- menn í eðli sínu og athöfnum þótt þá skorti hæfileikann til að koma þessu frá sér á af- markaðan hátt, gera lifunina sýnilega. Þetta trúlega skýringin á mörgum frábærum einkasöfnum sem auðgað hafa þjóðir og heiminn um leið, einkum þegar viðkomandi eru haldnir söfnunarástríðu, sem bæði sæk- ir metnað og eldneyti í löngunina til að þroska anda sinn og umhverfi. Jafnframt þá frómu ósk að láta afraksturinn frá sér í fyll- ingu tímans, þannig að hann megi verða öðrum auðlind og viskubrunnur að ausa af. Merkilegt hve þessir menn hafa átt drjúgan þátt í að móta listasöguna fram á síðustu tíma og hve naskir þeir hafa verið í söfnunarástríðu sinni, beinlínis ekki mögu- legt að benda á lítilsgild verk. Sá er að þessu sinni kemur við sögu er Grenville Lindall Winthrop (1864-1943), sem á fyrstu fjórum áratugum liðinnar aldar var einn þefvísasti, mikilvægasti og umfangsmesti listaverkasafnari Bandaríkjanna. Royal Cortissoz, listrýnir New YorkHerald Tribune í nær hálfa öld,skilgreindi Winthrop sem „glögg-skyggnasta heimildarmann sem Ameríka hefur nokkurn tíma átt meðal listaverkasafnara“. Og forsíðufrétt New York Times, sem á sínum tíma var helguð arfleiðslugjöf Winthrops til Foggs- listasafnsins við Harvard-háskóla, hermdi hana þá verðmætustu sem háskóla hefði nokkurn tíma hlotnast. Um að ræða fjögur þúsund muni frá öllum heimshornum, meðal annars eitt mikilvægasta úrval dýrgripa frá Asíu, Mesópótamíu, svo og Egyptalandi. Einnig hvað varðar málverk nítjándu aldar, meðal annars hélt hann meira en nokkur annar safnari um sína daga upp á Ingres, einn höfuðmeistara klassíska tímabilsins. Sjálfur skrifaði hann 1938: „Ég geri ráð fyrir að fleiri mikilvægir listnjótendur heim- sæki Washington en Cambridge, en ég hef ekki jafn mikinn áhuga á almennum skoð- endum og yngri kynslóðum sem mér hugn- ast að leiðbeina á hrifgjörnum aldri, sanna þeim að gild og sönn list er byggð á arf- leifðinni, er afkvæmi sérhvers lands og að fegurð er að finna í öllum löndum og á öll- um tímum, að því tilskildu að augað nemi hana. Samþjöppun og hámark fegurðar, „culminating in Beauty“, skilgreindi hann sem einfaldleika, hlutföll, stigmögnun, jafn- vægi og samræmi. Mál er að í kjallarasölum vest-urálmu Þjóðlistasafnsins viðTrafalgartorg, Sainsbury Wing,stendur fram til 14. septemer yfir sýningin Private Passion/ Persónu- bundnar ástríður, yfirlit á nítjándu aldar málverkum og teikningum úr safni Gren- ville L. Winthrop. Sýningin sett á laggirnar af Fogg-listasafninu, Harvard-háskóla, Cambridge, Massachusetts, í samvinnu við Lyonborg, hvar hún var opnuð 15. mars 2003, Fagurlistasafnið og Þjóðlistasafnið í Réunion; Þjóðlistasafnið í Lundúnum og Metropolitan-safnið í New York, þar sem hún verður uppi frá 23. október til 25. jan- úar 2004. Þetta er viðamikil framkvæmd og að sama skapi upplýsandi, einnig í ljósi þess að til viðbótar hefir verið gefinn út helj- armikill doðrantur af sýningarskrá/bók upp á 545 síður og ríkulega myndskreytt. Sýn- ingin er fjórskipt: Franski skólinn, Þýski skólinn, Breski skólinn og Ameríski skólinn og er um einstaka hlutlægni, skilvirkni og yfirgripsmikið val að ræða. Hér komið slá- andi dæmi um listaverkasafnara á of- anverðri nítjándu öld og fyrstu áratugum tuttugustu aldar, einn hinna metnaðargjörn- ustu og ástríðufyllstu. Jafnframt í fremstu röð þeirra einstaklinga sem með fórnfýsi og mannviti áttu þátt í að gera Bandaríki Norðurameríku að því ofursterka veldi sem þau eru í dag. (Framh.) Frá Leonardo til Saatchi Leonardo da Vinci: Hestur í vinstri prófíl með uppmælingum og miðunarstrikum. Grenville L. Winthrop í garðinum sínum í Groton Place, Lenox Massachusetts. Leonardo da Vinci: Stúlkumynd. Pierre Puvis de Chavannes: Höfuð af konu, svart kalk, u.þ.b. 1884–89. Þetta einfalda og kröftuga riss gefur góða hugmynd um feg- urðarsýn G.L.W, einnig að bjarmar af nýrri öld með Picasso á næsta leiti. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson bragi@internet.is ÞAÐ er alltaf gaman þegar Sunna Gunnlaugsdóttir kemur í heimsókn og oftar en ekki eru hin- ir ágætustu djassleikarar í fylgd- arliði hennar. Í þetta skipti var hún þó ein á ferð og hélt tvenna tónleika með löndum sínum. Þeir fyrri voru á Jómfrúnni, en þeir seinni í Norræna húsinu þarsem hún lék verk af geislaplötu sinni; Fögru veröld. Tónleikarnir á Jómfrúnni voru ekta klúbbtónleikar, blandað sam- an djassstandörðum, söngdönsum og frumsömdum ópusum; svo léku þau Upp á himin- bláum boga, sem mér hefur aldrei þótt vel fallið til djassspuna. Það var dálítið gam- an að heyra Sunnu í fyrsta ópusnum, söng- dansi Dave Brubecks: In Your Own Sweet Way. Hún náði hinni réttu sveiflu á raf- píanóið en ryþminn komst því miður ekki í gang í því lagi og ekki heldur í því næsta sem var Sunnuópusinn Sofandi í grasinu sem heyra má á nýja diskinum hennar: Live In Europe. Aftur á móti var kvartettinn miklu betri þegar hann lék söngdansana en Sun- nuópusana – kannski vegna þess að söng- dansana þekkja pilt- arnir betur. Síðasta lag fyrir hlé var uppá- haldssöngdans Sunnu: If I Should Lose You og þar blés Jóel skemmtilega, einsog allan þennan dag og í stað þess að ýlfra a la Illionis Jacquet með rifnum tóni náði hann enn sterkari áhrifum með trillum uppi. Sóló hans í Time Remembered eftir Bill Evans var stórgóður og stutt endurtekin skalahlaupin eftirminnileg. Eigin- lega var kvartettinn ekki kominn í fulla sveiflu fyrr en í næstsíðasta laginu þótt Jóel og Sunna hafi leik- ið fjölmarga góða sólóa – og Ró- bert einnig. Ópusinn nefndist Out Of Rhythm og er eftir eiginmann Sunnu, trommarann Scott McLe- more, einn af þessum ópusum sem byggðir eru á hljómunum I Got Rhythm eftir George Gershwin. Dizzy Gillespie og Charlie Parker voru iðnir við þann kola og nægir að nefna Anthropology, Confirm- ation, Dizzy Athmosphere, 52nd Street Theme og Shaw ’Nuff. Sunna svíngaði heitt með sterkum stuðningi Róberts og Helga Svav- ars, sem var fullstífur framan af tónleikum, og Jóel blés glæsisóló í rollinskum anda. Jóel hefur sagt mér að Rollins hafi verið einn helsti áhrifavaldur sinn, en ég hef sjaldnast tengt þá tvo saman. Kannski hlustaði ég nú betur eftir ábendingu saxistans, en aftur á móti hefur Jóel skapað svo per- sónulegan stíl að maður ber hann ekki oft saman við aðra. Tónleik- unum lauk á blús sem sjaldan heyrist hérlendis: When Will The Blues Leave? Eftir Ornette Cole- man af fyrstu plötu hans Somet- hing Else. Kröftugur endir á skemmtilegum tónleikum – en eng- an ornetteisma þó að heyra. Að sjálfsögðu var troðfullt á Jóm- frúnni og urðu fjölmargir frá að hverfa og verður sumardjassins þar sárt saknað er vetra fer. Íslenskt SunnudjammDJASSJómfrúin Jóel Pálsson tenórsaxófón, Sunna Gunn- laugsdóttir rafpíanó, Róbert Þórhallsson rafbassa og Helgi Svavar Helgason trommur. Laugardaginn 23. ágúst. SUNNA GUNNLAUGSDÓTTIR OG FÉLAGAR Sunna Gunnlaugsdóttir Vernharður Linnet

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.