Morgunblaðið - 27.08.2003, Page 23
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2003 23
ÍNÓVEMBER í fyrra sendiGerður Gunnarsdóttir mynd-höggvari inn tillögu í högg-myndasamkeppni í Kína.
Myndirnar átti að setja upp í nýjum
stórum alþjóðlegum höggmynda-
garði Changchunborgar í Jilin hér-
aði. 364 myndhöggvarar frá 79 lönd-
um sendu inn hugmyndir að 1339
verkum. Gerður var valin ásamt 27
listamönnum frá fjölmörgum lönd-
um og nokkrum Kínverjum. Gerður
og hinir listamennirnir hafa nú dval-
ið í Changchun frá 31. júlí við að
vinna verk sín, en garðurinn verður
opnaður formlega 5. september og
verkin afhjúpuð um leið. Þegar verk-
efnið í Changchun var formlega sett
af stað, 1. ágúst, var Gerði falið að
klippa á borða ásamt borgarstjóra
Changchun og þekktum kínverskum
listamönnum, og fjallað var um verk-
efnið í kínverskum fjölmiðlum.
„Þetta er alveg stórmerkilegt,“
segir Gerður um Kínaævintýrið.
„Þetta er geysilega stór garður og
gífurlegur fjöldi verka sem þar verð-
ur. Kínverjarnir efndu fyrst til þess-
arar samkeppni árið 1997 og hafa
þannig verið að safna verkum eftir
erlenda og kínverska myndhöggv-
ara. Þetta eru allt stór verk, öll yfir
tvo metra á hæð. Ég er fyrsti Íslend-
ingurinn sem tek þátt í þessu, en við
erum hér tuttugu og átta alls, einn
frá hverju landi. Þetta er fólk frá Ír-
an, Laos, Nýju Gíneu, Albaníu, Eþí-
ópíu, Bahrain, Hondúras, Rússlandi,
Súrínam, Costa Rica, Lesoto, Puerto
Rico, Kambódíu, Pakistan, Tyrk-
landi, Nýja-Sjálandi, Úganda, Tríni-
dad og Tobago, Nepal, Makedóníu,
Indónesíu, Úsbekistan, Marokkó og
Portúgal; ég frá Íslandi og svo Kín-
verjar.“
Changchun er höfuðborg Jilin
héraðs, en það svæði var áður fyrr
nefnt Mansjúría, og liggur norður af
Norður Kóreu. Íbúar héraðsins er
7,5 milljónir en 2,5 milljónir búa í
höfuðborginni. Borgin er þekkt sem
„bílaborgin“ og borg vísinda, tækni
og menningar.
Gerður segir verk sitt vera tvær
manneskjur, stílfærðar, sem standa
saman, með aðra hönd á móti hvor
annarri. „Ég á erfitt með að lýsa
þessu, en þetta er stílfærð mynd,
sem stendur á 60 cm stöpli og verður
um 2,85 m á hæð. Verkið heitir Vin-
átta og friður, en garðurinn heitir
Vinátta, friður og vor. Ég fór í garð-
inn í dag, og það er enn verið að
vinna í honum, en hann á að vera
tilbúinn í september. Þetta er gíf-
urlega stórt, og þetta verða líklega
um 200 verk, alls staðar að úr heim-
inum.“
Með kínverska
aðstoðarmenn
Við hliðina á hótelinu þar sem
Gerður og erlendir kollegar hennar
dvelja, hafa verið byggðir tveir risa-
stórir skálar, og þar vinna lista-
mennirnir að útfærslu verka sinna.
„Þetta eru eins og flugskýli og gíf-
urlega hátt til lofts. Við eru öll með
aðstoðarmenn, en þeir eru kínversk-
ir nemar í höggmyndalist. Þeir hafa
verið með okkur allt frá byrjun og
vinna með okkur og aðstoða, til
dæmis með undirstöðurnar sem eru
mikið unnar í járn. Flest verkanna
eru steypt í brons og eru steypt í
bronsverksmiðju hér utan við borg-
ina.“
Gerður segir það stórkostlegt að
fá tækifæri til að kynnast kollegum
frá svo mörgum löndum og með svo
ólíkan bakgrunn. „Það er mjög gam-
an að koma saman og ræða málin, -
forvitnast um verk hinna og listina á
þeirra heimaslóðum, skiptast á hug-
myndum og góðum ráðum. Hóp-
urinn nær mjög vel saman; sá yngsti
er 25 ára en sá elsti 65 ára. Við erum
búin að vera saman frá 31. júlí og
verðum hér til 9.–10. september.
Fyrstu vikurnar fór mikill tími í
vinnuna og að koma verkunum af
stað; – við borðum morgunverð kl.
sjö á morgnana og vinnum til kl.
fimm á daginn, og komum svo saman
í kvöldmat og sitjum og spjöllum
saman. Þetta er bara eins og vinnu-
búðir, en mjög spennandi. Þetta er
miklu stórkostlegra og meira æv-
intýri en ég ímyndaði mér nokkurn
tíma.
Kínverjar eru frábærir fyrir það
hvað þeir eru vel skipulagðir. Nem-
endurnir sem eru okkur til aðstoðar
vita nákvæmlega hvað þeir eiga að
gera og eru óskaplega góðir verk-
menn. Verkkunnátta þeirra er frá-
bær og þeir eru líka góðir lista-
menn.“
Vinátta og friður verður ekki eina
útiverk Gerðar í Kína, því haustið
2001, þegar Íslendingar og Kínverj-
ar fögnuðu 30 ára stjórnmála-
sambandi þjóðanna, var verk eftir
hana, Fiðluleikarinn, afhjúpað í Tón-
listargarðinum í Quingdao. „Ég er
eini útlendingurinn sem á verk þar,
en það var allt öðru vísi verkefni og
ekki það sama í kringum það og er
hér í Changchun.“ Höggmyndir eftir
Gerði eru ennfremur í eigu borg-
arstjórnarinnar í Bao Ding, sem er
vinabær Hafnarfjarðar og var það
gjöf bæjarstjórnar Hafnarfjarðar til
borgarstjórnar Bao Ding, annað í Al-
þjóðlegu menningarmiðstöðinni í
Quingdao og það þriðja í sendiráði
Íslands í Peking.
Gerður Gunnarsdóttir myndhöggvari vinnur og sýnir verðlaunaverk í Kína
Stórkostlegra og meira ævin-
týri en ég gat ímyndað mér
Gerður klippir á borðann með borgarstjóranum í Changchun að viðstöddum kínverskum listamönnum.
Dagblöðin fjölluðu um verkefnið á
forsíðu og birtu meðal annars mynd
af Gerði að klippa borðann.
Gerður Gunnarsdóttir myndhöggvari við verk sitt lengra komið. Verkið
heitir Vinátta og friður og verður í garðinum Vinátta, friður og vor.
Gerður við vinnu sína ásamt kín-
verskum aðstoðarmönnum. begga@mbl.is
HLÖÐVER Sigurðsson tenór syng-
ur íslensk einsöngslög við undirleik
Antoníu Hevasi píanóleikara á há-
degistónleikum í Hafnarborg kl. 12 í
dag, miðvikudag.
Á efnisskrá verða m.a. verk eftir
Sigvalda Kaldalóns, Donnizetti og
Mozart.
Tónleikarnir eru samstarfsverk-
efni Hafnarborgar, menningar- og
listastofnunar Hafnarfjarðar og Ant-
oníu Hevasi píanóleikara.
Aðgangur er ókeypis.
Hlöðver Sigurðsson Antonía Hevesí
Hádegis-
tónleikar í
Hafnarborg
TRÍÓ Guðlaugar Ólafsdóttur söng-
konu heldur tónleika á Hótel Borg
kl. 21.30 annað kvöld, fimmtudags-
kvöld. Leiknar verða íslenskar og út-
lenskar djassperlur.
Auk Guðlaugar skipa tríóið þeir
Ásgeir Ásgeirsson á gítar og Róbert
Þórhallsson á kontrabassa.
Guðlaug hefur undanfarin sjö ár
verið búsett í den Haag í Hollandi
þar sem hún er nýútskrifuð með
meistaragráðu í djasssöng.
Djass á
Borginni
Fríða og Dýrið er komin út í Disney-
útgáfu. Sigríður Á. Árnadóttir þýddi.
Í bókinni segir frá Fríðu en þegar
faðir hennar hverfur fer hún að leita
hans og finnur hann í kastala þar
sem prinsinn og allir aðrir íbúar
kastalans hafa verið hnepptir í
álög.
Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin
er 24 bls. Verð: 590 kr.
Ævintýri
♦ ♦ ♦
lif
u
n
lifun
tímarit um heimili og lífsstíl
númer sjö 2003
Tímaritið Lifun fylgir Morgunblaðinu í dag