Morgunblaðið - 27.08.2003, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
30 STÆRSTU sjávarútvegsfyrirtæki landsins fá úthlut-
að nærri 69% af kvóta næsta fiskveiðiárs. Brim ehf. er
langstærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, fær úthlut-
að nærri 11% heildarkvótans. Frystitogarinn Arnar HU
frá Skagaströnd er kvótahæsta skip íslenska fiskiskipa-
flotans á næsta fiskveiðiári, er með um 6.898 tonna
kvóta.
Fiskistofa hefur sent útgerðum íslenskra fiskiskipa
veiðileyfi og tilkynningar um aflaheimildir á fiskveiði-
árinu sem hefst þann 1. september n.k. Samtals er út-
hlutað 375.487 þorskígildistonna kvóta en alls nemur
heildaraflamark næsta fiskveiðiárs um 878 þúsund tonn-
um. Þar af er úthlutað rúmum 166 þúsund tonnum af
þorski, rúmum 60 þúsund tonnum af ýsu og nærri 41
þúsund tonnum af ufsa. Bráðabirgðaúthlutun í loðnu til
íslenskra skipa á yfirstandandi loðnuvertíð, sem hófst
þann 20. júní s.l., var 362.345 tonn.
Alls fá 30 stærstu útgerðarfyrirtækin úthlutað 68,6%
heildarkvótans en þau fengu í upphafi fiskveiðiársins
sem nú er að líða úthlutað 66,7% kvótans. Stærsta ein-
staka úthlutun næsta fiskveiðiárs er til Samherja hf. á
Akureyri sem fær úthlutað 30.206 þorskígildistonnum
eða um 8% heildarkvótans. Á fiskveiðiárinu sem nú er
senn liðið var Samherji með um 7,15% heildarkvótans.
Næststærsta úthlutunin kemur í hlut Þorbjarnar-Fiska-
ness hf., alls um 19.315 þorskígildistonn eða um 5,2%
kvótans. Stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins er hins-
vegar Brim ehf., sjávarútvegsstoð Eimskipafélags Ís-
lands. Dótturfélög Brims, Útgerðarfélag Akureyringa,
Haraldur Böðvarsson og Skagstrend
hlutað 40.997 þorskígildistonnum eð
ans.
Hlutdeild einstakra félaga kann a
tekið er tillit til dótturfélaga þeir
félaga sem skráð eru undir annarri k
Arnar HU með mestan k
Alls fá 1.356 skip úthlutað aflam
veiðiári eða 111 skipum færra en á
nú er að ljúka. Skip sem fá úthlutað
velli aflahlutdeilda sinna eru 604
þeirra er 340.516 þorskígildistonn.
togarar og hefur þeim fækkað um
Skagaströnd fær mestan kvóta þeirr
eða 1,84% heildarkvótans. Arnar HU
hæsta skip næsta fiskveiðiárs. Kv
standandi fiskveiðiárs, Kaldbakur E
kvóta eða 6.509 tonn eða 1,73% heild
Alls fá 243 aflamarksskip úthluta
fiskveiðiári, 26 færri en nú, og er Tj
an kvóta þeirra, alls um 4.446 tonn.
mark eru 288 talsins og er Askur GK
þeirra, 311 tonn.
Kvótahæsti krókabá
með rúm 800 ton
Í krókaaflamarki eru 460 bátar og
Krókaaflamarki er úthlutað á gr
!
"#
$% &
'!%
( )
*
+
,
#+% -!.
/0
,
! & 1 ! ( *%.
/ #%!
&(
!
! %
0#+
. #
2"#
/
&
!
"#
! 3
#+%
+ %
4 % .0
,
! & 1 5
!
6 %
- % (,%
7# 8
*%!%+% 9%'#
:!%. #
* %
3
0
;< #
,
! & 1 ,##
+
=
*%##
> * . %
$%!
#
? .'
)% 1 !
, #+
.' 0 & % . ! 7
!
"#
$%
$
,@
>
#+
% 5$
A1#0% * %+
% #% /5 , % % BBB $> C
" 5$ ,
!
% 5$
/0! 5$
3
#+% , C7#& >
>#
=
-
#+.
-
! 6> $% & 5$ ,
.
D7## D7# 2
,
>
- 1#% 5$ - . 5$ #"
% 5$
,
*> E
% 5$
E 95 5#+ 95 ,#
C
0
$> % #
% % , -!.
/ 95 *18% *> /% ,
F' 6 #7 95
#
? .'
, #+
.' 0 &
, #+
.' ?
G 0 #+ ?
,#%
##
#+
.'
?
H
>.'
)% 1 !
"# ( >.'
)%
0 %88
.'
7
$&''
(#&!)#$ Brim ræður
yfir 11% heild
arkvótans
30 stærstu sjávarútvegsfyrirtækin með
Morgunblaðið/K
YFIRLÝSING INGIBJARGAR SÓLRÚNAR
KERFI Í KREPPU
Alvarleg kreppa er í samskiptumSamkeppnisstofnunar, ríkis-saksóknara og ríkislögreglu-
stjóra. Í bréfi Boga Nilssonar, ríkis-
saksóknara til ríkislögreglustjóra frá
21. ágúst sl. sem birt var í heild í Morg-
unblaðinu í gær er fólginn alvarlegur
áfellisdómur yfir Samkeppnisstofnun.
Ríkissaksóknari segir í bréfi sínu að
Samkeppnisstofnun hafi „skorast und-
an því“ að svara spurningum, sem hann
beindi til stofnunarinnar með bréfi
hinn 15. ágúst sl. Þessa ályktun dregur
Bogi Nilsson af svarbréfi Samkeppn-
isstofnunar frá 18. ágúst sl. og segir
jafnframt að hann telji að „um stund
séu brostnar forsendur fyrir þeirri
meðferð mála, sem ég álít að ákæru-
valdið hafi viðurkennt í framkvæmd og
talið gilda…“
Í framhaldi af þessum ummælum og
með tilvísun til niðurstöðu viðræðna á
milli embætta ríkissaksóknara og ríkis-
lögreglustjóra óskar ríkissaksóknari
eftir því að ríkislögreglustjóri „afli full-
nægjandi gagna hjá Samkeppnisstofn-
un til þess að yður verði unnt að taka
afstöðu til þess, hvort hefja beri opin-
bera rannsókn á ætluðum refsiverðum
brotum olíufélaganna og starfsmanna
þeirra á samkeppnislögum.“
Það er augljóst að þetta ástand getur
ekki staðið lengi. Annað hvort ríkis-
stjórn eða Alþingi verða að taka frum-
kvæði að því að breyta lögum, sem
skýri þá verkaskiptingu, sem eðlilegt
er að sé á milli þessara þriggja stofn-
ana, eins og Morgunblaðið hefur raun-
ar áður bent á. Kjarni þeirrar kreppu,
sem samskipti þessara þriggja stofn-
ana virðast vera í sýnist vera sá, að
Samkeppnisstofnun hefur af einhverj-
um ástæðum ekki viljað vísa málum
með formlegum hætti til lögreglurann-
sóknar. Nauðsynlegt er því að setja
skýr ákvæði í lög og/eða í reglugerð,
sem segir nákvæmlega fyrir um með-
ferð mála af þessu tagi hjá Samkeppn-
isstofnun.
Það skiptir bæði þjóðfélagið og þá,
sem liggja undir ásökunum um brot á
lögum og reglum miklu að rannsókn
mála gangi eins hratt fyrir sig og
mögulegt er. Efnahagsbrotadeild rík-
islögreglustjóra hefur rannsókn viða-
mikilla mála með höndum. Sennilega
endurspeglar sá veruleiki umtalsverð-
ar breytingar í íslenzku þjóðfélagi.
Þegar svo stórt mál sem þetta bætist
við hlýtur sú spurning að vakna, hvort
efnahagsbrotadeildin hafi mannafla og
fjármagn til þess að rannaka mörg stór
mál á tíma, sem viðunandi geti talizt.
Stjórnvöld verða að tryggja að svo sé.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri, lýsti því
yfir í gær, að hún hygðist bjóða sig
fram til embættis varaformanns Sam-
fylkingar á landsfundi flokksins í
haust en jafnframt stefni hún að fram-
boði til formanns að tveimur árum
liðnum.
Eins og málum er háttað innan
Samfylkingarinnar mátti gera ráð fyr-
ir miklum hjaðningavígum innan
flokksins, ef fyrrverandi borgarstjóri
hefði ákveðið að bjóða sig fram gegn
núverandi formanni, Össuri Skarphéð-
inssyni að þessu sinni.
Ef Ingibjörg Sólrún hefði látið duga
að tilkynna einungis framboð til vara-
formanns má gera ráð fyrir að slík yf-
irlýsing hefði stuðlað að því að sæmi-
leg sátt ríkti innan flokksins.
Í ljósi yfirlýsingar hennar um fram-
boð til formanns að tveimur árum
liðnum má gera ráð fyrir að flokka-
drættir hefjist þegar í stað og standi
næstu tvö árin. Er það eftirsóknarvert
fyrir Samfylkinguna?
Í BOÐI ABRAMOVITS
Roman Abramovits er einn auðug-asti maður heims og vakti heims-
athygli þegar hann keypti enska
knattspyrnuliðið Chelsea fyrr í sumar.
Hann er í hópi rússneskra auðkýfinga,
sem kallaðir hafa verið „oligarkarnir“
og komust til valda þegar Bórís Jelts-
ín, þáverandi forseti Rússlands, hélt
brunaútsölu á rússneskum ríkisfyrir-
tækjum á síðasta áratug liðinnar ald-
ar. Til marks um kjörin er að
markaðsvirði Sibneft, olíufyrirtækis-
ins, sem Abramovits á 80% í, er sex-
tugfalt söluverðið við einkavæðinguna
fyrir átta árum.
Talið er að árið 1998 hafi auðmenn
þessir haft um helming rússnesks
efnahagslífs á sinni könnu og áhrif
þeirra í stjórnmálum voru ómæld. Nú
er svo komið að tveir þeirra eru land-
flótta, Borís Beresovskí og Vladimír
Gúsinskí, og fjarað hefur undan ýms-
um öðrum. Á sjónarsviðið hafa stigið
menn, sem voru nánir upprunalegu
auðkýfingunum, þeirra á meðal
Abramovits.
Árið 2000 átti Vladimír Pútín fund
með auðkýfingunum þar sem hann
setti þeim þá kosti að vildu þeir vera
óáreittir skyldu þeir ekki skipta sér af
pólitík. Margir töldu að þegar auð-
manninum Platóni Lebedev, sem hefur
verið hægri hönd Míkhaíls Kodor-
kovskí, sem sennilega er voldugastur
rússnesku auðmannanna, var varpað í
fangelsi fyrir nokkru væri verið að
gefa merki um að þessi samningur
væri enn í gildi. Abramovits, sem árið
2000 lagði fé til kosningabaráttu Pút-
íns, hefur sloppið hingað til og er
sennilega öruggur á meðan hann held-
ur sig við að kaupa knattspyrnulið og
láta gott af sér leiða í héraðinu Tsjú-
kotka þar sem hann er við völd.
Í liðinni viku var Ólafur Ragnar
Grímsson forseti gestur Abramovits í
Tsjúkotka og þáði því næst boð hans
um að fljúga með honum til London
þar sem hann fylgdist með knatt-
spyrnuliðinu Chelsea með Eið Smára
Guðjohnsen innanborðs. Embætti for-
seta Íslands berast boð af ýmsum
toga. Þegar tekin er afstaða til slíkra
boða verður að vega þau og meta frá
öllum hliðum. Í því sambandi má ekki
gleyma því að forseti Íslands er æðsti
fulltrúi lýðveldisins og þarf að fara
með gát.