Morgunblaðið - 27.08.2003, Page 30

Morgunblaðið - 27.08.2003, Page 30
MINNINGAR 30 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ á er Landsmótið yf- irstaðið og hagyrðing- arnir tínast aftur í heimahagana. Í efra og í neðra var eitt af yrkisefnunum á laugardaginn var, en sú málvenja hefur skapast að á norðurfjörðunum búi menn í neðra, en á Héraði í efra. Stefán Vilhjálmsson kynnti sig með svo- felldum orðum: Ég er alinn upp í neðra ýmsir þykjast reyndar sjá þennan sama svipinn feðra sem er Villa gamla á. Vilhjálmur Hjálmarsson faðir hans, frá Brekku í Mjóafirði, var einmitt heið- ursgestur landsmótsins og gladdi marga með máli sínu. Hann heilsaði mótsgestum með orðum Jónasar skálda, sem bjó í Mjóafirði á seinni hluta 19. aldar: Yrki ég við íslenskt lag, efnið gott mig styður. Góðan dag og glaðan hag gefi Drottinn yður. Vilhjálmur gerði ekki mikið úr hagmælsku sinni, en lumaði þó á eigin stökum, m.a. heilræðavísum sem hann orti fyrir vin sinn Daní- el Sveinsson, vinnumann á Brekku, sem ekki gerði grein- armun á sérhljóðunum i og e. Ein hljóðaði svo: Best mun reynast bindinde á brennivíne og tóbake, en berðu þig eftir björginne sem best þú mátt hjá kvenfólke. Það fór vel á því að hótelið á Djúpavogi væri kennt við framtíð- ina, því veitingasalurinn var þétt- skipaður hagyrðingum. Þrátt fyr- ir allar bölspár lifir ferskeytlan góðu lífi, eins og Vilhjálmur sagði: „Og ferhendan lifir, á því er eng- inn vafi, þó að Páll Ólafsson skáld óttaðist það á sínum tíma að fer- hendan væri að deyja. Hann orti: Þegar mín er brostin brá og búið Grím að heygja, Þorsteinn líka fallinn frá ferhendurnar deyja. Þá var maður á Héraði, sem hét Ólafur Bergsson, barnakennari og verslunarmaður, afi Margrétar konu minnar. Hann venti þessu kvæði algjörlega í kross og sagði: Þó að Páli bresti brá og bili Grím að skrifa, Þorsteinn líka falli frá ferhendurnar lifa.“ „Í borðhaldinu var slétt hundr- að manna, þannig að ég þarf ekki að gera mig að lygara fyrir einn mann,“ segir Stefán Vilhjálmsson og rifjar upp söguna af rjúpna- veiðimanni sem sagðist hafa veitt 99 rjúpur. Hann var spurður af hverju hann segði ekki bara hundrað og svaraði: „Ég fer ekki að gera mig að lygara fyrir eina rjúpu.“ Fyrripartar voru bornir fyrir veislugesti með súpunni og var höfundurinn Þorsteinn Bergsson á Unaósi. Að borðhaldi loknu fóru þeir Jói í Stapa yfir botnana sem borist höfðu í sérstakan botna- kassa, sem Hótel Framtíð hefur komið sér upp, en það er trékassi með útskornu loki eftir listamann- inn Eyjólf Skúlason á Egils- stöðum og sýnir lokið tvo ít- urvaxna og allsnakta bakhluta. Í hléi á dansleiknum voru lesnir upp þeir botnar sem bestir þóttu. Einn fyrriparturinn var svohljóð- andi: Hagyrðingar hækka róm, hlaða niður glösum. Hrönn Jónsdóttir botnaði: Spekingslegir geifla góm með gleraugu á nösum. En „Þvergirðingur“ orti á þessa leið: „Orðin verða innantóm yfir fullum glösum.“ Annar fyrripartur var byrjun á braghendu: Framtíð hérna finnst mér björt á flestum sviðum. Jón Karlsson í Gýgjarhólskoti botnaði svona: Þó er brak í lúnum liðum lofar ellin sjaldan griðum. Þriðji fyrriparturinn var með innrími og þarf að gæta að því að bera miðrímið fram að hætti heimamanna: Tökum flugið, kveðum kátt könnum hugans vegi. Brynjólfur Bergsteinsson var einn margra sem víluðu ekki fyrir sér að kveða dýrt: Ei mun duga að lúta lágt látum bugast eigi. Góður rómur var gerður að því þegar þrír austfirskir hagyrð- ingar lýstu heimaslóðunum. Hrönn Jónsdóttir sagði um Sunn- mýlinga: Ýmsir þykja ágjarnir aðrir fremur gjafmildir lítils háttar laundrjúgir laglegir og spaugsamir. Guðbjartur Össurarson sagði frá Austur-Skaftfellingum og var ein vísnanna svohljóðandi: Aldan margan góðan grip gaf í skútuströndum og ýmsir bera svartan svip frá sólríkari löndum. Jón Bjarki Stefánsson gerði yf- irreið um Norður-Múlasýslu og setti sig í spor helstu hagyrðinga á hverjum stað. Í Fljótsdalnum sagði hann mikið um að vera vegna virkjanaframkvæmda og drypi þar smjör af hverju strái. Hákon Aðalsteinsson byggi þar, væri á móti virkjanafram- kvæmdum og myndi líklega orða lýsingu á Fljótsdalnum svona: Í geði er fáum hér gramt af gulli fá allir sinn skammt og allir hér græða hver einasta hræða en ég er á móti því samt. Þetta er aðeins brot af þeim vísum sem ortar voru, enda koma sífellt fram nýir og nýir hagyrð- ingar, sem glæða ferskeytluna lífi. Og trékassinn fyllist á Hótel framtíð. Bundið mál í kassa Rjúpnaveiðimaður sagðist hafa veitt 99 rjúpur. Hann var spurður af hverju hann segði ekki bara hundrað og svar- aði: „Ég fer ekki að gera mig að lygara fyrir eina rjúpu.“ VIÐHORF Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is ✝ María Pétursdótt-ir fæddist í Ey- hildarholti í Rípur- hreppi í Skagafirði 6. janúar 1918. Hún lést á Dvalar- og hjúkrun- arheimilinu Holtsbúð í Garðabæ 16. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjónin Pétur Jónsson, frá Nautabúi í Skaga- firði, bóndi í Eyhild- arholti og á Brúna- stöðum í Fljótum, síðar aðalgjaldkeri Tryggingastofnunar ríkisins, f. 4. apríl 1892, d. 30. sept. 1964, og Þórunn Sigurhjartardótt- ir, frá Urðum í Svarfaðardal, f. 5. maí 1890, d. 18. des. 1930. María var þriðja í röð barna þeirra, en systkini hennar voru: Jón, Sigur- hjörtur, Pétur, Friðrik, Pálmi, Soffía og Þórarinn, sem öll eru lát- in. Seinni kona Péturs var Helga Moth Jónsson, f. 1914, d. 2002. Dóttir þeirra er Elísabeth Sólveig. Sonur Péturs og Guðbjargar Jó- hannesdóttur er Páll. Eftir lát móður sinnar ólst María upp hjá Hólmfríði Jónsdóttur, föðursystur sinni, og manni hennar, Axel Krist- jánssyni, kaupmanni á Akureyri. Uppeldissystkin Maríu eru Björg, Sólveig og Páll. María giftist 11. maí 1945 Jör- undi Oddssyni frá Hrísey, f. 13. febrúar 1919, d. 30.ágúst 1959, við- skiptafræðingi og aðalbókara Landssíma Íslands. Foreldrar hans voru hjónin Oddur Sigurðsson frá Steindyrum á Látraströnd, skip- stjóri í Hrísey, og Sigrún Jörundsdóttir frá Hrísey. Börn Maríu og Jörundar eru: 1) Ragnar, f. 1945, kvæntur Svan- hvíti Sigurðardóttur, f. 1949. Börn þeirra eru: a) María, f. 1965, gift Skildi Pálma- syni, b) Guðbjörg, f. 1967, c) Jörundur, f. 1979. 2) Sigrún, f. 1948, gift Sveini Áka Lúðvíkssyni, f. 1947. Synir þeirra eru: a) Jörundur Áki f. 1971, kvæntur Herdísi Sigurbergsdótt- ur, b) Sveinn Áki f. 1976, kvæntur Áslaugu H. Jónsdóttur. Lang- ömmubörnin eru sjö. María lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar og fór síðan í húsmæðraskóla í Dan- mörku. Að honum loknum vann hún við heimilisstörf í Kaup- mannahöfn um nokkurt skeið. Eft- ir heimkomuna var María við skrif- stofustörf á Akureyri. Hún starfaði um árabil hjá Ragnari Þórðarsyni í Markaðnum og var þar verslunar- stjóri, en árið 1961 réðst hún til starfa hjá Útvegsbanka Íslands og starfaði þar til ársins 1987, seinni árin sem deildarstjóri. Árið 1970 vann hún hjá Privatbanken í Kaup- mannahöfn. María var í stjórn Starfsmannafélags Útvegsbank- ans og einnig var hún í stjórn Skagfirðingafélagsins í Reykjavík. Útför Maríu verður gerð frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Með örfáum orðum langar mig að minnast tengdamóður minnar Maríu Pétursdóttur. Með þakklæti hugsa ég til hennar, en Maríu kynntist ég ung að árum. Sautján ára gömul fluttist ég inn á hennar heimili. Þá kunni hún lagið á ungu stúlkunni, hvort sem um tiltekt eða matargerð var um að ræða, sagði hún þá yfirleitt „Gerðu þetta bara eins og þú vilt, en ég er vön að gera þetta svona,“ og auðvitað gerði ég eins og hún var vön að gera og báðar vorum ánægðar. Ég man ekki eftir öðru en að okkur kæmi vel saman. Hún var þolin- móð, ákveðin, en réttsýn. Heimili hennar stóð alltaf opið eins og okkar annað heimili öll þau tuttugu ár sem við bjuggum úti á landi. Dætur okkar héldu til hjá henni meðan þær stunduðu fram- haldsnám. María hélt partý fyrir þær, eða „gilli“ eins og hún kallaði það, einnig útskriftarveislur að hennar frumkvæði eins og það væri alveg sjálfsagt. Ekki má gleyma kímnigáfunni sem hún hélt til daudadags þrátt fyrir hennar erfiða sjúkdóm. Það er af mörgu að taka, en ég get ekki minnst Maríu án þess að nefna þá sér- stöku umhyggju sem Sigrún dóttir hennar sýndi móður sinni alla tíð og kom til hennar nær daglega eft- ir að hún hætti að vinna fyrir um 15 árum. Mikil kona er horfin í annan heim, södd lífdaga. Blessuð sé minning hennar. Svanhvít Sigurðardóttir. Að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. Í dag kveð ég tengda- móður mína, Maríu Pétursdóttur, konu sem hefur verið fastur punkt- ur í lífi mínu sl. 36 ár, eða allt frá því ég fór að gera hosur mínar grænar fyrir einkadóttur hennar, Sigrúnu. Ekki er ég viss um að henni hafi í byrjun litist alltof vel á strákgopann sem sóttist eftir stelpunni, en okkur Maríu varð fljótt vel til vina og fann ég strax að hún var engin venjuleg kona. Hvort sem hún var ávörpuðMaría, frú María, Maja frænka eða amma María var virðingin og væntum- þykjan sú sama. María missti móð- ur sína ung og þá fóru flest systk- inin til aðstandenda svo þau ólust ekki upp saman né umgengust að ráði fyrr en uppkomin og var henni það kappsmál að þau end- urnýjuðu systkinatengslin, enda var María mjög frændrækin. Hún var þriðja í röð systkinanna en manni fannst hún vera höfuð ætt- arinnar, sú sem allir litu upp til og leituðu til. Gaman var að hlusta á hana þegar bræður hennar komu í heimsókn og sátu hjá henni í eld- húsinu og hún var að ,,siða þá“ til. Eftir fráfall móður sinnar ólst María upp hjá Hólmfríði föður- systur sinni og hennar manni Axel Kristjánssyni, kaupmanni á Akur- eyri. Var alltaf mjög kært með henni og uppeldissystkinum henn- ar. María var falleg kona og skemmtileg og alltaf var stutt í glettnina hjá henni og oft varð ég fyrir stríðni hennar. Hún var ávallt mjög snyrtilega klædd, svo eftir var tekið og hélt hún þeim eig- inleika alla tíð. Af langri samleið er margs að minnast, gleðistunda þar sem áföngum var fagnað, há- tíða, ferðalaga o.fl. Það var t.d. gaman að ferðast með Maríu um Skagafjörðinn og hlusta á hana lýsa bernskuárum sínum og hlusta á söguna um það þegar hún barn að aldri ,,drukknaði næstum“ í Héraðsvötnum og var bjargað af bræðrum sínum og frænda. Hún sagðist stundum vera af besta hestakyni Skagafjarðar og þar sem ég hef verið í hestamennsku frá unglingsárum hafði ég gaman af ræða við hana um hina frægu MARÍA PÉTURSDÓTTIR ✝ Sigurþór Sigurðs-son fæddist 8. des- ember 1919 í Reykja- vík. Hann lést á dvalarheimilinu Drop- laugarstöðum í Reykjavík mánudag- inn 18. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar Sig- urþórs voru Sigurður Kristinn Gíslason frá Akranesi, f. 23. maí 1884, d. 8. mars 1974, og Ólafía Ragnheiður Sigurþórsdóttir hús- freyja, f. 28. nóvem- ber 1887 í Guttorms- haga í Holtahreppi í Rangárvallasýslu, d. 19. nóvem- ber 1977. Systkini Sigurþórs eru Ragnheiður, f. 8. desember 1909, d. 26. janúar 1998, Sigríður, f. 10. nóvember 1911, d. 8. júlí 1994, Vilborg, f. 9. febrúar 1913, Sigurþórs og fyrverandi eigin- konu hans, Sigurlaugar M. Guð- mundsdóttur, Guðmundur Örn, búsettur í Houston í Bandaríkj- unum, f. 24. ágúst 1946. Börn hans eru 1) Sigurlaug Margrét, f. 30. nóvember 1967 í sambúð með Pétri Hjaltested, f. 16. 10. 1969, börn þeirra eru Laufey, f. 23. maí 1995, og Unnur, f. 21. júní 1999. 2) Ágúst Örn, f. 4. október 1971, dóttir hans var Helga Ósk, f. 5. ágúst 2003, d. 7. ágúst 2003. 3) Sigurþór, f. 27. mars 1973, synir hans eru Jó- hann Arnar, f. 2. nóvember 1994, og Róbert Arnar, f. 26. mars 2000, 4) Paul Kolka, f. 4. ágúst 1987. Núverandi eiginkona Guð- mundar er Eileen Sigurthorsson, f. 10. júní 1952 í Pasadena, í Texas, Bandaríkjunum. Dóttir hennar og uppeldisdóttir Guð- mundar er Kelli Sue Butler, f. 2. desember 1971. Eiginmaður hennar er Randy Butler, f. 18. desember 1973. Útför Sigurþórs verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst hún klukkan 15. Óskar Guttormur, f. 21. júlí 1914, d. 21. janúar 1998, Kristín Ólafía, f. 23. október 1916, d. 16. maí 2002, Svava, f. 3. febrúar 1922, d. 28. nóvem- ber 1994, Emilía Sigríður, f. 24. júlí 1923, Gísli, f. 26. júní 1926, 14. júlí 1991, og Valgerð- ur, f. 12. janúar 1928. Eftirlifandi eig- inkona Sigurþórs er Margrét Friðriksdóttir ljós- móðir, f. 1. desember 1927. For- eldrar hennar voru Friðrik Jóns- son, f. 8. nóvember 1896, d. 16. apríl 1977, og Sigríður Bene- diktsdóttir, f. 24. nóvember 1892, d. 23. ágúst 1987. Sonur Hinn 18. ágúst lést á Droplauga- stöðum fyrrverandi tengdafaðir, afi sona minna og langafi barnabarna minna. Mig langar að minnast þín kæri Sigurþór með miklum hlýhug og kærleika frá okkur. Þú varst sterkur persónuleiki og í okkar minningu varstu ávallt á fleygiferð á meðan heilsan leyfði. Burstagerðarmaður, smiður og heildsali. Skoðanir þínar voru ávallt mjög ákveðnar, hvort sem það varð- aði fólk, þjóðfélagsmál og ekki síst stjórnmál. Þú áttir yndislega eftirlifandi eig- inkonu sem stóð þér ávallt við hlið og studdi á allan hátt, Margrét Frið- ríksdóttir ljósmóðir, lengst starfandi á Fæðingardeild Landspítalans en hún tók á móti báðum afastrákunum þínum. Synir mínir minnast afa og ömmu- helganna; þar á meðal man Sigurþór nafni þinn eftir veggklukkunni í stof- unni sem heyrðist svo vel í og sló á hálftíma fresti, bíóferðir á sunnudög- um og Gústi minn man sérstaklega eftir söluferð með þér norður í landi. Mikið þótti okkur vænt um að hafa verið hjá þér mánudaginn 18. ágúst þar til þú kvaddir. En þá varst þú bú- in að segja okkur að þú værir að fara á nýtt Dvalarheimili, sem á þeirri stundu fannst þér ekkert mál fyrir þig, og fallegur staður sagðir þú. SIGURÞÓR SIGURÐSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.