Morgunblaðið - 27.08.2003, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 27.08.2003, Qupperneq 40
DAGBÓK 40 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Trinket, Akureyrin, Taiwa Maru no. 88, Mánafoss, Taiwa Maru no. 78, Helgafell og Akademik S.Vavi- lov koma í dag. Brúar- foss fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Jumbo kemur í dag Brúarfoss fer í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Skrif- stofan er lokuð í júlí og ágúst. Sími for- manns er 892 0215. Mannamót Aflagrandi 40. Leik- fimin hefst 1. sept- ember kl.9, jóga hefst 2. september kl.9 og línudans kl.11 sama dag. Skráning í síma 562 2571. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað. Smíðastofan er lokuð til 11. ágúst. Handavinnustofan op- in. Púttvöllur opinn mánudag til föstudags kl. 9-16.30. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8–12.30 bað, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10– 10.30 bankinn, kl. 13– 16.30 bridge/vist. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 að- stoð við böðun, hár- greiðslustofan opin, kl. 13.30 söngstund, kl. 14.30 bankaþjónusta, kl. 14.40 ferð í Bónus, púttvöllurinn opinn kl. 9-16.30. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9 silkimálun, kl. 13–16 körfugerð, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 11– 11.30 leikfimi, kl. 13.30 bankaþjónusta. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16 opin vinnustofa, kl. 9– 12 hárgreiðsla, kl. 9– 16.30 fótaaðgerð. Pútt- völlurinn opinn frá kl. 14. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9.30 hjúkrunarfræð- ingur á staðnum, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10– 12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handa- vinna. Félagsstarfið Sléttu- vegi 11-13. Fimmtu- daginn 28. ágúst byrj- ar leikfimi kl. 9. Hin árlega grillveisla verð- ur fimmtudaginn 28. ágúst kl. 18. Félag eldri borgara Kópavogi. Skrifstofa félags eldri borgara í Kópavogi er opin í dag frá kl. 10–11.30, við- talstími í Gjábakka kl 15–16 Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Pílu- kast kl. 13.30 Billjard kl 13.30. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, leiðbeinandi á staðnum kl. frá kl. 9– 17, kl. 13 félagsvist, kl. 17 bobb. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin frá kl. 9–17 virka daga, heitt á könn- unni. Hraunbær 105. Kl. 9 opin handavinnustofa, kl. 9 fótaaðgerð og hárgreiðsla, kl. 10 pútt, kl. 11 banki, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Kl. 10.30 ganga. Fótaað- gerðir og hársnyrting. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9–16 fótaaðgerð, kl. 13–13.30 bankinn, kl. 14 félagsvist, kaffi og verðlaun. Vesturgata 7. Kl. 8.25–10.30 sund, kl. 9– 16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 12.15- 14.30 verslunarferð í Bónus, kl. 13–14 spurt og spjallað. Vitatorg. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 10 morg- unstund, fótaaðgerð, kl. 12.30 versl- unarferð. Hafnargönguhóp- urinn Kvöldganga kl. 20 alla miðvikudaga. Lagt af stað frá horni Hafnarhússins norð- anmegin. Minningarkort Minningarsjóður Krabbameinslækn- ingadeildar Landspít- alans. Tekið er við minningargjöfum á skrifst. hjúkrunarfor- stjóra í síma 560-1300 alla virka daga milli kl. 8 og 16. Utan dag- vinnutíma er tekið á móti minningargjöfum á deild 11-E í síma 560-1225. Hranfkelssjóður (stofnað 1931) minn- ingarkort afgreidd í símum 551-4156 og 864-0427. Minningarkort Minn- ingarsjóðs Maríu Jónsdóttur flugfreyju eru fáanleg á eftirfar- andi stöðum: Á skrif- stofu Flugfreyjufélags Íslands, s. 561-4307/ fax 561-4306, hjá Hall- dóru Filippusdóttur, s. 557-3333 og Sig- urlaugu Halldórs- dóttur, s. 552-2526. Minningarkort, Fé- lags eldri borgara Selfossi eru afgreidd á skrifstofunni Grænu- mörk 5, miðvikudaga kl. 13–15. Einnig hjá Guðmundi Geir í Grænumörk 5, sími 482-1134, og verslunni Íris í Mið- garði. Í dag er miðvikudagur 27. ágúst, 239. dagur ársins 2003. Orð dags- ins: Þegar þú leggst til hvíldar, þarft þú ekki að hræðast, og hvíl- ist þú mun svefninn verða vær. (Ok. 3, 24.)     Flosi Eiríksson segir áKreml.is að afstaða bresku ríkisstjórnarinnar og framganga Tony Blair í Íraksstríðinu hafi valdið mörgum jafnaðarmönn- um vonbrigðum. „Fylgi- spekt við Georg Bush Bandaríkjaforseta og rökfærslan um nauðsyn innrásar í Írak hafa vald- ið því að vinsældir Tony Blair hafa aldrei verið minni og Íhaldsflokk- urinn undir forystu hins litlausa og misheppnaða Duncan-Smith hefur mælst með örlítið meira fylgi en Verkamanna- flokkurinn. Við þessar að- stæður fara ýmsir skrif- arar hér á landi mikinn, hér sé komin sönnun þess að „New Labour“ séu í raun hægri menn í dul- argervi eða í besta falli „kratar“. Þetta sjónarmið hefur komið fram hjá nokkrum ungum félögum í Vinstri grænum, á vef- ritinu Múrnum og víðar.     Reynt er að finna hlið-stæðu með og draga alls konar ályktanir af ósigri Verkamanna- flokksins í Bretlandi 1951. Þá hafi flokkurinn tapað vegna þess að hann innleiddi gjöld í heil- brigðisþjónustunni til þess að borga fyrir mikið prógramm í hermálum. Hér hafi verið það sama á ferðinni, fylgispekt við Bandaríkin og „svik krat- anna“ í flokksforystunni. Kenningin er að flokk- urinn hafi tapað af því hann var ekki nógu vinstrisinnaður,“ segir Flosi. Hann rekur ekki sögu breska Verka- mannaflokksins en segir að flokkurinn hafi tapað fyrir Margréti Thatcher árið 1979 þar sem stór hluti verkamanna hafi flutt sig yfir til íhalds- flokksins þegar verka- mannaflokkurinn sökk dýpra og dýpra í óraun- hæft og óraunsætt þjóð- nýtingarblaður.     Ýmsir félagar í VG hafameiri áhuga á hinu venjulega skensi ís- lenskra stjórnmála en slíkum vinnubrögðum og því varð þátttaka Ingi- bjargar Sólrúnar á ráð- stefnu um Framsækna stjórnarhætti í London í júlí þeim tilefni til alls konar brandara og vondra söguskýringa.“ Hins vegar segir Flosi að þeir leiðtogar vinstri manna, sem vilji breyta heiminum, hafi sóst eftir því og fengið raunveru- legt umboð til þess, hafi sótt þá ráðstefnu. Meg- intilgangurinn sé að koma því inn hjá kjós- endum að Samfylkingin sé meðvirk í þessu öllu og styðji Bush og Blair sem réðust inn í Írak. „Enn neitar fólk sem setur sjónarmið sín fram með þessum hætti að horfast í augu við raunveruleikann og leita breytinga á hon- um. Það vill ekki við- urkenna að leiðin til þess að efla samhjálp og styrkja jöfnuð er ekki að stofna leshring eða vitna í Bevin, þar finnum við ekki lausnir á okkar úr- lausnarefnum.“ STAKSTEINAR Breytir ekki heiminum með því að stofna les- hring og vitna í Bevin Víkverji skrifar... HAUSTIN eru í uppáhaldi hjáVíkverja, ekki síst fyrir þeirra hluta sakir að þá getur hann verið að borða ber öllum stundum, krækiber, bláber, jarðarber, rifsber og svo framvegis. Honum finnst ekkert jafnast á við íslenska skyrið hlaðið glænýjum krækiberjum, íslensku aðalbláberin eru náttúrlega einstök með sykri og rjóma og síðan eru heimatilbúnar sultur ómissandi í búrið. Í byrjun viku tók Víkverji sig til og tíndi rifsber í hlaup og sólber í sultu og síðan tvísteig hann fyrir framan stikilsberjarunnana. Honum finnst alveg glatað að nýta ekki þessi grænu fallegu ber en hann hefur ekki hugmynd um hvernig á að sulta þau eða matreiða yfirleitt. Er ekki einhver sem lumar á góðri uppskrift þar sem stikilsber koma ríkulega við sögu? Í garði Víkverja er líka rabarbari og núna er meiningin að sjóða hann niður í sultur og grauta. Málið er bara að Víkverja var sagt frá frá- bæru mauki úr tómötum og rab- arbara og hann týndi uppskriftinni. Íslenskir tómatar hafa verið seldir á mjög hagstæðu verði undanfarið og frábært að sjóða þá niður núna eða setja í rétti sem má geyma og frysta til vetrarins. Nokkur sem getur að- stoðað og gefið uppskrift þar sem rabarbari og tómatar eru í aðal- hlutverki? x x x VÍKVERJI fór á rúntinn umhelgina til að kaupa stílabækur, penna og blýanta og það sem krakk- arnir á heimilinu þurfa í skólann. Hann fór í nokkrar búðir og getur ekki orða bundist yfir því hve sam- keppnin hefur haft góð áhrif þ.e. fyr- ir neytendur. Verðið hefur hríðlækk- að frá því í fyrra. Ef til dæmis er tekið dæmi af vinsælum strokleðrum sem heita Boxy þá kostar stykkið nú 15-17 krónur þar sem það er ódýrast en Víkverji borgaði í fyrra 90 krónur fyrir stykkið. Talandi um samkeppni og verð, þá hefur vinur Víkverja verið að þræða raftækjaverslanir í leit að eldavél, keramikhelluborði með snertitökk- um. Hann fer búð úr búð og nóg er til af keramikhelluborðum sem kosta allt frá fjörutíu þúsund krónum og upp í á annað hundrað þúsund. Vin- urinn veit ekkert hvað hann á að kaupa og er í mesta basli með að ákveða sig. Hann kvartar sáran yfir því að starfsfólkið geti í raun ekkert upplýst sig um helluborðin. Í ein- hverjum tilvikum hafa helluborðin virst næstum eins nema verðið er mismunandi. Þá hefur starfsfólkið yppt öxlum og sagt að vörumerkið kunni að vera skýringin. Og hvað þýðir það, segir þessi vin- ur Víkverja. Þýðir það með öðrum orðum að það borgi sig að kaupa helluborðið sem er ódýrara? Er end- ingin svipuð? Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Víkverji leitar logandi ljósi að skemmtilegum uppskriftum þar sem rabarbari og stikilsber koma við sögu. EFTIR að hafa horft á fréttir og lesið umfjöllun DV um lán Heklu hf., lán þeirra á bifreið til Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladótt- ur finn ég mig knúinn til að lýsa yfir hneykslan minni á þessu bulli. Ég og fjölskylda mín er- um svokallaðir góðvið- skiptavinir Heklu hf. Seint á síðasta ári lenti ég í slæmu umferðarslysi. Málsatvik voru flókin þar sem slysvaldur ók á brott af vettvangi og langan tíma tók að vinna úr málsgögn- um. Sökum vinnu minnar gat ég ekki verið bíllaus. Ég lagði því leið mína í söluum- boð Heklu þar sem ég er vel þekktur og tjáði þeim að mig vantaði bíl en gæti ekki fest kaup á bíl fyrr en ég fengi bílinn sem lenti í tjón- inu útborgaðan. Þeir spyrja mig á móti hvernig bíl ég ætli að fá mér. Ég svaraði því. Eftir hádegi þennan dag var kominn bíll akkúr- at eftir mínum óskum á planið. Þennan bíl lánaði Hekla hf. mér í 3 mánuði endur- gjaldslaust. Reyndar líkaði mér það vel við bílinn að ég keypti hann. Ég vil líka benda fólki á að þetta er það sem gengur og gerist í bílaumboðum. Vil ég líka benda frétta- mönnum Ríkissjónvarps, Stöðvar 2 og DV á að afla sér heimilda áður en þeir leggja út á þennan veg ásakana. Finnst mér að þeir eigi skilyrðislaust að biðja Heklu hf. og Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur afsökunar á þessum frétta- flutningi. Sigurður Pálsson. Útsaumsmynd – hirtir í skógi FYRIR 15–20 árum saum- aði móðir mín heitin kross- saumsmynd eftir mynstri í gömlu hefti af Nordisk Mønstertidende. Myndin sýnir tvo hirti í skógi með háum trjám, og eru margir litir í henni. Hún gaf þessa mynd manni sem hafði gert henni stóran greiða, en nokkru síðar lést hann. Mig langar til að vita hvort einhver kannast við að hafa myndina undir höndum, og er ég tilbúin að bjóða umsemjanlega borg- un fyrir hana, þar sem mig langar mikið til að fá hana aftur. Vinsamlega hafið sam- band í netfangið ingai- @simnet.is eða í síma 552 0371. Tapað/fundið Lyklakippa týndist LYKLAKIPPA með mörg- um lyklum og bíllykli týnd- ist fyrir nokkrum dögum. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 695 5829. Úr í óskilum ÚR fannst á Laugavegi. Uppl. í síma 562 4561. Hálsfesti týndist HÁLSFESTI, þríkross í gullkeðju, týndist fyrir 2 vikum síðan, líklega í Kópa- vogi eða við Suðurlands- braut/Skipholt. Festin er eiganda mjög kær. Skilvís finnandi hafi samband í síma 898 7882. Barbí-skólataska í óskilum BARBÍ-SKÓLATASKA, ásamt peysu og nestisboxi, er í óskilum í Heklu. Upp- lýsingar í síma 590 5050. Dýrahald Læða í óskilum SVÖRT og hvít læða, með hvíta rák á snoppu fannst við Lyfju í Lágmúla. Hún er mjög gæf og er með rauða ól, en ómerkt. Þeir sem kannast við kisu hafi samband í síma 895 1607. Tvær læður týndar í Grafarvogi ÖNNUR er gul og hvít með rauða ól en ómerkt og hin er bröndótt með svart und- ir loppum, ómerkt. Þær týndust í Engjahverfi í Grafarvogi sl. fimmtudag eða föstudag. Þeir sem hafa orðið varir við kisurnar vin- samlega hafi samband í síma 849 4100. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Lán á bifreiðum algengt Morgunblaðið/Arnaldur LÁRÉTT 1 sérstakt spil, 4 hrista ryk úr, 7 loðskinns, 8 hæglát, 9 bekkur, 11 vítt, 13 kaup, 14 slétta, 15 listi, 17 samsull, 20 bók- stafur, 22 hittum, 23 end- urtekið, 24 ernina, 25 haldast. LÓÐRÉTT 1 konungur, 2 hnöttum, 3 afturendi, 4 drumb, 5 sjór, 6 skynfærin, 10 fljót, 12 greina frá, 13 tónverk, 15 yrkja, 16 nagdýr, 18 orðrómur, 19 sortna, 20 kveina, 21 blautt. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 sumardaga, 8 kutum, 9 púlar, 10 upp, 11 lærir, 13 ansar, 15 gruns, 18 smíða, 21 vit, 22 sadda, 23 ættin, 24 rassbagan. Lóðrétt: 2 urtur, 3 armur, 4 doppa, 5 gulls, 6 skel, 7 hrár, 12 inn, 14 nem, 15 gust, 16 undra, 17 svans, 18 stæla, 19 ístra, 20 anna. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.