Morgunblaðið - 27.08.2003, Qupperneq 41
Morgunblaðið/Þorkell
Fræðslukvöld um þrjú
rit Gamla testamentisins
BIBLÍUSKÓLINN við Holtaveg
hefur starfsemi haustsins á
fræðslukvöldi fyrir almenning.
Fjallað verður um þrjú af spá-
mannaritum Gamla testamentisins
sem kennd eru við Nahúm, Habbak-
úk og Sefanía. Fræðslukvöldið
hefst kl. 20-22, fimmtudaginn 28.
ágúst, og er í húsi KFUM og KFUK
við Holtaveg gegnt Langholtsskóla.
Fræðslukvöldin halda síðan
áfram síðasta fimmtudagskvöld
hvers mánaðar fram að áramótum
en þau eru liður í þriggja ára áætl-
un skólans þar sem öll rit Biblíunn-
ar verða kynnt. Fræðari kvöldsins
verður Ragnar Gunnarsson kristni-
boði, en það er öllum opið og
ókeypis aðgangur.
Í september hefjast Alfa-
námskeiðin að nýju og nýtt nám-
skeið sem kallast Smitandi trú.
Nánari upplýsingar um starf
skólans og fræðslukvöldin má fá í
síma 588 8899 eða á vefsíðu skólans
www.bibliuskoli.krist.is
Kirkjustarf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2003 41
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
MEYJA
Afmælisbörn dagsins:
Jafnt gáfur og málsnilli ein-
kenna afmælisbarn dagsins.
Það hefur mikla tungu-
málahæfileika og er góður
ræðumaður. Stórtækar og
spennandi breytingar eru
framundan.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Ekki er ólíklegt að tafir, rugl-
ingur og viðlíka ergi þig í dag.
Merkúr leikur lausum hala og
veldur þessu öllu, en þessu
mun linna 20. september.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Nautið verður þess vart að
gamlir ástarblossar vakna til
lífs á ný. Í þessu felst viss ögr-
un og ekki víst hvort þessu
ber að fagna eður ei.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Niðjar og ættingjar kunna að
verða full uppáþrengjandi.
Gömul mál kalla á athygli
þína. Nú er rétti tíminn til að
ganga frá málunum.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Yfir þig þyrmir allskyns töf-
um. Bíllin bilar, þú missir af
strætó, eða eitthvað í þeim
dúr. Þetta er bara brot af því
sem ergir þig núna. Gættu að
símreikningum.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljónið hefur langað að kaupa
vissan hlut í langan tíma. En
fram að 20. september er
óráðlegt að kaupa farartæki
og tölvubúnað.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Allir litlu hlutirnir fara í þínar
fínustu, en ekki stóru vanda-
málin. Lyklarnir eða skjöl
týnast og mikill tími fer í að
finna hversdagsmuni. Sýndu
þolinmæði.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Neikvæðar hugsanir ber að
forðast. Ekki efast um eigin
getu eða finna til minnimáttar.
Þú kannt að efast um eigið
ágæti á næstunni en þú ert
samt á réttu róli.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Gamlir vinir kunna að láta á
sér kræla. Ef þeir skulda þér
pening er ekki úr vegi að inn-
heimta. Framtíðin fer að fljóta
upp á yfirborðið.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Búast má við að þú rekist á
gamlan yfirmann á næstu
dögum. Þér kann líka að bjóð-
ast vinna á kunnugum slóðum.
Ekki svo slæm hugmynd.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Ef þig langar að ferðast um
þessar mundir skaltu leita á
kunnugar slóðir. Gott er að
rifja upp, en gættu að því að
allt sé á hreinu áður en lagt er
af stað.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Sjáðu til þess að tryggingamál
og gamlar skuldir séu réttum
megin við strikið. Gömul við-
skiptatækifæri skila arði en
ný tækifæri láta á sér standa.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Takast þarf á við gamla fé-
laga. Líttu á þetta sem tæki-
færi til að leysa úr gömlum
hnútum og byrja með hreinan
skjöld. Það er furðu einfalt.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
UM HAUST
Syngur lóa suðr í mó
sætt um dáin blóm –
alltaf er söngurinn sami
með sætum fuglaróm.
Himinblíð eru hljóðin þín,
heiðarfuglinn minn!
Hlusta ég hljóður á þig,
og hverfa má ei inn.
Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal
LJÓÐABROT
1. d4 Rf6 2. Bg5 Re4 3.
Bf4 d5 4. Rd2 Rxd2 5.
Dxd2 c5 6. e3 e6 7. Rf3
Rc6 8. c3 Bd6 9. Bg3 O-O
10. Bd3 a6 11. dxc5 Bxc5
12. e4 d4 13. O-O dxc3
14. Dxc3 Rd4 15. Hfd1
Rxf3+ 16. gxf3 Bd4 17.
Db3 e5 18. f4 exf4 19.
Bxf4 Df6 20. Bg3 Be6
21. Dxb7 Hab8 22. Dc7
Hxb2 23. Df4.
Staðan kom upp á
Norðurlandamóti tafl-
félaga á Netinu sem
Taflfélagið Hellir stóð
að og lauk fyrir
skömmu. Sigurbjörn
Björnsson (2302), svart,
fékk flesta vinninga
Hellismanna í keppninni
og sneri laglega á Finnann
Tommi Luukkonen (2164).
23. … Hxf2! 24. Dxf6
Hxf6+ 25. Kg2 Bxa1 26.
Hxa1 Hd8 27. Bb5? axb5
og hvítur gafst upp. 4. um-
ferð Skákþings Íslands
hefst í dag kl. 17 í Hafn-
arborg í Hafnarfirði.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
ÁRNAÐ HEILLA
95 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 27.
ágúst, er 95 ára Sigurlaug
Sigrún Björnsdóttir. Sig-
urlaug dvelst á Dvalarheim-
ili aldraðra í Borgarnesi.
90 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 27.
ágúst, er níræður Kristinn
E. Guðjónsson, fyrrverandi
verkstjóri í Dverg hf.,
Tjarnarbraut 17, Hafn-
arfirði. Kristinn og kona
hans, Tonny M. Müller, eru
að heiman í dag.
Þakkaðar eru sam-
verustundir og óskir um
góða líðan og heilsu.
FLESTAR ákvarðanir
sem teknar eru við spila-
borðið eru byggðar á lík-
indum, ekki vissu. Brids er
prósentuspil. Þetta einkenni
spilsins kemur sérstaklega
skýrt fram þegar segja þarf í
þröngri stöðu, til dæmis við
opnun á hindrunarsögn. Þá
víkur nákvæmnin fyrir hag-
nýtum sjónarmiðum.
Austur gefur; enginn á
hættu.
Norður
♠ ÁK5
♥ K10976
♦ 103
♣ÁG10
Vestur Austur
♠ 1086432 ♠ 97
♥ 3 ♥ 542
♦ 754 ♦ KDG9862
♣983 ♣--
Suður
♠ DG
♥ ÁG8
♦ Á
♣KD76542
Austur er gjafari og opnar
á þremur tíglum. Hvað á
suður að segja?
Fjögur lauf væri kannski
besta lýsingin á spilunum, en
sú sögn hefur einn afleitan
annmarka: þrjú grönd verða
þá aldrei spiluð, sem er lík-
legasta geimið til að vinnast.
Reyndir spilarar segja því
hiklaust þrjú grönd með slík
spil og það gerði Svíinn
Magnus Lindkvist þegar
spilið kom upp í Spingold-
keppninni í Kaliforníu fyrr í
sumar. Makker hans, Peter
Fredin, tók síðan nokkrar
góðar ákvarðanir í framhald-
inu:
Vestur Norður Austur Suður
Fredin Lindkvist
-- -- 3 tíglar 3 grönd
4 tíglar Dobl Pass 5 lauf
Pass 5 tíglar Pass 5 hjörtu
Pass 7 lauf Allir pass
Dobl Fredins á fjórum
tíglum sýndi fyrst og fremst
punkta til að melda, en ekki
endilega vilja til að verjast.
Lindkvist sýndi þá lauflitinn
og Fredin leitaði að al-
slemmu með fimm tíglum.
Með tvo ása og sjölit ákvað
Lindkvist að leggja sitt af
mörkum og sagði frá fyr-
irstöðunni í hjarta. Á þeim
punkti lagðist Fredin undir
feld. Hann sá fyrir sér lang-
an lauflit hjá makker og
grandfyrirstöðu í tígli. Mið-
að við sagnir AV leit út fyrir
að suður ætti aðeins einn tíg-
ul, sem hlaut þá að vera ás-
inn blankur. Hugsanlega
áttu AV færri tígla og makk-
er þá tvo, en Fredin taldi
hæpið að Lindkvist myndi
melda fimm hjörtu með Kx í
tígli. Að þessu athuguðu tók
Fredin þá útreiknuðu
áhættu að stökkva í sjö lauf.
Hann var auðvitað ekki viss
um alslemman stæði, en á
því voru miklar líkur.
Og það var rétt ályktað.
BRIDS
Guðmundur
Páll Arnarson
50 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 27.
ágúst, er fimmtug Hrafn-
hildur Árnadóttir, starfs-
maður Símans, Seiðakvísl
4, Reykjavík. Hún og eig-
inmaður hennar, Svavar
Þorvaldsson, dvelja hjá
dóttur sinni á Englandi á af-
mælisdaginn.
Heilsudrekinn
Kínversk heilsulind
Ármúla 17a
Sími 553 8282
www.heilsudrekinn.isKung Fu
Vetrarnámskeið fyrir
stelpur og stráka
80 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 27.
ágúst, er áttræður Hilmir
Högnason, rafvirkjameist-
ari frá Vestmannaeyjum.
Af því tilefni munu hann og
kona hans, Alda Björns-
dóttir, hafa opið hús á heim-
ili sonar síns og tengdadótt-
ur að Þjórsárgötu 4,
Reykjavík, laugardaginn
30.ágúst frá kl. 17.
50 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 27.
ágúst, er fimmtugur sr.
Kristinn Ág. Friðfinnsson,
sóknarprestur í Hraun-
gerðisprestakalli, Banka-
vegi 8, Selfossi. Eiginkona
sr. Kristins er Anna Mar-
gréti Guðmundsdóttir,
hjúkrunarfræðingur. Þau
dvelja í dag, ásamt börnum
sínum og nánustu vinum og
vandamönnum, hjá Má Sig-
urðssyni og Sigríði Vil-
hjálmsdóttur á Hótel Geysi í
Haukadal.
FRÉTTIR
Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10.
Léttur málsverður á eftir. Prestarnir
taka við fyrirbænum í síma 520 9700.
Hallgrímskirkja. Morgunmessa kl. 8.
Hugleiðing, altarisganga, léttur morg-
unverður.
Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl.
11. Súpa og brauð borið fram í Setrinu
kl. 12. Brids í Setrinu kl. 13-16. Kvöld-
bænir kl. 18.
Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl.
10 undir stjórn Aðalbjargar Helgadótt-
ur. Gönguhópurinn Sólarmegin leggur
af stað frá kirkjudyrum kl. 10.30 alla
miðvikudagsmorgna undir stjórn Arnar
Sigurgeirssonar. Öllu fólki velkomið að
slást í hópinn.
Neskirkja. Fyrirbænamessa kl. 18.
Prestur sr. Frank M. Halldórsson.
Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag
kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir-
bænir. Léttur málsverður í safnaðar-
heimilinu eftir stundina.
Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í
dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir
hjartanlega velkomnir. Tekið á móti fyr-
irbænaefnum í kirkjunni í síma
567 0110.
Vídalínskirkja. Foreldramorgnar í
safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 10-
12. Hittumst og spjöllum. Heitt á
könnunni og djús fyrir börnin. Allir for-
eldrar velkomnir með eða án barna.
Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í
kirkjunni kl. 12, íhugun, altarisganga,
fyrirbænir. Léttur hádegisverður kl. 13
í Ljósbroti Strandbergs.
Þorlákskirkja. Barna- og foreldra-
morgnar í dag kl. 10-12.
Lágafellskirkja. AA-fundur kl. 20.30 í
Lágafellskirkju. Unnið í 12 sporunum.
Sauðárkrókskirkja. Kyrrðarstund kl.
21.
Kletturinn, kristið samfélag. Kl.
20.30 Bænahópar í heimahúsum.
Upplýsingar í síma 565 3987.
Kefas. Samverustund unga fólksins
kl. 20.30. Lofgjörð, lestur orðsins,
fróðleikur og samvera. Allt ungt fólk
velkomið.
Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut
58. Samkoma í kvöld kl. 20. Ég vil
syngja fyrir Drottni. Sálm 13. Ræðu-
maður Jóhannes Ólafsson. Kaffiveit-
ingar eftir samkomuna. Allir velkomn-
ir.
Safnaðarstarf
Skákþing Íslands –
landsliðsflokkur
JAFNTEFLI varð í stórmeistara-
slag Hannesar Hlífars Stefánsson
(2560) og Þrastar Þórhallssonar
(2441) í 2. umferð landsliðsflokks
Skákþings Íslands en fjórum af sex
skákum kvöldsins lauk með jafntefli.
Sævar Bjarnason (2269) sigraði
Ingvar Ásmundsson (2321) og Guð-
mundur Halldórsson (2282) sigraði
Jón Viktor Gunnarsson (2411) en
það verða að teljast óvæntustu úrslit
kvöldsins. Fimm keppendur leiða
með 1½ vinning en auk Hannesar og
Þrastar eru það Stefán Kristjánsson
(2404), Ingvar Þór Jóhannesson
(2247) og Róbert Harðarson (2285).
Teflt er í Hafnarborg í Hafnarfirði.
Úrslit 2. umferðar:
Sævar Bjarnason – Ingvar Ásmundsson 1:0
Guðm. Halldórss. – Jón V. Gunnarss. 1:0
Björn Þorfinnss. – Ingvar Þ. Jóhanness.½:½
Róbert Harðars. – Stefán Kristjánsson ½:½
Sigurður Sigfúss. – Davíð Kjartanss. ½:½
Hannes H. Stefánss. – Þröstur Þórh.s. ½:½
Lenka Ptacniková (2215) og
Harpa Ingólfsdóttir (2057) leiða með
fullu húsi eftir aðra umferð kvenna-
flokks Skákþings Íslands sem tefld
var í kvöld. Lenka sigraði Elsa Mar-
íu Þorfinnsdóttur en Harpa sigraði
Hallgerði Helgu Þorsteinsdóttur
(1280). Óvæntustu úrslit kvöldsins
voru óvítrætt sigur Önnu Bjargar
Þorgrímsdóttir (1695) á tíföldum Ís-
landsmeistara kvenna, Guðfríði Lilju
Grétarsdóttir (2058).
Úrslit 2. umferðar:
Anna Bj. Þorgrimsd. – Lilja Grétarsd. 1:0
Lenka Ptacniková – Elsa M. Þorfinnsd. 1:0
Harpa Ingólfsd. – Hallgerður Þorsteinsd.1:0