Morgunblaðið - 27.08.2003, Síða 45
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2003 45
KNATTSPYRNULIÐ Fjarðabyggð-
ar fór illa að ráði sínu í úrslitakeppni
3. deildarinnar í gærkvöld þegar
það tapaði niður góðri stöðu í henni
þriðja árið í röð. Fjarðabyggð sigr-
aði Leikni úr Reykjavík, 3:0, í fyrri
leik liðanna á Eskifirði um síðustu
helgi en tapaði síðan, 4:0, fyrir
Leikni í Breiðholtinu í gærkvöld og
féll þar með úr keppni.
Lið Fjarðabyggðar varð til árið
2001 þegar Þróttur úr Neskaupstað
sameinaðist liði KVA frá Eskifirði
og Reyðarfirði. Þá um haustið missti
Fjarðabyggð niður góða stöðu gegn
KFS frá Vestmannaeyjum í síðari
leik liðanna í 8 liða úrslitum og fékk
á sig mörk í framlengingu sem
felldu liðið úr keppni. Í fyrra var
Fjarðabyggð komin skrefi lengra,
vann þá Fjölni 3:2 í Reykjavík í fyrri
úrslitaleiknum um sæti í 2. deild, en
tapaði síðan 0:2 á heimavelli.
Álögin virðast ekki aðeins fylgja
liði Fjarðabyggðar því árið fyrir
sameininguna var Þróttur úr Nes-
kaupstað með sæti í 2. deild í hönd-
unum. Þá vann liðið Nökkva á Akur-
eyri, 2:1, í fyrri úrslitaleik liðanna en
tapaði síðan 3:4 á heimavelli og sá á
eftir Nökkva upp um deild. Norð-
firðingar hafa því upplifað þessi
vonbrigði fjögur ár í röð og sitja enn
eftir í 3. deildinni.
Það verða hins vegar Reykjavík-
urliðin Leiknir og Númi sem heyja
annað úrslitaeinvígið um sæti í 2.
deild og í hinu eigast við Víkingur
frá Ólafsvík og Höttur frá Egils-
stöðum.
Enn situr Fjarðabyggð
eftir með sárt ennið
TEDDY Sheringham, fyrrum miðherji enska lands-
liðsins í knattspyrnu, sem var látinn fara frá Tott-
enham í sumar, skoraði þrennu í gærkvöld þegar
nýliðar Portsmouth unnu stórsigur á Bolton, 4:0, í
ensku úrvalsdeildinni. Mörkin komu öll í síðari hálf-
leik, tvö þeirra á lokamínútum leiksins. Bolton situr
í næstneðsta sæti deildarinnar með eitt stig eftir
þrjá leiki og hefur fengið á sig tíu mörk.
Hermann Hreiðarsson krækti í vítaspyrnu þegar
Charlton gerði jafntefli við Everton, 2:2. Jason
Euell skoraði úr spyrnunni, sem var hans önnur í
leiknum, en Wayne Rooney náði að jafna metin fyr-
ir Everton. Hermann lék allan leikinn í vörn
Charlton.
Stoke City er taplaust í fjórða sæti 1. deildar eftir
markalaust jafntefli við Millwall á heimavelli. Pétur
Marteinsson missti sæti sitt í byrjunarliði Stoke og
sat á varamannabekknum allan tímann. Stoke var
mun betri aðilinn og markvarsla Tonys Warners
færði Millwall stigið.
Portsmouth á topp
úrvalsdeildarinnar
ÚLFAR Jónsson, kylfingur úr
Keili og sexfaldur Íslandsmeistari,
setti um helgina glæsilegt vallarmet
á Urriðavatnsvelli hjá Oddi. Úlfar
lék af gulum teigum og lauk leik á 65
höggum, fékk sjö fugla og ellefu pör,
kom því inn á sjö höggum undir pari.
SIGURBERGUR Sveinsson, úr
Keili í Hafnarfirði, fór holu í höggi í
Bryggjugolfi sem Björgvinir, stuðn-
ingsmenn Björgvins Sigurbergsson-
ar, héldu á sunnudaginn. Keppnin
fór þannig fram að slegið var úr
fjöruborðinu í Hafnarfjarðarhöfn út
á fljótandi flöt skammt frá landi.
FLÖTIN var 50 metra frá landi og
þar sem dálítill vindur var reyndist
þetta mörgum erfitt, en af 550 bolt-
um sem fólk keypti til að reyna sig
við lentu 54 á 9 fermetra flötinni.
HALLDRÓR Ingólfsson átti næst-
besta höggið, boltinn hans lenti 10
sentimetra frá holunni, Emil Þór
Jónsson sló 12 sentimetra frá og Ingi
Rúnar Gíslason 13 en besta högg
kvenna átti Tinna Jóhannsdóttir, 54
sentimetra frá holu.
HJÁLMAR Jónsson lagði upp síð-
ara mark Gautaborgar sem gerði
jafntefli, 2:2, við Örebro á útivelli í
sænsku úrvalsdeildinni í knatt-
spyrnu í fyrrakvöld. Gautaborgarlið-
ið komst þá yfir en Örebro jafnaði á
lokamínútu leiksins. Hjálmar lék all-
an leikinn en hann hefur átt fast sæti
í liði Gautaborgar frá miðju sumri.
RIO Ferdinand, miðvörður Eng-
landsmeistara Manchester United
hefur skipað samherjum sínum að
vera á tánum og að þeir megi ekki
vanmeta nýliða Wolves er liðin mæt-
ast á Old Trafford í kvöld. „Það eru
engin stig unnin fyrirfram. Leik-
menn Wolves eru særðir eftir eftir
slæma byrjun og verða eflaust mjög
grimmir.“
TALIÐ er að Real Madrid sé á eft-
ir Roberto Ayala, varnarmanni Val-
encia. Carlos Queiroz, þjálfari Real
Madrid, vill kaupa tvo leikmenn til
félagsins, varnarmann og miðju-
mann.
EYAL Berkovic, miðjuleikmaður
Manchester City, vill vera áfram hjá
félaginu þrátt fyrir að hann hafi farið
fram á að vera seldur frá liðinu áður
en tímabilið hófst. „Mig langar að
vera hjá City þar til ég hætti að leika
knattspyrnu. Meira að segja þegar
ég bað um að vera seldur vildi ég
innst inni vera áfram hjá liðinu. Ég
elska félagið og ég ætla að draga ósk
mína til baka um að vera seldur frá
félaginu,“ sagði Berkovic.
HIN 13 ára gamli kylfingur, Mich-
ella Wie, tók þátt í karlamóti á kan-
dadísku mótaröðinni í liðinni viku.
Henni tókst ekki að verða fyrst
kvenna til að komast áfram í karla-
móti þegar keppendum var fækkað,
var fimm höggum frá því.
FÓLK
JÓHANN Þórhallsson, marka-
hæsti leikmaður 1. deildar karla í
knattspyrnu, leikur ekki meira
með Þórsurum á Akureyri á þessu
keppnistímabili. Jóhann var í gær
úrskurðaður í þriggja leikja bann
af aganefnd KSÍ fyrir að gefa leik-
manni Víkings, Sölva Ottesen, oln-
bogaskot í leik liðanna síðasta
laugardag, með þeim afleiðingum
að Sölvi kinnbeinsbrotnaði. Þrem-
ur umferðum er ólokið í 1. deild-
inni og Þórsarar, sem berjast við
Víkinga um sæti í úrvalsdeildinni,
verða án Jóhanns í leikjum gegn
Haukum, Stjörnunni og Leiftri/
Dalvík.
Að auki fékk félagi hans, Þórður
Halldórsson, eins leiks bann vegna
fjögurra gulra spjalda og verður
ekki með í næsta leik Þórs. Aðrir
leikmenn úr 1. deild sem eru
komnir í bann vegna gulra spjalda
eru Bjarki Már Árnason úr Aftur-
eldingu, Heiðar Gunnólfsson og
Garðar Hafsteinsson úr Leiftri/
Dalvík, Haukur Úlfarsson úr Vík-
ingi og Jóhann Ingi Jóhannsson úr
HK en þeir missa allir af næsta
leik síns liðs.
Jóhann
leikur ekki
meira með
Þórsurum
KR-INGAR verða án tveggja lykil-
manna sinna þegar þeir sækja Grind-
víkinga heim í 16. umferð úrvalsdeild-
arinnar í knattspyrnu næsta
mánudag. Þeir Veigar Páll Gunnars-
son og Kristján Örn Sigurðsson, sem
hafa leikið mjög vel með Vesturbæ-
ingum í sumar, voru báðir úrskurð-
aðir í eins leiks bann í gær, Veigar
Páll vegna sex gulra spjalda og Krist-
ján vegna fjögurra. Skörðin sem þeir
skilja eftir sig í liði KR verða vandfyllt
en þess má geta að Veigar Páll hefur
misst af þremur deildaleikjum í sum-
ar og KR hefur tapað þeim öllum.
KA verður án tveggja varnar-
manna sinna í fallslagnum við Val á
sunnudaginn því að þeir Steinn Viðar
Gunnarsson og Þorvaldur Sveinn
Guðbjörnsson taka þá báðir út eins
leiks bann.
Þá verður Stefán Þór Þórðarson
ekki með ÍA gegn Fylki á mánudags-
kvöldið af sömu ástæðum.
Veigar og
Kristján í
banni gegn
Grindavík
Varnarmennirnir ungu Glen John-son og Robert Huth skoruðu
báðir í fyrsta skipti fyrir aðallið
Chelsea og Hasselbaink innsiglaði
sigurinn seint í leiknum.
Þeir Juan Sebastian Veron,
Damien Duff og Wayne Bridge voru
allir hvíldir í gærkvöld og þá voru
nýju sóknarmennirnir, Hernan
Crespo og Adrian Mutu, ekki orðnir
löglegir með liðinu í keppninni. Þeir
verða það aftur á móti þegar riðla-
keppni deildarinnar hefst í haust.
Joe Cole var í fyrsta sinn í byrjunar-
liði Chelsea.
Crespo kynntur
á Stamford Bridge
Hernan Crespo, argentínski
landsliðsmiðherjinn í knattspyrnu,
skrifaði í gærkvöld undir samning
við Chelsea. Hann var kynntur með
viðhöfn í leikhléi á leik félagsins
gegn Zilina frá Slóvakíu í forkeppni
Meistaradeildar Evrópu og var hon-
um afar vel tekið af stuðningsmönn-
um félagsins á Stamford Bridge.
Crespo er 28 ára gamall og
Chelsea kaupir hann af Inter frá
Mílanó. Kaupverð hans hefur ekki
verið gefið upp opinberlega en talið
er að það sé í kringum tvo milljarða
íslenskra króna. Forráðamenn
Chelsea gera sér vonir um að
keppnisleyfi hans liggi fyrir áður en
Chelsea mætir Blackburn í úrvals-
deildinni um næstu helgi.
Þar með eykst enn samkeppnin
um stöðurnar í framlínu Chelsea; um
þær berjast nú Hernan Crespo,
Adrian Mutu, Eiður Smári Guðjohn-
sen, Jimmy Floyd Hasselbaink og
Mikael Forssell. Sjötti sóknarmaður
félagsins, Carlton Cole, var í gær
lánaður til Charlton Athletic.
Rosenborg missti
af meistaradeildarsæti
Rosenborg frá Noregi missti af
sæti í meistaradeildinni þegar liðið
tapaði, 1:0, fyrir Deportivo La Cor-
una á Spáni. Liðin höfðu gert marka-
laust jafntefli í Þrándheimi. Albert
Luque skoraði sigurmarkið snemma
leiks en norska liðið nýtti ekki góð
færi til að jafna metin í síðari hálf-
leik. Árni Gautur Arason sat á vara-
mannabekk norsku meistaranna.
Reuters
Richard Wright, markvörður Everton, viðbúinn að verja vítaspyrnu Jason Euell, leikmanns
Charlton í leik liðanna í gær, en Hermann Hreiðarsson krækti í vítaspyrnuna.
Chelsea komið í
Meistaradeildina
CHELSEA var ekki í vandræðum
með að tryggja sér sæti í Meist-
aradeild Evrópu í gærkvöld.
Enska liðið vann Zilina frá Slóv-
akíu, 3:0, í síðari viðureign lið-
anna á Stamford Bridge í Lond-
on og vann því samanlagt
5:0.Eiður Smári Guðjohnsen lék
allan leikinn í fremstu víglínu
hjá Chelsea, ásamt Jimmy
Floyd Hasselbaink. Hann átti
þátt í þriðja markinu og var
óheppinn að skora ekki í síðari
hálfleiknum þegar hann átti
þrumuskot í innanverða stöng-
ina á marki Slóvakanna.
BELGÍSKA blaðið Het Laatste Niuws fjallar í grein um
Íslendingaliðið Lokeren og spyr hvað sé að hrjá liðið
sem ekki hefur náð sér á strik í upphafi belgísku 1.
deildarinnar í knattspyrnu. „Hvar er
hinn frábæri Rúnar Kristinsson og
Arnar Grétarsson sem drógu vagn-
inn hjá Lokeren á síðustustu leiktíð?
Arnar Viðarsson er sá eini sem er í
sama formi og á síðustu leiktíð. Hann
lék af sama krafti og venjulega í tap-
leik Lokeren um helgina. Aðrir léku
langt undir getu. Miðjumennirnir
sem léku svo vel sem gerði það að
verkum að Lokeren lék einu
skemmtilegu knattspyrnuna í deildinni sjást nú varla í
leikjunum,“ segir meðal annars í grein blaðsins.
Forseti Lokeren, Lambrecht, tekur í sama streng og
blaðið: „Í fyrra lékum við bestu knattspyrnuna í Belgíu.
Íslendingarnir og De Beule leika nú illa og það er aðeins
Arnar Þór Viðarsson sem leikur samkvæmt getu.“
„Hvar eru Rúnar
og Arnar?“
Rúnar
Kristinsson