Morgunblaðið - 27.08.2003, Síða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Lágmúla og Smáratorgi
opið kl. 8-24
alla daga
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir,
fyrrverandi borgarstjóri, hefur
ákveðið að bjóða sig fram til varafor-
mennsku í Samfylkingunni á lands-
fundi flokksins í lok október nk. Enn-
fremur hefur hún ákveðið að bjóða sig
fram til formennsku í flokknum árið
2005. Ingibjörg Sólrún sagði að hún
hefði upplifað það að undanförnu að
samfylkingarfólki liði mjög illa yfir
því að hún hefði ekki „einhverja form-
lega stöðu innan flokksins“.
Ingibjörg Sólrún kvaðst ekki hafa
verið tilbúin til að bjóða sig fram til
formennsku. „Ég var búin að gera
það upp við mig að ég vildi nýta þessi
tvö ár með svolítið öðrum hætti; vera
ekki í átakalínu stjórnmálanna á
næstu misserum. Ég sá fram á að sá
draumur myndi kannski renna út í
sandinn ef ég færi í þetta [í formanns-
framboð]. En einnig varð ég vör við
mikinn ótta hjá mörgu samfylkingar-
fólki um að þetta yrði til þess – og það
þó að við Össur færum bæði í svona
kosningabaráttu af fullri virðingu fyr-
ir hvort öðru – að draga fólk í ein-
hverjar fylkingar.“
Össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, segir að sér lítist
vel á þá ákvörðun Ingibjargar að
bjóða sig fram til varaformennsku.
Hann segist „engar athugasemdir“
gera við þá yfirlýsingu hennar að
stefna að framboði til formanns eftir
tvö ár. „Sjálfur er ég því miður ekki
nægilega framsýnn til að ég treysti
mér til að spá hvernig staðan verður
að tveimur árum liðnum. Mínar eigin
ákvarðanir á þeim tíma munu ein-
vörðungu ráðast af því hvað ég tel þá
Samfylkingunni fyrir bestu.“
Ingibjörg Sólrún býður sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar
Stefnir að formanns-
framboði eftir tvö ár
Össur Skarphéðinsson gerir ekki at-
hugasemd við ákvörðun Ingibjargar
Býður sig/4
FÝLATÍMINN ætti að vera byrjaður sam-
kvæmt öllum venjum. Eitthvað virðist lítið
af fýl ennþá en þó er einn og einn að falla
niður en þeir hafa ekki kraft til að ná sér
upp aftur. Flestir fýlsungar sem falla til
jarðar verða ránfuglum og mönnum að
bráð. Þessi ungi sem er á myndinni var þó
heppinn. Hann átti skammt eftir til sjávar
þegar hann féll til jarðar og tókst sjálfum
að kjaga til sjávar. Hann var að komast út
í sjávarlöðrið þegar fréttaritari Morgun-
blaðsins tók þessa mynd.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Lítið um fýl
í Mýrdalnum
SAMGÖNGURÁÐUNEYTI og Siglingamála-
stofnun vinna nú að tillögum um breytt fyr-
irkomulag skipaskoðana í samráði við ráð-
gjafarnefnd forsætisráðherra um opinberar
eftirlitsreglur. Vinna hófst hjá ráðuneytinu
að breytingum á skoðun skipa árið 2001 og
samþykkt var á Alþingi síðastliðið vor að
leyfa Siglingastofnun að heimila öðrum skoð-
un skipa og veitingu starfsleyfis.
Lögð hefur verið áhersla á að eftirlit með
bátum og skipum, sem framkvæmt er í dag af
mörgum aðilum, verði samþætt eins og unnt
er til þess að ná fram sem mestri hagræðingu
við eftirlitið til hagsbóta bæði fyrir stjórnvöld
og eigendur báta og skipa. Tæknilegt eftirlit
verður í höndum sjálfstætt starfandi faggiltra
skoðunarstofa, en ábyrgð á því verður eftir
sem áður í höndum viðkomandi stjórnvalds.
Munu stofurnar þurfa að uppfylla almenn
skilyrði og vinna í samræmi við vottaða
gæðastaðla og samþykktar skoðunarhand-
bækur.
Umsvif Siglingastofnunar minnka
Þessar breytingar munu hafa þau áhrif á
starfsemi Siglingastofnunar Íslands að störf-
um á skoðanasviði mun fækka um um það bil
10 stöðugildi og starfsemi 6 umdæmisskrif-
stofa mun breytast eða leggjast af. Líklegt er
að þeir starfsmenn Siglingastofnunar, sem nú
stunda skoðun skipa, muni fá störf hjá þeim
skoðunarstofum sem vilja sinna skipaskoðun.
Siglingastofnun Íslands mun eftir sem áður
þurfa á nokkrum starfsmönnum með reynslu
að halda til starfa við skyndiskoðanir, hafnar-
ríkiseftirlit, eftirlit með skoðunarstofum og
útgáfu haffærisskírteina. Starfsmenn við
skipaskoðun á landsbyggðinni verða líklega
jafnmargir og þeir eru í dag en starfsmenn
einkafyrirtækja í stað ríkisins. Gert er ráð
fyrir að breytt fyrirkomulag skipaskoðunar
komi til framkvæmda í ársbyrjun 2004.
Breytingar verða á starfi Siglingastofnunar um næstu áramót
Skipaskoðun til einkaaðila
DAVE Grohl, leiðtogi rokksveitarinnar Foo Fight-
ers, gerði sér lítið fyrir og settist við trommusett
hljómsveitarinnar Nilfisk á Stokkseyri á mánu-
dagskvöld. Grohl, ásamt öðrum meðlimum Foo
Fighters, var að snæðingi á veitingastaðnum Við
fjöruborðið á Stokkseyri, og hljómsveitin var við
æfingar mjög nærri staðnum.
„Hann kom hlaupandi inn með skara á eftir sér
og settist við trommusettið,“ sagði Jóhann Vignir
Vilbergsson, 16 ára gítarleikari frá Eyrarbakka,
og meðlimur í Nilfisk. Hljómsveit þeirra var stofn-
uð í mars á þessu ári, og eru meðlimirnir 15–16
ára strákar frá Eyrarbakka og Stokkseyri.
Að samspili og spjalli loknu barst talið að tón-
leikum Foo Fighters í Reykjavík, en meðlimir
Nilfisk höfðu, líkt og margir aðrir, ekki fengið
miða á tónleikana. Úr því virðist nú ætla að ræt-
ast. „Þeir báðu okkur um að mæta svona um
fjögurleytið í Laugardalshöll,“ sagði Jóhann og
bætti við að jafnvel væri möguleiki á að Nilfisk-
liðar fengju að stíga á svið með hetjunum í Foo
Fighters.
Ljósmynd/Ari Magg
Fengu rokkstjörnur á æfingu
Óvænt heimsókn/4
EIGNARHALDSFÉLAG í eigu Björgólfs
Thors Björgólfssonar hefur keypt öll hluta-
bréf eignarhaldsfélags í eigu föður hans,
Björgólfs Guðmundssonar, í Pharmaco.
Eftir kaupin eiga félög í eigu Björgólfs
Thors samtals 30,8% hlut í Pharmaco, en
hann er stjórnarformaður félagsins.
Lokaverð hlutabréfa Pharmaco í Kaup-
höll Íslands í gær var 28,70 og er áætlað
markaðsvirði félagsins um 86 milljarðar
króna. Markaðsvirði eignarhlutar félaga í
eigu Björgólfs Thors í Pharmaco er því
rúmir 26 milljarðar króna. Samfara fram-
angreindum viðskiptum hefur félag í eigu
Björgólfs Guðmundssonar keypt 8,55% hlut
félags í eigu Björgólfs Thors í Samson eign-
arhaldsfélagi ehf., sem er kjölfestufjárfestir
í Landsbankanum. Er eignarhlutur beggja
félaga eftir viðskiptin 42,5% í Samson.
Í tilkynningu frá Björgólfi Guðmunds-
syni og Björgólfi Thor segir að hinn fyrr-
nefndi hyggist einbeita sér að starfi sínu
sem formaður bankaráðs Landsbankans.
Formennskan hafi krafist meira af honum
en hann hafi ætlað í fyrstu, en vandamál
bankans hafi verið meiri en látið hafi verið
af í upphafi.
Björgólfur Thor með tæp-
lega 31% hlut í Pharmaco
Markaðs-
virði rúmir
26 milljarðar
Annar/12
SENDIRÁÐI Íslands í Washington
hafa á síðustu dögum borist yfir tvö
þúsund tölvuskeyti á dag þar sem
hrefnuveiðum Íslendinga er mót-
mælt. Hafa sendiráðinu því borist
samtals rúmlega tíu þúsund skeyti
frá því vísindaveiðarnar hófust.
Guðni Bragason sendifulltrúi seg-
ir að skeytunum hafi fjölgað dag frá
degi eftir að hvalveiðarnar hófust, en
„síðustu daga hafa komið rúmlega
tvö þúsund skeyti á dag,“ segir hann.
Æ fleiri sendingar hafa borist frá
Suður- og Mið-Ameríku, segir hann,
þ.e. frá spænskumælandi löndum.
Hann segir mikinn meirihluta skeyt-
anna innihalda staðlaðan texta frá
ýmsum samtökum sem hafa mót-
mælt veiðunum. Aðspurður segir
hann að í flestum skeytunum séu Ís-
lendingar m.a. hvattir til að hætta
hrefnuveiðunum nú þegar. Í ein-
staka skeytum komi fram að fólk
ætli ekki að ferðast til Íslands vegna
veiðanna og í öðrum er greint frá því
að bandarísk stjórnvöld séu hvött til
þess að grípa til viðskiptaþvingana.
Öllum skeytum svarað
Guðni segir að lögð sé áhersla á að
svara öllum skeytunum, með stöðl-
uðum texta, þar sem skýrð sé afstaða
íslenskra stjórnvalda. Tveir ritarar
vinni að því að svara þessum skeyt-
um, en ennfremur nýtir sendiráðið
sér „tölvutæknina til að einfalda
svörun bréfanna“, þ.e. með henni sé
hægt að svara skeytunum sjálfkrafa.
„Við fylgjumst þó vel með efni allra
skeytanna,“ ítrekar hann. Guðni tek-
ur að síðustu fram að umfjöllun fjöl-
miðla í Bandaríkjunum um hrefnu-
veiðar Íslendinga hafi ekki verið
mikil síðustu daga.
Yfir tvö-
þúsund
mótmæla-
skeyti á dag
ARCTIC Trucks í Noregi, dóttur-
fyrirtæki P. Samúelssonar hf. á Ís-
landi, hefur gert samning við inn-
flytjendur Jeep í Noregi um
breytingar á 150 Jeep Grand Cher-
okee. Breytingarnar felast í því að
burðargeta bílanna er aukin í því
skyni að þeir falli í flokk léttra vöru-
bíla, sem bera lægri tolla í Noregi en
jeppar. Samningurinn hljóðar upp á
tugi milljóna króna. Breytingarnar
byggjast á íslensku hugviti og eru
íhlutir til þeirra hannaðir hér á landi.
Breyta jepp-
um í Noregi
Breyta/B3
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦