Morgunblaðið - 05.09.2003, Side 8

Morgunblaðið - 05.09.2003, Side 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ármúla 44 • Sími 553 2025 • www.hphusgogn.is • Borðstofuborð m. stækkun 172.760 – • Stóll 25.920 Stóll m. örmum 31.860 – Skenkur 90.720 • Hornskápur 79.380 – Skápur 177.660 borðstofuhúsgögn úr eik Fáanlegt í 7 viðarlitum Stærð á borði 160x100 sm Stækkanlegt í 205 sm Snöggur, foringi, upp með „brosgrímuna“. Fylgið er að hrynja af okkur. Tíu ára afmæli kennaradeildar HA Vel heppnuð byggðaaðgerð TÍU ár eru nú liðinsíðan kennara-deild Háskólans á Akureyri var sett á lagg- irnar. Í tilefni af því svar- aði Guðmundur Heiðar Frímannsson deildarfor- seti nokkrum spurningum sem Morgunblaðið lagði fyrir hann. – Segðu okkur fyrst eitthvað um stofnun HA, hvað var haft að leiðar- ljósi í upphafi? „Háskólinn á Akureyri tók til starfa árið 1987. Sú hugmynd að stofna há- skóla á Akureyri hafði lengi verið á kreiki en Sverrir Hermannsson, þá- verandi menntamálaráð- herra, hratt henni í fram- kvæmd. Grunnhugmyndin frá upphafi hefur verið sú að námið við skólann ætti að svala þörfum samfélagsins og rökin fyrir stofnun skólans voru fyrst og fremst pólitísk byggða- rök. Það virðist almenn skoðun nú að þetta sé einhver best heppnaða byggðaaðgerð sem stjórnmálamenn hafa gripið til.“ – Kennaradeildin er nú tíu ára, hversu viðamikil er hún nú? „Kennaradeildin er nú stærsta deild skólans með 500 nemendur. Í henni eru þrjár brautir, grunn- skólabraut, leikskólabraut og framhaldsbraut. Frá deildinni brautskráist fólk með réttindi til að kenna á þremur skólastigum, leikskólastigi, grunnskólastigi og framhaldsskólastigi.“ – Hverjar eru helstu áherslur kennaradeildar HA? „Markmið kennaradeildar hef- ur frá upphafi verið að mennta víðsýna kennara sem eru vel að sér um marga hluti. Kennarar í grunn- og leikskóla þurfa að geta kennt margar greinar og þurfa því að kunna margt. Kennara- menntunin þarf því að vera breið. Áherslur í námi grunnskóla- brautar eru kennslugreinar grunnskólans, gagnrýnin heim- spekileg athugun, grenndarfræði og þjálfun fyrir fámenna skóla. Áherslur í námi leikskólabrautar eru leikir, listir og umhverfi. Á framhaldsbraut eru leiðarstefin í náminu gagnrýnin hugsun og ígrundað starf.“ – Hverjar eru helstu nýjung- arnar? „Nýjungarnar eru helst tengd- ar áhersluatriðum í náminu. Í grunnskólanáminu var það nýj- ung að miða hluta námsins við fá- menna skóla, heimspekilega áherslan er líka óvenjuleg og einnig ber að nefna að æfingar- kennsla og vettvangsnám eru skipulögð sem ein heild þegar frá upphafi og standa í 12 vikur nú, en voru 15 vikur fyrir tíu árum þegar við byrjuðum. Með stofnun leikskólabrautar árið 1996 flutt- ist nám fyrir leikskólakennara í fyrsta sinn á háskólastig á Ís- landi. Námið á leikskólabraut var skipulagt í kringum leikskóla- fræði sem var nýjung í skipulagi fræðilegs náms af þessu tagi. Á framhaldsbraut er skipulagt nám til kennsluréttinda á framhalds- eða grunnskólastigi og nám til diplóma- eða meistara- gráðu. Kannski var mesta nýj- ungin við deildina sú sem fæstir tóku eftir eða hugsuðu út í, kenn- aramenntun er sett í deild í há- skóla jafn gild og jafn rétthá öðru háskólanámi og þarf að standa sig í samanburði og samkeppni við það. Það hefur reynst vera hollt umhverfi fyrir okkur.“ – Hversu margir stunda nám við HA? „Nú í vetur stunda rétt rúm- lega 1500 nemendur nám við HA í sex deildum, auðlindadeild, fé- lagsvísinda- og lagadeild, heil- brigðisdeild, kennaradeild, rekstrar- og viðskiptadeild og upplýsingatæknideild. Starfsemi skólans dreifist á fjóra staði í bænum.“ – Hefur HA staðið undir væntingum og sannað tilvistar- þörf sína? „Háskólinn á Akureyri hefur fyrir löngu sýnt fram á að matið á þörfinni fyrir hann var rétt í upphafi þótt það hafi verið nokk- uð umdeilt á sínum tíma. Ég held að ég geti fullyrt að allt það nám sem boðið er upp á við Háskólann á Akureyri stenst allar eðlilegar gæðakröfur til háskólanáms. Kennaranámið við HA er fylli- lega sambærilegt þriggja ára kennaranámi sem stundað er í öðrum löndum að því er ég best fæ séð.“ – Verður eitthvað gert í til- efni afmælisins? „Við ætlum að halda afmæl- ishátíð á morgun, laugardag, sem hefst klukkan 10 um morguninn og stendur til hádegis og síðdegis frá klukkan 14 til 16. Greint verð- ur frá sögu og uppbyggingu deildarinnar og nemendur kynna verk sín.“ – Hvernig sérð þú HA fyrir þér eftir önnur tíu ár? „Háskólinn á Akureyri verður þá vonandi kominn allur á einn stað, upp á Sólborg, en þar eru aðalstöðvar HA nú. Ég vonast til að eftir tíu ár verði 2500 til 3000 nemend- ur í skólanum. Hann verður þá orðinn mun alþjóðlegri en hann er nú en jafnframt von- andi þjóðlegri, hefur tekist að rækta sérkenni sín og ekki glatað tengslum sínum við eigið sam- félag sem hann var settur til að þjóna í upphafi og á að þjóna. Ég vona að námið sem hann býður þá verði enn betra fræðilegt nám en hann býður upp á nú á fleiri sviðum.“ Guðmundur Heiðar Frímannsson  Guðmundur Heiðar Frímanns- son hefur verið deildarforseti kennaradeildar Háskólans á Ak- ureyri frá upphafi. Hann hefur doktorspróf í siðfræði og hefur kennt við Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar, Menntaskólann á Akureyri og hefur starfað við Háskólann á Akureyri frá 1992, þar af deildarforseti kennara- deildar frá 1993. Hann er kvænt- ur Elísabetu Hjörleifsdóttur, hjúkrunarfræðingi og lektor við HA. Þau eiga fjögur börn. Stenst allar eðlilegar gæðakröfur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.