Morgunblaðið - 05.09.2003, Síða 51

Morgunblaðið - 05.09.2003, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 51 Allt eða ekkert – All Or Nothing Enn eitt snilldarverkið frá Mike Leigh þessum meistara kaldhæðinna en ljúfsárra og virðing- arfullra sagna um breskt alþýðufólk.(S.V.) Háskólabíó – Breskir bíódagar. Blóðugi sunnudagurinn (Bloody Sunday) Sérlega áhrifarík mynd þar sem ekki eingöngu er leitast við að sýna atburði blóðuga sunnu- dagsins, heldur benda á hversu afdrifaríkar of- beldisaðgerðir breskra yfirvalda gagnvart lýð- ræðislegum mótmælum norður-írskra borgara reyndust.(H.J.) Háskólabíó – Breskir bíódagar. Sextán (Sweet Sixteen) Harmræn örlagasaga fimmtán ára drengs sem reynir í mikill örvæntingu og vonleysi að halda fjölskyldu saman. Frábær mynd, vel leikin og kraftmikil.(H.J.) Háskólabíó – Breskir bíódagar. Nói albínói Frumleg og vel gerð mynd í alla staði. Magnað byrjandaverk. Nú sýnd með enskum texta. (S.V.) Háskólabíó. 28 dögum síðar (28 Days Later) Vægðarlaus, markviss hrollvekja sem fær hár- in til að rísa. Ein besta mynd ársins. (S.V.) Smárabíó. Hrein (Pure) Áhrifarík mynd um sársaukafullt samband móður og sonar og erfiða baráttu sem þau há saman til að sigrast á eiturfíkn móðurinnar. (H.J.)  Háskólabíó – Breskir bíódagar. Féhirðirinn (The Croupier) Stemningsmynd, það liggur lævísi og undirferli í reykmettuðu andrúmsloftinu, drjúgum tíma eytt í að spanna svipbrigðin á andlitunum, vonbrigðin, græðgina, spennuna.(S.V.) Háskólabíó – Breskir bíódagar. Sinbad sæfari (Sinbad) Vel gerð fjölskylduskemmtun mettuð andblæ gamla sagnaheimsins. (S.V.)  Sambíóin, Háskólabíó, Laugarásbíó. Sjóræningjar Karíbahafsins (Pirates of the Caribbean) Ribbaldar, romm og ræningjar. Fín, of löng, gamaldags sjóræningjamynd með góðum brellum og leikurum. (S.V.)  Sambíóin, Háskólabíó. Ársmiðarnir (Purely Belter) Mannleg og skemmtileg mynd um tvo unga lágstéttardrengi sem dreymir um að eignast ársmiða á leiki enska fótboltaliðsins New- castle United.(S.G.) Breskir bíódagar – Háskólabíó. Freddy mætir Jason (Freddy vs. Jason) Mynd sem erfitt er að mæla með fyrir þá sem ekki hafa meðtekið horrorkúltúr síðustu tveggja áratuga, en þeim sem svo hafa gert er hér boðið upp á fyrirtaks skemmtun.(H.J)  Smárabíó, Regnboginn. Gullna tækifærið (Lucky Break) Þægileg en harla meinlaust samfélagsgrín um rómantík, söng og flóttatilraunir í bresku fang- elsi.(S.G.) Háskólabíó – Breskir bíódagar. Magdalenu systur (Magdalene Sisters) Brokkgeng í dramatískri framsetningu en á heildina litið vönduð, vel leikin og metnaðarfull kvikmynd sem vekur áhorfandann til umhugs- unar um þá misnotkun, kúgun og skinhelgi sem viðgengist getur í nafni samfélagsstofn- ana.(H.J.) Háskólabíó – Breskir bíódagar. Jarðarför með útsýni (Plots With A View) Gálgahúmorinn í aðalhlutverki í mynd með margflókinni fléttu, stundum um of og vantar oft herslumuninn á að maður hlæi beint frá hjartanu.(S.V.) Háskólabíó – Breskir bíódagar. Ástríkur og Kleópatra Gallar í banastuði í byggingarbransanum í Egyptalandi. Og nóg að drekka af göróttum galdramiði. (S.V.) ½ Háskólabíó, Sambíóin Lara Croft 2: Vagga lífsins (Lara Croft Tomb Raider: The Cradle of Life) Á köflum feiknavel gerð og spennandi della. (S.V.)  Sambíóin. Bandarískt brúðkaup (Am- erican Pie – The Wedding) Alveg í anda fyrrri myndanna en samhliða öll- um subbuskapnum vindur fram ósköp róm- antískri gamanmynd, sem á sínar fyndnu stundir, og endar á besta veg.(H.J.) Sambíóin. Hulk Útlitslega er Hulk vel útfærður en það vantar í hann þyngdartilfinninguna. (H.J.) Sambíóin, Háskólabíó. Það sem stúlka þarfnast (What A Girl Wants) Fjölskyldumynd sem fær draumaverksmiðjuna til að standa undir nafni. (S.V.) Sambíóin. Löggilt ljóska (Legally Blonde 2) Í fyrri myndinni er kvikindislegri grínhugmynd snúið upp í væmna hetjusögu. Í annarri at- rennu verður ferlið talsvert langdregnara.(H.J.) Regnboginn, Smárabíó Tumi þumall og Þumalína (Tom Thumb and Thumbelina ) Teiknimynd um smáfólkið kunna er stílað á yngsta áhorfendahópinn eingöngu. Góð, ís- lensk talsetning. (S.V.) Laugarásbíó, Smárabíó. Brúsi almáttugur (Bruce Almighty) Dæmisagan í Brúsa almáttugum reynist merkilega þröngsýn og heimsk.(H.J.) Laugarásbíó, Regnboginn, Smárabíó, Borg- arbíó. Hættulíf í Hollywood (Hollywood Homicide) Eini hasarinn við löggutvíeykið er baráttan við að halda augnlokunum opnum. (H.J.) Smárabíó, Regnboginn, Borgarbíó. BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir  Meistaraverk  Ómissandi  Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn Sweet Sixteen er kröftug mynd og frábærlega leikin. Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6, 8 og 10 með íslensku tali. Sýnd kl. 5.30 og 8. B.i. 14. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16 ára. Frá leikstjóra Trainspotting kemur hið magn- aða meistaraverk 28 Days Later. Missið ekki af þessum frábæra framtíðartrylli. SV MBL  HK DV  Kvikmyndir.com Einn sá allra besti hryllingur sem sést hefur í bíó síðustu misserin." Þ.Þ. FBL. Ein besta mynd ársins Fjölskyldumynd ársins! FRUMSÝNING MEÐ ÍSLENSKU TALI Barnapössun hefur aldrei verið svona fyndin! Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. www.laugarasbio.is Ef þú gætir verið Guð í eina viku, hvað myndir þú gera? MEÐ ÍSLENSKU TALI Sýnd kl. 8 og 10.15. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 10 ára J I M C A R R E Y Sýnd kl. 4. Með íslensku tali. Fyndnasta mynd sumarsins frá leikstjóra Liar Liar og Ace Ventura KVIKMYNDIR.IS FRUMSÝNING Fullkomið rán. Svik. Uppgjör. Skemmtilegasta spennumynd ársins er komin.. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15. Sýnd kl. 4 og 6. Með íslensku tali. Fjölskyldumynd ársins! FRUMSÝNING MEÐ ÍSLENSKU TALI Barnapössun hefur aldrei verið svona fyndin! Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.