Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SVÍAR KJÓSA UM EVRUNA Svíar greiða í dag atkvæði um það hvort þeir vilji gerast aðilar að mynt- bandalagi Evrópusambandsríkjanna (EMU) og taka upp hinn sameig- inlega gjaldmiðil, evruna. Dregið hef- ur saman með fylkingum síðustu dag- ana og ein skoðanakönnun sýndi í gær að fleiri hygðust samþykkja að- ild að EMU en myndu hafna henni. Aðrar kannanir benda þó til að Svíar muni hafna aðild. Allar kannanirnar voru gerðar eftir að Anna Lindh ut- anríkisráðherra var ráðin af dögum. Skoða léttlestir Samgöngunefnd Reykjavíkur ætl- ar til Mið-Evrópu en þar mun hún m.a. kynna sér svokallaðar léttlestir sem ekið er ofanjarðar. Viðurkenna mistök Bandaríkjaher viðurkennir að her- menn hafi fyrir mistök fellt „vinveitta Íraka“ aðfaranótt föstudags í bænum Fallujah en fullyrt er að átta íraskir lögreglumenn hafi fallið og einn jórd- anskur öryggisvörður. Leiðtogar ríkjanna fimm, sem eiga fastafulltrúa í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, funduðu með Kofi Annan, fram- kvæmdastjóra SÞ, í Genf í Sviss í gær um málefni Íraks. Fleiri ferðamenn, minna fé Erlendum ferðamönnum sem komu til Íslands frá mars fram í ágúst fjölgaði um 12% en gjaldeyr- istekjur af ferðamönnum á fyrra helmingi ársins drógust hins vegar saman um 6,2%. Veðurofsi í Suður-Kóreu Fjörutíu og tveir létust, að minnsta kosti, þegar fellibylur gekk yfir Suð- ur-Kóreu í fyrrinótt. Tuttugu og fjög- urra er saknað. Sunnudagur 14. september 2003 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 9.139  Innlit 18.3481  Flettingar 80.667  Heimild: Samræmd vefmæling ar g u s – 03 -0 43 2 Dímon hugbúnaðarhús ehf. er metnaðarfullt og ört vaxandi hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í samþættingarlausnum fyrir farsíma og lófatölvur. Hugbúnaður Dímon tengist tölvukerf- um fyrirtækja og gerir virkni þeirra aðgengilega í nýjum miðlum. Fyrirtækið er með traustan rekstur og fjölmarga innlenda og erlenda viðskipavini. Dímon sækist nú eftir að ráða nokkra einstaklinga í tæknideild. Starf: J2EE sérfræðingur. Hæfniskröfur: > Háskólagráða í verkfræði, tölvunarfræði eða sambærileg menntun > Meistaragráða á sama sviði æskileg > 2 ára starfsreynsla á sviði hugbúnaðarþróunar > Reynsla af J2EE Starf: Domino/Exchange sérfræðingur. Hæfniskröfur: > Háskólagráða í verkfræði, tölvunarfræði eða sambærileg menntun > Sérfræðiþekking á Lotus Domino og Microsoft Exchange > Reynsla af forritun tenginga við Domino og Exchange er æskileg Umsækjendur skulu senda umsóknir, ásamt ferilskrá, með tölvupósti til job@dimonsoftware.com merktar „umsókn mbl 140903“ Utanríkisráðuneytið Íslenska friðargæslan Utanríkisráðuneytið auglýsir eftir hjúkrunar- fræðingum á viðbragðslista Íslensku friðar- gæslunnar. Einnig auglýsir ráðuneytið eftir hjúkrunarfræðingi sem getur hafið störf fljót- lega á erlendum vettvangi. Viðkomandi aðilar þyrftu að hafa:  Góða enskukunnáttu.  Hæfni í mannlegum samskiptum, sérstak- lega við fólk úr ólíkum menningarheimum og með margvísleg trúarbrögð.  Þolgæði undir álagi.  Öguð og sjálfstæð vinnubrögð.  Hæfileika til aðlagast nýjum aðstæðum og frumstæðu vinnuumhverfi. Umsóknir berist utanríkisráðuneytinu, Rauðar- árstíg 25, 150 Reykjavík, fyrir 28. september 2003. Umsóknareyðublöð fást á heimasíðu ráðuneytisins og skulu send, ásamt ferilsskrám á ensku, á netfang Íslensku Friðargæslunnar. Utanríkisráðuneytið, Íslenska friðargæslan www.utanrikisraduneytid.is fridargaesla@utn.stjr.is sími 545 9900. Í Íslensku friðargæslunni eru þeir starfsmenn sem starfa að friðar- gæslu á vegum utanríkisráðuneytisins og allt að 100 einstaklingar sem gefið hafa kost á sér til að vera á viðbragðslista. Umsjón með Íslensku friðargæslunni er í höndum sérstakrar einingar á alþjóða- skrifstofu utanríkisráðuneytisins.                                          !   "  "    #    "   $  !"!      % !"!      &  " $ " " # $ " "  "    " ! '           ( ) "  '"   $"    #   $ " "        " "   $ ( ) "       & " " &  #   ' ( * "    "   "  $  "  $ '    #   !"! (        *    $    % & "   "  " "     +"   "   # #   , -"            , -"     & ./012/ #   (    *. ,)1& 3!#4 5666 0 5667& 89(   "  "" $ # "       # & '"     "! #   :    " 1  ;  ! # #       & $ <<6%<75=> :"  ! ( ! ! #? ( 8  "!   @# '! A (   ! &       !    =B( "( (( :" > # '! (  !# ? ( Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Með kvikmyndunum Hertu upp hugann! og Stormviðri þykir Sólveig Anspach hafa skipað sér í röð efnilegustu kvikmyndagerðarmanna Frakka, eða öllu heldur Vest- mannaeyinga, því Sólveig er og lítur á sig sem Vestmannaeying fremur en Frakka eða Íslending. Með Stormviðri, sem verður frumsýnd hér á landi næstkom- andi fimmtudag, lét hún einn af draumum sínum rætast; að gera kvikmynd í gömlu eyjunni sinni, þar sem allt er í senn svo frjálst og innilokað. Skarphéðinn Guðmundsson ræddi við Sólveigu á kvik- myndahátíðinni í Cannes fyrr á árinu þar sem hún og mynd hennar vöktu óskipta athygli./2 ólveig &Stormviðrið ferðalögMílanósælkerarSeiðandi SjávarkjallaribörnGrimmsævintýribíó In the Cut Við Grænlandsstrendur Á kajökum í kjölfar inúíta Kristján Jóhannsson syngur í Kóreu og Kína. Prentsmiðja Morgunblaðsins Sunnudagur 14. september 2003 Yf ir l i t Í dag Skissa 6 Myndasögur 34 Sigmund 8 Bréf 34 Listir 21/23 Dagbók 36/37 Af listum 21 Krossgáta 38 Forystugrein 24 Hugvekja 39 Reykjavíkurbréf 24 Leikhús 40 Skoðun 26/27 Fólk 40/41 Þjónusta 28 Bíó 42/45 Minningar 30/32 Sjónvarp 46 Kirkjustarf 33 Veður 47 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablað frá ECCO. FORMAÐUR Rafiðnaðarsambands Íslands, Guðmundur Gunnarsson, segir í pistli á vefsíðu sambandsins að ef fram haldi sem horfi muni deil- an við Kárahnjúkavirkjun hafa mikil áhrif á komandi kjarasamninga og heildaruppbyggingu kjarasamninga framtíðarinnar. Undir þetta tekur Þorbjörn Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Samiðnar, en báðir eiga þeir sæti í samráðsnefnd um virkjanasamning við Kárahnjúka- virkjun. Pistill Guðmundar nefnist „Er vá fyrir dyrum í íslensku atvinnulífi?“ Þar fjallar hann m.a. um deilurnar við Impregilo og Samtök atvinnulífs- ins vegna kjaramála við Kára- hnjúkavirkjun. Hann segir að deila sé risin milli aðila vinnumarkaðarins um hvað séu lágmarkslaun í raun. Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífs- ins hafi haldið því fram að leggja megi ýmsar greiðslur við tímalaun, s.s. orlofsgreiðslur, staðaruppbót og bónusa. Ef niðurstaða þeirrar sam- lagningar nái 935 krónum hvað iðn- aðarmenn varði þá sé kröfum um lágmarkslaun fullnægt. Stéttar- félögin hafi aftur á móti bent á að í virkjanasamningi séu lágmarkstíma- laun iðnaðarmanna 935 krónur, auk orlofs, uppbótar og bónusa. Lág- markslaunin hafi verið nær 1.300 kr. á tímann. „Þessi túlkun Samtaka atvinnu- lífsins er ný og óþekkt og setur öll samskipti á vinnumarkaði í óvissu. Það er verið að stofna til ófriðar og stefna með því framkvæmdunum í óvissu,“ segir Guðmundur. Einkennileg afstaða SA Þorbjörn segir að ef deilan við Kárahnjúka leysist ekki á næstu dögum muni hún hafa áhrif á næstu samninga. Afstaða Samtaka atvinnu- lífsins (SA) sé einkennileg ef það verði niðurstaðan að framkoma ítalska fyrirtækisins, sem nær ekk- ert hafi starfað í Vestur-Evrópu og aðallega í þróunarlöndunum, muni raska því jafnvægi sem hafi verið í samskiptum aðila vinnumarkaðar- ins. Þetta sé skammsýni sem muni hafa áhrif á öll samskipti. „Það gæti orðið fyrsta verkefni Ásmundar Stefánssonar sem ríkis- sáttasemjara að glíma við að þjóð- arsáttin, sem hann tók þátt í að koma á árið 1990, sé öll að gliðna vegna innkomu fyrirtækis sem kann ekki leikreglurnar í Vestur-Evrópu,“ seg- ir Þorbjörn. Óttast að deilan við Kárahnjúka kunni að hafa áhrif á næstu kjarasamninga Deilt um hver lág- markslaun séu í raun VEIÐST hafa 23 hrefnur af þeim 38 sem fyrirhugað er að veiða. Halldór Sigurðsson frá Ísafirði veiddi síð- astu hrefnuna í Steingrímsfirði seinnipartinn á föstudag og var það um átta metra fullorðið kvendýr. Áætlað var að veiðum á hrefn- unum 38 yrði lokið fyrir lok sept- ember. Engar niðurstöður eru komnar úr rannsóknum enn sem komið er og er nú unnið hörðum höndum að gagnaöflun, samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsókna- stofnun. Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir Halldór Sigurðsson kom til Drangsness með hrefnuna sem skotin var á föstudag. Hrefnunni var ekki landað á Drangsnesi en vísindamenn notuðu tækifærið til þess að rannsaka hana og mynda meðan báturinn var í höfn. Hafa veitt 23 hrefnur DRÍFA Hjartardóttir, formaður landbúnaðarnefndar Alþingis, segir vel geta farið svo að breyta þurfi lög- um sem heimila sauðfjárbændum sem framleiða undir 70% af greiðslu- marki á viðkomandi lögbýli að kaupa sig frá útflutningsskyldu. Formaður Landssamtaka sauð- fjárbænda sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að sífellt stærri hluti bænda keypti sig frá útflutnings- skyldunni með því að að bæta við sig greiðslumarki. Drífa segir að ekki megi þó kenna „0,7“ bændum um of- framleiðslu á lambakjöti. „Ég held að það hafi allt of margir fjölgað hjá sér fé upp á þá von að geta farið í útflutning, en útflutning- urinn gefur það lítinn pening að hann stendur ekki undir kostnaði og það er vandamálið. Það er mitt álit að við eigum bara að reyna að fram- leiða fyrir innanlandsmarkað, finna honum veg og þó að það sé eitthvað smávegis útfall, þá eigum við að flytja það út fyrir það verð sem fæst fyrir það á heimsmarkaði eða reyna að ná í betri markaði.“ Jóhannes Sigfússon, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, sagði í gær í Mbl. að samstaða hefði náðst meðal sauðfjárbænda á síðasta ári um að leggja til við stjórnvöld að breyta reglum um kaup frá útflutn- ingsskyldu en ekki hafi orðið af því. Kom ekki til greina að banna kaup og sölu á greiðslumarki Að sögn Drífu gaf landbúnaðar- nefnd Landssamtökum sauðfjár- bænda tækifæri á að að breyta samningum þegar kaup og sala á greiðslumarki var lögleidd á síðasta ári. „Eina sem kom frá þeim var að gera lögin sem við samþyktum vorið 2002 ógild með því að banna kaup og sölu á greiðslumarki og það eru ekki bara 0,7 bændurnir heldur allir sem máttu kaupa á frjálsum markaði. Það kom ekki til greina af hálfu land- búnaðarnefndar, og þar var minni- hlutinn algerlega sammála okkur hinum, að gera lögin afturvirk.“ Að sögn Drífu hefur nefnd verið skipuð til að fara yfir og koma með tillögur að úrræðum til landbúnaðar- ráðherra. Ekki náðist í landbúnaðar- ráðherra sem staddur er í Mongólíu. Lögum um út- flutningsskyldu hugsanlega breytt FASTEIGNIR Akureyrarbæjar hafa auglýst húseignir bæjarins í Skjaldarvík til sölu á ný. Eignar- haldsfélagið Skjaldvík ehf. keypti eignirnar á 57 milljónir króna sl. vor en kaupin hafa gengið til baka, þar sem kaupendur stóðu ekki við gerð- an samning, að sögn Guðríðar Frið- riksdóttur, framkvæmdastjóra Fast- eigna Akureyrarbæjar. Eignirnar í Skjaldarvík sem um ræðir eru rúmlega 180 fermetra íbúðarhús á einni hæð, rúmlega 240 fermetra íbúðarhús á tveimur hæð- um, tveggja hæða hús með kjallara, þar sem dvalarheimili aldraða var til húsa, alls tæpir 1.900 fermetrar og einnig skemma, vélaskemma, geymsla, fjós, kálfahús og hlaða. Húsunum er afmörkuð leigulóð og til greina kemur að leigja væntanlegum kaupendum úthaga og tún. Jörðin Skjaldarvík er alls 187 hektarar að stærð og þar af eru 50 hektarar ræktaðir. Nokkrir aðilar hafa sýnt Skjald- arvík áhuga og boðið í eignirnar. Kaupin á Skjaldarvík gengu til baka Húseignirn- ar auglýstar til sölu á ný

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.