Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ó MUR af rúss- neskri dægur- tónlist berst út í anddyrið. Geisladiskar með jafn ólíkri tónlist og þekktustu verkum Vivaldis, Bobs Dylans og Agnetu Fältskog standa í þráðbeinni röð ofan á fornfálegum skáp. Viður- kenningarskjöl á ólíkum tungumál- um hylja vegginn gegnt dyrunum. Að öðru leyti minnir fátt á bók- bandsstofunni Bókbandsverk á nú- tímann. Eftir að hurðin hefur fallið að stöfum er engu líkara en að gest- irnir hafi horfið áratugi og jafnvel aldir aftur í tímann. Fagurlega inn- bundnar bækur, þunglamaleg áhöld, „fíletta“- og stimplasafn gæti allt eins verið í eigu Þórarins B. Þorláks- sonar eða einhvers annars aldargam- als bókbindara eins og bókbands- meistarans Sigurþórs Sigurðssonar á Hverfisgötu nútímans. Sigurþór er þó ekki lengi að sann- færa gestina um að flest verkfær- anna komi enn að góðum notum. „Handband hefur í mörgu lítið breyst frá því farið var að binda inn bækur,“ segir hann hægum rómi, bendir á eina pressuna og svarar því hvað hafi valdið því að hann féll fyrir bókbandinu á sínum tíma. „Einu sinni las ég talsvert af bókum og safnaði reyndar bókum. Þú myndir kannski segja að ég hafi verið bóka- grúskari. Ég fékk bókbandsbakter- íuna á námskeiði í Myndlista- og handíðaskólanum. Eftir námskeiðið komst ég á samning hjá Gutenberg og lauk náminu árið 1986. Áður en ég stofnaði mína eigin stofu í Þingholt- unum árið 1992 vann ég í nokkur ár á Landsbókasafninu. Hér á Hverfis- götu 32 er ég búinn að vera með stofu í eitt ár.“ Óvæntur sænskur heiður Sigurþór er ekki aðeins einn af fáum bókbandsmeisturum í landinu. Hann hefur verið duglegur að sækja námskeið og unnið til fjölda viður- kenninga á sviði bókbands víðsvegar um heiminn. Engu að síður átti hann ekki von á því að fá verkefni frá Kon- unglega sænska bókasafninu í Stokkhólmi eins og gerðist fyrir tæpu ári. „Eins og hérna kemur fram,“ segir Sigurþór og leggur bréf- ið frá Konunglega sænska bókasafn- inu á vinnubekkinn við gluggann „hefur safnið í hyggju að byggja upp sérstakt safn með norrænu bók- bandi. Uppbyggingin fer þannig fram að einn bókbindari frá Norð- urlöndum og jafnvel Eystrasalts- löndum verður beðinn um að binda sérstaklega inn eina bók fyrir safnið á hverju ári.“ Skemmst er frá því að segja að í bréfinu er farið fram á að Sigurþór bindi inn fyrstu bókina í safninu. Anders Zitting, bókbindari hjá Kon- unglega sænska bókasafninu, segir að tvær ástæður liggi að baki því að Sigurþór var valinn til að vinna verk- ið. „Fyrri ástæðan er hvað við hrif- umst af bókbandi eftir Sigurþór í sýningarskrá frá bókbindarasam- keppni á Ítalíu árið 1998. Seinni ástæðan er að við höfum verið að kaupa svolítið af norrænu bókbandi en eigum enn ekkert frá Íslandi. Með bókinni frá Íslandi viljum bæta úr þeim skorti,“ segir hann. „Bækurnar í safninu verða allar sérvaldar af sænskum bókagerðarmönnum.“ Anders tekur fram að frumkvæðið að Konunglega norræna bókbandssafn- inu hafi komið frá honum sjálfum og bókasafnsfræðingunum Ingrid Svensson og Karin Wijkström með dyggum stuðningi frá Thomas Lid- mans, yfirbókaverði safnsins. Lungamjúkt afrískt geitaskinn Anders hafði enn ekki séð bókina þegar hringt var í hann frá Íslandi. Hún verður vandlega geymd í Bók- bandsverki þar til Sigurþór afhendir hana formlega í Konunglega sænska bókasafninu 18. september næst- komandi. „Ég reyni að bræða hjörtu Svíanna með því að vera með bláan og gulan lit á kápunni,“ segir Sig- urþór og sækir dýrgripinn – „Sögu sænskrar hönnunar“ í listbókbandi. Sigurþór hefur í raun ekki aðeins bundið bókina inn með lungamjúku afrísku geitaskinni því að utan um hana hefur hann útbúið tvískipt hylki úr grænum pappa og annað í sama stíl og kápuna til að hylja samskeyt- in. „Gulu stafirnir á framhliðinni eru felldir inn í bláa skinnið,“ útskýrir Konunglega sænska bókasafnið felur Íslendingi að vinna listbókband fyrir safnið Fjórar tilraunir áður en hugm Konunglega sænska bóka- safnið í Stokkhólmi fól Sig- urþóri Sigurðssyni bók- bandsmeistara að binda inn fyrstu bókina í nýju nor- rænu bókbandssafni. Anna G. Ólafsdóttir og Árni Sæ- berg kynntust heimi bók- bindarans í stuttu innliti til Sigurþórs á Hverfisgötu. Sigurþór með dýrgripinn — „Sögu sænskrar hönnunar“ — í listbókbandi. Innan á kápuna á sænsku bókinni hefur Sigurþór skorið út þekkta sænska hönnun, „Absalut-vodka“-flöskuna, í rautt geitaskinnið. Dæmi um túlkun Sigurþórs í listbókbandi á bókinni Cyrano de Bergerac. Efst kasta gluggar dagsbirtu niður á leiksvið neðarlega á kápunni. Gylling er nákvæmnisvinna eins og aðrir þættir bókbandsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.