Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 22
LISTIR 22 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ hreinsiklútar fjarlægja andlits- og augnfarða á augabragði Í hreinsiklútunum er andlitsvatn og kamilla, sem hefur róandi og nærandi áhrif á húðina og viðheldur réttu rakastigi hennar. Fást í apótekum og stórmörkuðum. Dr. Fisher hreinsiklútarnir eru ofnæmisprófaðir og henta öllum húðgerðum. lif u n Auglýsendur! Hafðu samband í síma 569 1111 eða í gegnum netfangið lifunaugl@mbl.is Tímaritið Lifun fylgir Morgunblaðinu miðvikudaginn 24. september það er gaman þar sem fólkið er SÓLRÚN Bragadóttir sópr-ansöngkona býr í sveitasæluá eynni Mön í Danmörku.Hún er nú komin í stutta heimsókn heim og ætlar að halda tón- leika í Hjallakirkju í Kópavogi á þriðjudagskvöld kl. 20.00 með Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleik- ara. Samstarf þeirra tveggja má rekja til síðasta vors. „Við Anna Guðný vorum að flytja verk eftir Atla Heimi Sveinsson í Dronningsalen í Kaupmannahöfn,“ segir Sólrún. „Atli hefur verið mjög duglegur að semja fyrir mig og við höfum alltaf haldið góðu sambandi. Það hefur verið gam- an fyrir mig að fá fersk verk í hend- urnar og fá að spjalla við hann um þau. Atli samdi verk fyrir mig árið 2000 við ljóð Einars Benediktssonar, Útsæ, það er geysimikið verk sem við Einar Steen-Nøkleberg frumfluttum hér í Reykjavík og fluttum síðar í Færeyjum og á Grænlandi. Anna Guðný tók svo yfir, af Einari og við fórum um Norðurland og langaði einnig til að flytja verkið í Kaup- mannahöfn. Það voru fleiri tónlist- armenn með okkur og eingöngu verk eftir Atla á efnisskránni. Það var mjög vel mætt og mjög gaman. Við Anna Guðný smullum svo vel saman að við ákváðum að hafa framhald á samvinnunni. Nú er komið að því.“ Sólrún segist vera að breyta svolít- ið um stíl, það sé sveitaloftið á Mön sem valdi því. „Ég er að skoða sálina og innviðina og það hefur verið gott fyrir mig. Á tónleikunum núna ætla ég að víkja aðeins frá því klassíska og vel prógrammið með tilliti til þess að það höfði til stemmninga og tilfinn- inga. Ég hef verið að gera þetta úti, og það hefur haft meiri áhrif en ég hefði trúað. Ég hef jafnvel verið að syngja a cappella, án undirleiks, og troða upp ein við allar mögulegar að- stæður, og fólki finnst það hafa djúp áhrif á sig. Ég hef meira að segja ver- ið að syngja úti í skógi – í rólu og á öðrum óvenjulegum stöðum – og það hefur verið rosalega gaman að prófa þetta. Maður áttar sig betur á mætti raddarinnar og kraftinum sem í henni býr.“ Gott að tala við áheyrendur Sólrún segist þó ekki hætt að syngja hefðbundna ljóðatónleika, ljóðaflokka og slíkt, og söng eina slíka á Jótlandi fyrir skömmu, með söng- lögum Schuberts og Richards Strauss. „Ég er líka farin að tala við áheyr- endur. Það brýtur ísinn, og ákveðinn vegg sem stundum myndast milli söngvarans og áheyrenda. Maður slakar svolítið á fullkomnunarárátt- unni við þetta, nýtur augnabliksins betur og gefur meira af sér.“ Sólrún segist ætla að verða með blandað efni á tónleikunum í Hjalla- kirkju. Hún ætlar að syngja Wesend- onkljóðin eftir Wagner, en raða þeim á mismunandi stað í prógramminu. „Ég ætla líka að syngja fimm aríur og rómantík. Það verður þvælst milli til- finninga, allt frá því að vera uppi í skýjunum og til ástarsársaukans. Svo verð ég með norræn lög, sem eru svo rosalega bundin náttúrunni og okkar „mentaliteti“. Það var til dæmis mjög sérstakt að vinna með Einari Nøkle- berg, því hann skildi íslensku söng- lögin fullkomlega, Þjóðverjarnir eiga til dæmis ekki eins gott með þetta. Ég syng líka Var det en dröm eftir Sibelius, Våren eftir Grieg, Gennem bøgeskoven, sem er mjög rómantískt, þetta er kannski ekki mjög nýstárleg dagskrá, en allt mjög þekkt.“ Sórún segist hafa haldið sér „undir yfirborðinu“ að undanförnu og tekið lífinu með ró, þótt hún sé enn að syngja. „Að undanförnu hef ég verið að syngja Greifynjuna í Brúðkaupi Fígarós í Düsseldorf, en líka að vinna mikið með píanóleikaranum Andreas Lucewicz. Hann var eini nemandi Sviatoslavs Richthers og spilaði oft dúó með honum. Lucewicz er geysi- flinkur píanóleikari og við höfum ver- ið að spila á tónleikum og öðrum uppákomum. Annars hef ég fjarlægst óperuna svolítið, en er farið að langa svolítið á sviðið aftur.“ Sólrún segir gott að búa í Dan- mörku, og þótt hún sé uppi í sveit sé vegalengdin til Kastrup ekki svo löng, og þaðan sé stutt í allar áttir, hvort sem er til Þýskalands eða Ís- lands. „Ég vil geta skroppið að heim- an í vinnu, en þó umfram allt að geta farið aftur heim í friðinn. Það er svo yndislega gott og nærandi að búa á Mön.“ Sólrún Bragadóttir með tónleika í Hjallakirkju Höfða til stemmn- inga og tilfinninga Morgunblaðið/Kristinn Anna Guðný Guðmundsdóttir og Sólrún Bragadóttir. RÉTTINDASTOFA Eddu – útgáfu hefur gengið frá samn- ingum um útgáfu á Englum al- heimsins eftir Einar Má Guð- mundsson við forlagið Narodna knjiga í Serb- íu. Þar með hefur útgáfu- rétturinn á verðlaunabók Einars Más verið seldur til tuttugu landa. Englar al- heimsins komu út á Ís- landi árið 1993 og hlaut Einar Már Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir hana tveimur árum síðar. Fyrir utan Serbíu hefur ver- ið gengið frá samningum um útgáfu á Englum alheimsins í Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Hollandi, Frakk- landi, Danmörku, Noregi, Sví- þjóð, Finnlandi, Færeyjum, Grænlandi, Spáni, Portúgal, Ítalíu, Tékklandi, Litháen, Tyrklandi, Póllandi og Kína. Sagan hefur hlotið mikið lof heima og erlendis og kvikmynd gerð eftir henni. Englar alheimsins til Serbíu Einar Már ÞAÐ er fyrir löngu komin hefð á að sýna norrænar barna- og unglinga- kvikmyndir í Norræna húsinu. Að sögn Guðrúnar Dísar Jónatansdótt- ur upplýsingafulltrúa verða í haust sýndar nýlegar myndir sem allar eiga það sameiginlegt að höfða til breiðs aldurshóps og vera mjög vin- sælar og umtalaðar í heimalöndum sínum. „Að venju verða fjölskyldusýning- ar á sunnudögum kl. 14 en í haust tökum við upp þá nýbreytni að sýna dönsku, norsku og sænsku myndina fram að áramótum fyrir skólahópa.“ Á sunnudögum er frítt í bíó og kl. 14 í dag verður danska myndin Úlfa- stelpan Tinke sýnd. Leikstjóri er Morten Køhlert. Aðalleikarar eru Sarah Juel Werner, Lisbet Dahl, Erik Wedersøe og Birthe Neumann. Myndin er ætluð börnum sex ára og eldri. Sagan gerist árið 1850 og fjallar um 9 ára stelpu sem heitir Tinke. Hún býr ein og yfirgefin fjarri mannabyggðum og er búin að missa báða foreldra sína. Smaladrengurinn Larus finnur Tinke svanga og hálf- villta og fer með hana heim á bæinn þar sem hann vinnur. Bóndinn vill senda hana á fátækraheimilið en kona hans vill ala hana upp sem eigin dóttur. Myndin er gerð eftir sögu Cecil Bødker, Hungerbarnet. Með myndinni fylgir bæklingur með hugmyndum að skólaverkefn- um sem hægt er að nálgast í Nor- ræna húsinu. Barnabíó í Norræna húsinu GUÐRÚN Ingi- marsdóttir sópr- ansöngkona fær mjög góða dóma í þýskum blöðum fyrir hlutverk sitt sem María greif- ynja í Fuglasal- anum (Der Vogel- händler) eftir Carl Zeller. „Guðrún Ingi- marsdóttir í hlutverki Maríu greif- ynju var sem fullkominn holdgerv- ingur hins arístókratíska glæsileika og fágunar. Með þýðri sópranrödd sinni náði hún algerlega að heilla áhorfendur sem þökkuðu fyrir sig með dynjandi lófataki,“ sagði m.a. í umsögn Oberbayerisches Volks- blatt. Í Chiemgau Zeitung var tekið fram að Guðrún Ingimarsdóttir væri fyrirmannleg fram í fingurgóma, hefði frábæra sópranrödd og hún hefði í hlutverki Maríu geislað af þokka, glæsileik og „rauðhærðri feg- urð“. Guðrún heillandi í hlutverki Maríu Guðrún Ingimarsdóttir ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.