Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Ein gata, eitt hverfi eða allur bærinn www.postur.is Kortleggðu næstu markaðssókn með Fjölpósti. „Í SENN myrk, dramatísk vel leikin og sexí og tón- list Hilmars Arnar finnst mér falla mjög vel að stemmningu myndarinnar,“ segir Laufey Guðjóns- dóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Ís- lands, um In the Cut, erótíska spennumynd Ósk- arsverðlaunahafans Jane Campion, sem forsýnd var á kvikmyndahátíðinni í Toronto fyrir helgina. Meg Ryan leikur aðalhlutverkið í myndinni. Hilmar Örn Hilmarsson semur tónlistina við myndina, sem er einhver mesti heiður sem Íslend- ingi hefur hlotnast í alþjóðlegri kvikmyndagerð. In the Cut verður frumsýnd síðar í mánuðinum og mun Hilmar Örn, sem sjálfur kveðst stórhrifinn af myndinni, verða viðstaddur. Gagnrýnandi fag- blaðsins Screen Daily spáir því að In the Cut verði ein umtalaðasta mynd vetrarins. „Mér finnst þetta mjög vel heppnuð mynd og flott fyrir Hilmar að tengjast þessu verki,“ segir Laufey. In the Cut vekur mikla athygli á Toronto-hátíðinni Flott fyrir Hilmar að tengj- ast þessu verki Hilmar ÖrnMeg Ryan  Vel heppnuð/B12 GESTIR heitu pottanna í Grafarvogslaug voru glaðir í bragði á laugardagsmorgun enda var þeim boðið upp á rjúkandi morgun- kaffi í tilefni af Grafarvogsdeginum, hátíð hverfisins, sem haldinn var í gær. Voru gestirnir hæstánægðir með uppá- komuna og var margt skrafað eins og til siðs er í heitu pottunum. Í gær, laugardag, var dagskráin þéttskipuð. Meðal annars stóð til að halda skrúðgöngu um hverfið, Grafar- vogsskáldin áttu að lesa úr verkum sínum auk þess sem Grafarvogsglíman átti að vera á sínum stað, en þar er keppt í óhefð- bundnum íþróttagreinum. Um kvöldið stóð til að kveikja varðeld við Gufunesbæ, halda ball með hljómsveitunum Dáðadrengjum og Góðum landsmönnum auk þess sem flug- eldasýning var á dagskránni klukkan 22. Morgunblaðið/Þorkell Morgunkaffi í heita pottinum UMTALSVERÐ fjölgun hefur orðið á komum erlendra ferða- manna til Íslands á árinu miðað við sama tíma í fyrra, en í heild nemur aukningin á tímabilinu frá mars fram í ágúst 12%. Hins veg- ar er aukningin meiri nú yfir sumarmánuðina og nemur til að mynda 16% í ágúst, sem að lík- indum er metmánuður í komum útlendinga til Íslands. Gistinætur á hótelum í júlí voru 124 þúsund talsins en voru 119 þúsund í júlí í fyrra, en mest er aukningin á Suðurnesjum, Vesturlandi, Vestfjörðum og eins er aukning á Suðurlandi, en aftur á móti fækkaði gistinóttum á Norðurlandi og stendur í stað á Austurlandi. Gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum á fyrri helmingi ársins hafa hins vegar dregist saman um 6,2%, en þar skiptir mestu minni tekjur af flugfar- gjöldum en að sögn Ernu Hauks- dóttur framkvæmdastjóra Sam- taka veitinga- og gistihúsa hefur aukin samkeppni í flugi leitt af sér lægra verð. Þá á hátt gengi íslensku krónunnar sinn þátt í minni tekjum. Nýting hjá ferðaþjónustu bænda hefur verið mun betri í sumar en var í fyrra og mun jafn- ari en áður. Útlitið fyrir næsta ár hjá ferðaþjónustubændum er gott, en nokkuð misjafnt þó eftir landsvæðum. Á næstu mánuðum verður markaðs- og kynningarstarf auk- ið, sætaframboð er meira en áður í flugi og meira framboð gisting- ar sem ætti að leiða til lægra verðs en það ásamt veikari krónu og aukinni trú á ferðalögum ætti að mati Magnúsar Oddssonar ferðamálastjóra að skapa for- sendur til að menn geti litið til næstu mánaða með bjartsýni. Ferðamönnum fjölgar en gjaldeyristekjur minnka  Meira um/4 EIGNATJÓN vegna eldsvoða var rúmlega 1,5 milljarðar króna árið 2002 en hefur verið að með- altali um 941 milljón á ári síðan 1981 miðað við verðlag í júlí 2002. Ung hjón og barn þeirra létust í eldsvoða í byrjun árs í fyrra og er það mesta manntjón vegna bruna síðan 1988. Mest eignatjón varð þegar eldur kom upp í kjallara í Fáka- feni 9 í Reykjavík 7. ágúst en áætlað er að tjónið hafi numið alls 211 milljónum króna. Laugavegsbruninn 19. október olli síðan áætluðu tjóni upp á 154 milljónir króna á fasteignum og lausafé. Árlegt eignatjón hefur verið mun meira að meðaltali síðan 1996 en á þremur fimm ára tímabilum þar á undan, að því er fram kemur á heimasíðu Bruna- málastofnunar. Þar segir að eignatjón hafi aukist í takt við meiri eignamyndun í landinu en brunatjón hér sé þó svipað eða minna en í ýmsum nálægum löndum sé tekið mið af vergri landsframleiðslu. Eignatjón af völdum eldsvoða í fyrra nam tæplega 0,2% af vergri lands- framleiðslu. Manntjón minna hér en í nágrannalöndunum Brunabótamat allra fasteigna á Íslandi er rúmlega 2.200.000 milljónir króna. Bætt brunatjón árið 2002 var 0,687 prómill af þeirri upphæð. Manntjón vegna eldsvoða hér á landi er að jafn- aði mun minna en í nálægum löndum miðað við 100.000 íbúa eða færri en einn einstaklingur að meðaltali á ári. Eignatjón vegna bruna 1,5 milljarðar í fyrra Aukast í takt við meiri eignamyndun FYRIRTÆKIÐ Kine ehf. hefur þróað vöðvarita og hugbúnað til hreyfigreiningar. Hvort tveggja er nú farið að seljast víða um heim, til dæmis hefur Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, keypt vöru fyrirtækisins, auk aðila í Kína, Taívan, Kóreu, á Spáni, í Svíþjóð og Danmörku. Fyrirtækið áætlar að selja vöru fyrir 500 milljónir króna á næstu þremur árum. Forsvarsmenn Kine segja að vöðvariti þeirra eigi sér enga samsvörun. Hann er byggður upp á þráðlausum einingum, sem fljótlegt er að koma fyrir á sjúklingum og býður upp á mikið gagna- öryggi. Hreyfigreiningarforritið, sem hægt er að nota eitt og sér eða með vöðvaritanum, skilar göngugreiningarskýrslu á nokkrum mínútum. Forritið getur nýst sjúkraþjálfurum, stoðtækja- fræðingum, endurhæfingarlæknum og skurðlækn- um, sem meta þörf á aðgerð, árangur eftir aðgerð eða áhrif lyfja. Kine ehf. selur vöðvarita og hugbúnað víða um heim Áætluð sala 500 milljónir á næstu 3 árum  Getur skipt sköpum/10 ♦ ♦ ♦ MESTA eignatjón vegna eldsvoða í fyrra varð þegar verslunar- og lagerhúsnæði í Fákafeni 9 brann hinn 7. júní en áætlað er að tjón hafi numið alls 211 milljónum króna. Þar kviknaði eldurinn í kjall- ara í lager teppaverslunar í húsinu. Laugavegsbruninn stuttu síðar olli svo áætluðu tjóni upp á 154 milljónir króna. Morgunblaðið/Sverrir Mesta tjón í Fákafeni SÍMASAMBANDSLAUST varð hjá viðskiptavin- um OgVodafone milli 9 og 11 í gærmorgun eftir að símastrengur var grafinn í sundur á fjórum stöðum milli Höfðabakka og Smára í gærmorgun. Að sögn Pétus Péturssonar, forstöðumanns upp- lýsinga- og kynningarmála hjá OgVodafone, var símaumferð komið á aftur í gegnum aðrar símalín- ur um ellefuleytið. Strengurinn var þó enn í sundur og var unnið að viðgerð hans í gær. Að sögn Péturs á umferð að leita sjálfkrafa á aðrar línur fari strengur í sundur en það gerðist ekki í þessu tilviki. Strengur í sundur á fjórum stöðum ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.