Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENDINGAR taka þátt í Evrópskrisamgönguviku dagana 16.–22. septem-ber. Tilgangurinn er að kynna stefnu ogverkefni sem unnið er að í höfuðborginniog miða að sjálfbærri þróun, að efna til nýrra verkefna, að stuðla að aukinni vitund borgarbúa um nauðsyn þess að minnka mengun af völdum umferðar, að hlúa að samstarfi við at- vinnulífið og félagasamtök og að leggja áherslu á almenningssamgöngur í borginni. Á síðasta ári tóku 320 evrópskar borgir þátt í samgönguvikunni og 1.448 tóku þátt í bíllausa deginum 22. september, sem nú er orðinn hluti af samgönguviku. Þema vikunnar í ár er „að- gengi“ í víðum skilningi. Reykjavíkurborg hefur ákveðið að helga hverjum degi eitt þema. Þann- ig verða til dæmis kynntir vistvænni orkugjafar og sparneytnir bílar og í samvinnu við Ökukenn- arafélagið verður borgarbúum kennt að aka sparlega. „Græna bylgjan“ í umferðarljósakerf- inu verður kynnt, þ.e. vakin athygli á að aki fólk á tilteknum hraða á ákveðnum leiðum geti það ekið viðstöðulaust á grænu ljósi. Annar dagur verður helgaður aðgengismálum fatlaðra og vakin athygli á því sem þegar hefur verið gert og því sem betur má fara. Hjólreiðamál verða líka í brennidepli. Samgöngunefnd Reykjavíkur hef- ur ákveðið að koma upp merkingum á göngu- og hjólreiðastígum borgarinnar. Yfirlitskort af kerfinu verður alls staðar við borgarmörkin og þar sem stígar mætast verður kort af nánasta umhverfi, svo gangandi og hjólandi átti sig á hvert stígarnir leiða. Loks verða svo sett upp skilti við stígana sem vísa t.d. á sundlaugar, bókasöfn, útivistarsvæði o.fl. Fyrsta yfirlits- kortið verður sett upp við göngubrúna yfir Kringlumýrarbraut, á mörkum Reykjavíkur og Kópavogs. Næsta helgi verður helguð miðborginni og þá verður nýuppgert Bankastræti formlega opnað. Sýning á skipulagsmálum í borginni verður í gamla Íslandsbankahúsinu við Bankastræti og þar verður megin áherslan lögð á aðgengi fót- gangandi borgarbúa að miðborginni. Á sunnu- deginum verða skipulagðar gönguferðir, þar sem þátttakendur geta m.a. kynnt sér styttur bæjarins og fagra garða. Á bíllausa deginum, 22. september, verður frítt í strætó. Árni Þór Sigurðsson, formaður samgöngu- nefndar Reykjavíkurborgar, segir að nefndin hafi tekið þann pól í hæðina að hafa dagskrá samgönguvikunnar fjölbreytta. „Mörg þessara atriða verða áreiðanlega fyrirferðarmikil í stefnumótun í samgöngumálum, sem nú er að fara í gang. Við þurfum að auka aðgengi íbúa að borginni án þess að horfa þar alltaf til einkabíla og gatnakerfis. Þenslu gatnakerfisins eru tak- mörk sett.“ Horft til betra aðgengis Borgarráð samþykkti í síðasta mánuði að setja á laggirnar stýrihóp fimm borgarfulltrúa, sem er ætlað að stýra stefnumótun í samgöngu- málum. „Þetta er viðamikið verkefni, en við bú- um reyndar að því að töluvert hefur verið unnið á þessu sviði undanfarin ár,“ segir Árni Þór. „Í aðalskipulagi Reykjavíkur, sem var staðfest í lok síðasta árs, er mikil umfjöllun um sam- göngumál og skipulag þeirra, en stýrihópurinn þarf að takast á við nánari útfærslur. Þar er eðli- legt að líta til annarra borga í nágrannalöndum okkar. Við höfum dæmi frá Ósló og London, auk þess sem Evrópusambandið hefur unnið að stefnumótun í samgöngumálum.“ Árni Þór segir að það sé rauður þráður í allri stefnumörkun í samgöngumálum, bæði vestan hafs og austan, að horft sé til betra aðgengis með öðru móti en að byggja upp gatnakerfi fyrir einkabíla. „Menn eru núna að horfast í augu við að óheftur vöxtur einkabílaumferðar gengur ekki til lengdar. Borgarsamfélögin geta ekki lagt sífellt meira rými undir stór umferðar- mannvirki. Flestir telja líka verulegan þjóð- hagslegan ávinning af eflingu almenningssam- gangna. Fyrir um áratug vann hagfræðistofnun Háskóla Íslands skýrslu um þetta mál, þar sem fram kemur að þjóðhagslegur ávinningur af öfl- ugu almenningsvagnakerfi á höfuðborgarsvæð- inu væri á bilinu 5–6 milljarðar á ári, á verðlagi þess tíma. Að þessu þurfa ekki eingöngu borg- aryfirvöld að huga, heldur einnig þeir sem fara með fjármuni ríkisins. Ríkið setur verulega fjár- muni til gatnakerfisins í borginni og því eðlilegt að menn spyrji sig hvort ekki sé hægt að fara aðrar leiðir en að stækka sífellt umferðarmann- virki. Í nágrannalöndum okkar er ríkið iðulega þátttakandi í stofnkostnaði við framkvæmdir vegna almenningssamgangna, þótt sveitarfélög- in annist reksturinn.“ Léttlestir lausnin? Þær raddir heyrast oft að fólk myndi nota al- menningsvagna meira ef net þeirra væri þétt- riðnara og ferðirnar örari. Árni Þór segist sann- færður um að miklir möguleikar séu á að auka hlut almenningssamgangna. „Það er vissulega rétt að ferðir þurfa að vera örar og áreiðanlegar. Og fólk þarf að sjá að það kemst fljótar ferða sinna með almenningsvögnum en einkabílum. Það gerist auðvitað ekki ef sífellt er verið að greiða fyrir umferð einkabílsins. Ég held raunar að lestarsamgöngur innan höfuðborgarsvæðis- ins séu ekki fjarlægur kostur, heldur óhjá- kvæmileg leið ef við ætlum að stefna að því að bæta umhverfi og lífsgæði í borgarsamfélaginu, auka umferðaröryggi og fara vel með fjármuni.“ Samgöngunefnd Reykjavíkur ætlar til Mið- Evrópu í október að kynna sér almenningssam- göngur á borgarsvæðum sem eru sambærileg að stærð og höfuðborgarsvæðið hér á landi. „Þetta eru borgarsvæði með 150–250 þúsund íbúa, en hér á höfuðborgarsvæðinu eru um 160 þúsund íbúar og mun auðvitað fjölga á næstu ár- um. Árið 2020 er gert ráð fyrir að hér búi um 220 þúsund manns. Þessar evrópsku borgir hafa margar tekið í notkun svokallaðar léttlestir, „light rail“, sem eru ofanjarðar og því miklu ódýrari en neðanjarðarlestarkerfi sem borga sig ekki nema í milljónaborgum. Við höfum mikinn áhuga á að kynna okkur þessar almenningssam- göngur.“ Land er auðlind og ekki skynsamlegt að nýta sífellt meira rými undir umferðarmannvirki, hvort sem það eru mislæg gatnamót eða bíla- stæðahús,“ segir Árni Þór. „Lestarkerfi er raunhæfur kostur og nánast óhjákvæmilegur. Ef þessi kerfi, sem við erum að fara að kynna okkur, teljast arðbær og skynsamleg fjárfesting þykir mér einboðið að við könnum málið nánar og tengjum það stefnumótunarvinnu í sam- göngumálum. Ég bendi á, að áætlaður kostn- aður við mislæg gatnamót á mótum Kringlu- mýrarbrautar og Miklubrautar er 10 til 12 milljarðar króna með öllum tengingum. Sú framkvæmd kallar líklega síðar á frekari fram- kvæmdir við Kringlumýrarbraut, þar sem hún mætir Háaleitisbraut, Laugavegi, Borgartúni og Sætúni. Þarna eru milljarðar á milljarða of- an. Mér skilst hins vegar að hver kílómetri við lagningu lestarspors ofanjarðar kosti um millj- arð. Fyrir öll þessi mislægu gatnamót væri hægt að fjárfesta í nokkuð góðu lestarkerfi. Fólk verður að horfa á þennan kostnað í sam- hengi. Þar að auki verða borgarbúar að velta því fyrir sér hvort þeir vilji búa í borg þar sem hver mislæg gatnamótin taka við af öðrum. Og þessar slaufur draga ekki úr umferðinni, heldur breyta aðeins farvegi hennar. Umferðarhnúturinn fær- ist til og fer jafnvel inn í íbúðarhverfin.“ Árni Þór segir að oft sé talað um nauðsyn þess að efla miðborgina og þá kalli menn gjarn- an eftir fleiri bílastæðahúsum. „Það eitt dugar ekki, því göturnar að miðborginni bera ekki auk- inn umferðarþunga. Ef við ætlum að auka að- gengi borgarbúa að miðborginni verðum við að finna aðrar leiðir. Ég sé enga aðra leið færa en almenningssamgöngur og er viss um að borg- arbúar myndu taka öflugu kerfi fagnandi.“ Hann segir að í gegnum tíðina hafi samstarf Reykjavíkur við nágrannasveitarfélögin verið með ágætum. Sveitarfélögin reki saman Strætó bs. og hafi starfað saman að svæðisskipulagi fyr- ir höfuðborgarsvæðið, en þar sé að finna um- fjöllun um samgöngumál. Hann sé vongóður um að samstaða náist um uppbyggingu öflugs al- menningssamgöngukerfis. „Reykjavík hefur sérstöðu, enda langstærsta sveitarfélagið á svæðinu og tekur við mikilli umferð frá ná- grönnunum. Miklu skiptir að borgin móti stefnu og ræði svo í framhaldinu við ríkið og önnur sveitarfélög á svæðinu. Reykjavík greiðir um 70% af kostnaði við Strætó og stefnumótun borgarinnar vegur án efa þyngst í þessum mál- um. Það eru hins vegar sameiginlegir hagsmun- ir okkar að líta á samgöngumálin í heild. Mark- miðið hlýtur að vera að greiða götu fólks á sem hagkvæmastan hátt.“ Endurskipulagning Strætó Leiðakerfi Strætó er nú í endurskoðun. „Þeg- ar Strætó bs. var sett á laggirnar var leiðakerf- um sveitarfélaganna í raun steypt saman óbreyttum. Nú eru sænskir ráðgjafar að yfir- fara allt kerfið og skipuleggja það frá grunni. Hugmyndir þeirra eru m.a. að tíðni ferða verði aukin verulega á nokkrum meginleiðum á álags- tímum, svo vagnar gangi á 5–10 mínútna fresti. Þessum meginleiðum myndu svo tengjast nokkrar staðbundnar leiðir innan hverfa. Sví- arnir ætla að leggja endanlegar tillögur fram á fyrri hluta næsta árs og við stefnum að nýju leiðakerfi um mitt næsta ár.“ Á næsta ári ætlar Strætó líka að taka í notkun svokölluð „smart-kort“ sem auðvelda viðskipta- vinum að greiða fyrir ferðir og gefa Strætó um leið góðar upplýsingar um notkun vagnanna. Þá verða sett upp rafræn skilti í biðskýlum, sem sýna hversu langt er í næsta vagn. Loks er svo ætlunin að koma upp tölvubúnaði í strætisvögn- um, svo þeir geti stýrt umferðarljósum og kom- ist þannig hraðar á milli en ella. „Strætisvagn- arnir eiga ekki að sitja fastir í umferð. Einn liður í því að laða fólk að almenningssamgöngum er að sýna því fram á að þær séu fljótlegri en notk- un einkabílsins.“ Hægt að spara opinbert fé Breyttur lífsstíll borgarbúa endurspeglast í þeirri staðreynd að æ fleiri ganga eða hjóla í vinnuna eða skólann, eða fara á línuskautum, að sögn Árna Þórs. „Ég er viss um að þessi hópur á enn eftir að stækka. Reykjavíkurborg hefur lagt mikla áherslu á göngu- og hjólreiðastíga og mun halda því áfram. Þar finnst mér hins vegar að ríkið mætti hlaupa undir bagga. Ríkið fjármagn- ar núna þjóðvegi í þéttbýli og reiðvegi, en tekur ekki þátt í almenningssamgöngum og fjármagn- ar ekki göngu- og hjólreiðastíga, jafnvel þótt um stofnstíga sé að ræða. Núna renna markaðir tekjustofnar, bensínskattur og þungaskattur, til vegagerðar. Mér finnst að þetta fé eigi ekki ein- göngu að standa undir vegum og reiðstígum, heldur einnig kostnaði við stofnstíga við stofn- brautir. Það er skynsamlegt að horfa heildstætt á fjármögnum samgöngumannvirkja. Reyndar er Vegagerðin farin að taka yfir hluta af almenn- ingssamgöngum í dreifbýli, því ferjur og flóa- bátar eru á hennar könnu og sérleyfi í dreifbýlis- akstri hafa færst til hennar. Almennings- samgöngur í þéttbýli virðast hins vegar ekki koma ríkinu við, nema til að hirða af þeim skatta og gjöld. Samt er óumdeilanlegt að auknar al- menningssamgöngur auka umferðaröryggi og draga úr nauðsyn stórra umferðarmannvirkja, en hvort tveggja sparar opinbert fé.“ Morgunblaðið/Jim Smart Árni Þór Sigurðsson: „Markmiðið hlýtur að vera að greiða götu fólks á sem hagkvæmastan hátt.“ Óheftur vöxtur umferðar einkabíla gengur ekki Evrópsk samgönguvika hefst á þriðjudag. Ragnhildur Sverris- dóttir ræddi við Árna Þór Sig- urðsson, formann samgöngu- nefndar Reykjavíkur, um stefnumótun í samgöngu- málum og möguleikann á bætt- um almenningssamgöngum með lestarkerfi í borginni. rsv@mbl.is ’ Borgarbúar verða að velta því fyrir sér hvort þeir vilji búa í borg þar sem hver mislæg gatnamótin taka við af öðrum. ‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.