Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ STUTT EINN þeirra sem lenti í bílslysi á Holtavörðuheiði á föstudag og var lagður inn með alvarlega áverka lá enn á gjörgæslu í gærmorgun eftir að hafa farið í aðgerð um nóttina. Var líðan hans eftir atvikum, að sögn vakthafandi læknis á gjör- gæslu. Enn á gjörgæslu eftir slys ELDUR kom upp í íbúð í fjöl- býlishúsi í Dalalandi 6 í Foss- vogi aðfaranótt laugardags og voru tveir fluttir á slysadeild með reykeitrun. Annar mann- anna hlaut einnig brunasár á fæti. Tveir lögreglumenn sem komu fyrstir á vettvang fengu einnig reykeitrun og þurftu að leita til læknis. Tilkynnt var um eldinn til lögreglu kl. 2.35 og slökkvilið kallað út. Fjórir reykkafarar voru sendir inn í íbúðina en vel gekk að ráða nið- urlögum eldsins og tók það um klukkustund. Skemmdir urðu talsvert miklar vegna reyks og sóts, bæði í íbúðinni og á stigagangi. Eldurinn kom upp í sófa en ekki er vitað með hvaða hætti. Lögregla rannsakar nú málið. Eldur í íbúð í Fossvogi LÖGREGLAN á Akureyri handtók tvo karlmenn, sem höfðu um 180 grömm af hassi í fórum sínum, aðfaranótt laug- ardags. Við yfirheyrslur viðurkenndi annar maðurinn að eiga hassið og að hann hafi ætlað það til sölu í bænum. Um er að ræða heimamenn sem hafa komið við sögu lögreglu áður. Þeim var sleppt eftir yfirheyrslurnar. Teknir með hass á Akureyri KRISTBJÖRG Kjeld afhenti Lands- bókasafni Íslands – Háskóla- bókasafni á föstudag til varðveislu öll handrit og drög að leikritum sem eiginmaður hennar, Guð- mundur Steinsson leikskáld, lét eft- ir sig en hann lést í júní 1996. Gjöfin er færð í tilefni af því að þann sama dag kom út heildarsafn leikrita Guðmundar, alls 22 verk, en aðeins þrjú þeirra hafa áður birst á bók, en 9 þeirra hafa aldrei komið fyrir almenningssjónir fyrr hvorki á leik- sviði né á prenti. Við athöfnina flutti Jón Viðar Jónsson erindi um leikrit Guð- mundar Steinssonar en Jón Viðar hafði umsjón með útgáfunni og rit- ar ítarlegan inngang um verk hans. Leikararnir Erlingur Gíslason, Guðrún Þ. Stephensen og Árni Tryggvason fluttu síðan kafla úr leikritinu Lúkasi sem frumflutt var í Þjóðleikhúsinu 1975. Afhenti öll handrit Guðmundar Steinssonar Morgunblaðið/Jim Smart BÚIÐ var að tilkynna sjö inn- brot í fyrirtæki og bíla til lög- reglunnar í Keflavík á laugar- dagsmorgun, sem höfðu átt sér stað um nóttina. Farið var inn í ýmis fyrirtæki víðs vegar í bænum, m.a. í mat- vörubúð þar sem tóbaki að verðmæti ríflega 100.000 kr. var stolið og hárgreiðslustofu þaðan sem um 60.000 kr. voru teknar. Skemmdir voru unnar, rúður brotnar og gramsað inn- andyra. Taldir hafa stolið bíl í Grindavík Þá er talið að sami eða sömu aðilar hafi einnig stolið bíl í Grindavík, auk þess að hafa far- ið farið inn í bíl í Keflavík, skemmt hann og stolið hljóm- flutningstækjum. Lögregla leitaði þess eða þeirra sem brutust inn í gærmorgun en lík- legt er talið að sömu aðilar hafi verið að verki á öllum stöðun- um. Fóru ráns- hendi um Keflavík HUGMYNDIR um geimrannsóknastöð á Kröflu- svæðinu hafa ekki komið formlega inn á borð sveitarstjórnar í Skútustaðahreppi, að sögn Guð- rúnar Maríu Valgeirsdóttur, oddvita hreppsins. Hún segist hins vegar vita til þess að málið hafi verið rætt við jarðeigendur á svæðinu. Fram kemur í Morgunblaðinu á föstudag að forseti Marsfélagsins í Bretlandi sé staddur hér á landi með hópi hugsanlegra fjárfesta til að skoða aðstæður, en félagið hafi hug á að reisa geimrannsóknastöð á svæðinu. Guðrún sagði aðspurð að yrði af þessum hug- myndum myndi það þýða aukna þjónustu á svæðinu og þar af leiðandi myndi það styðja þá þjónustu sem fyrir er. Hins vegar væri ekki gert ráð fyrir að þarna yrði um að ræða atvinnu fyrir Íslendinga. Svæðið yrði lokað öðrum en þeim sem þar störfuðu og gert væri ráð fyrir að þeir kæmu með það með sér sem til þyrfti og mann- skap til að setja það upp. Þetta væri sérhæfð starfsemi. Starfseminni fylgja ekki spjöll sem neinu nema Aðspurð um hversu stórt svæði væri að ræða sagði hún að það hefði ekki verið ákveðið. Þeir þyrftu ákveðið svæði undir húsnæði og síðan þyrftu þeir svæði til að fara um og hún gerði ráð fyrir að það yrði aflokað að mestu. Svæðið væri ekki fjölfarið og starfseminni fylgdu ekki spjöll sem neinu næmi. Þau yrðu í algeru lágmarki og hægt að bæta fyrir þau að mestu að lokinni starf- seminni ef af þessu yrði. Guðrún sagði að viðræður við landeigendur stæðu yfir og að þeim loknum væri líklegt að málið kæmi til kasta sveitarstjórnar. Hún sagði aðspurð að þessar hugmyndir væru ekki nýtilkomnar heldur hefði þetta verið í um- ræðunni í nokkra mánuði. „Núna eru menn að vonast til að þetta geti orðið að veruleika,“ sagði Guðrún María enn- fremur. Hugmyndir um geimrannsóknastöð á Kröflusvæðinu í Mývatnssveit Ekki komið formlega til stjórnar Skútustaðahrepps ERLENDUM ferðamönnum sem sótt hafa Ísland heim í sumar hefur fjölgað umtalsvert þegar miðað er við sumarið í fyrra. Þannig komu 16% fleiri erlendir ferðamenn til landsins nú í nýliðnum ágústmánuði en komu í ágúst í fyrra. Aukningin fyrir júlí nemur 14%. Í heild hefur komum ferðamanna á tímabilinu frá mars til ágúst fjölgað um 12%. Gjaldeyristekjur af ferðamönnum á fyrri hluta ársins hafa hins vegar lækkað nokkuð, eða um rúmlega 900 milljónir króna, sem er 6,2% sam- dráttur miðað við fyrri helming síð- asta árs. Gistinætur á hótelum í júlí voru 5% fleiri nú í ár en í sama mán- uði í fyrra, voru alls 124 þúsund á móti 119 þúsund árið 2002. Erna Hauksdóttir fram- kvæmdastjóri Samtaka veitinga- og gistihúsa sagði að það sem stæði upp úr eftir sumarið væri hin mikla fjölg- un ferðamanna og taldi hún jafnvel að sett hefði verið met nú í nýliðnum ágústmánuði þegar varð 16% aukn- ing miðað við fyrra ár. „Þetta er auð- vitað mjög gott en á sama tíma erum við að sjá í tölum frá Seðlabankanum að gjaldeyristekjur fyrstu 6 mánuði ársins hafa lækkað nokkuð,“ sagði Erna og benti á að lægri fargjalda- tekjur skiptu þar miklu, en ættu ekki að koma á óvart. Aukin sam- keppni í flugi hefði leitt af sér lægri flugfargjöld. Eins gæti verið að um annars konar ferðamenn væri að ræða en áður og loks nefndi Erna hátt gengi íslensku krónunnar sem skýringu á minni gjaldeyristekjum af erlendum ferðamönnum. „Aðrar tekjur en fargjaldatekjur eru óbreyttar frá í fyrra sem þýðir að hver ferðamaður er að eyða minna fé en áður,“ sagði Erna. Hún sagði að færra fólk kæmi nú frá Bandaríkjunum en áður, eins mætti nefna Svía og Asíubúa, en þessir hópar hefðu hvað mest nýtt sér afþreyingarferðir af ýmsu tagi. Nú væri meira um að fólk ferðaðist á eigin vegum. „Þetta eru ein- staklingar í skemmtiferð og þeir eru mjög meðvitaðir um verð,“ sagði Erna. „Eftir allar þær plágur sem yfir okkur hafa gengið megum við vel við una,“ sagði hún og nefndi í því sambandi Íraksstríðið, 11. sept- ember, bráðalungnabólgu, of hátt gengi og nú síðast hvalveiðar við Ís- land. „Allt þetta gerir okkur erfitt fyrir,“ sagði Erna, en var þó í heild ánægð með sumarið og sagði útlitið fyrir september gott. Góð nýting í bændagistingu Sævar Skaptason framkvæmda- stjóri Ferðaþjónustu bænda sagði sumarið hafa verið mjög gott. „Nýt- ingin hefur verið betri og jafnari. Þannig var til að mynda júnímán- uður góður og mun betri en var í fyrra,“ sagði Sævar. Hann sagði stærstan hluta gesta í bændagist- ingu vera útlendinga, eða rúm 80% og endurspeglaði hin góða nýting því ágætlega auknar komur erlendra ferðamanna. „Við höfum fengið okk- ar skerf af kökunni og mér virðist ferðaþjónustubændur almennt vera ánægðir,“ sagði Sævar og benti á að ferðaþjónusta bænda hefði fest sig í sessi. Markaðssetning síðustu ára hefði skilað sér og þá væri þetta vel þekktur gistimáti í útlöndum þannig að menn vissu að hverju þeir gengju. Sævar sagði að vissulega væri nýt- ingin misjöfn eftir landsvæðum, en almennt létu menn vel af sér og út- litið fyrir næsta ár væri gott. Magnús Oddsson ferðamálastjóri sagði alveg ljóst að þegar litið væri til fyrri hluta árs hefði umfangið aukist til muna og gistinætur er- lendra gesta aukist um 9%. Á sama tíma hefði gistinóttum fækkað í okk- ar helstu samkeppnislöndum. Magnús nefndi að á fyrstu 8 mán- uðum ársins næmi aukning í komum erlendra ferðamanna til Íslands 12% miðað við fyrra ár. Aukningin frá Bretlandi næmi 20%, frá Þýskalandi væri hún 13% sem og frá Frakk- landi, frá Spáni og Ítalíu 21% en frá Norðurlöndunum næmi hún 10%. Mjög góður árangur „Það er alveg ljóst að á fyrstu 8 mánuðum ársins hefur náðst mjög góður árangur á þessum þremur svæðum, Bretlandi, meginlandi Evr- ópu og Norðurlöndunum, en nokkur samdráttur er aftur á móti í komum Bandaríkjamanna. Hins vegar virð- ist sá markaður vera að ná sér á strik aftur,“ sagði Magnús. Hann benti á að Íslendingar hefðu verið einna fyrstir til að setja í gang aðgerðaáætlun í kjölfar atburðanna 11. september 2001 og hefðu stjórn- völd lagt fram umtalsvert fé til kynningar- og markaðsstarfa með greininni. Það hefði verið gert til að verja árangur undangenginna ára og virtist sem það hefði tekist. „Það lít- ur út fyrir að með samstilltum að- gerðum hafi menn náð árangri,“ sagði Magnús. Hann sagði að á næstu mánuðum yrðu meiri markaðsaðgerðir í gangi en áður þar sem greinin hefði meiri fjármuni til ráðstöfunar. Þá hefði framboð gistingar aukist miðað við það sem var í fyrrahaust og vetur, „og líklegt er að það leiði til lægra verðs“, sagði hann og nefndi að auk- ið framboð væri einnig í flugi frá því sem var í fyrravetur, m.a. með til- komu Iceland Express og Græn- landsflugs. Þá nefndi Magnús að krónan hefði veikst undanfarið sem styrkti samkeppnisstöðu ferðaþjón- ustunnar. Þá hefði ferðaþjónusta á Íslandi náð að sanna sig á und- anförnum árum. Magnús sagði að allt þetta; aukin markaðssetning, aukið sætafram- boð, hugsanlega lægra verð í flugi og gistingu, veikari króna, reynd vara og aukin trú á ferðalögum ætti að skapa forsendur til að líta með bjart- sýni til næstu mánaða. Mun fleiri erlendir ferðamenn hafa komið til landsins en á sama tíma í fyrra Meira um að fólk ferðist á eigin vegum Morgunblaðið/Ómar Fleiri ferðamenn koma hingað á eigin vegum en áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.