Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2003 25 talið framkvæmanlegt. Þá hefur þróun efnahags- mála í Evrópu verið með þeim hætti að Gordon Brown fjármálaráðherra taldi sig ekki geta mælt með því við núverandi aðstæður að leggja til að evran yrði tekin upp. Það væri ekki hagstætt fyr- ir breskt efnahagslíf í stöðunni á grundvelli fimm „efnahagslegra prófsteina“ sem fjármálaráðherr- ann hafði mótað til að meta kosti og galla evr- unnar. Eftir síðustu kosningar í Bretlandi var almennt talið að efnt yrði til kosninga um evruna á kjör- tímabilinu. Nú bendir fátt til þess. Verði aðild að myntbandalaginu samþykkt í þjóðaratkvæða- greiðslunni í Svíþjóð á morgun, sunnudag, gæti það orðið til að breyta umræðunni í Bretlandi. Það sama myndi vafalítið gerast í Danmörku og óneitanlega hafa talsmenn evrunnar í þessum ríkjum vonað að niðurstaðan í Svíþjóð yrði til að setja í gagn eins konar „dómínó-ferli“, keðjuverk- un er leiddi til þess að ESB-ríkin þrjú er nú standa utan við myntbandalagið myndu endur- skoða og breyta afstöðu sinni. Evran hefur verið viðkæmt deilumál í Dan- mörku enda var undanþágan frá myntbanda- laginu (ásamt samstarfi í lögreglu- og réttar- farsmálum og varnarmálum) meginforsenda þess að danska þjóðin samþykkti loks aðild að Maastricht-samkomulaginu er þjóðaratkvæða- greiðsla var haldin um málið í annað skipti. Vaxandi þrýstingur hefur hins vegar verið á stjórnvöld, ekki síst frá atvinnulífinu, að taka málið upp á nýjan leik. Stjórn Anders Foghs Rasmussens er hlynnt evrunni og sömuleiðis virðist almenningsálitið hafa verið að snúast á sveif með aðild að myntbandalaginu. Yrði aðild samþykkt í Svíþjóð gæti það gefið stjórninni til- efni til að setja málið á dagskrá. Það má jafnframt gera ráð fyrir því að nið- urstaðan í Svíþjóð hafi áhrif á afstöðu Norð- manna til Evrópusambandsins. Þar í landi hefur aðild að sambandinu verið felld í tvígang í þjóð- aratkvæðagreiðslu á síðustu áratugum. Skoðana- kannanir benda hins vegar til að norskir kjós- endur séu nú hlynntir aðild. Yrði raunin sú að ríkin þrjú, sem nú standa ut- an myntbandalagsins, tækju upp evruna á næstu árum myndi það hafa mikil áhrif á Evrópuum- ræðuna á Íslandi. Stærstur hluti utanríkisvið- skipta okkar er við Evrópusambandið. Þriðjung- ur utanríkisviðskipta okkar er hins vegar við Danmörku, Svíþjóð og Bretland. Ef þessi mik- ilvægustu viðskiptalönd okkar færu inn í mynt- bandalagið færu samtals um 60% af útflutningi okkar til evrusvæðisins. Með því að taka upp evr- una á Íslandi væri hægt að útrýma gengisáhættu í þeim viðskiptum. Hins vegar eru jafnframt ýms- ar neikvæðar hliðar á aðild lítils og sveiflukennds hagkerfis eins og hins íslenska að myntbandalagi og allar ákvarðanir um Ísland og evruna myndu fyrst kalla á grundvallarumræðu um afstöðu Ís- lands til Evrópusambandsins. Það liggur fyrir að ekki er hægt að ganga í myntbandalagið án þess að vera jafnframt aðili að Evrópusambandinu og slík aðild hefur til þessa ekki verið talin Íslandi hagfelld, einkum vegna sjávarútvegsstefnu sam- bandsins. Það er því ljóst að þjóðaratkvæðagreiðslan í Svíþjóð skiptir fleiri máli en Svía, en jafnframt er augljóst að verði svar sænskra kjósenda nei, ýtir það undir óbreytt ástand víðar en í Svíþjóð. Kosið um við- horfið til ESB Atkvæðagreiðslan mun jafnframt hafa veruleg áhrif á sænsk stjórnmál, ekki síst á ríkisstjórnina og Jafnaðarmannaflokkinn. Verði niðurstaðan sú að sænska þjóðin samþykki upp- töku evrunnar er líklegt að uppstokkun verði gerð á ríkisstjórninni sem hefði það að markmiði að skipta út þeim ráðherrum er helst hafa beitt sér gegn henni. Fer þar fremstur í flokki Leif Pagrotsky atvinnumálaráðherra. Þeir sem fylgst hafa náið með kosningabaráttunni telja margir að hún hafi, líkt og oft vill verða þegar þjóðarat- kvæðagreiðslur eru haldnar, snúist um flest ann- að en það sem í raun er kosið um. Jafnt Ruin og Johansson segja að eins og mál hafi þróast sé nú verið að kjósa almennt um viðhorf Svía til aðild- arinnar að Evrópusambandinu en ekki um kosti og galla hins sameiginlega gjaldmiðils fyrir Evr- ópu. Þær fylkingar sem hafa myndast endur- spegla þetta að töluverðu leyti. Þeir sem hafa gagnrýnt evruna harðast eru annars vegar fólk sem stendur vinstra megin við Jafnaðarmanna- flokkinn og telur að Svíþjóð eigi ekki heima í hinu pólitíska samstarfi Evrópusambandsríkjanna og hins vegar fólk hægra megin við Hægriflokkinn er beitir fyrst og fremst frjálshyggjurökum og telur Evrópusambandið í eðli sínu vera í andstöðu við þau gildi sem það berst fyrir. Johansson nefnir sem dæmi um það hvernig evruumræðan hafi þróast að það hafi verið áber- andi í umræðunni í Svíþjóð síðastliðna mánuði hvort nægilega vel sé staðið að málefnum barna í Evrópu og skipulag evrópskra dagvistarmála verið harðlega gagnrýnt. Það kunni að vera for- vitnilegt en komi evrunni ekkert við. Johansson segir að einnig hafi það vakið mikla athygli er sjö prófessorar í læknisfræði færðu rök fyrir því að Svíar yrðu heilsutæpari ef evran yrði tekin upp. Þá hafi sprottið upp mikil umræða um matarverð í Grikklandi þar sem andstæðingar evrunnar hafi haldið því fram að verð á matvælum þar í landi hefði hækkað verulega eftir að Grikkir fóru að nota evruna sem gjaldmiðil. Þær fullyrðingar voru raunar hraktar af George Papandreou, utanríkisráðherra Grikklands, sem kom til Sví- þjóðar síðastliðinn þriðjudag í boði stjórnvalda. „Staðhæft er að matvælaverð í Evrópu hafi hækkað um 20% eftir að evran var tekin upp. Raunin er hins vegar sú að hækkunin nemur 0,2%,“ segir Johansson. Áhrif atkvæða- greiðslunnar Ruin er líkt og Jo- hansson þeirrar skoð- unar að í kosningabar- áttunni hafi komið í ljós hversu mikil andstaða sé við Evrópusam- bandið sem slíkt í Svíþjóð, tæpum áratug eftir að Svíar gerðust aðilar. Hann telur að skýra megi andstöðuna með hliðsjón af stjórnmálasögu Svía. Þeir hafi notið þess að hafa staðið utan við styrj- araldarátök í álfunni í tvær aldir og líti því ekki á Evrópusambandið sem tryggingu fyrir friði og stöðugleika. Ástæðurnar fyrir aðild hafi fyrst og fremst verið efnahagslegar. Þá séu Svíar mjög uggandi um velferðarríki sitt sem þeir telji vera einstakt í heiminum. Loks hafi Svíþjóð gegnt nokkuð mikilvægu hlutverki í heiminum á sjötta, sjöunda og í byrjun áttunda áratugarins. Þrátt fyrir að Svíþjóð sé lítið ríki, hafi það verið ríkt ríki á þessum tíma og notið góðs af nánum tengslum við ríki í þriðja heiminum. Í Svíþjóð megi enn greina þessi viðhorf í stjórnmálaumræðunni. Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar munu ráða miklu um hina pólitísku þróun í Svíþjóð næstu ár- in. Það væri mikið áfall fyrir Persson og ríkis- stjórn hans ef aðildinni yrði hafnað. Þótt kald- hæðnislegt sé gæti morðið á Önnu Lindh þó orðið til að draga úr þeim þrýstingi á afsögn hans sem formanns Jafnaðarmannaflokksins sem annars hefði vafalítið komið upp. Það er mjög hæpið að jafnaðarmenn vilji efna til innri valdabaráttu við núverandi aðstæður. Ef Svíar segja nei mun það jafnframt styrkja Vinstriflokkinn og Umhverfis- flokkinn, sem báðir hafa barist hart gegn evr- unni. Það gæti orðið til þess að jafnaðarmenn myndu frekar sækjast eftir því að mynda minni- hlutastjórn í framtíðinni. Niðurstöðurnar verða þó vart til að riðla hinu hefðbundna blokka- mynstri sænskra stjórnmála í grundvallaratrið- um. Meirihluti þingsins er hlynntur evrunni og því er enginn flötur á því að andstæðingar evr- unnar geti myndað meirihlutastjórn þó svo að evrunni verði hafnað. Reuters Fólk á götu í Stokkhólmi gengur framhjá kosningaspjaldi til stuðnings aðildar Svía að evrunni með mynd af Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, sem lést á fimmtudag af sárum, sem hún hlaut þegar ráðist var á hana í verslunarmiðstöð á miðvikudag. Svíar ganga í dag, sunnudag, til þjóðaratkvæðis um aðild að evrunni og er óvíst hvaða áhrif morðið á Lindh mun hafa á útkomuna. „Þeir sem fylgst hafa náið með kosn- ingabaráttunni telja margir að hún hafi, líkt og oft vill verða þegar þjóðarat- kvæðagreiðslur eru haldnar, snúist um flest annað en það sem í raun er kosið um.“ Laugardagur 13. september

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.