Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 36
DAGBÓK 36 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Sel- foss kemur í dag. Nor- wegian Dream fer í dag. Mannamót Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Dansleikur í kvöld kl. 20 til 23.30. Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Áætlað er að hafa námskeið í fram- sögn sem á að hefjast 25. september. Leið- beinandi Bjarni Ingv- arsson. Skráning og uppl. á skrifstofu FEB, s. 588-2111. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. „Opið hús“ fimmtudaginn 18. sept kl. 14 í Hraunseli. Vetrardagskráin kynnt. Kolbrún Odd- bergsdóttir ræðir framtíðarsýn í öldr- unarmálum í Hafn- arfirði. Heimatilbúin skemmtiatriði og fjör. Kaffi og kökur. Allir velkomnir. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Fjölbreytt dagskrá alla virka dag frá kl. 9–16.30, m.a. opnar vinnustofur og spilasalur, söngur og dans. Allir velkomnir. Gullsmári, Gullsmára 13. Hausti fagnað með ostaveislu miðvikudag- inn 17. september kl. 14. Kynntir verða ís- lenskir ostar. Gospel- kór frá Fíladelfíu syng- ur, undir stjórn Óskars Einarssonar, lög af nýj- um hljómdiski sem verður til sölu eftir söng. Kaffihlaðborð með ostakökum, rjóma- pönnukökum o.fl. Allir velkomnir. Norðurbrún 1. Mynd- list hefst aftur mánu- daginn 15. september, og leir hefst aftur fimmtudaginn 18. sept- ember. Blóðbankabílinn. Ferðir blóðbankabíls- ins: sjá www.blodbank- inn.is. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga fást á eftirtöldum stöðum á Vestfjörðum: Jón Jóhann Jónsson, Hlíf II, Ísafirði, s. 456 3380 Jónína Högna- dóttir, Esso-verslunin, Ísafirði, s. 456 3990 Jó- hann Kárason, Engja- vegi 8, Ísafirði, s. 456 3538 Kristín Karvels- dóttir, Miðstræti 14, Bolungarvík, s. 456 7358. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga fást á eftirtöldum stöðum á Norðurlandi: Blómabúðin Bæj- arblómið, Húnabraut 4, Blönduósi, s. 452 4643 Blóma- og gjafabúðin, Hólavegi 22, Sauð- árkróki, s. 453 5253 Blómaskúrinn, Kirkju- vegi 14b, Ólafsfirði, s. 466 2700 Hafdís Krist- jánsdóttir, Ólafsvegi 30, Ólafsfirði, s. 466 2260 Blómabúðin Ilex, Hafnarbraut 7, Dalvík, s. 466 1212 Bókabúð Jónasar, Hafnarstræti 108, Akureyri, 462 2685 Bókabúðin Möppudýr- ið, Sunnuhlíð 12c, Ak- ureyri, s. 462 6368 Penninn Bókval, Hafn- arstræti 91–93, Ak- ureyri, s. 461 5050 Blómabúðin Akur, Kaupangi, Mýrarvegi, Akureyri, s. 462 4800 Blómabúðin Tamara, Garðarsbraut 62, Húsavík, s. 464 1565 Bókaverslun Þórarins Stefánssonar, Garð- arsbraut 9, Húsavík, s. 464 1234, Skúli Jóns- son, Reykjaheiðarvegi 2, Húsavík, s. 464 1178 Skúli Þór Jónsson, Boðagerði 6, Kópa- skeri, s. 465 2144 Rann- veigar H. Ólafsdóttur, Hólavegi 3, 650 Laug- um, s. 464 3181 Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga fást á eftirtöldum stöðum á Austfjörðum. Birgir Hallvarðsson, Botnahlíð 14, Seyð- isfirði, s. 472-1173 Blómabær, Miðvangi, Egilsstöðum, s. 471- 2230 Nesbær ehf., Eg- ilsbraut 5, 740 Nes- kaupstað, s. 477-1115 Gréta Friðriksdóttir, Brekkugötu 13, Reyð- arfirði, s. 474-1177 Að- alheiður Ingimund- ardóttir, Bleiksárhlíð 57, Eskifirði, s. 476- 1223 María Ósk- arsdóttir, Hlíðargötu 26, Fáskrúðsfirði, s. 475-1273 Sigríður Magnúsdóttir, Heið- mörk 11, Stöðvarfirði, s. 475-8854. Minningarkort Minn- ingarsjóðs hjónanna Sigríðar Jakobsdóttur og Jóns Jónssonar á Giljum í Mýrdal við Byggðasafnið í Skógum fást á eftirtöldum stöð- um: Í Byggðasafninu hjá Þórði Tómassyni, s. 487-8842, í Mýrdal hjá Eyþóri Ólafssyni, Skeiðflöt, s. 487-1299, í Reykjavík hjá Frí- merkjahúsinu, Laufás- vegi 2, s. 551-1814 og hjá Jóni Aðalsteini Jónssyni, Geitastekk 9, s. 557-4977. Minningarkort Félags eldri borgara, Selfossi, eru afgreidd á skrifstofunni, Grænumörk 5, mið- vikudaga kl. 13–15. Einnig hjá Guðmundi Geir í Grænumörk 5, sími 482-1134, og versl- unni Írisi í Miðgarði. Slysavarnafélagið Landsbjörg, Stang- arhyl 1, 110 Reykjavík, s. 570 5900. Fax: 570 5901. Netfang: slysa- varnafelagid@lands- bjorg.is Í dag er sunnudagur 14. sept- ember, 257. dagur ársins 2003, Krossmessa á hausti. Orð dags- ins: En snúið yður nú til mín, seg- ir Drottinn, af öllu hjarta, með föstum, gráti og kveini. (Jl. 2, 12.)     Andri Óttarsson rifjarupp í pistli á Deigl- unni þegar rússneski heimspekingurinn Ayn Rand flúði heimaland sitt og lagði af stað í lang- þráða ferð til Bandaríkj- anna. Hann segir að bók hennar „We the living“, sem kom út árið 1936, geymi fyrstu lýsingar Rússa í Bandaríkjunum af ástandinu í Sovétríkj- unum. Í fyrstu hafi Bandaríkjamenn hins vegar skellt skollaeyrum við þessum hryllings- sögum. Áhugalitlir um staðreyndir sem stöng- uðust á við ímyndina um draumaríkið.     Svo segir Andri: „Hug-urinn leitar til Ayn Rand þegar flóttamenn frá ýmsum alræðisríkjum koma fram á Vest- urlöndum og segja frá ástandinu í heimaland- inu. Saga hennar sýnir að það er mikilvægt að hlusta á flóttamenn, taka mark á reynslu þeirra og ekki gleypa einhverja draumaímynd sem oftast er samin af valdhöfunum í viðkomandi ríki. Flótta- menn hrópa nefnilega sjaldnast úlfur úlfur, vegna alræðisstjórna sem fara illa með þegna sína nema full ástæða sé til þess.     Nú er nýfarinn héðanLuo Gan sem er einn æðsti yfirmaður öryggis- og dómsmála í Kína. Flóttamenn frá Kína ásamt ýmsum alþjóða- samtökum hafa ítrekað birt fréttir um gífurleg mannréttindabrot kín- versku alríkisstjórn- arinnar á þegnum sínum. Umræddur Luo Gan er persónulega ábyrgur fyr- ir ýmsum viðurstyggileg- um glæpum, þar á meðal kom hann að árásinni á Torgi hins himneska frið- ar hinn 4. júní 1989. Í árs- skýrslu Mannréttinda- nefndar Sameinuðu þjóðanna frá 2001 kemur einnig fram að hann hafði nána vitneskju um grófa misnotkun og pyntingar á föngum í kínverskum fangelsum, þar á meðal kynferðislegri misnotkun á kvenkyns föngum.“     Seinna segir: „Við heyr-um dásamlegar sögur af uppganginum í Kína á sama tíma og flóttamenn og alþjóðasamfélagið gerir lítið annað en að tala um mannréttinda- brot, pyntingar og kúgun kínversku alræðisstjórn- arinnar á þegnum sínum. Við erum að skella skolla- eyrum við þessari hátt- semi með því að púkka upp á mennina og stjórn- arfyrirkomulagið sem er ábyrgt fyrir þessu ástandi. Þetta ástand verður einfaldlega alltaf við lýði á meðan alræð- isstjórn kommúnista verður við völd í land- inu,“ segir Andri og spyr að lokum: „Er ekki kom- inn tími til að taka höf- uðið upp úr sandinum og fara að hlusta á kín- verska flóttamenn í stað kínverskra ráðamanna.“ STAKSTEINAR Hlustum á sögur flóttamanna í stað stjórnvalda Víkverji skrifar... VÍKVERJI lenti í því aðpípulagnir í húsinu hjá honum gáfu sig, sem leiddi til þess að hann þurfti að fá nýja eldhúsinnréttingu sem hann hafði reyndar alls ekki hugsað sér að gera í nán- ustu framtíð. Eftir að hafa valið sér innréttingu hjá þekktu fyrirtæki í Reykja- vík var honum tilkynnt að hann þyrfti að bíða í fjórar vikur eftir afgreiðslu og var sáttur við það. x x x ÞEGAR að afhendingu innrétting-arinnar kom var þó komið babb í bátinn. Erlendi birgirinn sem fyrir- tækið verslar við hafði farið í sumar- frí og því seinkaði afhendingu um fjórar vikur. Víkverji hafði því beðið í átta vikur og var ekki alveg sáttur. Þegar þær fjórar vikur voru liðnar varð aftur töf á afhendingu um eina viku. Þá var Víkverji nú orðinn fúll enda búinn að vera án eldhúss síðan um miðjan júní. Loks kom innrétt- ingin, níu vikum eftir að hún var pöntuð, fimm vikum eftir að hún átti að vera tilbúin til afhendingar. VÍKVERJA fannst sjálfsagt málað fá afslátt vegna þessarar seinkunar en það var ekki til um- ræðu hjá fyrirtækinu. Var erlenda birginum kennt um og sagt að mis- skilningur hefði orðið varðandi sum- arfrí ytra. Víkverja fannst það nú varla sitt mál, hafði lifað á heim- sendum mat og tilbúnum mat í ör- bylgjuna lengur en góðu hófi gegnir, sem þýddi auðvitað aukin fjárútlát þar sem slíkt fæði er dýrt. Fyrir- tækið bauð þó Víkverja að keyra innréttinguna ókeypis heim, sem er til lítilla bóta þar sem trygginga- félag Víkverja átti að sjá um þann þátt hvort eð var. x x x Í KJÖLFAR þessa fór Víkverji aðvelta fyrir sér hvort hann væri ótrúlega kröfuharður að vilja fá bætur fyrir seinkun sem þessa. Tíðkast ekki að fá afslátt þegar vara sem keypt er berst ekki á réttum tíma? Það er kannski erfitt að reikna út hvert fjárhagslegt tjón Víkverja hefur verið vegna seink- unarinnar en óþægindin eru ótví- ræð. Víkverji hefði án efa valið sér innréttingu annars staðar ef hann hefði grunað að svona myndi fara. Hann er líka harðákveðinn í að versla ekki aftur við umrætt fyr- irtæki. x x x VÍKVERJI er hins vegar afaránægður með þá iðnaðarmenn frá VÍS sem hafa komið að við- gerðum í íbúðinni vegna tjónsins sem hlaust af leku pípunum. Pípu- lagningamenn jafnt sem smiðir luku sinni vinnu á tilsettum tíma og gerðu það vel. Víkverji hefur notað örbylgjuofninn ótæpilega í sumar og þráir að fá eldhúsið sitt að nýju! Morgunblaðið/Jim Smart Hvað kostar að geta barn? ÞRÓUN mannkyns er að börn fæðast, vaxa upp og verða að unglingum, ung- lingar að fullorðnum og fullorðnir að foreldrum, þ.e. ef þeir kæra sig um. En fyrir marga kostar það ansi mikla peninga! Nú þegar höfum við hjónin farið í þrjár tækni- sæðingar (63.000) og eina smásjárfrjóvgun (164.000) og höfum við því borgað 227.000 kr. fyrir utan rann- sóknir og aðgerðir sem þessum vandræðum fylgja, en ekkert barn fengið í hendurnar ennþá. Fyrir liggur önnur tilraun sem mun kosta okkur 93.000 kr. (Gjaldskrána er að finna á www.landspitali.is) Mig langar að biðja þann sem eitthvað veit, að svara nokkrum spurningum. Af hverju er tækni- frjóvgun eins dýr og raun ber vitni? Er hún að ein- hverju niðurgreidd fyrir sjúklinga? Af hverju er dýrara fyrir okkur að fara í glasafrjóvg- un eftir því sem við eigum fleiri börn? Er þannig litið á að við eigum að sætta okkur við færri börn en aðrir sem ekki þurfa að- stoð við að geta þau? Af hverju fáum við ekki afsláttarkort þegar við höf- um greitt 18.000 kr. og af hverju getum við ekki not- að afsláttarkort til niður- greiðslu meðferðar? Ég vil taka það fram að starfsfólk glasadeildarinn- ar á hrós skilið fyrir það frábæra starf sem það vinnur, þangað er alltaf gott að koma. Með von um svör Ófrjósemissjúklingur. Burt með Gunnar Örlygsson MÉR finnst það alveg til háborinnar skammar að Frjálslyndi flokkurinn ætli sér að halda áfram stuðn- ingi við Gunnar Örlygsson sem kjörinn var þingmað- ur þeirra í Suðvesturkjör- dæmi í vor. Hvaða skilaboð er verið að senda út í þjóðfélagið? Er þetta siðferðilega rétt? Gunnar situr nú inni fyr- ir bókhaldsbrot, brot á lög- um um nytjastofna sjávar og stjórn fiskveiða. Þessi brot ein og sér eru alveg nóg til þess að þessi maður hefur ekkert inn á þing að gera. En svo kemur í ljós að Gunnar hefur meira á samviskunni. Gunnar var tekinn fyrir ölvunarakst- ur, sem er mjög alvarlegt mál, en hann lærði ekki af reynslunni og lét taka sig þrisvar sinnum próflaus- an. En viti menn enn tekur Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, upp hanskann fyrir Gunnar. Ég vona að fólk í sam- félaginu mótmæli, við eig- um fullt af heiðarlegu fólki sem gæti tekið að sér þing- störf – svo burt með Gunn- ar. Kristín Sigurðardóttir. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is FÓLKIÐ á þessum myndum er líklega ættað af Snæ- fellsnesi eða Dalasýslu, e.t.v. af Ormsætt. Þeir sem kunna að þekkja þá sem á myndunum eru vinsamlega hafi samband við Björgu Gunnarsdóttur í síma 557- 4302 eða 866-6101. Hver þekkir fólkið? LÁRÉTT 1 lúta höfði, 4 hampa, 7 bleðils, 8 mannsnafn, 9 sár, 11 vitlaus, 13 durgur, 14 ráfa, 15 mælieining, 17 ófús, 20 heiður, 22 einskær, 23 meðalið, 24 horaðan, 25 ræktuð lönd. LÓÐRÉTT 1 ómannblendinn, 2 yfir- höfnin, 3 kvenfugl, 4 heið- arleg, 5 keismagi, 6 pen- ingar, 10 afkvæmi, 12 megna, 13 op, 15 horskur, 16 ber, 18 halar, 19 vænn, 20 kappnóg, 21 bylgja. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 settlegur, 8 fagið, 9 duttu, 10 róa, 11 marra, 13 renna, 15 hratt, 18 fnasa, 21 ill, 22 undin, 23 andúð, 24 nið- urgang. Lóðrétt: 2 elgur, 3 tuðra, 4 eldar, 5 urtan, 6 æfum, 7 kuta, 12 rit, 14 ern, 15 haus, 16 Andri, 17 tinnu, 18 flagg, 19 aldan, 20 auða. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.