Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÉG FÓR í ferð, sem ég taldi að yrði or-lof ævi minnar. Fór í hitabeltið oghlakkaði til að vera í Taílandi! Enþað endaði með því að ég var hand-tekin á Bangkok flugvelli með þrjár únsur (85 gr) af heróíni og fékk 25 ára fangels- isdóm,“ segir Sandra Gregory, en bók hennar Gleymið að þið áttuð dóttur er að koma út á ís- lensku. Bókarheitið er sótt í bréf sem hún skrifaði úr taílenska fangelsinu. Hættuleg ákvörðun Sandra Gregory var ung og lífsglöð, frá góðu heimili í Bretlandi og átti bjarta framtíð. Útþráin lét hana ekki í friði og 25 ára gömul fór hún til Taílands. Henni þótti landið, fólkið og menningin heillandi. Eftir um tveggja ára dvöl í Taílandi veiktist Sandra og gat ekki lengur stundað vinnu. Bylting var gerð í landinu og blóð rann um götur Bangkok. Hún vildi heim, en átti ekki fyrir farinu. Landi Söndru, heróínfíkill sem hún kynntist af tilviljun, bauðst til að greiða henni jafnvirði þúsund punda (127 þúsund króna) fyrir að fylgja sér til Japans og bera fyrir hann heróín. Hún var handtekin á flugvellinum í Bangkok og þar með hófst martröðin. Auk þess að segja sögu sína í bókinni hefur Sandra heimsótt marga skóla og sagt námsfólki frá reynslu sinni. „Ég segi unglingunum það sem þeir halda að þá langi ekki að heyra,“ segir Sandra. „Þau bíða eftir fangelsissögunum, en ég segi þær ekki. Þau vita að þau vilja ekki vera handtekin og að það getur ekki verið gott að vera dregin fyrir dóm í landi þar sem þú skilur ekki hvað fer fram og færð ekki túlk. Ert þar skilnings- vana og réttlaus. En ég segi þeim að einu sinni lifði ég full- komlega venjulegu lífi. Átti hús, fyrirtæki, hund, kött, bankareikning og bíl – allt fullkom- lega eðlilegt. Ég kastaði þessu öllu frá mér. Var ákaflega fljótfær og ógætin, hlustaði í raun ekki á neinn. Ef mig langaði að gera eitthvað, þá framkvæmdi ég það. Það er ekki þar með sagt að ég hafi verið slæm manneskja, en ég hugsaði málin ekki til enda.“ Sandra segist bókstaflega hafa orðið ást- fangin af Taílandi. Hún ferðaðist um fjöllin og eyjarnar, strandhéruð og endaði síðan í Bangkok og fór að kenna landsmönnum ensku. „Ég elskaði landið, fólkið, loftslagið, matinn og trúarbrögðin. Mér þótti þetta allt æðislegt! En þegar allt fór úr böndunum hafði ég aldrei hugsað út í að svo gæti farið. Ég gleymi aldrei heimþránni. Eftir átján mánaða dvöl langaði mig aftur heim, en ég átti ekki fyrir farinu.“ Ömurleg vist Í stað þess að fara heim endaði Sandra í hinu illræmda Lard Yao-fangelsi í Bangkok, stund- um kallað Bangkok Hilton, því þar hafa margir Vesturlandabúar endað, oft vegna fíkniefna- mála. Eftir að hafa dvalið þar í fjögur ár, fjóra mánuði og fjóra daga var hún flutt til Bret- lands til að ljúka afplánun þar. „Flestir vilja vita um dvölina í taílenska fangelsinu, en ég tala ekki mikið um hana í fyr- irlestrum mínum. Nemendurnir spyrja hvort dvölin þar hafi verið virkilega slæm. Já, vissu- lega var hún slæm, en það var ekki liðið ár frá því ég var flutt til afplánunar í breskum fang- elsum að ég óskaði þess að ég hefði verið áfram í Taílandi. Það kemur fólki á óvart, því margir álíta að fangelsi í Bretlandi séu eins konar sumarbúðir. En því er öðruvísi farið. Á margan hátt var dvölin verri í mínu eigin landi en í Taí- landi. Það eru ekki ytri aðstæður sem ráða úr- slitum um gæði fangelsa eða andlega og lík- amlega velferð fanganna. Mér þótti skást að vera í því fangelsi í Bretlandi þar sem aðbún- aðurinn var verstur, en starfsfólkið sýndi skiln- ing og umhyggju í stað þess að leggja sig fram um að gera manni lífið leitt. Fólkið með lyklana ræður öllu í lífi fanga. Það á að minnsta kosti við í Bretlandi að þessir með lyklavöldin eru ekki alltaf úr hópi hinna best gefnu. Sumir eru mjög bitrir og afbrýðisamir, það lítur út fyrir að þeir njóti þess að vera í þessari stöðu. Mér þótti þetta erfitt og nú veldur þetta mér áhyggjum. Ytri aðstæður voru slæmar í fangelsinu í Taílandi. Fyrstu þrjá mánuðina var ég viss um að ég myndi enda ævina þar. Maður yrði að vera innfæddur til að þola þetta, ég hafði ekki alist upp við svona aðstæður. Óhreinindin, troðningurinn, þrengslin, hitasvækjan, rott- urnar, kakkalakkarnir og svefnaðstaðan! Við sváfum í röðum á steingólfi sem lagt var gólf- dúksflísum, allt upp í 196 konur í einu herbergi. Svefnplássið var ein og hálf dúkflís á breidd (tæplega 40 cm) og maður varð að liggja á hlið- inni eða með krosslagðar hendur til að rekast ekki í næstu konur. Fæturnir sköruðust við fæturna á konunni gegnt manni, jafnvel upp að hnjám. Stundum var ekki hægt að rétta úr fót- unum. Svona lá maður í 12 til 13 klukkustundir. Þegar maður sefur innan um fólk með berkla, eyðni, taugaveiki, húðsjúkdóma og lýs, þá finnst manni það ekki gott! Maturinn var geymdur í tunnum og í þessum hita fór hann fljótlega að skemmast og rotna, gerjaðist svo það kraumaði í. Kakkalakkarnir og rotturnar voru þarna um allt. Þetta var eins óheilsusam- legt og hægt var að hugsa sér. Margir deyja þarna og það er svo algengt að enginn kippir sér upp við það. Það er ekki einu sinni rætt um það. Mér þótti það hið eðlilegasta mál að fólk dæi í fangelsinu. Þegar ég kom í bresk fangelsi tók ég eftir því að þar dó næstum enginn. Dauðvona fólki var yfirleitt sleppt. „Móðir herbergisins“, sem var ein af föng- unum, skipulagði hvar við sváfum. Stundum var betra að sofa ekki næst neinni sem maður þekkti. Þá þurfti maður ekki að tala við hana. Stundum var maður ekki í skapi til þess. Við þurftum að vakna til bæna og að syngja um kónginn klukkan 7 á hverjum morgni. Eftir það lagði ég mig aftur og las, eða breiddi lítið handklæði yfir augun og sofnaði aftur. Það kom fyrir að ég vaknaði og lá ein á gólfinu og hafði pláss til að hreyfa mig! Það gat verið gott að hverfa úr fangelsinu í draumaheima.“ Fangarnir fengu handklæði sem var hægt að nota sem ábreiðu þær fáu nætur sem var kalt. Venjulega var þó hitinn allt of mikill. „Maður var alltaf sveittur og alltaf heitt. Þegar maður hellti hársápu í lófann þá var hún heit, tannkremið kom heitt úr túpunni. Allt í þessu landi var heitt og hitinn var martröð. Mig dreymdi um dumbung og skýjaðan himin, rigningu og veður sem fær hárið til að krullast. Nú bý ég í þannig loftslagi og kvarta!“ Sandra sat í gæsluvarðhaldi í þrjú ár, á með- an mál hennar var rannsakað. „Ég vissi að 25 ára fangelsisvist var vægasta refsing fyrir svona brot. Ég vissi að ég fengi dauðadóm en vonaði að hann yrði mildaður og það reyndist svo. Ég átti alltaf þessa von, en vissi ekki hvort hún var raunsæ eða falsvon. Stundum ímynd- aði ég mér í gæsluvarðhaldinu að dómarinn myndi bara segja: Stelpukjáni, farðu bara heim og hættu að sóa tíma mínum. Eða að lög- reglan segði: Við ætlum ekki að kæra þig, þú ert indæl stúlka. Farðu aftur heim.“ Sandra segir að sér hafi ekki þótt dauðadóm- ur það versta sem fyrir hana gæti komið. „Dauði er dauði. Ég velti því helst fyrir mér hvort aftakan yrði sársaukafull. Ég taldi að svo yrði ekki því þeir taka fólk af lífi með höf- uðskoti eða skoti í hjartastað. Þar með væri það búið. En maður getur ekki hugsað 25 ár fram í tímann. Ég get í mesta lagi hugsað fimm eða tíu ár fram í tímann. Dómurinn var mér áfall. Skyndilega hrundu allar falsvonirnar. Ég stóð frammi fyrir dómaranum og var búin að læra að tala taílensku. Skildi þó takmarkað þegar dómarinn las upp rökstuðninginn og dómsorðið því hann notaði konunglegt mál. Eina orðið sem ég skildi var dauðadómur. Ég hugsaði: Þú þekkir mig ekki einu sinni! Ég er viss um að mamma hefur eitthvað um þetta að segja. Ég upplifði ekki ótta, heldur undrun yfir því hvernig þessi maður gæti ráðið lífi mínu og dauða. “ Sandra segir að þegar þarna var komið hefði henni eiginlega verið orðið alveg sama um allt utan fangelsisins. Hún hafði helst áhyggjur af því hvort einhver gæfi kisunni hennar að borða í fangelsinu, hvort einhver hefði þvegið þvott- inn hennar eða hvort hún fengi þægilegt svefn- pláss um kvöldið. „Ég hafði minni áhyggjur af því hvort ég yrði skotin.“ Mesti gleðidagur lífsins Eftir sjö og hálfs árs fangelsisvist náðaði taí- lenski konungurinn Söndru Gregory. „Það var mesti gleðidagur lífs míns þegar mér var til- kynnt um náðunina. Þá vaknaði ég aftur til lífs- ins. Fangelsisvistin ógnaði ekki lífi mínu en hún var hægt og bítandi að þurrka mig út, per- sónu mína og tilveru. Ég var á góðri leið að verða „ópersóna“. Tilfinningalaus. Fangelsis- vistin reyndist mér miklu meiri sálræn en lík- amleg refsing. Þarna hafði ég verið rúmlega þrjú ár í bresku fangelsi og það reyndist mér miklu erfiðara en það taílenska. Fyrst eftir að ég var handtekin var ég í afneitun. Nei, þetta getur ekki verið. Komið mér út héðan! Eftir eftir um þrjá mánuði heyrði ég tónlist í hátal- arakerfinu í taílenska fangelsinu, sem venju- lega var aðeins notað fyrir tilkynningar. Einn varðanna spilaði Hvíta albúmið með Bítlunum, plötu sem ég hafði hlustað á í æsku með bróður mínum. Þá áttaði ég mig á því að ég var komin þarna til að vera. Ég var ekki á leiðinni neitt annað. Ég varð að horfast í augu við hvað ég hafði gert til að lenda í þessum kringumstæð- um. Þetta var ekki neinum öðrum að kenna, ekki slys. Þetta var sjálfskaparvíti. Þá gerði samviskan vart við sig. Þetta hefði ég ekki átt að gera. Það segir í Biblíunni: Fyrirgefðu þeim því þeir vita ekki hvað þeir gera. Ég vissi full- vel hvað ég gerði. Mér þótti ég ekki eiga fyr- irgefningu skilið. Ég var ekki saklaust fórn- arlamb.“ Sandra segir tilganginn með bókinni vera helst þann að reyna að koma í veg fyrir að aðrir lendi í því sama og hún. Eins að forða for- eldrum frá því að lenda í því sem foreldrar hennar þurftu að ganga í gegnum. „Ég var heppin. Það voru margir sem voru mjög góðir við mig í þetta sjö og hálfa ár sem ég var í fang- elsi. Mig langar að endurgjalda það á einhvern hátt. Á vissan hátt segja: Kærar þakkir og fyr- irgefið mér.“ Sandra segir að breskir fjölmiðlar hafi oft verið mjög neikvæðir í umfjöllun um mál henn- ar í Taílandi. „Ég get gagnrýnt heimaland mitt, en ekki Taíland því það er ekki mitt land. Ég fór þangað sem gestur og mér þykir leitt að það fékk slæma umfjöllun mín vegna. Mér finnst ég hafa varpað skömm á Taíland og það er ekki sanngjarnt. Hverjum þakka ég? Ég get ekki setið hér og sagst trúa á Guð, né heldur afneitað því að ég geri það. En ég verð að þakka á hverjum degi, en veit ekki alveg hverjum. Ég vakna á morgn- ana og segi með sjálfri mér: Já, já ég á lífið og er frjáls, ég á svo mikið! Ég lærði að meta lífið á nýjan hátt og annað fólk – gott fólk. Því mið- ur er einnig til vont fólk. Ég lærði að meta góða fólkið og lífið, fjölskyldu mína og vini. Ég held ég hafi ekki gert það áður.“ Griðastaður dauðvona fanga Eftir að Sandra losnaði úr prísundinni leitaði til hennar læknir af indverskum ættum sem hafði lært fræði sín í Bretlandi. Hann starfar í Bangkok og rann til rifja ömurlegar aðstæður dauðvona fanga þar. Sandra stóð fyrir fjár- söfnun og opnað var hospice, eða griðastaður, fyrir deyjandi fanga. „Það eiga allir skilið að fá að kveðja lífið á hreinum og kyrrlátum stað,“ segir Sandra. „Ég held að nú séu um 280 þúsund manns í taí- lenskum fangelsum, þar af innan við 10 þúsund konur. Ég veit ekki hvort þeim er hleypt í þessa griðastaði. Það er hræðilegt að horfa upp á fólk deyja úr eyðni án þess að fá nokkur verkjalyf. Þar skiptir kyn engu máli. Beina- grindur sem skjögra með veggjum og grát- biðja um tvær verkjatöflur. Eina svarið er: Farðu, farðu. Þú ert að deyja, hvaða máli skipt- ir verkjatafla! Ég kem frá kristnum bakgrunni en flestir Taílendingar úr búddískum og trúa á mörg líf. Náir þú ekki hugljómun í þessu lífi þá gerist það bara seinna. Það gengur ef til vill betur í næstu umferð. Þeir hafa aðra afstöðu til dauðans en flest kristið fólk. Ég hugsaði til þess að þetta gæti verið ég, skjögrandi beina- grind að betla verkjatöflur. Hvernig það væri að deyja ein og yfirgefin. Vera skömmuð fyrir sársaukahrópin og að lykta illa. Hvernig líðan er það að kveðja lífið með þessum hætti?“ Týnda dóttirin Sandra Gregory var handtekin í Bangkok með eiturlyf og dæmd í 25 ára fangelsi. Hún hóf afplánun í hinu illræmda Lard Yao- fangelsi, sem kallað hefur verið Bangkok Hilton, og sat síðan í breskum fangelsum þar til taílenski konungurinn náðaði hana sjö og hálfu ári eftir handtöku. Guðni Einarsson hitti Söndru að máli, en hún segir sögu sína öðrum til viðvörunar. Morgunblaðið/Einar Falur gudni@mbl.is ’ Ég vissi að ég fengidauðadóm en vonaði að hann yrði mildaður og það reyndist svo. ‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.