Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 30
MINNINGAR 30 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Halla Magnús-dóttir fæddist í Reykjavík 14. maí 1939. Hún lést á heimili sínu 2. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar Höllu voru Magnús J. Magnússon, f. á Kirkjubóli í Laugar- nesi 2.12. 1912, d. 10.2. 1998, og Krist- ín Collin Guðmunds- dóttir, f. 11.2. 1913 á Brú í Biskupstung- um. Systkini Höllu eru Guðmundur, f. 21.4. 1937, prófessor; og Sólveig, tvíburasystir Höllu, búsett í Bandaríkjunum. Halla var gift Hrafnkeli Ás- geirssyni en þau slitu samvistir. Börn þeirra eru 1) Elfa, f. 10.12. 1965, gift Ell- ert S. Guðjónssyni, þau eiga tvíbura- dæturnar a) Telmu og b) Mörtu; 2) Ás- geir, f. 6.5. 1967. Hann á eina dóttur, Emblu. Halla lauk hefð- bundnu skólanámi í Reykjavík og fór síðan í Húsmæðra- skólann í Reykjavík. Halla starfaði sem klínikdama tannlækna mestalla starfsævi sína. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Haustið er á næstu grösum og sumarið að kveðja líkt og hún Halla frænka mín. Við hin sem eftir erum stöldrum við í hraða lífsins og áttum okkur á að kall skaparans getur komið hvenær sem er. Við getum nefnilega dregið lærdóm af henni Höllu minni sem var alltaf svo ánægð í sínu þrátt fyrir að heilsan hefði far- ið þegar hún var ung kona. Hún var svo ánægð með heimilið sitt, börnin sín og barnabörnin. Hún hafði sam- band við þau og móður sína daglega. Hún var svo gæfusöm að eiga lang- lífa foreldra og bróður sem reyndist henni vel. Líf Höllu og yndi var að elda góð- an mat, bjóða í mat og fara í mat, enda var hún meistarakokkur. Einn- ig var hún listræn og bjó til marga fallega hluti. Það voru hreinustu listaverk sem hún bjó til á þeim tíma sem hún sótti Aflagranda. Það þurfti mjög lítið til að gleðja Höllu. Aldrei heyrði maður hana kvarta yfir gangi lífsins né gera meiri kröfur til þess. Hún sagði alltaf þegar hún var glöð: „Mér hlýnar um hjartarætur.“ Sjálf var ég í miklum samskiptum við Höllu þar sem hún er tvíbura- systir móður minnar sem býr erlend- is. Þegar ég var krakki sótti ég Ás- geir og Elfu á barnaheimilið daglega og var hjá þeim þar til Halla kom frá vinnu. Heimili hennar stóð mér alltaf opið og var ég einnig með annan fót- inn hjá henni á þeim árum sem Elfa dóttir hennar bjó þar (eða einn og hálfan). Halla eldaði alltaf handa okkur góðan mat og mun ég seint gleyma ánægju bragðlaukanna. Oft horfðum við saman á mynd- bönd og fengum okkur helling af sælgæti með. Þetta voru góðar stundir. Halla brosti bara og hló yfir uppátækjunum hjá okkur unga fólk- inu þegar við vorum að koma af skemmtanalífinu um miðjar nætur. Það var alltaf velkomið að gista hjá henni niðri í bæ og vekja hana. Halla gat alltaf skemmt sér yfir því þegar við frændsystkinin urðum einu sinni viðskila úti á skemmtana- lífinu og Elfa fór heim fyrst. Ég ákvað að hringja þegar heim til mín var komið til að athuga með Elfu en þar sem tungan á mér breytist í kítti við áfengisdrykkju gat ég bara sagt: „Elfa Elfa“ í símann. Á sama and- artaki og ég er í símanum er dyra- bjöllunni hringt og þar stendur Ás- geir stjarfur og segir: „Mamma mamma“ og frá Elfu heyrist innan úr herbergi: „Fata, fata.“ Halla sagðist ekki hafa vitað í hvaða átt hún ætti að snúa sér. Henni datt ein- faldlega ekki í hug að vera pirruð. Það eru fleiri sem muna eftir matnum hennar Höllu. Ég fór með HALLA MAGNÚSDÓTTIR Mig langar að minnast og kveðja frænku mína og vinkonu, Ingi- björgu (Immu). Hún lést í Banda- ríkjunum sunnudaginn 17. ágúst sl. eftir stutt en erfið veikindi. Við Imma fæddumst og ólumst upp svo ✝ Ingibjörg Þór-stína Einars- dóttir fæddist á Eystri-Oddsstöðum í Vestmannaeyjum 3. október 1928. Hún lést á Mercy Hospit- al í Jancsville Wis- consin 17. ágúst síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Redeemer Luth- eran Church í Rock- ford í Illinois 21. ágúst. að segja á sama hlaðinu á Oddsstöð- um í Vestmannaeyj- um. Varð þess vegna mikill samgangur okkar í milli. Þótt ald- ursmunur væri nokk- ur, ég fjórum árum eldri, áttum við oft góðar og skemmtileg- ar samverustundir. Þar sem Imma fædd- ist heyrnarlaus var ekki alltaf auðvelt að skiptast á orðum við hana, en eftir að hún fór í Málleysingjaskólann var hún þolinmóð við að kenna mér stafróf og svolítið í táknmáli hinna heyrn- arlausu. Þótt ég væri ekki mjög dugleg í því gátum við rætt heil- mikið saman og stundum um það, sem enginn mátti vita nema bara við tvær. Imma var mjög næm á allt, sem fram fór í kringum hana, t.d. ef létt tónlist var í útvarpinu fann hún að þarna var eitthvað, sem hægt var að hreyfa sig eftir. Þegar að skólaskyldu kom fór hún í Málleysingjaskólann í Reykjavík. Þaðan lauk hún námi með góðum árangri. Það hlýtur að hafa verið fjölskyldunni erfitt að sjá á eftir henni til Reykjavíkur, aðeins sjö ára gamalli, til allra ókunnugra. En á þeim tíma var ekki um annað að velja. Imma var mjög myndvirk og list- ræn í sér. Allt sem hún vann var vandað og fallegt. Sérstaka ánægju hafði hún af að mála, og eru til margar fallegar myndir eftir hana. Á yngri árum hennar hér heima vann hún einnig við að mála á leir- vörur. Hún var mjög trúuð og vann mikið fyrir kirkjuna sína, m.a. að alls konar listsköpun. Þegar Imma fór að hugsa fyrir framtíðinni var Ameríka alltaf efst í huga hennar. Þangað ætlaði hún að fara til þess að fá heyrnina, því að hún var þess fullviss, að þar fengi INGIBJÖRG ÞÓRSTÍNA EINARS- DÓTTIR RAINS Móðir okkar, SIGRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR snyrtisérfræðingur, lést sunnudaginn 31. ágúst. Útför hennar verður frá Dómkirkjunni þriðju- daginn 16. september kl. 10.30. Liv Gunnhildur Stefánsdóttir, Ólafur Jónsson, Sigrún Stefánsdóttir. Opið hús Vogaland 16 137 fm neðri sérhæð í tvíbýli Til sýnis og sölu sérlega falleg 137 fm sérhæð í góðu tvíbýlishúsi innst í húsagötu. Eignin er jarðhæð með sól- stofu og sólverönd. Lóð er glæsileg. Húsið stendur hátt og útsýni er yfir Elliðaárdalinn. Gengið er niður með hús- inu að norðanverðu. Verð 17,9 millj. Áhv. 6,7 millj. góð lán. Soffía og Haukur verða með heitt á könnunni og taka vel á móti þér og þínum í dag, sunnudag, milli kl. 14 og 17. Fasteignasala Brynjólfs Jónssonar, sími 511 1555. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, TOVE JÓSEPSSON, Álasundi, Noregi, áður búsett á Patreksfirði, lést á heimili sínu miðvikudaginn 10. september. Jarðsett verður í Álasundi miðvikudaginn 17. september. Guðbjörg Þórðardóttir, Jens Ringstad, Anna Þórðardóttir, Steinþór Agnarsson, Edith Þórðardóttir, Auðbergur Magnússon og barnabörn. Ástkær eiginkona, móðir, dóttir, systir, barna- barn og tengdadóttir, MARGRÉT HRÖNN VIGGÓSDÓTTIR kerfisfræðingur, Viðarási 59, Reykjavík, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju þriðjudag- inn 16. september kl. 13.30. Kristinn Á. Kristinsson, Sunna Ósk Kristinsdóttir, Nanna Margrét Kristinsdóttir, Tinna Kristín Indíana Kristinsdóttir, Viggó Emil Magnússon, Berglind Fríða Viggósdóttir, Sæunn Svanhvít Viggósdóttir, Margrét Sigurðardóttir, Kristinn Ásgrímur Antonsson, Hjördís Hjörleifsdóttir. Elskuleg móðir okkar, amma og systir, RAGNA STEFANÍA FINNBOGADÓTTIR frá Látrum í Aðalvík, er látin. Jarðarförin auglýst síðar. Börn og systkini hinnar látnu. ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson Útfararstjóri Sími 5679110, 8938638 Heimasíða okkar er www.utfarir.is Þar eru upplýsingar um allt er lýtur að útför: - Söngfólk og kórar - Erfidrykkja - Aðstoð við skrif minningargreina - Panta kross og frágang á leiði LEGSTEINAR Mikið úrval af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, sími 587 1960, fax 587 1986. Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.