Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ R ithöfundar stíga fram úr hugskotum sínum og halda hátíð á tveggja ára fresti. Gefa almenningi innsýn í spánnýjar ver- aldir smíðaðar úr orðum. Ný sólkerfi þar sem höfuð okkar eru á sporbaugi. Höfuð svo þúsundum skiptir á sveimi; minnst hundrað á hverjum viðburði hátíðarinnar. Hárið er í þykkum flóka eins og hugsanirnar. Þetta er rithöfundur. Í Norræna húsinu flýtur fólk á flaumi orðanna inn í bókasafnið og situr í stólum og svo er fólk fyrir á hillunum. Yann Martel notar dýrin sem sjónarhorn á veröldina. Það er að segja önnur dýr en mannskepnuna. Hann lýsir apa á krufningarborði sem er holdi klæddur manninum; úr fingrunum sprettur blóm, en æla vellur úr fótunum fyrir öll þau skipti sem hann hefur kyngt stoltinu. Eða það stendur á dagbókarblöðunum í höfðinu. Maðurinn er eins og tuska blaut af lífinu sem hann hefur lifað. Konulykt af fingrunum. Með þessari sögu brýtur Martel af okkur hlekki raunskynjunar og sleppir ímyndunaraflinu lausu. Á dánarbeðinum iðrumst við þess ekki að það hafi vantað meiri skynsemi í líf okkar; við vildum óska að við hefðum oftar fylgt innsæinu, sleppt fram af okkur beislinu. Lifað og hrærst í núinu eins og aparnir. Þá gleymum við tímanum – verðum eitt með at- burðarásinni. Sumir þurfa þó að stíga aftur inn í veruleikann áður en hádegisspjallinu lýkur, rithöfundum og prófessorum er ekki til setunnar boðið. Gangverk samfélagsins má ekki stöðvast. – Fyrirgefið, ég ætlaði ekki að ræna ykkur, segir Martel auðmjúkur. Næst skýtur rithöfundum upp á yfirborðið í um- ræðum um miðju heimsins nær og fjær. Johanna Sinisalo notar ekki dýr heldur vísindaskáldsöguna sem sjónarhorn á heiminn. Steinunn Sigurðardóttir telur flesta rithöfunda eiga landfræðilega miðju, uppsprettu skrifa sinna, en þeir þurfi að fara þaðan til að geta skrifað, eins og margir hafa gert. Eitt af frægustu dæm- unum James Joyce sem skrifaði alltaf um Dublin þó hann kæmi ekki þangað nema einu sinni eftir að hann flutti þaðan kornungur maður. – Ég kem frá Reykjavík. Þar gerðist allt í lífi mínu eða gerðist ekki, sem er jafnvel enn mikilvægara. Þegar ég gerði lokatilraunina til að flytja frá Reykjavík þá dugði ekki minna heldur en að flytja á tvo staði í einu, á Selfoss og til Frakklands. Þannig tókst mér að ná fjarlægð á Reykjavík frá tveimur ólíkum stöðum. Kristiina Ehin ornar sér á eldinum undir fótum sér, í iðrum jarðar. Eld- urinn kveikir hlýjuna sem er miðja tilveru hennar. Mikael Niemi svarar því til að heitt járn sé 25% jarðarinnar og hlýjan því harla óspennandi. Þá sé skárra að ímynda sér hola jörð eða fimm stjörnu hótel í jarðarmiðjunni fyrir dauðar sálir. Miðjan fyrir honum er annars staðar en í Skandinavíu, einkum ef maður elst upp í smábænum Pajala nærri heimskauts- baugnum, þar sem aldrei eru teknir þættir fyrir MTV og enginn getur talist frægur. Þess vegna horfa íbúarnir annað. Einar Már Guðmundsson bendir á þverstæðuna við það. Fólk taki varla eftir staðnum þar sem það elst upp; ekki fyrr en það flytur þaðan. Þá áttar það sig á því að það þurfti ekki að flytjast brott, því heimurinn var alltaf á æskuslóðunum. En það gat ekki áttað sig á því án þess að fara þaðan. Nokkur röð hefur myndast í Máli og menningu, þar sem José Sara- mago áritar bækur. Hann fékk víst MTV-verðlaun rithöfunda. – Ljúfur strákur, segir hann um nýfædda stelpu í faðmi móður sinnar. Þegar kemur loks að blaðamanni biður hann Nóbelsskáldið um að skrifa: „Til konunnar sem geymir bækur í fataskápnum.“ En Saramago skilur hann ekki og skrifar bara nafnið á stóru systur. – Maður þarf ekki fataskáp ef til eru bókaskápar, segir bókaormur og klappar blaðamanni á öxlina. Ég hitti mann um daginn sem sagðist hafa sett upp hillur í svefnherberginu fyrir ellefu þúsund bækur. Ég spurði ekki hvort hann væri giftur. Ég þurfti þess ekki, segir hann og kímir. Iðnó er gryfja bókaormanna. Heima er konan mín að lesa fyrir litlu dótturina. Hingað koma fullorðnir til að láta lesa fyrir sig. Fólk vill láta segja sér sögu. Stemmningin dálítið eins og í kvikmyndahúsi, nema fólk lokar augunum eða horfir í gaupnir sér. Þá sér það betur. Á sviðinu sitja rithöfundar í sínu náttúrulega umhverfi; uppdekkuð borð eins og á kaffihúsum. Andres Ehin talar um að himinninn skríði und- ir jörðina og öllum rigni upp í himininn. Arnaldur Indriðason botnar ekk- ert í góðum viðtökum Mýrinnar, en hvítu blómin á sviðinu verða eins og blóm á leiði þegar hann hefur lesturinn. Sænski höfundurinn Henning Mankell segir stutta sögu sem kemur í stað blóma vegna morðsins á vin- konu hans, sænska utanríkisráðherranum Önnu Lindh. – Síminn hringdi. Þegar ég svaraði var ég spurður hvort [Kurt] Wall- ander [persóna í sögum Mankells] myndi segja já eða nei við evrunni. Ég hafði aldrei leitt hugann að því. En svaraði því til að hann hefði líklega sagt já. Þá brást maðurinn ókvæða við og spurði af hverju ég hefði upp- frætt hann svona illa. Sagði að ég yrði að bæta úr því fyrir sunnudaginn. Á risloftinu í Iðnó keppast rithöfundar um að koma orðum að. Þeim sem ekki eru frátekin fyrir lesendur. Nú eru höfuð þeirra á sporbaugi og til verða ólíkar sögur úr næturlífinu. Síðan hverfa þeir aftur í hugskotin og taka til við að skapa veraldir. Morgunblaðið/Þorkell Í sólkerfum rithöfunda SKISSA Pétur Blöndal sótti bók- menntahátíð „ÉG dreg enga dul á það að ég er mjög ósáttur við framkomu hans í þessu máli,“ segir Magnús Þór Haf- steinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, og vísar til Gunnars Arnar Örlygssonar, þingmanns Frjáls- lynda flokksins, og þess að Gunnar skyldi ekki hafa greint flokknum frá umferðarlagabrotum sínum sem fóru fyrir dómstóla í vikunni. Málefni Gunnars voru rædd á sér- stökum þingflokksfundi Frjálslynda flokksins á föstudag. Ákveðið var að þingflokkurinn héldi annan fund í næstu viku með Gunnari þar sem honum verður gefinn kostur á að skýra mál sitt. Gunnar verður þá laus úr fangelsi en hann afplánar nú dóm fyrir bókhaldsbrot og brot á lögum um stjórnun fiskveiða. „Þing- flokkurinn var sammála um að bíða eftir því að Gunnar geti hitt okkur og skýrt sín mál; hann á fullan rétt á því,“ útskýrir Magnús Þór. Í vikunni krafðist ríkissaksóknari þess að Gunnar yrði dæmdur í eins mánaðar óskilorðsbundið fangelsi fyrir umferðarlagabrot, en hann var stöðvaður á 103 km/klst hraða í Húnavatnssýslu 4. ágúst árið 2001, á vegarkafla þar sem leyfilegur há- markshraði er 90 km. Var það jafn- framt í þriðja sinn sem hann gerðist sekur um akstur bifreiðar án öku- réttinda. Hafði hann misst ökurétt- indin fyrir ölvunarakstur. Dómur kvað hins vegar upp þann úrskurð á miðvikudag að Gunnari yrði ekki gerð sérstök refsing fyrir umferð- arlagabrotin, eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu á fimmtudag. Ekki rætt um að Gunnar afsali sér þingmennsku Skv. upplýsingum Morgunblaðs- ins gerði Gunnar ekki samflokks- mönnum sínum grein fyrir þessum umferðarlagabrotum, þegar hann tók sæti á lista flokksins í Suðvest- urkjördæmi í vor. Eru þingmenn flokksins afar ósáttir við það. „Hann sagði okkur ekki afdráttarlaust frá þessari fortíð sinni,“ segir Magnús Þór. Spurður um dóm Gunnars og þau brot sem hann situr nú inni fyrir segir Magnús að þau mál hafi öll verið á borðinu fyrir alþingiskosn- ingarnar. „Hann var samþykktur inn þótt hann væri með þann dóm á bakinu,“ segir Magnús og bendir auk þess á að þau brot hafi tengst „mjög umdeildri kvótalöggjöf“. Hann ítrekar að flokksmenn hafi vit- að um þau brot en ekki umferðar- lagabrotin. Aðspurður segir Magnús að Gunnar muni ekki verða við þing- setningu í næsta mánuði. „Það kem- ur ekki til greina að hann setjist inn á þing fyrr en hann er búinn að klára sín mál,“ segir Magnús en þegar Gunnar losnar út í næstu viku á hann eftir að taka út afganginn af dómnum í samfélagsþjónustu. Mun hann ljúka afplánum sinni fyrir ára- mót. Sigurlín Margrét Sigurðardótt- ir mun taka sæti Gunnars á þingi þangað til. Aðspurður segir Magnús að ekki hafi verið rætt um það innan flokksins að Gunnar afsali sér þing- mennsku vegna þessara mála. Frjálslyndi flokkurinn fundar vegna Gunnars Örlygssonar Gunnar skýri mál sín á fundi í næstu viku Á ÞRIÐJA hundrað umsóknir bár- ust um þrjátíu og fimm nýjar íbúð- arlóðir í Selbrekku á Egilsstöðum. Á lokuðum fundi umhverfisráðs Austur-Héraðs í gær, var í viðurvist sýslumanns dregið um lóðirnar og því ljóst að um tvö hundruð um- sækjendur sitja eftir með sárt enn- ið. Í Selbrekku, sem er birkiskóg- lendi efst í Egilsstaðabæ, er gert ráð fyrir að byggðar verði allt að sextíu íbúðir. Þrjátíu og tvær eru fyrir einbýlishús, en þrjár lóðir fara undir raðhús eða hæðaskipt sambýli með fjórum til tólf íbúðum. Austan og norðan Selbrekku liggur helsta útivistarsvæði bæjarbúa, Sel- skógur. Gengið verður til samninga við Íslenska aðalverktaka um jarðvinnu og lagnir í fyrsta áfanga Selbrekku- byggðarinnar. Kostnaður við verkið nemur um 74,5 milljónum króna og er ætlað að því ljúki 1. apríl 2004. Lóðarhöfum verður væntanlega veittur aðgangur að svæðinu um eða eftir áramót og er reiknað með að lóðirnar verði byggingarhæfar snemmvors á næsta ári. Mikil spurn eftir íbúðarlóðum í Selbrekku á Egilsstöðum Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Slegist er um lóðir í Selbrekku en þar er gert ráð fyrir allt að 60 íbúðum. Margir sitja eftir með sárt ennið Egilsstöðum. Morgunblaðið. ÞRJÁTÍU og þrír af 125 sem boðaðir voru í inntökupróf í Lögregluskóla ríkisins mættu ekki í prófin, 16 þeirra höfðu samband og gáfu skýr- ingar á fjarveru sinni en 17 létu ekk- ert frá sér heyra. Á heimasíðu Ríkislögreglustjóra segir að það sé áhyggjuefni hversu margir, eða 13,6% allra umsækj- enda, hafi ekki mætt í prófin og ekki gefið skýringu á fjarveru sinni. „Þetta er ekki síst umhugsunarefni vegna þess að viðkomandi eru að sækjast eftir að starfa sem lögreglu- menn en til þeirra eru gerðar mjög strangar kröfur, m.a. um nákvæmni, stundvísi og áreiðanleika.“ Fram kemur að sú hugmynd hafi verið rædd hvort umsækjandi um skólavist þurfi eftirleiðis að greiða óafturkræft inntöku- eða prófgjald svo umsókn hans verði yfirleitt tekin til skoðunar hjá valnefnd Lögreglu- skólans. Umtalsverður kostnaður hljótist vegna umfjöllunar um hverja umsókn. 22 féllu á þrekprófi Alls þreyttu 92 umsækjendur inn- tökupróf Lögregluskólans fyrir skólaárið 2004. Tuttugu og sjö féllu á prófunum, þar af náðu 22 ekki þrek- prófum og fimm féllu á íslenskuprófi. 33 af 125 mættu ekki í inntökupróf Lögregluskóli ríkisins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.