Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 41
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2003 41 Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Ólafur Snorri Ottósson 435 0098 694 7372 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Björn Svanur Þórisson 452 4019/864 4820/690 7361 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík María Jane Duff 475 6662 Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 847 5572 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 846 8123 Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 895 0222 Hellissandur/Rif Lára Hallveig Lárusdóttir 436 6889/436 1291/848 1022 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Bylgja Finnsdóttir 453 7418 893 5478 Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 894 5591 Hveragerði Erna Þórðardóttir 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ranveig Á. Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8378 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Jakop Antonsson 486 8983 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Oddur Bjarni Bjarnason 486 8900 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð v/Mýv. Margrét Hróarsdóttir 464 4464 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888 862 2888 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Hanna Lísa Vilhelmsdóttir 472 1102 690 2415 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 456 4936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Varmahlíð Ragnar Helgason 453 8134 867 9649 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 698 7521 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475 Þingeyri Arnþór Ingi Hlynsson 456 8285 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni HAUST- OG VETRARLITIRNIR 2003 Útsölustaðir með línuna: LYFJA Lágmúla, LYFJA Smáratorgi, LYFJA Laugavegi, LYFJA Garðatorgi, LYFJA Setbergi, LYFJA Smáralind, LYFJA Kringlan, HAGKAUP Smáralind, LYF og HEILSA Hamraborg, LYF og HEILSA Austurveri, RIMA Apótek- Grafarvogi, Snyrtivöruverslunin NANA Hólagarði, Árbæjarapótek, LYFJA Grindavík, LYFJA Egilsstöðum, LYFJA Húsavík, Vestmannaeyjarapótek. Kvikmyndir sem MAX FACTOR hefur séð um förðun eru m.a.: About a Boy, Bridget Jone's Diary, Charlies Angels, Anna and the King, Notting Hill, Titanic, The English Patient, Evita, Bugsy Malone, Alien, Interview with a Vampire.... Hverafold 1-3 • Torgið • Grafarvogi • Sími 577 4949 Gallabuxur, bolir, peysur Full búð af glæsilegum fatnaði Opnunartími: 11-18 mánudag-föstudags 12-16 laugardag Fyrst þegar maður verður fyrir þessu heldur maður að ferillinn sé á enda en áttar sig svo fljótlega á að þetta fylgir starfinu og málið sé að læra að venj- ast harðri gagnrýninni. Hvað þessa hörðu gagnrýni á Líf Davids Gales varðar þá kom hún mér reyndar á óvart vegna þess að ég er mjög stoltur af henni. En við þetta áttaði ég mig fyrst á því hversu hægrisinnaðir flestir bandarískir gagnrýnendur eru.“ – Þessi taugaveiklun sem þú talar um kemur greinilega fram í því að nú virðist önnur hver mynd alvarlegs eðlis vera sökuð um að vera and- bandarísk. Þú hlýtur því að hafa fund- ið fyrir því einnig? „Já, að sjálfsögðu. En þessi mynd er þó hreint ekki fjandsamleg Banda- ríkjunum. Ég hef gert margar mynd- ir þar og munurinn á þessari mynd og öðrum sem legið hefur verið á hálsi fyrir að vera fjandsamlegar Banda- ríkjunum er sá að mín mynd var gerð í Hollwyood. Það flækir málið svolítið og hlýtur að renna stoðum undir það að myndinni er alls ekki beint gegn bandarísku þjóðinni sem heild. Það er auðveldara að bauna á Bandaríkin í mynd sem gerð er fyrir íranska pen- inga, þú skilur. En til að gefa greinarbetra svar, hef ég unnið í Bandaríkjunum í ára- raðir og alltaf verið heillaður af mik- ilfengleika þeirra og margbreytni. En um leið hef ég líka haft áhuga á ófull- komleika þeirra, sem er ákaflega dramatískt og merkilegt viðfangsefni fyrir kvikmyndagerðarmann eins og mig. Og ég hef oftsinnis nýtt mér það, allt síðan í Midnight Express.“ Riddari sem ruddi brautir Líkt og svo margir aðrir kvik- myndagerðarmenn hóf Parker, sem er Breti, feril sinn með gerð auglýs- inga. Á sjöunda áratugnum var hann einn sá allra heitasti í því faginu og fór að fikra sig út í sjálfa kvikmyndagerð- ina þegar komið var fram á áttunda áratuginn. Fyrsta myndin hans í fullri lengd var Bugsy Malone og sló í gegn árið 1975. Þótti enda frumleg í meira lagi, skartaði krökkum í öllum hlut- verkum, þ.á m. Jodie Foster. Þar með varð ekki aftur snúið, Hollywood bauð honum gull og græna skóga. Parker hefur vart litið um öxl síðan, jafnvel þótt hann hafi strax með næstu mynd sinni, hinni átakanlegu Midnight Ex- press, sýnt að hann væri ekki á þeim buxunum að láta þá ráðskast með sig þarna í Holly, að hann væri ekkert lamb að leika við og myndi taka áhættur á ferlinum. Sem og hann hef- ur gert. Þeir eru vart til kvikmynda- gerðarmennirnir af hans stærðar- gráðu sem komist hafa upp með að leika sér eins mikið, prófa sig svona áfram með formin og tegundirnar – enda hefur honum oftast nær tekist einkar vel upp og ósjaldan rutt nýjar brautir, startað nýju trendi, eins og sagt er. Nægir þar að nefna The Wall (1982) sem byggist á tónlist Pink Floyd en hún þykir hafa um margt lagt línur í gerð tónlistarmyndbanda. Listaháskólaunglingamyndin Fame (1980) gat af sér vinsæla tónlist og vinsæla sjónvarpsþætti, sem og að sýna fram á hvað skólamyndir gætu fallið vel í kramið ef vel væri að verki staðið. Með Birdy (1984) staðfesti Parker leikhæfileika tveggja ungra leikara Nicolas Cage og Matthew Modine. Sýndi jafnframt fram á í Angel Heart (1987) að Mickey Rourke gæti leikið hefði hann nægi- lega gott efni í höndunum. Mississippi Burning (1988) laðaði fram enn einn leiksigurinn hjá tveimur af helstu kvikmyndaleikurum Bandaríkjanna, Gene Hackman og Willem Dafoe, og sorglega lítið fór fyrir dramanu Come See The Paradise (1990) sem tók á gleymdum svörtum blett í nútíma- sögu Bandaríkjanna, fordómum gegn innflytjendum frá Asíu á kreppuár- unum. The Commitments (1991) fór hinsvegar ekki framhjá neinum enda sló þessi lauflétta sálartónlistarmynd sem gerð var eftir sögu Írans Roddys Doyles rækilega í gegn og taldi heimsbyggðinni trú um að Írar væru blökkumenn Evrópu. Er ekki einu sinni allt upp talið en á nær 30 ára ferli hefur Parker sent frá sér einar 14 kvikmyndir, og gert nær allar þeirra í Hollywood. Parker er tvímælalaust einn virt- asti núlifandi breski kvikmyndagerð- armaðurinn og hefur látið sig mjög varða breska kvikmyndagerð og framgöngu hennar jafnvel þótt hann hafi lítið sem ekkert starfað þar sjálf- ur. Parker var sleginn til riddara árið 2002 og ber nú titilinn Sir Alan Park- er. Erfiðir tímar – En er öðruvísi fyrir þennan breska innflytjanda að búa og starfa sem kvikmyndagerðarmaður í Bandaríkjunum en þegar hann settist þar fyrst að fyrir þremur áratugum? „Já, það er allt gjörbreytt. En ég er bara nýbúinn að átta mig á því, vegna þess að mér hefur alltaf fundist ég svo lánsamur að hafa getað búið til þær myndir sem mig langaði til og það inn- an stúdíókerfisins í Hollywood. En á síðustu árum hef ég orðið var við hversu miklum mun erfiðara það er fyrir listamenn að ráða efnisvali sínu. Ekki bara vegna pólitískra breytinga sem átt hafa sér stað, heldur er smekk- ur áhorfenda orðinn svo miklu þrengri. Við kannski gröfum okkar eigin gröf og komumst ekki uppúr henni. Ef gerðar eru fleiri og fleiri myndir eins og Matrix, þá vilja áhorfendur sjá fleiri og fleiri myndir eins og hana, sem aftur gerir að verkum að erfiðara og erfiðara verður fyrir okkur að ætla að gera ann- ars slags myndir.“ – Ef þú lítur yfir myndir þínar, heldurðu að þar sé einhver á meðal sem þú fengir ekki stuðning til að gera í dag? „Ef stúdíóin ættu að segja já eða nei við Lífi Davids Gales í dag, þá myndu öll segja þvert nei. Þeir sögðu já við allt aðrar kringumstæður, í allt öðrum heimi. Ég held að Midnight Express fengist ekki gerð í dag, ekki Come See The Paradise, Birdy hefði ekki orðið til. Eiginlega held ég að það yrði sagt nei við öllum mínum mynd- um. Þannig er það bara núna. Ég efast þó um að þetta sé var- anlegt ástand. Í það minnsta vona ég ekki. Kvikmyndagerðin hefur það djöfullegt um þessar mundir. Banda- rísk kvikmyndagerð drottnar yfir allri annarri, hvar sem er í heiminum, og bandarísk kvikmyndagerð er alltaf að verða einhæfari og einhæfari. Á meðan verður sífellt erfiðara að gera myndir með meiningu, myndir sem hafa eitthvað fram að færa, innlegg í umræðuna, bera upp ögrandi spurn- ingar. Það eru erfiðir tímar fyrir kvik- myndirnar.“ – Muntu geta haldið áfram að gera kvikmyndir eftir þínu höfði við slíkar kringumstæður? Heldurðu að þú verðir að flýja Bandaríkin á endanum til að geta haldið áfram að gera mynd- ir? „Ég held kannski að besta svarið við þessu sé að vitna í Michael Caine. Hann var eitt sinn spurður að því hvort hann ætlaði sér einhvern tím- ann að setjast í helgan stein. Og hann svaraði: „Það er ekki sjálfra leikar- anna að ákveða það heldur þeirra [stúdíóstjóranna].“ Eftir að hafa unnið linnulaust við að búa til bíómyndir í hartnær 30 ár, ætla ég bara sísona að hætta? Nei. Ég held þó að ég muni ekki fá stuðninginn framar til að gera eins stórar myndir og áður. En það er hægt að gera minni myndir góðar, myndir sem ekki eru upp á fjársterka aðila í Hollywood komnar. Ég held að framtíð mín og annarra af svipuðum toga liggi í gerð slíkra mynda. The Commitments var þannig og sú mynd er kannski sú ánægjulegasta sem ég hef unnið við. Hugsanlega sú best heppnaða líka.“ Dáist að Björk Sir Alan Parker hefur nýlokið við skáldsögu sem kemur út í nóvember. „Miklu siðmenntaðri sá bransi því ég þarf ekki að fara á hnén og biðja Hollywood um peninga. Svo kemur að því að ég þarf að fara að huga að því að gera aðra mynd. Satt best að segja er ég ekki í miklu stuði til þess eins og stendur. Ætli ég verði ekki að fara gera aðra söngva- eða tónlistarmynd? Kannski með Björk í aðalhlutverki. Ég dáist að frumleika hennar og geggjun,“ segir Sir Alan Parker og skilur blaðamann eftir eitt stórt spurningamerki. Sir Alan Parker verður sextugur á næsta ári og segist hvergi nærri búinn að segja sitt síðasta þrátt fyrir yfirlýs- ingar bandarískra gagnrýnenda um hið gagnstæða. skarpi@mbl.is Líf Davids Gales er sýnd í Há- skólabíói og Sambíóunum. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.