Morgunblaðið - 24.09.2003, Side 23

Morgunblaðið - 24.09.2003, Side 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 23 Úrval-Úts‡n Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 • Keflavík: 420 6000 Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt. www.urvalutsyn.is 2., 7., 14. og 21. okt. alm. ver› m.v. tvo í stúdíó án gar›s‡nis í 7 nætur. Aukagjald f. gar›s‡ni er 3.500 kr. á mann í viku.51.855 kr.* Hausttilbo› á Brisa Sol alm. ver› á mann m.v. 2 í stúdíó á mann í 7 nætur.32.560 kr.* Tveir fyrir einn í október * Innifali›: flugvallaskattar, akstur til og frá hóteli erlendis, gisting og íslensk fararstjórn. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 23 45 09 /2 00 3 Allir Íslendingar sem komi› hafa til Portúgal flekkja Brisa Sol. Einstaklega gott og fallegt hótel flar sem öll a›sta›a er til fyrirmyndar. 4ra stjörnu íbú›ahótel Aukafer › 2. - 9. o kt. Paraiso de Albufeira me› gó›um íbú›um og glæsilegum hótelgar›i. ÞJÓÐSAGA nefnist ljósmyndasýning Jónu Þorvaldsdóttur sem nú stendur yfir í Ljósa- fold, Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14–16. Jóna Þorvaldsdóttir stundaði nám við European Institute of Photography í Pól- landi 1997 til 2000. Hún hefur einnig sótt námskeið í ljósmyndun í Slóveníu (2000), Bandaríkjunum (2001) og á Íslandi (2003). Árið 2000 tók hún þátt í samsýningu á vegum tímaritsins Warsaw Voice í Póllandi og hlaut verðlaun fyrir bestu ljósmyndina auk viðurkenningar fyrir tvær aðrar. Þetta er önnur einkasýning Jónu Þorvaldsdóttur, en í vor hélt hún sýningu á Mokka. Sýningin stendur til 5. október. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10–18, laugardaga til 17 og sunnudaga kl. 14–17. Ein ljósmynda Jónu í Galleríi Fold. Ljósmynda- sýningin Þjóðsaga í Galleríi Fold BORGARLEIKHÚSIÐ býður gestum og gangandi til kynn- ingarkvölds á stóra sviði leik- hússins í kvöld, miðvikudags- kvöld. Dagskráin hefst kl. 20. Leiksýningar vetrarins hjá Leikfélagi Reykjavíkur, Ís- lenska dansflokknum og sam- starfsaðilum Leikfélagsins verða í brennidepli. Einnig má búast við óvæntum innkomum þekktra persóna úr leikhúsbók- menntunum. Allir leikarar og dansarar í Borgarleikhúsinu sýna listir sínar. Borgarleik- húsið kynnir dagskrá sína „AFMÆLIÐ mitt er nú bara yfirvarp til að halda tónleika. Það þarf auðvitað ekkert sér- stakt tilefni til að halda tónleika, en ég geri það samt,“ segir Ólafur Kjartan Sigurðarson um tónleikana sem verða í Óperunni í kvöld í nýrri tónleikaröð: Haustkvöld í Óperunni. Þar fagnar Ólafur Kjartan Sigurðarson barí- ton 35 ára afmæli sínu ásamt Jónasi Ingi- mundarsyni píanóleikara og því hafa tónleik- arnir hlotið yfirskriftina „Hann á afmæli í dag...“ „Afmælið er því bara afsökun og engin sér- stök tímamót í mínu lífi önnur en þau að þeg- ar ég byrjaði að syngja fór ég fljótt að hlakka alveg svakalega til þess að verða þrítugur. Ég var alltaf að bíða eftir því að röddin þroskaðist. Þegar ég varð svo þrítugur komst ég að því, að ég var ekki nema rétt kominn af stað í þroskanum og gat ekki beðið eftir því að verða þrjátíu og fimm. Núna er staðan sú, að ég vil bara ljúka þessu afmæli af, svo ég geti farið að hlakka til þess að verða fertug- ur,“ segir Ólafur Kjartan um þessa sérstöku „afsökun“ á því að syngja fyrir fólk, en bætir því við að fólk eigi að gera sér glaðan dag á afmælinu sínu og auðvitað finnst honum skemmtilegast að syngja fyrir aðra – ekki síst með Jónasi. „Ég syng fimm sönglög eftir Tsjaíkovskíj, á rússnesku – allt undurfögur lög sem fanga mann inn að hjartarótum, hvert á sinn hátt, og svo syng ég hvorki meira né minna en Vier Ernste Gesänge eftir Jóhannes Brahms,“ segir Ólafur Kjartan um efnisskrána. En þetta er bara fyrri hlutinn, og Ólafur Kjartan segir að eftir þessa törn verði hlé sennilega vel þegið. Hann vílar ekki fyrir sér að syngja á rússnesku, en ætlar ekki að biðja rússneska tónleikagesti að leggja sig sérstaklega eftir framburðinum. „Ég fékk þó aðstoð við þetta frá vinkonu minni úr Hamrahlíðarkórnum Áslaugu Thorlacius. En eins og þú sérð, ætl- um við að láta taka okkur alvarlega fyrir hlé, að minnsta kosti. Eftir hlé verður meira „af- mæli“ í músíkinni, skemmtileg stund, en engu að síður alvarleg tónlist. Við gefum eng- an músíkalskan afslátt, þótt við ætlum að skemmta okkur pínulítið. Eftir hlé syngjum við bara það sem okkur þykir skemmtilegast að syngja, og vonum að aðrir hafi jafngaman af.“ Ólafur Kjartan varð fyrstur söngvara til að skrifa undir fastráðningarsamning við Ís- lensku óperuna, þar sem hann hefur nú starf- að í rúm tvö ár, og meðal hlutverka sem hann hefur komið fram í á þeim tíma eru Macbeth, Fígaró og Papagenó. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ólafur Kjartan Sigurðarson með Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara. Við gefum engan músíkalsk- an afslátt HAFNARBORG í Hafnarfirði efnir til há- degistónleika í vetur, undir listrænni stjórn Antoníu Hevesi, píanó- og orgelleikara. Pétrún Pétursdóttir, forstöðu- kona Hafnarborgar, segir þetta tónleika- hald þó byggt á göml- um grunni. „Hafnar- borg hefur starfað í fimmtán ár, og í upp- hafi vorum við með mánaðarlega eftirmið- dagstónleika í sam- vinnu við Tónlistarskól- ann í Hafnarfirði, þar sem kennarar skólans eða aðrir sem tengdust honum komu fram. Þegar skólinn flutti datt þetta tónleikahald niður. Í sumar var Antonía svo fengin til að skipuleggja hádegistónleika í tilefni af lista- og menningarhátíðinni Björtum dögum, sem stóð yfir í júlí. Tónleikarnir mæltust svo vel fyrir og þóttu svo skemmtilegir og áhuga- verðir, að mér datt í hug að frá Ant- oníu til samstarfs við að endurnýja þessa eftirmiðdegistónleikaröð, en með öðru yfirbragði. Við vildum hafa tónleikana í miðri viku og höfða til fólks sem vinnur hér í miðbænum. Það gæti þá nýtt hádegishlé sitt til að njóta góðrar tónlistar.“ Antonía tók tilboðinu vel og hefur þegar skipulagt tónleikadagskrá til áramóta. Reyndar tóku þær forskot á veturinn með tónleikum Hlöðvers Sigurðssonar tenórsöngvara og Ant- oníu, en þeir vöktu mikla lukku. Allir tónleikarnir verða á fimmtudögum og hefjast kl. 12.00. Hjörleifur Vals- son fiðluleikari verður gestur Anton- íu á fyrstu tónleikunum, í hádeginu á morgun. Tónleikarnir bera yfir- skriftina: Leikið lausum hala. „Þetta verða mjög fjörugir tónleikar og við flytjum eingöngu alvörufiðluverk, bravúrstykki, þar sem Hjörleifur fær tækifæri til að sýna sig,“ segir Ant- onía. „Crazy - á barmi örvæntingar,“ er yfirskrift hádegistónleikanna 30. október, en gestur Antoníu þá verður Kristín R. Sigurðardóttir. „Kristín syngur aríur þar sem persónurnar sem syngja eru ýmist geggj- aðar, eða á barmi sjálfs- morðs eða annarrar ör- væntingar. Þetta verður mjög drama- tískt. 20. nóvember býð ég Öldu Ingibergsdóttur að syngja með mér, og þá tónleika köllum við Töfra Mozarts, – við er- um báðar skotnar í Mozart, og hún syngur bæði aríur og fleira, meðal annars aríu Næt- urdrottningarinnar úr Töfraflautunni. 11. desember kemur Þórunn Guðmundsdóttir og við flytj- um jólalög af ýmsu tagi.“ Pétrún segist hlakka til að fá há- degistónleika í húsið, – tónleikarnir í sumar hafi verið skemmtileg viðbót við starfsemina í húsinu, þeir hafi því gefið mjög góða raun. „Það verður enginn aðgangseyrir, fólk getur komið til að njóta tónlistarinnar í þann hálftíma sem tónleikarnir standa, og kaffistofan okkar verður opin fyrir þá sem vilja fá sér hádeg- isverð að þeim loknum.“ Hádegistónleika- röð í Hafnarborg Antonía Hevesi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.