Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ „ÞAÐ sem skiptir mestu máli er að fyrirtækið lýsir því yfir að það muni virða virkjunarsamninginn og það muni gilda bæði fyrir starfsmenn þess og aðra tengda því,“ segir Þor- björn Guðmundsson, talsmaður samráðsnefndar um virkjunar- samning við Kárahnjúkavirkjun um yfirlýsingu ítalska verktakafyrir- tækisins Impregilo, sem nefndin og Vinnumálastofnun fengu í gær. Í yfirlýsingunni kemur meðal annars fram að Impregilo ábyrgist að laun starfsmanna verði reiknuð út samkvæmt íslenskum kjara- samningum og þau verði, að frátöld- um lífeyrissjóðsgreiðslum og skött- um, greidd inn á bankareikning viðkomandi starfsmanns. Ennfrem- ur að Impregilo ábyrgist launa- greiðslur starfsmannaleiganna. Launamálahluti samráðsnefnd- arinnar og Þórarinn V. Þórarins- son, lögfræðingur Impregilo, áttu um tveggja tíma fund um málið og síðan fór Þórarinn á fund Gissurar Péturssonar, forstjóra Vinnumála- stofnunar, en launamálahluti sam- ráðsnefndarinnar og Þórarinn ætla að hittast aftur í dag. Þorbjörn Guð- mundsson segir að greiðslurnar séu ekki bundnar við bankareikninga á Íslandi og ýmislegt þurfi að skoða betur eins og til dæmis launin og ráðningarsamninga sem séu gerðir erlendis, en yfirlýsingin opni málið. „Við skiljum yfirlýsinguna þannig að það ætti að vera hægt að tryggja það að starfsfólkið, sem kemur í gegnum starfsmannaleigurnar, verði að lágmarki á þeim starfskjör- um sem virkjunarsamningurinn tryggir. Það er meginkjarninn.“ Gissur Pétursson segist vera ánægður með yfirlýsingu fyrirtæk- isins, en hafa beri í huga að hún varði erlenda starfsmenn frá lönd- um innan evrópska efnahagssvæð- isins, einkum starfsmenn frá Tyrk- landi og Rúmeníu sem vinni við það að setja upp vinnubúðirnar. Vinnu- málastofnunin sé hins vegar að grennslast fyrir um þá starfsmenn sem eru með ráðningarsamning tengdan atvinnuleyfi. „Ég er mjög ánægður með það að fyrirtækið sýni þennan samstarfsvilja,“ segir hann. Vinnumálastofnun verði í samskiptum við Impregilo Fyrirsjáanlegt er að eftir á að manna mörg verkefni með erlendu vinnuafli og segir Gissur að Vinnu- málastofnun verði því í stöðugum samskiptum við Impregilo. Hann bendir á að í eins neikvæðri um- ræðu og fyrirtækið hafi lent í fljóti gjarnan ýmislegt með sem sé ósanngjarnt en tilfellið sé að for- svarsmenn Impregilo hafi gert margt ágætlega. „Það er verið að setja upp þessar vinnubúðir og þær eiga eftir að verða mjög fínar og kannski með þeim fínustu sem hafa þekkst við virkjunarframkvæmdir. Þeir hafa reynt að mæta mörgum athugasemdum sem hafa komið fram og það hefur verið fullur sam- starfsvilji á mörgum sviðum.“ Impregilo ábyrgist að virða virkjunarsamninginn Morgunblaðið/Þorkell Þórarinn V. Þórarinsson, lögfræðingur Impregilo, kemur af fundi sem hann átti með Gissuri Péturssyni, forstjóra Vinnumálastofnunar. PÁLL Gunnar Pálsson, for- stjóri Fjármálaeftirlitsins, seg- ir að Fjármálaeftirlitið hafi ekki tekið ákvörðun um hvort sérstök athugun verði gerð á sölu og rekstri Fóðurblöndunn- ar umfram viðvarandi eftirlit. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Tilefni fyrirspurnarinnar er frétt í Morgunblaðinu, sem birtist sl. þriðjudag, en þar kom fram að endurskoðendur Price- WaterhouseCoopers (PWC) gerðu í árslok 2001 alvarlegar athugasemdir við hvernig stað- ið var að kaupum á Fóður- blöndunni á miðju ári 2000, en kaupendur voru dótturfélag Kaupþings og GB-fóður. Í skýrslu PWC er því haldið fram að nýir eigendur fyrirtækisins hafi tekið 660 milljónir út úr fé- laginu m.a. með því að láta það greiða 182 milljónir í arð til hluthafa. Endurskoðendur PWC telja að ekki verði séð að heimildir séu fyrir þessum ráð- stöfunum í lögum. Arðurinn var endurgreiddur inn í félagið á árinu 2001 eftir að skýrsla PWC hafði verið gerð. Engin ákvörðun um rann- sókn NÓI albínói eftir Dag Kára Pét- ursson verður framlag Íslands til forvals Óskarsverðlaunanna að þessu sinni. Þetta kom í ljós í dag þegar framleiðendur Stellu í framboði ákváðu að draga sig út úr kosningunni, en aðeins þessar tvær myndir uppfylla skilyrði Bandarísku kvikmyndaakademí- unnar um kjörgengi. Því fellur niður kosning um framlag Íslands til Óskars sem fara átti fram í Kvikmyndamiðstöð Íslands á morgun og laugardag. Nói albínói framlag Íslands til Óskarsins HLUTHAFAFUNDUR hefur verið boðaður í Íslandsbanka hf. föstudaginn 3. október næstkom- andi. Á fundinum verður óskað eftir heimild til að auka hlutafé í bankanum um allt að 1.500 millj- ónir króna að nafnverði. Jafn- framt verður þess óskað að hlut- hafar falli frá forgangsrétti til áskriftar að hinum nýju hlutum. Í tilkynningu frá Íslandsbanka segir að tilefni hlutafjáraukning- arinnar séu kaup á hlutum á Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Í ljósi þess að Íslandsbanki hafi keypt yfir 40% eignarhlut í Sjóvá-Almennum tryggingum hafi stofnast skylda Íslandsbanka til að gera öðrum hluthöfum yf- irtökutilboð, samkvæmt ákvæð- um laga um verðbréfaviðskipti. Yfirtökutilboð á genginu 37 Fram kemur í tilkynningunni að bankaráð Íslandsbanka áformi að gera hluthöfum í Sjóvá-Al- mennum tryggingum yfirtökutil- boð þar sem boðnar verði 37 krónur fyrir hvern hlut í félag- inu. Er það hæsta verð sem Ís- landsbanki hefur greitt fyrir hluti í félaginu. Hyggst bankinn bjóða hluthöfum Sjóvár-Al- mennra trygginga val um greiðslu í formi reiðufjár eða með nýjum hlutum í Íslandsbanka miðað við gengið 5,95 krónur fyr- ir hvern hlut, eða samsetningu þessara tveggja greiðsluforma. Stefnt er að því að hluthöfum Sjóvár-Almennra tryggingar verði sent framangreint tilboð eigi síðar en 17. október næst- komandi. „Markmið Íslandsbanka er að Sjóvá-Almennar tryggingar hf. verði dótturfélag Íslandsbanka hf. og þar með afkomusvið í sam- stæðuuppgjöri bankans. Þannig hyggst bankinn veita viðskipta- vinum sínum heildstæða fjár- málaþjónustu, þ.m.t. á sviði vá- trygginga,“ segir í tilkynningu Íslandsbanka. Hluthafafundur boð- aður hjá Íslandsbanka EMBÆTTI Ríkislögreglustjórans hafa borist upplýsingar um að ein- staklingar séu beittir blekkingum í þeim tilgangi að fá þá til að gefa upp persónuupplýsingar þar á meðal um kreditkortanúmer og svokölluð PIN- númer kreditkorta þeirra. Blekking- ar þessar eru gerðar með þeim hætti að einstaklingar, sem líklega hafa allir átt viðskipti við eBay uppboðsvefinn, hafa fengið tölvupóst sem virðist eiga uppruna sinn hjá eBay. Í tölvupóst- inum er bent á að villa sé í skrám vefj- arins og þurfi viðtakandi tölvupósts- ins því að gefa upp persónuupplýsingar, m.a. kredit- kortaupplýsingar. Mjög nákvæmlega hefur verið staðið að þessum blekk- ingum og hefur meðal annars verið settur upp á Netinu vefur sem svipar til vefsvæðis eBay. Erfitt er fyrir al- mennan notanda að átta sig á að sá aðili sem sendir póstinn og tekur við honum aftur er ekki tengdur fram- angreindum uppboðsvef. Grunur leik- ur á að hinir óprúttnu aðilar hafi með einhverjum hætti komist yfir netföng fólks sem átt hefur viðskipti við eBay. Hér er hins vegar um blekkingar að ræða og er fólk varað við að veita þær upplýsingar sem þar er beðið um. Þeim sem þegar hafa gefið upplýsing- ar er ráðlagt að hafa þegar samband við viðkomandi kreditkortafyrirtæki og tilkynna þar um upplýsingagjöf- ina. Rétt er að taka fram að Ríkislög- reglustjóri hefur ekki neinar upplýs- ingar um að fólk hafi látið blekkjast af póstsendingum þessum. Varað við svindlur- um í nafni eBay FÉLAG íslenskra stórkaupmanna, FÍS, hefur að gefnu tilefni ákveðið að kanna meðal félagsmanna sinna hvernig þeim hefur gengið að fá greidda reikninga hjá Impregilo og undirverktökum Ítalanna við Kára- hnjúkavirkjun. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri FÍS, segist vita dæmi þess að reikningar upp á tugi milljóna króna séu ógreiddir síðan snemma í sumar. „Þeir byrjuðu þarna í júní þannig að úttektarmánuðirnir eru orðnir þrír. Síðan þá hefur ekki verið greidd króna, að því er við best vitum. Við þurfum að átta okkur á umfanginu og hvernig í málunum liggur,“ sagði Andrés en tilefni þess að FÍS ákvað að ganga í málið var að eitt fyrirtæki hafði samband og tilkynnti að það hefði þurft að loka á viðskipti við Impregilo vegna mikilla vanskila. Andrés sagði félagið vita að fleiri fyr- irtæki væru í sömu stöðu. Aðallega væri um að ræða fyrirtæki sem flyttu inn rafmagns- og byggingarvörur en einnig hefðu mörg smærri fyrirtæki á Austurlandi sömu sögu að segja. Að sögn Andrésar hefur FÍS sent fé- lagsmönnum aðvörun um að vanda sérstaklega til samninga í viðskipt- um við Impregilo. „Við höfum ekki ákveðið hvað við gerum í framhaldi af þessari könnun. Ef þetta verður af þeirri stærðar- gráðu sem gæti verið, þá munum við væntanlega byrja á að tala við verk- kaupann [Landsvirkjun] og kanna hvað hann hyggst gera. Verkkaupi getur varla horft aðgerðalaus á ef verið er að brjóta á öllum, hvort sem það eru birgjar eða verkalýðshreyf- ingin,“ sagði Andrés. FÍS kannar hvernig Impregilo stendur í skilum Dæmi um ógreidda reikn- inga upp á tugi milljóna Morgunblaðið/Steinunn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.