Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Kornrækt á Íslandi svarar ekki nema 12% þarfa, en gæti uppfyllt allar þarfir. Guðni Einarsson tekur tali korn- bændur og Jónatan Hermannsson hjá RALA. Endurnýjun lífdaga Steinar Berg hefur látið að sér kveða í íslensku tónlist- arlífi í 30 ár og er á ný kominn í útgáfu. Árni Matthías- son ræðir við hann um ferilinn og framtíðina. Skuldbindingin í fullu gildi Gengið hefur á ýmsu í samskiptum Bandaríkjanna og Ís- lands frá því að James I. Gadsden tók við stöðu sendi- herra. Steingrímur Sigurgeirsson tók hann í viðtal. Kraftur í kornrækt á sunnudaginn FJALLASKÁLAR LOKAÐIR Ferðafélag Íslands hefur ákveðið að loka öllum fjallaskálum sínum á Laugaveginum í vetur. Ástæðan er afleit umgengni. Þá segir fram- kvæmdastjóri félagsins að ekki sé greitt fyrir afnot af skálunum. Úti- vist hefur þegar tekið ákvörðun um að loka sínum skálum. Sjúklingar hóta starfsfólki Starfsfólk á slysa- og geðdeildum hefur orðið fyrir aðkasti sjúklinga utan vinnutíma. Dæmi eru um hót- anir og eftirför. Öryggismál hafa því verið efld. Gripið hefur verið til þess ráðs að hafa aðeins fornafn starfs- manna á nafnspjöldum sem þeir bera. Saka Hoon um lygar Lögfræðingur fjölskyldu David Kellys, breska vopnasérfræðingsins, sakaði í gær Geoff Hoon, varn- armálaráðherra Bretlands, um að hafa logið að nefndinni, sem rann- sakar dauða Kellys. Hefði stjórnin notað hann sem „peð í pólitískri bar- áttu við BBC“. Stóðst ekki kröfur ESB Tilraunir til að flytja lambakjöt frá Íslandi beint til Færeyja hafa aftur siglt í strand og eru horfur á að allt kjöt sem selja á til Færeyja verði fyrst flutt til Danmerkur þar sem fram fer heilbrigðisskoðun á kjötinu. Farga þurfti nokkrum tonnum af kjöti sem flutt var til Færeyja því það uppfyllti ekki kröfur ESB. Morðið upplýst? Sænska lögreglan telur sig vera búna að upplýsa morðið á Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, og ætlaði að fara nú í morgun fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir manninum, sem hún hefur í haldi, gunaðan um verknaðinn. FÓLKIÐ bíður í röð eftir miðnætti, býr til boli, rímar, stundar jóga og er hamingjusamt | |26|9|2003 VIÐBURÐIR SEM GERA VIKUNA SKEMMTILEGRI Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 28 Viðskipti 12 Þjónusta 31 Úr verinu 13 Viðhorf 32 Erlent 14/15 Minningar 32/37 Minn staður 16 Bréf 38 Höfuðborgin 18 Kirkjustarf 39 Akureyri 19 Dagbók 40/41 Suðurnes 20 Íþróttir 43/45 Austurland 21 Leikhús 46 Landið 21 Fólk 46/53 Daglegt líf 22/23 Bíó 50/53 Listir 24/26 Ljósvakamiðlar 54 Umræðan 27 Veður 55 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir Dagskrá vikunnar. Blaðinu er dreift á landsbyggðinni. MAÐURINN sem lést í umferðar- slysi á mótum Reykjanesbrautar og Grindavíkurafleggjara á miðviku- dagsmorgun hét Gestur Breiðfjörð Ragnarsson, til heimilis að Selsvöll- um 12 í Grindavík. Hann var fæddur 9. apríl árið 1939 og lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn. Lést í bílslysi SIGURLÍN Margrét Sigurðardóttir, varaþingmaður Frjálslynda flokksins, segir starfsfólk Alþingis hafa undirbúið komu hennar á Alþingi mjög vel og hún hlakki til þingsetningarinnar. Sigurlín er fyrsti heyrn- arlausi þingmaðurinn sem tekur sæti á Alþingi. Ekki er vitað um annan heyrnarlausan þingmann á Norð- urlöndum og samkvæmt upplýsingum frá starfs- mönnum Alþingis er mjög fátítt í Evrópu allri að heyrnarlausir setjist á þing. Því þurfti að gera sér- stakar ráðstafanir í Alþingishúsinu til að nýi þingmað- urinn gæti tekið þátt í lýðræðislegri umfjöllun sem þar fer fram. Í gær reyndi Sigurlín búnaðinn ásamt túlkum sem munu verða henni innan handar meðan á þingfundi stendur. Hún segir lausnina hugvitsamlega útfærða. Í fundarsalnum situr Sigurlín með fartölvu fyrir framan sig. Á skjánum er mynd af túlki sem túlkar jafnóðum umræður þingmanna úr ræðustól. Sigurlín sér túlkinn og túlkurinn sér Sigurlín á skjá hjá sér. Taki Sigurlín þátt í umræðunum situr túlkur við ræðupúltið og flytur mál hennar. Það er því rödd túlksins sem heyrist og er tekin upp á segulband Alþingis. Sigurlín segist vera tilbúin að taka þátt í störfum þingsins. Aðspurð hvort hún kvíði jómfrúarræðunni segir hún ekki tímabært að tjá sig um það. Það komi bara í ljós þegar stundin renni upp. Morgunblaðið/Þorkell Þingumræður á táknmáli Túlkað fyrir eina heyrnarlausa þingmann Norðurlanda DRÖG að samningum um sölu Orku- veitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suð- urnesja á orku til Norðuráls vegna fyrirhugaðrar stækkunar álvers fyr- irtækisins hafa verið lögð fram. Samningsaðilar eiga þó eftir að taka afstöðu til ýmissa atriða í þeim, að sögn Ragnars Guðmundssonar, framkvæmdastjóra fjármála- og stjórnunarsviðs Norðuráls. Norðurál hyggst tvöfalda fram- leiðslugetu álvers síns á Grundar- tanga, þannig að þar verði framleidd 180 þúsund tonn á ári. Til þess þarf fyrirtækið að tryggja sér 150 mega- watta orku og hefur verið í viðræðum við Orkuveitu Reykjavíkur og Hita- veitu Suðurnesja um að útvega þessa orku. Hefur verið gert ráð fyrir að orkufyrirtækin skiptu þessu nokkurn veginn til helminga, meðal annars með byggingu nýrra virkjana á Hellisheiði og Reykjanesi og stækkun Nesjavallavirkjunar. Unnið að fjármögnun Ragnar Guðmundsson staðfestir að lögfræðingar hafi lagt fyrir drög að samningum. Með því séu samningar aðila komnir í ákveðinn farveg og enn eitt skref stigið. Samkomulag er um orkuverð en að sögn Ragnars er eftir að fara yfir hvort samningsaðilar séu sammála um ýmis efnisatriði samn- ingsdraganna. Meðal þess sem eftir er að ganga frá er flutningur orkunn- ar og hvernig varaafl verður tryggt. Þau mál þarf að ræða við Landsvirkj- un. Norðurál er einnig í viðræðum við banka um fjármögnun stækkunar ál- versins en áætlað er að framkvæmdin kosti um 25 milljarða króna. Ragnar segir unnið að því að fá viðurkenningu banka, sem gert hafa tilboð í fjár- mögnun verksins, á OR og Hitaveitu Suðurnesja sem orkusala í stað Landsvirkjunar sem í upphafi var til- greindur orkusali. Spurður að því hvort til greina komi að Landsvirkjun verði milliliður milli orkufyrirtækjanna og Norðuráls segir Ragnar ljóst að Landsvirkjun og starfsmenn fyrirtækisins hafi mikla reynslu í þessu efni og hafi áunnið sér traust erlendra banka. Hins vegar sé verkefnið núna að sannfæra bankana um að hin fyrir- tækin séu einnig traustir orkusalar og enn hafi ekkert komið upp á sem raski þeim áætlunum. Samningsdrög um orkusölu til Norðuráls lögð fyrir Enn eftir að semja um ýmis atriði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.