Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 48
FÓLK Í FRÉTTUM 48 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HINN velski fatahönnuður Julien Macdonald er breska útgáfan af Versace og Roberto Cavalli. Klæðalítil og litrík föt hans hafa mikið aðdrátt- arafl fyrir rokkstjörnur, fyrirsætur og þotuliðið almennt. Sýningu hans fyrir næsta vor og sumar á tískuvikunni í London, sem lauk í gær, var vel tekið. Sýningin var litrík og voru mynstrin bæði undir áhrifum frá Pucci og listamanninum Pet- er Blake, sem gerði garðinn frægan á sjöunda áratugnum. Hann notaði líka mikið hvítt í sýn- inguna og líka svart og eiga áreiðanlega ófáar stjörnur á næstu MTV-verðlaunahátíð eða á frönsku rívíerunni í vor eftir að skarta efnis- litlum fötum eftir Macdonald. „Þetta snýst allt um að kunna að skemmta sér,“ sagði Macdonald eftir sýninguna fyrir framan fyrisætur sínar, blaðamenn og sjón- varpstökulið. Pólitík hjá Hamnett Katherine Hamnett sýndi líka í vikunni. Hún varð fræg fyrir slagorðaboli á níunda áratugnum og kom af stað mikilli tísku hvað þá varðar. Hún notast alla jafna við pólitísk slagorð og gerði það einnig í þetta sinnið. Núna einbeitti hún sér að Afríku og þeirri ógn sem stafar að álfunni vegna HIV og alnæmis. Slagorðin voru á borð við: „Notið smokkinn“ og „Björgum Afríku“. Önnur kanóna til viðbótar er búin að sýna á tísku- vikunni og er það Paul Smith, sem núna er búinn að fá titilinn Sir. Hann leikur sér oft með sígild ensk stílbrigði og liti. Mynstrin hjá honum voru oft í anda Pucci líkt og hjá Macdonald. Hann hefur lengi verið framarlega í hönnun karlmannafata en hefur sýnt það og sannað að hann er ekkert síðri sem kvenfata- hönnuður. Alls sýndu 50 hönnuðir á tískuvikunni í London, sem stóð í fimm daga. Burberry sýnir í þetta sinn ekki í London heldur í Mílanó og franski hönnuðurinn Roland Mouret, sem býr í London, kaus að sýna vor- tískuna í New York. ALLT síðan hann sparkaði í sköflunginn á okkur á dansgólfinu, svæfði Tinu Turn- er og okkur hin um miðja nótt, brást okkur síðan öllum og gekk í bílskúrsbandið bjánalega höfum við Bowie-aðdá- endur tekið nýrri plötu frá karlinum með fyrirvara. Er hún meistaraverk eða misheppnuð? Látum eins og ekkert sé þar á milli. En ég held það sé alveg óþarfi orðið að ör- vænta yfir því að Bowie sendi frá sér misheppnaða plötu því það hef- ur hann ekki gert lengi … reyndar er ekki hlustandi á Earthling, en hvað um það. Heldur hefur hann ekki sent frá sér meistaraverk lengi, þótt Outside hafi komist býsna nærri því. Síðustu plötur hafa þannig verið einhvers staðar þarna á milli, alls ekki verið vondar, en svo sem engin snilld heldur. Nýja platan Reality er þannig engin snilld á við það sem karlinn gerði best hér á 8. áratugnum en getur samt verið hreint fjandi góð plata fyrir það – sem hún og er. Margir töluðu um Heathen sem af- ar jákvæða vísbendingu um að hann væri loksins búinn að ná áttum, far- inn að búa til tónlist aftur án áreynslu og af ánægju. Það var líka fín plata en Reality er betri. Í senn kröftugri, ferskari og djarfari. Eins og hann sé búinn að átta sig á því að hann þurfi ekki lengur að rifja upp gamla takta til þess að geta bú- ið til góða tónlist. En um leið vega þeir þungt gömlu hundtryggu sam- starfsmennirnir, upptökustjórinn Tony Visconti og píanóleikarinn Mike Garson, sem báðir eiga hér frábært framlag. Þótt það sé fyrst og fremst heild- arsvipurinn sem gerir plötuna góða þá er að finna nokkur afgerandi ris, eins og „The Loneliest Guy“ sem hefði sómt sér vel á Outside, hið gít- ardrifna og Heroes-skotna „Fall Dog Bombs The Moon“ og hreint afbragðs útgáfa af gamla George Harrison-laginu „Try Some, Buy Some“.  Tónlist Neitar að eldast David Bowie Reality ISO/Columbia Ný Bowie-plata? Hvort er hún frábær eða ömurleg? Hvorugt. Skarphéðinn Guðmundsson Tískuvikan í London: Vor/sumar 2004 Að kunna að skemmta sér Paul Smith Katherine Hamnett Katherine Hamnett Julien Macdonald Julien Macdonald ingarun@mbl.is Julien Macdonald Paul Smith R E Y K J A V Í K & A K U R E Y R INánari upplýsingar á www.fujifilm.is S k i p h o l t i 3 1 , R e y k j a v í k , s : 5 6 8 0 4 5 0 ı K a u p v a n g s s t r æ t i 1 , A k u r e y r i , s : 4 6 1 2 8 5 0 M y n d s m i ð j a n E g i l s s t ö ð u m ı F r a m k ö l l u n a r þ j ó n u s t a n B o r g a r n e s i ı F i l m v e r k S e l f o s s i Fujifilm stafrænar myndavélar, framúrskarandi myndgæði – frábært verð. MYNDARLEGT TILBOÐ 3.24 milljón virkir dílar. Ljósnæmi ISO 100. 6x aðdráttarlinsa (38-228mm). Hægt að fá víðvinkil (30mm) og enn meiri aðdrátt (342mm). Tekur allt að 200 sek kvikm. með hljóði. Hægt að tala inn á ljósmyndir allt að 30 sek á hverja mynd. Notar nýju x-D minniskortin. Hægt að taka allt að 300 skot á venjulegar AA Alkaline rafhlöður! Allt sem þarf til að byrja fylgir Verð kr. 59.900,- S304 4 kynslóð af Super CCD HR. 3.1 milljón virkir dílar sem gefa allt að 2816x2120 díla myndir 6.0 milljón díla! Fjöldi myndatökumöguleika; s/h, króm, runur osfrv. Ljósnæmi ISO 200-800. 3x aðdráttarlinsa (38-114mm) auk stafræns aðdráttar. Með F hnapp sem auðveldar allar myndgæða stillingar. Tekur kvikmyndir 320x240 díla, 10 rammar á sek., upp í 120 sek í einu. Hægt að tala inn á myndir. Lithium Ion hleðslurafhlaða og hleðslutæki fylgir. Notar nýju X-D minniskortin. 165 g án rafhlöðu. Verð kr. 49.900,- F410 4 kynslóð af Super CCD HR. 3.1 milljón virkir dílar sem gefa allt að 2816x2120 díla myndir 6.0 milljón díla! Ljósnæmi ISO 100/200/400/800 (800 í 1M). 3x aðdráttarlinsa (38-114mm). Hægt að taka allt að 250 skot á venjulegar AA Alkaline rafhlöður! Tekur allt að 120 sek kvikmynd (án hljóðs). Notar nýju x-D minniskortin. Hægt að fá vöggu. Allt sem þarf til að byrja fylgir. 155 g án rafhlöðu. Verð kr. 35.500,- A310 Ný send ing komin Framkö llun á 25 sta frænum myndum fylgir h verri seldri m yndavél í septem ber!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.