Morgunblaðið - 26.09.2003, Page 48

Morgunblaðið - 26.09.2003, Page 48
FÓLK Í FRÉTTUM 48 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HINN velski fatahönnuður Julien Macdonald er breska útgáfan af Versace og Roberto Cavalli. Klæðalítil og litrík föt hans hafa mikið aðdrátt- arafl fyrir rokkstjörnur, fyrirsætur og þotuliðið almennt. Sýningu hans fyrir næsta vor og sumar á tískuvikunni í London, sem lauk í gær, var vel tekið. Sýningin var litrík og voru mynstrin bæði undir áhrifum frá Pucci og listamanninum Pet- er Blake, sem gerði garðinn frægan á sjöunda áratugnum. Hann notaði líka mikið hvítt í sýn- inguna og líka svart og eiga áreiðanlega ófáar stjörnur á næstu MTV-verðlaunahátíð eða á frönsku rívíerunni í vor eftir að skarta efnis- litlum fötum eftir Macdonald. „Þetta snýst allt um að kunna að skemmta sér,“ sagði Macdonald eftir sýninguna fyrir framan fyrisætur sínar, blaðamenn og sjón- varpstökulið. Pólitík hjá Hamnett Katherine Hamnett sýndi líka í vikunni. Hún varð fræg fyrir slagorðaboli á níunda áratugnum og kom af stað mikilli tísku hvað þá varðar. Hún notast alla jafna við pólitísk slagorð og gerði það einnig í þetta sinnið. Núna einbeitti hún sér að Afríku og þeirri ógn sem stafar að álfunni vegna HIV og alnæmis. Slagorðin voru á borð við: „Notið smokkinn“ og „Björgum Afríku“. Önnur kanóna til viðbótar er búin að sýna á tísku- vikunni og er það Paul Smith, sem núna er búinn að fá titilinn Sir. Hann leikur sér oft með sígild ensk stílbrigði og liti. Mynstrin hjá honum voru oft í anda Pucci líkt og hjá Macdonald. Hann hefur lengi verið framarlega í hönnun karlmannafata en hefur sýnt það og sannað að hann er ekkert síðri sem kvenfata- hönnuður. Alls sýndu 50 hönnuðir á tískuvikunni í London, sem stóð í fimm daga. Burberry sýnir í þetta sinn ekki í London heldur í Mílanó og franski hönnuðurinn Roland Mouret, sem býr í London, kaus að sýna vor- tískuna í New York. ALLT síðan hann sparkaði í sköflunginn á okkur á dansgólfinu, svæfði Tinu Turn- er og okkur hin um miðja nótt, brást okkur síðan öllum og gekk í bílskúrsbandið bjánalega höfum við Bowie-aðdá- endur tekið nýrri plötu frá karlinum með fyrirvara. Er hún meistaraverk eða misheppnuð? Látum eins og ekkert sé þar á milli. En ég held það sé alveg óþarfi orðið að ör- vænta yfir því að Bowie sendi frá sér misheppnaða plötu því það hef- ur hann ekki gert lengi … reyndar er ekki hlustandi á Earthling, en hvað um það. Heldur hefur hann ekki sent frá sér meistaraverk lengi, þótt Outside hafi komist býsna nærri því. Síðustu plötur hafa þannig verið einhvers staðar þarna á milli, alls ekki verið vondar, en svo sem engin snilld heldur. Nýja platan Reality er þannig engin snilld á við það sem karlinn gerði best hér á 8. áratugnum en getur samt verið hreint fjandi góð plata fyrir það – sem hún og er. Margir töluðu um Heathen sem af- ar jákvæða vísbendingu um að hann væri loksins búinn að ná áttum, far- inn að búa til tónlist aftur án áreynslu og af ánægju. Það var líka fín plata en Reality er betri. Í senn kröftugri, ferskari og djarfari. Eins og hann sé búinn að átta sig á því að hann þurfi ekki lengur að rifja upp gamla takta til þess að geta bú- ið til góða tónlist. En um leið vega þeir þungt gömlu hundtryggu sam- starfsmennirnir, upptökustjórinn Tony Visconti og píanóleikarinn Mike Garson, sem báðir eiga hér frábært framlag. Þótt það sé fyrst og fremst heild- arsvipurinn sem gerir plötuna góða þá er að finna nokkur afgerandi ris, eins og „The Loneliest Guy“ sem hefði sómt sér vel á Outside, hið gít- ardrifna og Heroes-skotna „Fall Dog Bombs The Moon“ og hreint afbragðs útgáfa af gamla George Harrison-laginu „Try Some, Buy Some“.  Tónlist Neitar að eldast David Bowie Reality ISO/Columbia Ný Bowie-plata? Hvort er hún frábær eða ömurleg? Hvorugt. Skarphéðinn Guðmundsson Tískuvikan í London: Vor/sumar 2004 Að kunna að skemmta sér Paul Smith Katherine Hamnett Katherine Hamnett Julien Macdonald Julien Macdonald ingarun@mbl.is Julien Macdonald Paul Smith R E Y K J A V Í K & A K U R E Y R INánari upplýsingar á www.fujifilm.is S k i p h o l t i 3 1 , R e y k j a v í k , s : 5 6 8 0 4 5 0 ı K a u p v a n g s s t r æ t i 1 , A k u r e y r i , s : 4 6 1 2 8 5 0 M y n d s m i ð j a n E g i l s s t ö ð u m ı F r a m k ö l l u n a r þ j ó n u s t a n B o r g a r n e s i ı F i l m v e r k S e l f o s s i Fujifilm stafrænar myndavélar, framúrskarandi myndgæði – frábært verð. MYNDARLEGT TILBOÐ 3.24 milljón virkir dílar. Ljósnæmi ISO 100. 6x aðdráttarlinsa (38-228mm). Hægt að fá víðvinkil (30mm) og enn meiri aðdrátt (342mm). Tekur allt að 200 sek kvikm. með hljóði. Hægt að tala inn á ljósmyndir allt að 30 sek á hverja mynd. Notar nýju x-D minniskortin. Hægt að taka allt að 300 skot á venjulegar AA Alkaline rafhlöður! Allt sem þarf til að byrja fylgir Verð kr. 59.900,- S304 4 kynslóð af Super CCD HR. 3.1 milljón virkir dílar sem gefa allt að 2816x2120 díla myndir 6.0 milljón díla! Fjöldi myndatökumöguleika; s/h, króm, runur osfrv. Ljósnæmi ISO 200-800. 3x aðdráttarlinsa (38-114mm) auk stafræns aðdráttar. Með F hnapp sem auðveldar allar myndgæða stillingar. Tekur kvikmyndir 320x240 díla, 10 rammar á sek., upp í 120 sek í einu. Hægt að tala inn á myndir. Lithium Ion hleðslurafhlaða og hleðslutæki fylgir. Notar nýju X-D minniskortin. 165 g án rafhlöðu. Verð kr. 49.900,- F410 4 kynslóð af Super CCD HR. 3.1 milljón virkir dílar sem gefa allt að 2816x2120 díla myndir 6.0 milljón díla! Ljósnæmi ISO 100/200/400/800 (800 í 1M). 3x aðdráttarlinsa (38-114mm). Hægt að taka allt að 250 skot á venjulegar AA Alkaline rafhlöður! Tekur allt að 120 sek kvikmynd (án hljóðs). Notar nýju x-D minniskortin. Hægt að fá vöggu. Allt sem þarf til að byrja fylgir. 155 g án rafhlöðu. Verð kr. 35.500,- A310 Ný send ing komin Framkö llun á 25 sta frænum myndum fylgir h verri seldri m yndavél í septem ber!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.