Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ATLI Rafn Björnsson hefur til- kynnt framboð til embættis for- manns Heimdallar 2003–2004. Ásamt Atla Rafni standa að fram- boðinu ellefu aðrir ungir sjálfstæð- ismenn, sem bjóða sig fram til setu í stjórn félagsins. Atli Rafn mun leggja ríka áherslu á hugsjónastarf Heimdallar og telur það vera eitt helsta hlutverk félags- ins að taka afstöðu til málefna líð- andi stundar með hliðsjón af grund- vallarhugsjónum og veita stjórnmálamönnum aðhald. Jafn- framt er nauðsynlegt að auka áhuga ungs fólks á stjórnmálastörfum og fá enn fleira fólk til liðs við Heim- dall, segir í fréttatilkynningu. Atli Rafn Björnsson er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands og með BS-próf í viðskiptafræði frá Háskól- anum í Reykjavík. Hann var for- maður Visku, félags stúdenta við HR, árið 2002 og hefur verið gjald- keri í stjórn Heimdallar frá 2001. Atli Rafn skipaði 13. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkur- kjördæmi norður fyrir alþingiskosn- ingarnar síðastliðið vor. Tveir aðrir núverandi stjórnar- menn gefa einnig kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn, Ingólf- ur Snorri Kristjánsson og Ragnar Jónasson. Ingólfur Snorri er stúd- ent frá VÍ og hagfræðinemi við Há- skóla Íslands. Hann tók sæti í stjórn Heimdallar árið 2002. Ragnar er stúdent frá VÍ og lögfræðingur frá HÍ. Hann hefur setið í stjórn Heim- dallar frá árinu 2000. Níu einstaklingar til viðbótar gefa einnig kost á sér til stjórnarsetu undir forystu Atla Rafns, fimm strákar og fjórar stúlkur. Hafrún Kristjánsdóttir er stúdent frá Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti og BA í sálfræði og leggur nú stund á fram- haldsnám í sálfræði við HÍ. Heiðrún Lind Marteinsdóttir er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og lögfræðinemi við HR. Kristinn Árnason er stúdent frá VÍ og hag- fræðinemi við HÍ. Kristinn Már Ár- sælsson er stúdent frá Menntaskól- anum við Sund og nemi í heimspeki og félagsfræði við HÍ. Ólafur Hvanndal Ólafsson er stúdent frá FB og lögfræðinemi við HR. Ósk Óskarsdóttir er stúdent frá MS og lögfræðinemi við HÍ. Snorri Stef- ánsson er stúdent frá MR og lög- fræðinemi við HÍ. Steingrímur Ari Finnsson er stúdent frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð og hag- fræðinemi við HÍ. Svanhildur Sig- urðardóttir er stúdent frá Kvennaskólanum í Reykjavík og stjórnmálafræðinemi við HÍ. Frambjóðendurnir hafa opnað vefinn Hugsjónir.is (www.hugsjon- ir.is) þar sem hægt er að finna nán- ari upplýsingar um framboðið. Ný stjórn Heimdallar verður kjörin á aðalfundi félagsins hinn 1. október næstkomandi. Efri röð (frá vinstri): Snorri Stefánsson, Ingólfur Snorri Kristjánsson, Kristinn Árnason, Ólafur Hvanndal Ólafsson, Ragnar Jónasson, Steingrímur Ari Finnsson. Neðri röð: Heiðrún Lind Marteinsdóttir, Atli Rafn Björnsson, Kristinn Már Ársælsson, Svanhildur Sigurðardóttir og Ósk Óskarsdóttir. Á myndina vantar Hafrúnu Kristjánsdóttur. Framboð til stjórnar Heimdallar DAGSKRÁRSTJÓRI Stöðvar 2 fór fram á að Samfylkingin greiddi fyr- ir aðkomu Marðar Árnasonar þing- manns að þættinum Ísland í bítið um mitt síðasta kjörtímabil. Á þeim tíma sat Mörður ekki á Alþingi. Karl Th. Birgisson, framkvæmda- stjóri Samfylkingarinnar, segir að þessari beiðni hafi verið hafnað enda ekki greitt fyrir aðgang að lýðræðislegri umfjöllun. Hann veltir hins vegar fyrir sér þróun opinberr- ar umræðu í fjölmiðlum ef svona hugmyndum er raunverulega fylgt eftir á einum ljósvakamiðlinum. Þetta kom fram í máli Karls á ráðstefnu Blaðamannafélags Ís- lands í gær, sem bar heitið Fram- tíðin er núna. Var umræðuefnið meðal annars mörk ritstjórnarefnis og auglýsinga í fjölmiðlum. Mörður Árnason hafði mætt reglulega í þáttinn Ísland í bítið ásamt Pétri Blöndal alþingismanni Sjálfstæðisflokksins. Hafði honum verið greitt fyrir viðvikið eins og öðrum pistlahöfundum. Karl segir að starfsmaður Stöðvar 2, sem hann vildi ekki nafngreina, hafi hringt og farið fram á að Samfylking greiddi Merði fyrir að mæta í morgunþátt- inn. Vinsælt tvíeyki Í samtali við Morgunblaðið segir Heimir Jónasson, dagskrárstjóri Stöðvar 2, að hann hafi hringt í Karl vegna þessa máls. Mörður hafi verið reglulegur álitsgjafi í þætt- inum og sjálfsagt að hann fengi greitt fyrir þá vinnu. Þar sem Mörður var nátengdur Samfylking- unni fannst Heimi sjálfsagt að stjórnmálaflokkurinn greiddi hon- um laun. Þegar það gekk ekki eftir hafi Stöð 2 samt sem áður haldið áfram að borga Merði þangað til hann var kosinn á þing. Heimir seg- ir að hann og Pétur hafi verið vin- sælt tvíeyki og því ekki ráðlegt að skipta Merði út. Mörður segist ekkert hafa um þetta vitað fyrr en framkvæmda- stjóri Samfylkingarinnar sagði hon- um frá þessu síðar. Á þessum tíma hafi hann fengið greitt fyrir að koma reglulega fram í þættinum eins og svipuð störf í sjónvarpi, út- varpi og dagblöðum undanfarin ár. Þetta hafi verið hluti af hans at- vinnu þangað til hann varð þing- maður enda gamall blaðamaður. „Ég var ekki fenginn til þessa sem fulltrúi stjórnmálaflokks heldur sem fjölmiðlamaður og áhugamaður um pólitík,“ segir Mörður. Heimir segir Stöð 2 ekki greiða þingmönnum og öðrum sem hafa atvinnu af því að vera í stjórn- málum fyrir að koma fram í þáttum stöðvarinnar. Því hafi eðlilega ekki heldur verið farið fram á að stjórn- málaflokkar greiddu fyrir viðtöl við stjórnmálamenn. Vildi að Sam- fylkingin kostaði Mörð Í HVERJUM frímínútum arka stelpur og strákar út í haustið með fótbolta. Tíminn er oft naumur og því er spilað af mikilli orku meðan frímínúturnar vara. Þessir hressu krakkar við Melaskóla spörkuðu af mikilli festu og gleði og hlupu svo inn að bókunum um leið og bjallan hringdi. Morgunblaðið/Kristinn Krakkar sparka við Melaskóla NOKKUR tonn af ís- lensku kindakjöti voru brennd í Færeyjum í síðustu viku. Kjötið, sem var í tveimur send- ingum, uppfyllti ekki kröfur Evrópusam- bandsins um kælingu á leiðinni frá Íslandi. Í sendingunni var einnig talsvert magn af lunda frá Vestmannaeyjum. Lambakjötið var frá Sölufélagi A-Húnvetn- inga á Blönduósi og Kaupfélagi V-Húnvetn- inga á Hvammstanga. Samkvæmt reglunum verður kjötið að vera í a.m.k. 18 stiga frosti í kæligám- unum, en þegar kjötið úr fyrri sendingunni var skoðað var frostið 13-15 stig en aðeins 5 stig í þeirri síðari. Þess vegna ákvað heilbrigð- iseftirlitið að láta farga kjötinu. Þegar er búið að eyða 10 tonnum af kjöti og allar líkur eru á að 17 tonnum til viðbótar verði einnig eytt. Sigurður Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Sölufélags A-Hún- vetninga, sagði í samtali við Morg- unblaðið, að um væri að ræða tvær sendingar. Í fyrri sendingunni hefði flutningsaðilinn ekki getað sýnt fram á að frost í gámunum hefði verið í samræmi við kröfur sem settar voru af hálfu þeirra sem fluttu kjötið út, en þær eru að frost- ið sé 24 gráður. Sigurður sagðist hafa verið fullvissaður um, áður en seinni sendingin fór af stað, að þessi mál væru komin í lag og hægt yrði að staðfesta með gögnum hvaða frost yrði á gámunum. Þegar til átti að taka hefðu gögn fyrir annan gáminn sýnt að frostið í hon- um náði aldrei 24 gráðum, en engin gögn voru til um frost í hinum gám- inum. Sigurður sagðist líta svo á að mistök hefðu því átt sér stað hjá flutningsaðilanum. Málið væri núna til skoðunar hjá tryggingafélaginu sem tryggir kjötið. Mikilvægur markaður er fyrir ís- lenskt lambakjöt í Færeyjum. Á síðasta ári voru flutt þangað 491 tonn af sauðfjárafurðum og var verðmæti útflutningsins 148 millj- ónir. Til samanburðar má nefna að á síðasta ári voru flutt út 65 tonn af sauðfjárafurðum til Bandaríkjanna. Útflutningur á lambakjöti til Færeyja Kjöti fargað vegna ónógr- ar kælingar Morgunblaðið/Þorkell andi hafa verið aðili að verkfalli, þótt hún hefði verið búin að inna af hendi alla vinnuskyldu umrædds mánaðar. Fram kemur að fjallað hafi verið um málið í stjórn BHM, laganefnd og miðstjórn, auk umfjöllunar á vett- vangi FÍH. Þá hafi verið haft samráð við önnur félög launafólks og sé það samdóma álit þessara aðila að dóm- urinn sé óviðunandi þar sem hann setji hugtakið tímabundið verkfall í uppnám. uðinum. Þetta kemur fram í nýju vefriti BHM. Þar kemur fram að í niðurstöðu dómsins segi að sam- kvæmt 18. grein laga um kjarasamn- inga opinberra starfsmanna nr. 94/ 1986 taki boðað verkfall til allra starfsmanna í viðkomandi stéttar- félagi hjá þeim vinnuveitendum sem verkfallið beinist gegn, annarra en þeirra sem óheimilt er að leggja nið- ur störf. Að verkfall sé tímabundið breyti ekki þessu og því teljist stefn- BANDALAG háskólamanna og Fé- lag íslenskra hjúkrunarfræðinga, FÍH, eru með í athugun að áfrýja dómi Héraðsdóms þar sem ríkið er sýknað af kröfum hjúkrunarfræð- ings vegna tveggja daga verkfalls FÍH í maí 2001. Dregið var jafnt af launum allra hjúkrunarfræðinga vegna verkfallsins, en hjúkrunar- fræðingurinn átti ekki vinnuskyldu verkfallsdagana og innti alla sínu vinnuskyldu af hendi í verkfallsmán- BHM athugar áfrýjun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.