Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 15    NÍTJÁN ára breskum ferða- manni, Matthew Scott, tókst að flýja frá kólumbískum mannræn- ingjum með því að stökkva ofan í gljúfur nálægt tindi 5.600 m hás fjalls í Kólumbíu tíu dögum eftir að honum var rænt. Hann rann niður í á og komst að lokum að afskekktu þorpi indíána sem björguðu honum. Hann segist hafa verið matarlaus þessa tólf daga og aðeins drukkið vatn. Örmagna og særður Scott er nú á hersjúkrahúsi í Kólumbíu og að ná sér af ör- mögnun, vessaþurrð, sólbruna og sárum á líkamanum. Sjö aðrir ferðamenn, fjórir Ísr- aelar, Breti, Þjóðverji og Spán- verji, eru enn í haldi mannræn- ingjanna. „Við gengum á fjallinu og beggja vegna var þverhnípi,“ hafði fréttavefur BBC eftir Scott. „Ég heyrði árnið hægra megin og fylgdi hljóðinu. Ég var mjög snöggur og stökk fram af kletti. Ég var heppinn að brjóta ekki á mér fæturna og handleggina.“ Borðaði ekkert í tólf daga Scott segist aðeins hafa drukk- ið vatn eftir að honum var rænt. „Ég borðaði ekkert síðustu tólf dagana. Þegar ég gekk fram á indíánana gáfu þeir mér bauna- súpu, svolítið salt og þrjár app- elsínur.“ Yfirhershöfðingi Kólumbíu og talsmaður breska sendiráðsins í Bogota staðfestu frásögn Scotts. „Hann notaði tækifærið til að sleppa þegar mannræningjarnir sáu hann ekki og stökk ofan í gljúfrið og hvarf,“ sagði einn indíánanna í sjónvarpsviðtali. „Hann var með svima og upp- köst þegar við fundum hann.“ Alvaro Uribe, forseti Kólumb- íu, hefur kennt Þjóðfrels- ishernum (ELN) og Byltingarher Kólumbíu (FARC) um tíð mann- rán í landinu. FARC er elsti og stærsti uppreisnarher Rómönsku Ameríku. Ungur ferðamaður komst úr klóm mannræningja Slapp með því að stökkva ofan í gljúfur AP Scott ræðir við kólumbískan herforingja á sjúkrahúsi eftir að hafa sloppið. ’ Þegar ég gekkfram á indíánana gáfu þeir mér baunasúpu, svolítið salt og þrjár appelsínur. ‘ Bogota. AFP. ÍSLAMSKUR áfrýjunardómstóll í Nígeríu sýknað í gær Amina Lawal, 31 árs gamla einstæða móður, af ákæru um hjúskaparbrot í máli sem vakið hefur athygli víða um heim. Þorpsdómstóll dæmdi á síðasta ári að Lawal skyldi grýtt til bana en hún eignaðist barn tveimur árum eftir að hún skildi við mann sinn. Þorpsdómstóllinn taldi að sam- kvæmt íslömskum lögum, sharía, bæri að telja fæðingu barnsins hjú- skaparbrot þar sem Lawal hafði ekki gengið aftur í hjónaband þegar barnið fæddist. Reglur brotnar Meirihluti áfrýjunarréttarins í borginni Katsina í norðurhluta Níger- íu, komst að þeirri niðurstöðu að Law- al skyldi vera sýkn saka. Dómstóllinn, sem er æðsti dómstóll sharíalaganna, sagði að Lawal hefði ekki verið staðin að hjúskaparbroti og hefði ekki fengið nægan tíma til að gera sér grein fyrir ákærunum, sem bornar voru fram á hendur henni. Þá sagði dómstóllinn að þorpsdómstóllinn hefði ekki farið að settum reglum því aðeins einn dómari hefði verið viðstaddur þegar dómurinn var kveðinn upp í mars 2002 en ekki þrír eins og lögin kveða á um. Verjandi Lawal hélt því fram að þorpsdómurinn hefði ekki útskýrt brotið á fullnægjandi hátt fyrir Lawal áður en meint játning hennar lá fyrir. Að auki hefðu sharía-lögin ekki verið formlega lögtekin í héraði Lawal þeg- ar meint brot átti sér stað. Einnig taldi verjandinn hugsanlegt að um svokallað „sofandi fóstur“ hefði verið að ræða en sharía viðurkenni að fóst- ur geti legið í dvala í allt að fimm ár í móðurkviði. Fyrrum eiginmaður Lawal gæti því verið faðirinn. Dauðadómurinn yfir Lawal vakti heimsathygli og mikil viðbörgð. Með- al annars var fegurðarsamkeppnin Ungfrú heimur, sem halda átti í Níg- eríu í fyrra, flutt þaðan vegna mót- mæla en margir keppendur ákváðu að fara ekki til Nígeríu í mótmælaskyni. Karl dæmdur til grýtingar Skömmu eftir að Lawal var sýknuð í gærdag dæmdi sharíadómstóll í Bauchi-fylki í norðurhluta Nígeríu, tvítugan karlmann til dauða fyrir að eiga kynmök við þrjá drengi. Sam- kvæmt dómnum verður maðurinn grýttur til bana. Talsmaður dómstóls- ins sagði í samtali við APF-fréttastof- una að maðurinn hefði viðurkennt brotið. Verður ekki grýtt til bana Reuters Amina Lawal með dóttur sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.