Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 41 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake VOG Afmælisbörn dagsins: Þú hefur tæknilega færni og kemur það af því að þú held- ur einbeitingu og ert með fullkomnunaráráttu. Oft treystir þú frekar rökum en tilfinningum. Rétt er að vinna að því að ná settu marki. Umbunin gæti verið skammt undan. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þetta er góður dagur til að velta fyrir sér hvernig eigi að bæta samskiptin við aðra. Mundu að þú þarft að koma jafn vel fram við maka þinn og hann við þig. Naut (20. apríl - 20. maí)  Hvaða þrjá hluti getur þú gert til að bæta frammistöðuna í vinnunni. Nýtt tungl veitir fullkomið tækifæri til fagurra fyrirheita. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það eru allar líkur á að ástin geti blómstrað í lífi þínu nú. Nýr kraftur og endurnýjun færist í sambönd þín. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þettta er góður tími til að taka upp nýjan þráð og bæta fjöl- skyldusamskiptin. Eitt símtal gæti dugað. Hugleiddu það. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ættir að íhuga alvarlega innkaup, sem þú ráðgerir. Rétt er að vinna heimavinn- una og vera viss um að fá nóg fyrir peningana. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Hugsaðu um ímyndina. End- urspeglar hún þig í raun? Fyrstu kynni eru mikilvæg. Hvernig viltu líta út? Vog (23. sept. - 22. okt.)  Bæði sól og máni eru í þínu merki í dag. Þú ert ekki sjálf- hverf/ur, en það er mikilvægt að setja sjálfan sig í fyrsta sætið núna. Svo einfalt er það. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Enginn getur blómstrað endalaust. Þú þarft tíma í ein- rúmi til að átta þig á hvað þú vilt gera á næstunni. Hjá þér hefst brátt nýtt ár. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Vinir og sérstaklega vinkona mun veita þér huggun í dag. Leitaðu uppi tækifæri til að tala við aðra og hlustaðu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þetta er góður tími til að gera alvarlegar skuldbindingar, sem varða almenna stefnu lífsins. Hvar vilt þú vera eftir tíu ár og hvað getur þú gert í dag til að ná því marki? Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er mikið að gerast hjá þér í útgáfumálum, ferðalögum, æðri menntun eða starfs- þjálfun. Hvernig getur þú bætt möguleika þína á þess- um sviðum? Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þetta er góður dagur til að ræða sameiginlega ábyrgð og skuldbindingar. Vertu viss um að þú skiljir hvers er vænst af þér. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÞJÓÐVÍSA Ég hélt ég væri smámey og hugðist vera til eins og hitt fólkið um bæinn. Og vorið kom og glóði um glugga mína og þil allan guðslangan daginn. Og sextán ára varð ég á vegi hins unga manns. Þá lá vorið yfir sænum. Og sumarnætur margar ég svaf á armi hans. Ég var sælust allra í bænum. En vindar hafa borið margt visnað skógarblað um veginn, sem við gengum. Því meðan hjörtun sofa býst sorgin heiman að, og sorgin gleymir engum. – – – Tómas Guðmundsson. LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 80 ÁRA afmæli. Ámorgun, laugardag- inn 27. september, er áttræð Halldóra Ottósdóttir, Suð- urgötu 17–21, Sandgerði. Hún tekur á móti gestum í sal eldri borgara í Mið- húsum, Suðurgötu 17–21, í Sandgerði frá kl. 15–18 á af- mælisdaginn. 60 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 26. sept- ember, verður sextug Sig- ríður Einarsdóttir, rekstr- arstjóri, Hörgatúni 3, Garðabæ. Eiginmaður hennar er Valur Tryggva- son, framkvæmdastjóri. Þau munu fagna þessum tímamótum með ættingjum og vinum milli kl. 18-21 á Garðaholti. Suður spilar þrjú grönd og þarf að glíma við tví- þætt vandamál: stíflu í líflitnum og slæmt sam- band við blindan. Suður gefur; AV á hættu. Norður ♠ Á7 ♥ 972 ♦ ÁD9732 ♣102 Suður ♠ K43 ♥ ÁK6 ♦ K ♣G96543 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 lauf Pass 1 tígull Pass 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 2 grönd Pass 3 grönd Pass Pass Pass Útspil vesturs er spaðadrottning. Hvernig er best að spila? Eitt er víst – það þýðir ekkert að eiga við laufið, því vörnin verður löngu búin að sprengja hálitina áður en laufið fríast. Það verður því að gera út á tígulinn. Fyrsta hugs- unin er sú að taka á spaðakóng, leggja niður tígulkóng og teysta síðan á 3-3 legu eða G10 blankt. En við skulum aðeins líta betur á hépp- ana í tígli. Sjöan er glettilega sterkt spil. Ef annar mótherjanna er með G8 eða 108 tvíspil, má gera litinn góðan með því að yfirdrepa kónginn, taka drottn- inguna og sprengja svo út millispilið: Norður ♠ Á7 ♥ 972 ♦ ÁD9732 ♣102 Vestur Austur ♠ DG109 ♠ 8652 ♥ G8 ♥ 10543 ♦ 10654 ♦ G8 ♣ÁD7 ♣K8 Suður ♠ K43 ♥ ÁK6 ♦ K ♣G96543 Spaðaásinn er þá enn í borði sem innkoma. Aðeins er þörf á fimm tígulslögum og því kost- ar það í mesta lagi yf- irslag að taka þennan aukamöguleika með í reikninginn. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson Þessar duglegu stúlkur héldu hlutaveltu í vor og söfnuðu 1.770 kr. sem þær gáfu Krabbameinsfélagi Austur- Húna- vatnssýslu. Þær eru Margrét Hildur, Erla Rún og Guð- björg og eiga heima á Blönduósi. 50 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 26. sept- ember, er fimmtug Ingi- björg Vilhjálmsdóttir. Af því tilefni tekur hún og eig- inmaður hennar, Leifur Teitsson, á móti gestum í Baðstofunni á Prestastíg 7 í Grafarholti frá kl. 18 á af- mælisdaginn. 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Rc3 b5 6. Be3 Bb7 7. f3 Rf6 8. Dd2 d5 9. exd5 Rxd5 10. Rxd5 Bxd5 11. c3 Dd7 12. Be2 Be7 13. O–O O–O 14. Hfd1 Hd8 15. Dc2 g6 16. a4 e5 17. Rb3 De6 18. Rc5 Bxc5 19. Bxc5 Rd7 20. c4 bxc4 21. Bf2 Hac8 22. Kh1 c3 23. Ha3 cxb2 24. Dxb2 Rc5 25. Db4 Rb3 26. h3 Hc2 27. Bh4 Hdc8 28. Bd3 Staðan kom upp á Evrópumeistaramóti öldunga sem lauk fyrir skömmu á Ítal- íu. Íslenski keppand- inn, Ingvar Ás- mundsson (2.321), hafði svart gegn Eugen Schmidt (1.996). 28. ... Bxf3! 29. Bf5 Hvítur hefði einnig tapað eftir 29. gxf3 Dxh3+ og 29. Bxc2 Dxh3+ 30. Kg1 Dxg2#. 29. ... Dxf5 og hvít- ur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. HLUTAVELTA Í dag er einhver mesti íhaldsmaður landsins, Erla Vídó Ei- ríksdóttir í Vestmanna- eyjum, sjötíu og fimm ára. Hallgerður lang- brók, Guðrún Ósvífurs- dóttir og Þuríður spaka hefðu allar litið öfund- araugum til Erlu Vídó sökum snerpu hennar og hispursleysis til varnar þeim sem minna mega sín. Þótt það fari vel að tala um Erlu í hópi mestu kjarnakvenna Íslands- sögunnar þá eru það mannkostirnir góðu sem hafa meitlað hið stóra hjarta þessarar baráttuglöðu konu sem er svo mikill sjálfstæðismaður og svo hörð í kosningum að mánuð- ina fyrir kosningar dettur henni nán- ast ekki dúr á auga. Einu sinni sem oftar var Erla á mjög tilfinninga- þrungnum pólitískum fundi og var heitt í hamsi. Nokkrum dögum áður hafði aldraður faðir hennar fallið frá. Fundargestur kom til Erlu sem var í hrókasamræðum við aðra fundar- menn, og vottaði henni samúð sína. „Ég má ekkert vera að því að tala um það núna, ég er hérna að ræða næstu kosningar,“ svaraði sú beinskeytta að bragði. Oft hefur Erla Vídó hleypt stjórn- málafundum í bál og brand með óvæntum spurningum og innskotum brjóstvits hins venjulega Íslendings, ERLA VÍDÓ alltaf málsvari þeirra sem minna bera úr být- um, en þótt hún geti verið hvassari en þegar hann er hvassastur á Stórhöfða, þá er mildin hennar sem undir býr eins og lognið ljúfa, hlýrra en sunnanblær- inn brosmildi. Marga hildina hafa þær háð í þeim efnum hún móðir mín og Erla sem hafa gjarnan verið eins og dúett á fundaferðum og samkomum og minntu þá ósjaldan á svalakall- ana í Prúðuleikurunum, ekki vegna þess að þær hefðu allt á hornum sér heldur vegna þess að það fór ekkert fram hjá þeim. Erla hefur alltaf verið baráttujaxl, einlæg, harðfylgin og skemmtilegur húmoristi, stundum svolítið þrjósk, en það eru vestanvindarnir líka. Erla hefur alla tíð sett svip á samfélagið, ein af harðskeyttustu handboltakon- um Eyjanna fyrr á árum, verkakona og fiskverkakona lengst af og hús- móðir, gift Sigga heitnum Vídó, Sig- urgeir Ólafssyni skipstjóra, útgerð- armanni, forseta bæjarstjórnar, hafnarstjóra og fleira. Sjálfur var Siggi sjaldgæft eintak mannkosta- manns sem allir, sem kynntust, sakna. Margir hafa tilhneigingu til þess að gera allt betra og betra, en Vídóarnir eru þeirrar gerðar að það þarf ekki að gera þá betri. Vídóarnir hafa að sjálfsögðu heimasíðu, vido.is. Það eru hátíðleg tímamót hjá henni Erlu minni. Hún hefur þolað þykkt og þunnt, en jafnvel hún býr yfir stakri þolinmæði og þrautseigju. Það er gaman að gleðjast með henni í andanum eins og Einar í Betel hefði sagt um góða hirðinn með von um endurfundi og hamingjuóskirnar bylgjast til hennar í vestangolunni. Árni Johnsen. AFMÆLI Kokkabókastatíf Verð 3.990 kr. Klapparstíg 44 Sími 562 3614 Litir: Svart, blátt, grænt, grátt Nýtt! drapplitur www.thjodmenning.is Útsala 50-70% afsláttur Bankastræti 11  sími 551 3930 Afmælisþakkir Innilegar þakkir sendi ég hinum fjölmörgu vin- um víðsvegar á landinu, sem heiðruðu mig með blómum, gjöfum og heillaskeytum og heimsóttu mig á 80 ára afmælisdaginn 21. september. Guð blessi ykkur öll. Helena Sigtryggsdóttir frá Siglufirði, Marbakkabraut 32, Kópavogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.