Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 13
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 13 GEISLAÐU! NÝJU HAUSTLITIRNIR ERU KOMNIR. KYNNINGARVIKA Í HAGKAUP KRINGLUNNI dagana 25. sept. til 2. október. Komdu og sjáðu! KRINGLUNNI Útsölustaðir: Bylgjan Kópavogi, Debenhams Smáralind, Hygea Kringlunni, Hygea Laugavegi, Hygea Smáralind, Sigurboginn Laugavegi, Jara Akureyri, Hagkaup Kringlunni. Hluthafafundur Íslandsbanka hf. ver›ur haldinn í Súlnasal Radisson SAS Hótel Sögu, föstudaginn 3. október 2003 kl. 14:00. Dagskrá fundarins ver›ur sem hér segir: 1. Tillaga bankará›s um breytingu á 4. gr. samflykkta félagsins fless efnis a› bankará›i ver›i heimila› a› hækka hlutafé félagsins um allt a› 1.500 milljónir króna a› nafnver›i me› áskrift n‡rra hluta. Í tillögunni felst einnig a› hluthafar falli frá forgangsrétti til áskriftar a› hinum n‡ju hlutum. 2. Önnur mál. Tillögur fundarins ásamt gögnum sem áskilin eru í 2. mgr. 33. laga nr. 2/1995 ver›a hluthöfum til s‡nis í höfu›stö›vum bankans a› Kirkjusandi, Reykjavík, frá og me› föstudeginum 26. september næstkomandi og á www.isb.is. Atkvæ›ase›lar og a›göngumi›ar a› fundinum ver›a afhentir hluthöfum e›a umbo›smönnum fleirra á fundarsta›, Súlnasal Radisson SAS Hótel Sögu, frá kl. 13:00 á fundardegi, föstudaginn 3. október nk. 25. september 2003 Bankará› Íslandsbanka hf. Hluthafafundur Íslandsbankahf. www.isb.is F í t o n F I 0 0 7 9 1 2 NÚ ER hafin stækkun hausaþurrk- unarverksmiðju Faroe Marine Prod- ucts í Leirvík í Færeyjum, en Lauga- fiskur á 45% í fyrirtækinu. Fyrirtækið hefur vaxið mjög frá því það hóf starfsemi árið 2001, en form- lega var verksmiðjan gangsett í ágúst árið 2002. Þetta kemur fram á heima- síðu ÚA. Á sl. ári voru þar unnin um 7.000 tonn af hausum, en í ár væntir Eirík- ur af Húsamörk, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, að unnt verði að vinna um 8.000 tonn af hausum. Ekki er þó víst að það takist sökum þess að alls- herjarverkfall í Færeyjum fyrr á þessu ári setti verulegt strik í reikn- inginn og gerði það að verkum að verksmiðjan stöðvaðist í um einn mánuð. Faroe Marine Products er eina verksmiðja sinnar tegundar í Færeyjum. Að sögn framkvæmda- stjórans tekur hún á móti röskum helmingi hausa sem til falla í fisk- vinnslunni í Færeyjum. Áður voru all- ir hausar nýttir í mjöl eða fluttir til Danmerkur þar sem þeir voru unnir í loðdýrafóður. Með því að þurrka hausana í Færeyjum fyrir Nígeríu- markað hefur tekist að margfalda verðmæti þeirra. Aukið rými fyrir þurrkun „Frá því að við hófum hausaþurrk- unina er framleiðsluverðmætið hjá okkur um 50 milljónir milljónir fær- eyskra króna [um 600 milljónir ísl. króna],“ segir Eiríkur af Húsamörk og telur einsýnt að framleiðsluverð- mæti verksmiðjunnar muni áfram aukast á næstu misserum. „Við erum komnir af stað með viðbyggingu við verksmiðjuna þar sem við munum auka verulega rými fyrir þurrkun og eftirþurrkun,“ segir Eiríkur og býst við að viðbyggingin verði komin í gagnið eftir um tvo mánuði. Í þurrkunarverksmiðjum Lauga- fisks á Laugum og Akranesi hafa bæði verið þurrkaðir hausar og hryggir, en í verksmiðjunni í Færeyj- um hafa fram að þessu eingöngu verið þurrkaðir hausar. Eiríkur segir að stefnan sé að taka á móti öllum þeim hausum sem til falla í allri fiskverkun í Færeyjum. „Það er verðugt verk- efni,“ segir hann og sér ekki fram á að verksmiðjan muni alveg á næstunni taka á móti hausum af frystitogurum eins og verksmiðja Laugafisks á Akranesi er þegar farin að gera. „Við stefnum að því að taka á móti um níu þúsund tonnum af hráefni frá fisk- vinnslustöðvunum hér í Færeyjum á næsta ári, fyrst og fremst hausum en þó líka einhverju af hryggjum,“ segir Eiríkur. „Við þurfum mikið heitt vatn í þessa þurrkun og við nýtum orkuna frá sorpbrennslustöðinni hér í Leirvík til þess að hita upp vatnið. Þess vegna er þetta mögulegt hér,“ segir Eiríkur. Hann segir samstarfið við Íslend- inga hafa gengið mjög vel, en auk þeirra 45% sem Laugafiskur á í verk- smiðjunni er Fiskmiðlun Norður- lands 5%, en hún annast sölu afurð- anna til Nígeríu. Fjölskyldufyrirtæki Eiríks af Húsamörk, Konoy, á 45% í verksmiðjunni og 5% eru í eigu ein- staklings í Fuglafirði. Um þrjátíu manns starfa hjá Faroe Marine Pro- ducts. Að jafnaði er unnið frá kl. átta á morgnana til fjögur á daginn. Um helgar er unnið ef þörf krefur. Eirík- ur segir að auk Færeyinga starfi er- lendir verkamenn hjá Faroe Marine Products; t.d. Rússar, Rúmenar og Júgóslavar. Hausaþurrkun gengur vel í Færeyjum Nú er unnið að stækkun á húsnæði Faroe Marine Products í Færeyjum. BÁTASMIÐJAN Trefjar í Hafn- arfirði afgreiddi nýverið nýjan Cleopatra 38 bát til skosku eyj- arinnar Harris en eyjan er hluti af Suðureyjum. Kaupandi bátsins er Gordon Bain, útgerðarmaður frá Tarbert á Harriseyju. Báturinn hef- ur hlotið nafnið My Girls og er af gerðinni Cleopatra 38, 11,3 metra langur og mælist 15 brúttótonn. Heimahöfn bátsins er í Leverbo- urgh. Skipstjóri bátsins er Neil Ma- caulay. Báturinn er sérútbúinn til humarveiða með gildrum. Lest bátsins er fyrir tólf 380 lítra fiski- kör. Báturinn er einnig útbúinn sérstöku kerfi til halda humri lif- andi um borð. Í lúkar er svefnpláss fyrir 2 ásamt eldunaraðstöðu með eldavél, gasofni og ísskáp. Aðalvél bátsins er af gerðinni Caterpillar og er 420 hestöfl. Siglingatæki eru af gerð- inni Koden og Furuno. Reiknað er með að báturinn hefji veiðar frá Harriseyju í næstu viku. Báturinn mun draga 1.300 humargildrur á dag. Humrinum haldið lifandi um borð Neil Macaulay við nýja bátinn. ÚTVEGSMANNAFÉLAG Austfjarða mótmælir harðlega þeim tilraunum sem uppi eru um tilfærslu aflaheimilda frá einum útgerðarflokki til annars, í formi svokallaðrar línuívilnun- ar. Þetta kemur fram í ályktun aðalfundar félagsins sem fram fór fyrir skömmu. Þar segir jafnframt: „Slík tilfærsla myndi skerða þær aflaheimildir sem til staðar eru nú á Austfjörðum og veikja bæði útgerðarfyrirtæki og atvinnu á svæðinu. Útvegs- mannafélag Austfjarða skorar á stjórnvöld að láta ekki undan þrýstingi þeirra hagsmunahópa er fyrir málinu fara og standa vörð um þær leikreglur sem við lýði eru.“ Á fundinum var Elfar Aðal- steinsson, forstjóri Eskju, kjör- inn formaður stjórnar Útvegsmannafélags Austfjarða en aðrir í stjórn voru kjörnir þeir Albert Geirsson, Stöðvar- firði, Adolf Guðmundsson, Seyð- isfirði, Eiríkur Ólafsson, Fá- skrúðsfirði, og Freysteinn Bjarnason, Neskaupstað. Mótmæla línuívilnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.