Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 19
www.islandia.is/~heilsuhorn SENDUM Í PÓSTKRÖFU Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889 Fæst m.a. í Lífsins lind í Hagkaupum, Árnesapóteki, Selfossi, Fjarðarkaupum og Yggdrasil, Kárastíg 1. Rauðsmára- Phytoestrogen Fyrir konur á breytingarskeiðinu ELLEN kona mín ýtti viðmér, ég hafði verið aðyrkja dálítið ofan í læstar skúffur um árin og hún sagði að annaðhvort yrði þessu fleygt þegar ég væri farinn eða ég gæti gefið ljóðin út,“ segir Sverrir Pálsson sem nú hefur sent frá sér þriðju ljóðabók sína, Laufvinda. Sú fyrsta, Slægjur, kom út árið 1994 og síðan Töðugjöld 1998. Sverrir bætir við að ágætur vin- skapur á árum áður við Akureyr- arskáldin, Guðmund Frímann og Kristján frá Djúpalæk, hafi einn- ig veitt sér innblástur, „við vor- um miklir vinir og spjölluðum margt“. Sverrir gegndi erilsömu starfi skólastjóra Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar um langt árabil og gafst þá ekki mikið tóm til að sinna skáldskapnum, „en ég fór svolítið að huga að honum eftir að ég lauk mínu eiginlega ævistarfi, þá fóru að gefast tómstundir,“ segir hann. Og er ekki við eina fjölina felldur þegar listagyðjan er annars vegar. Fór á myndlistarnámskeið hjá Erni Inga fyrir tveimur árum og „nú stendur baráttan um tímann og tómstundirnar milli pennans og pensilsins. Stundum tekur pensillinn völdin og ég mála af kappi í bílskúrnum, svo sný ég mér aftur að penn- anum,“ segir hann og bætir við að sig vanti hvorki verkefnin né lífs- fyllinguna. „Það er afar mikils virði. Og ekki síður að eiga stuðning Ellenar konu minnar, sem hefur verið óspör á hvatningu, hvað sem ég hef tekið mér fyrir hendur.“ Fyrsta ljóð bókarinnar er ort til hennar: Þú ert mitt ljós og leiðsögn á langri ævigöngu skynjar augum skyggnum skil á sönnu og röngu ... Annars segir Sverrir að bókin geymi ljóð af mörgu tagi, nátt- úrulýsingar, stemningar, söguleg kvæði „og ýmislegt sem upp í hug- ann kemur, jafnvel heimsósóma og kvæði þar sem ég yrki gegn styrj- öldum,“ segir hann, en sem dæmi bregður hann sér í hlutverk jap- ansks hrísgrjónabónda að fallinni atómsprengju. Þá er að finna í bókinni ljóða- flokk sem sprottinn er af minn- ingum frá sumardvöl hans hjá ömmu sinni og afa á Eyrarbakka árið 1931, þá sjö vetra gamall og heit golan utan af hafinu lék um vangann, „þar sem ég stend í sjógarðshliðinu á nýjum strigaskóm og stuttbuxum skyrtan fráhneppt í hálsinn ... Í Eyrarbakkaflokknum losar skáldið svolítið um formið, sumt er með rími og stuðlum eins og flest kvæði þess, sum undir fornum háttum „og sum eru mjög laus í reipunum. Það býður upp á visst frelsi sem góður og gildur brag- arháttur heftir að vissu leyti.“ Eitt ljóðanna er þó ort vorið 1947 og heitir Slysið á Hestfjalli og er vísað í mannskætt flugslys í Héðinsfirði sem þá varð. „Ég fann þetta ljóð í skrifblokk sem ekki hafði verið opnuð í áratugi,“ segir hann um ljóðið. Sverrir gefur bókina út sjálfur, svo sem hinar fyrri. Hún er ekki til sölu í bókabúðum, en „fúslega af- greidd héðan“, segir hann og vísar til heimilis þeirra hjóna, að Mosa- teigi 7 á Akureyri. Vantar hvorki verkefni né lífsfyllingu Morgunblaðið/Kristján Sverrir: Baráttan stendur milli pennans og pensilsins. AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 19 Krónunni, 2. hæð, sími 462 3505, Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. kápur jakkar buxur peysur samkvæmisklæðnaður STEFANÍA Traustadóttir bæjar- stjóri í Ólafsfirði segir Ólafsfirðinga ekki tilbúna til þess að fara í samn- ingaviðræður sem hefðu það eitt að markmiði að sameina Akureyri, Dal- víkurbyggð, Ólafsfjörð og Siglufjörð. „Við höfum viljað ræða sameining- armál almennt og hafa þar inni fleiri kosti. Á þessum fundi vildum við reyna að fá í gang viðræður um það hvernig sameinað sveitarfélag þriggja sveitarfélaga hér við utan- verðan Eyjafjörð gæti litið út,“ segir hún og vísar til fundar fulltrúa þriggja síðarnefndu bæjanna nýlega. Stefanía sagði að Dalvíkingar vildu ekki taka þátt í slíkum viðræðum. Þeir hafi heldur ekki viljað láta kanna viðhorf íbúa í sveitarfélögun- um þremur til sameiningar. Fulltrúar sveitarfélaganna fjög- urra ræddu sameiningarmál sl. vet- ur en í kjölfarið lögðu Ólafsfirðingar til að áfram yrði rætt um sameiningu Siglufjarðar, Ólafsfjarðar og Dalvík- urbyggðar en að viðræðum með þátttöku Akureyrarbæjar yrði slitið. „Bæjarstjórn Ólafsfjarðar vill halda áfram að ræða við fulltrúa sveitarfé- laga á Eyjafjarðarsvæðinu um það hvernig sveitarfélag eða sveitarfélög verða til á svæðinu að loknu þessu ferli sem nú er að fara af stað. Við viljum ekki láta ríkisvaldið eða Sam- band íslenskra sveitarfélaga segja okkur hvernig eigi að gera þetta.“ Stefanía sagði að ef það yrði nið- urstaðan við breytingar á sveitar- stjórnarlögunum, að talið yrði úr ein- um potti eftir sameiningarkosn- ingar, myndu atkvæði Akureyringa ráða niðurstöðunni í slíkum kosning- um í Eyjafirði, vegna stærðar sveit- arfélagsins. „Það skipti þá engu máli hver niðurstaðan yrði í hinum sveit- arfélögunum. Með þessu væri verið að taka sjálfsákvörðunarvald íbúa sveitarfélaganna um eigin framtíð úr höndum þeirra. Þau geta reyndar kosið um það innan sinna raða að taka ekki þátt í sameiningarkosn- ingu. Þá gæti hins vegar löggjafinn komið að málum og skikkað sveit- arfélög til þátttöku. Þetta kæmi þá líka fram í kosningum til sveita- stjórnar í sameiginlegu sveitarfélagi. Þessi sterka staða Akureyrar kallar fram ákveðnar spurningar, sem verður að fá svör við,“ sagði Stef- anía. Sterk staða Akur- eyrar veldur deilum SNJÓ hefur ekki fest jafnsnemma á Ak- ureyri síðustu 63 ár og að þessu sinni, en jörð var talin alhvít á fimmtudaginn í síðustu viku, 18. september. Síðan snjómælingar hóf- ust í höfuðstað Norðurlands fyrir um það bil 70 árum hefur jörð fyrst orðið alhvít 7. sept- ember árið 1940, og þá varð raunar alhvítt næstu daga á eftir einnig að sögn Trausta Jónssonar veðurfræðings á Veðurstofu Ís- lands. Varla er hægt að segja að alls staðar í bænum hafi snjó almennilega tekið upp fyrr en snemma í þessari viku eftir hretið á fimmtudaginn var, en skv. opinberum tölum var það eini dagurinn þar sem jörð taldist al- hvít. Frá því um 1950 hefur orðið alhvítt á Ak- ureyri að meðaltali sem næst 23. október skv. upplýsingum veðuráhugamanns í bænum, sem vann þær upp úr gögnum Veðurstofu Ís- lands. Undantekningar á árunum 1950–2000 eru þær að 1954 varð alhvítt 25. september, 1969 varð alhvítt 30. september, 1975 varð al- hvítt 27. september, 1988 varð alhvítt 26. september og einnig 20. september 1990. Í ár gerist þetta því um það bil fimm vikum fyrr en í meðalári og viku fyrr en næstu und- antekningar síðustu 50 ár. Að sögn lögregl- unnar á Akureyri, sem sér um að fylgjast með veðrinu og skrá, fyrir Veðurstofuna var „snjókoma og/eða slydda“ klukkan 6 að morgni fimmtudagsins 18. september sl., þegar fyrsti snjór haustsins er skráður. Klukkan 9 að morgni er jörð sögð alþakin jafnföllnum, þéttum eða votum snjó, þriggja cm þykkum og klukkan 12 á hádegi er skráð miðlungs snjóél og alhvítt í fjöll. Klukkan 3 síðdegis er aftur skráð snjókoma. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni var daginn eftir skráð að jörð væri þakin þéttum eða votum snjó að minna en hálfu leyti og jörð telst þar af leiðandi ekki lengur alhvít. „Eftir þetta hefur verið él og slydda og rigning en snjó hefur ekki fest aftur,“ sagði Gunnar Jóhannsson varðstjóri, en í fyrradag taldist snjór vera farinn alveg úr byggð. Til samanburðar má geta þess að fyrsti haustdagur þar sem jörð hefur orðið alhvít í Reykjavík er 9. september, að sögn Trausta Jónssonar, veðurfræðings. Það er að vísu talsvert síðan; þetta var árið 1926. Fyrsti snjórinn: Börn og starfsfólk á leikskólanum Flúðum léku sér í snjónum á lóð skólans þegar snjórinn féll í síðustu viku. Gerðu m.a. snjókarla og -kerlingar og voru hin ánægðustu. Jörð varð nú alhvít á Akureyri fimm vikum fyrr en í meðalári frá 1950 Snjó ekki fest jafnsnemma í 63 ár Boðið til Berlínar | Fyrstu sýn- ingu í nýju galleríi á Akureyri, 02 gallery, er nýlokið og vakti áhuga erlendra listfræðinga. Finnur Arnar sýndi þar myndbandsverk. Aðstand- endum gallerísins hefur nú verið boðið að kynna verk Finns á al- þjóðlegri myndlistarsýningu í Berlín sem ber yfirskriftina „Old Habits Die Hard“. Sýningin verður í SPAR- WASSER HQ í Berlín. Dansi, dansi | Sýningunni Dansi, dansi dúkkan mín á Minjasafninu á Akureyri lýkur á morgun, laug- ardaginn 27. september. Þar getur að líta dúkkur úr eigu myndlist- arkonunnar Guðbjargar Ringsted, sem hefur safnað brúðum til fjölda ára. Á laugardag gefst almenningi tækifæri til að bæta enn í safn Guðbjargar eða Minjasafnsins.    Ævintýradansleikhús | Þeir sem leið eiga um miðbæinn á Akureyri í dag kl. 17 ættu að staldra við og líta inn í gluggann hjá versluninni Centró. Hópur barna, 7–11 ára, ætl- ar þá að vera með sýningu í gluggan- um, en þau eru þátttakendur í æv- intýradansleikhúsi barna sem þær Anna Richards og Arna Valsdóttir standa að. „Við ætlum að sýna í gluggum í miðbænum síðasta föstu- dag hvers mánaðar til áramóta. Við viljum lífga upp á bæjarlífið og eins þjálfa börn í að koma fram og hugsa hlutina, t.d. glugga út frá listrænu sjónarhorni,“ sagði Anna.   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.