Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ VILHJÁLMUR Bjarnason, hluthafi í Hf. Eimskipafélagi Íslands, hefur farið þess á leit við efnahagsbrota- deild Ríkislögreglustjóra að emb- ættið kanni hvort ákvæði laga um bankaleynd hafi verið brotin í tengslum við samkomulag Lands- banka Íslands, Ís- landsbanka og fleiri aðila um verðbréfavið- skipti, sem tilkynnt var um 19. september síðastliðinn. Í bréfi Vilhjálms til Ríkislögreglustjóra, sem dagsett er í gær, segir: „Þess er farið á leit við efnahagsbrota- deild Ríkislögreglu- stjóra að embættið kanni hvort stjórn- endur Íslandsbanka hf., Lands- banka Íslands hf. og Straums hf. og ef til vill fleiri félaga hafi brotið ákvæði um bankaleynd í lögum um fjármálafyrirtæki, sbr. lög nr. 161/ 2002 um fjármálafyrirtæki, svo og lög um verðbréfaviðskipti nr. 33/ 2003, þ.e. um breytingu á eignar- haldi verulegs hlutar (V. kafli) og markaðsmisnotkun (VIII. kafli) o.fl., með gerð samnings nefndra aðila o. fl. dags. er 18. sept., sjá frétt á fréttavef Kauphallar Íslands frá 22. sept. sl., um sölu á eignahlutum í Hf. Eimskipafélagi Íslands í skiptum fyrir eignarhluta í Burðarási hf. og tengd viðskipti.“ Vilhjálmur segist fyrst og fremst vera að gæta hagsmuna sinna með því að óska eftir að efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra taki þetta mál fyrir. Með þeim samningi sem gerður hafi verið sé ver- ið að ganga freklega á rétt hans sem hluthafa í Eimskipafélaginu. Lánastofnanir sem fari offari hafi tekið að sér að ráðstafa eignum fé- lagsins, sem þær eigi hlut í en hann einnig, og hann ætli að verja sína hagsmuni. „Ég tel að verið sé að láta eignir af hendi á allt of lágu verði og jafnvel líka að það sé verið að stunda það sem heitir markaðsmisnotkun. Ég verð að leita allra leiða til að tryggja mína hags- muni í þessu máli.“ Aðspurður segir Vilhjálmur að ekki sé nægjanlegt að Kauphöll Ís- lands, Fjármálaeftirlitið, eða jafnvel Samkeppnisstofnun, kanni þetta mál. Hann segir að það sé hans mat að brotið sé miklu alvarlegra en svo að það sé þessara stofnana að kanna það. Farið sé út fyrir öll mörk í þessu máli. Auk þess sé Fjármála- eftirlitið lamað í þessu máli vegna vanhæfis forstjóra stofnunarinnar, sem að hans mati leiði til vanhæfis allra undirmanna hans. Eftirlitsaðilar yfirfari viðskiptin Bjarni Ármannsson, forstjóri Ís- landsbanka, segist telja sjálfsagt og eðlilegt að lögbærir eftirlitsaðilar, eins og Kauphöll Íslands og Fjár- málaeftirlitið, yfirfari umrædd við- skipti og þau séu með því að rækja eftirlitshlutverk sitt meða markaðn- um. „Ef einstaklingar eða lögaðilar vilja vísa málum til efnahagsbrota- deildar lögreglunnar, þá er það að sjálfsögðu hennar að svara slíkum erindum, en ekki okkar,“ segir Bjarni. Mikill misskilningur Ársæll Harðarson, aðallögfræð- ingur Landsbanka Íslands, segir að bankinn telji víst að málflutningur Vilhjálms sé á miklum misskilningi byggður. „Hlutafélagalög, sem um umrædd viðskipta gilda, vernda með ótvíræðum hætti hagsmuni minni- hlutaeigenda,“ segir Ársæll. „Landsbankinn fór í einu og öllu að þeim lögum og öðrum sem um við- skiptin gilda. Bankinn telur að hið sama gildi um aðra aðila samnings- ins. Það er því að mati bankans rangt sem Vilhjálmur heldur fram að umrætt samkomulag hafi brotið gegn lögum. Bankinn telur víst að ef til rannsóknar á viðskiptunum komi muni framangreint koma í ljós.“ Vilhjálmur Bjarnason Verðbréfaviðskipti Íslandsbanka, Landsbanka og fleiri Óskað eftir athugun efnahagsbrotadeildar BAUGUR Group hf. hefur eignast 21,14% hlut í Flugleiðum hf., eða um 487,7 milljónir króna að nafn- verði hlutafjár. Greint var frá því í tilkynningu til Kauphallar Íslands í fyrradag að Baugur Group hefði annars vegar gert samning við Fjárfestingar- félagði Gaum ehf. og hins vegar við Ovalla Trading Ltd. um kaup á samtals um 441,7 milljónum króna að nafnverði hlutafjár Flugleiða, eða 19,15% af heildarhlutafé fé- lagsins. Verðið í viðskiptunum var 5,2 og var heildarkaupverðið því um 2,3 milljarðar króna. Í gær var síðan tilkynnt til Kauphallarinnar að Baugur Group hefði aukið við hlut sinn í Flugleið- um um 1,99%. Verðið í þeim við- skiptum var 6,0. Skarphéðinn Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri hjá Baugi Group, segir að félagið vilji ekkert tjá sig um kaupin á hlutabréfum Flugleiða. Jafnframt vilji félagið ekkert segja til um hvort þau séu til vitnis um aukinn áhuga Baugs Group á Flugleiðum. Jón Ásgeir Jóhannesson, for- stjóri Baugs Group, er stjórnar- maður í Flugleiðum og hluthafi í Fjárfestingarfélaginu Gaumi og Ovalla Trading, en hvorugt þess- ara félaga á nú hlut í Flugleiðum. Gengi hlutabréfa Flugleiða hækkaði um 9,3% í Kauphöll Ís- lands í gær og var lokvaverðið 5,9. Baugur Group með rúmlega 21% hlut í Flugleiðum NAUÐSYNLEGT er að stjórnar- menn í fyrirtækjum séu vel upp- lýstir um starfsemina og kunni vel skil á þeim reglum sem um það gilda. Á þetta jafnt við um að- almenn sem varamenn í stjórn. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Árna Harðarsonar, hæstaréttarlögmanns, á hádegis- verðarfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga og Deloitte & Touche í gær. Yfirskrift fundarins var Ábyrgð stjórnenda og endurskoð- enda fyrirtækja, afleiðingar van- rækslu, mistaka og lögbrota. Auk Árna flutti Stefán Svavarsson, lög- giltur endurskoðandi og dósent við Háskóla Íslands, erindi á fundinum. Árni velti í erindi sínu upp spurn- ingum um það hverjir beri ábyrgð á því sem miður fer hjá fyrirtækjum og sagði það alveg ljóst í lögum að ábyrgð stjórnarmanna sé ótak- mörkuð. Saman beri þó stjórnar- menn, framkvæmdastjórn og starfsmenn ábyrgð á því að reglum sé fylgt. Bein fyrirmæli stjórnenda til starfsmanna fríi viðkomandi ekki ábyrgð ef hann veit að verið er að brjóta reglur. „Það er alveg skýrt í ýmsum sérlögum er varða refsi- ábyrgð að það er verið að tala um stjórn, framkvæmdastjóra og aðra starfsmenn,“ sagði Árni. Meginhlutverk stjórnar er eftirlit Lykilorðið fyrir stjórn fyrirtækis og þá einstaklinga sem í henni sitja sagði Árni vera eftirlit. Stjórnar- menn ættu ekki að geta skýlt sér á bak við þekkingarleysi á lögum og reglugerðum, það væri ekki afsök- un fyrir slöku eftirliti. Árni sagði ennfremur að stjórnir fyrirtækja væru vettvangur þar sem aðgerð- arleysi ætti ekki að líðast. „Það er þarna sem athafnaleysið getur komið mönnum í koll.“ Árni sagði ennfremur að stjórnir fyrirtækja ættu alltaf að hafa að leiðarljósi hagsmuni allra hluthafa. „Skyldurnar ná lengra en til meiri- hluta hluthafa. Stjórnin hefur skyldur gagnvart öllum hluthöfum,“ voru orð Árna Harðarsonar á fund- inum. Stefán Svavarsson greindi í er- indi sínu frá líkani sem gjarnan er nefnt þrífóturinn og tekur á sam- spili stjórnar, framkvæmdastjóra og hluthafa. Hann sagði það hafa sýnt sig í erlendum fyrirtækjum að samskipti milli framkvæmdastjóra og stjórnar hafi ekki verið með eðli- legum hætti. Stefán nefndi sem dæmi um þetta há laun forstjóra í Bandaríkjunum. Árið 1980 hefðu laun bandarískra forstjóra jafnan verið 42 sinnum meðallaun starfs- manna fyrirtækisins. Nú væri svo komið að margfalda þarf meðallaun óbreyttra starfsmanna með 531 til að fá út laun forstjórans. Sagði Stefán greinilegt að stjórnir fyr- irtækja í Bandaríkjunum, sem hafa það hlutverk meðal annars að ákvarða laun yfirmanna, hefðu brugðist. Nýlegt dæmi væri brott- hvarf Richards Grasso úr stóli Kauphallarinnar í New York vegna óhóflegra launagreiðslna. Stefán sagði það undarlegt að stjórn Kauphallarinnar hafi ekki verið gerð ábyrg einnig þar sem hún hafi tekið ákvarðanir um launakjör for- stjórans. Morgunblaðið/Jim Smart Fullt var út úr dyrum á fundi FVH og Deloitte & Touche um ábyrgð stjórnenda og endurskoðenda fyrirtækja í gær. Ábyrgð stjórnarmanna fyrirtækja er ótakmörkuð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.