Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ TIL að byrja með: Jamie Lee Curt- is hefur aldrei verið betri á löngum og litríkum ferli en í tvöföldu hlutverki í þessari bráðskemmtilegu endurgerð fjölskyldumyndar frá 1977. Hún á al- tént skilið Óskarstilnefningu þó túlk- un dramatískara og „menningar- legra“ hlutverks verði vafalítið verðlaunað. Curtis leikur Tess, stressaða, einstæða móður tveggja barna; táningsins Önnu (Lindsay Lohan) og sonarins Jake (Chad Mich- ael Murray), sem er nokkru yngri. Faðirinn er látinn og Tess er í þann mund að fara að gifta sig á ný dótt- urinni til lítillar hrifningar. Flest annað skilur á milli mæðgna. Mamman er dæmigerð, vel menntuð nútímakona, vinsæll sálfræðingur með eigin stofu, forfallinn vinnufíkill með fullkomnunaráráttu og sem finn- ur frjálslegum lífsstíl dótturinnar flest til foráttu. Anna er þó að manni virðist einkar efnilegur og sjálfstæð- ur einstaklingur, mátulega hrifin af náminu og kennurunum (Stephen Tobolowsky lífgar uppá atburða- rásina sem dæmigerður, uppþornað- ur kennarajálkur), en hefur því meiri áhuga á grunge-tónlist og er aðaldrif- fjöðrin í unglingahljómsveit sem æfir stíft í mömmubílskúrnum mömmu – þegar Volvóinn er ekki heima. Árekstrarnir eru tíðir og hefjast gjarnan í morgunsárið og enda í eitt skiptið yfir kvöldverði á kínverskum matsölustað þar sem eigandinn réttir þeim spádómskökur til að lægja öld- urnar. Þá hefjast töfrarnir: Mæðg- urnar fá sama spádóminn sem gerir það að verkum að þær hafa ham- skipti, þ.e. að dóttirin skutlast yfir í líkama móðurinnar og öfugt. Ekki þarf að spyrja að endalokum, eftir þann nauðsynlega skilning sem þær fá á stöðu hvor annarar losna þær reynslunni ríkari undan hinum kín- verska galdri. Gott ef endurgerðin slær ekki út forvera sinn sem í minningunni er- Disney-mynd í rösku meðallagi. Þá lék Jodie Foster dótturina sem var mun bragðlausari en hin uppreisnar- gjarna nútímastúlka sem Lohan túlk- ar á hárfínum notum. Ekki síður er hún leikur mömmu sína, settlega og stjórnsama. Það er þó Curtis sem hef- ur vinninginn og umturnast gjörsam- lega er hún verður táningsgella með platínukort upp á vasann. Hugarfarsbreytingin er það sem skiptir öllu máli, aukinn skilningur og tillitssemi í garð hvor annarrar sem reynist ekki langt undan en þó yfir- leitt víðs fjarri í samskiptum foreldra og barna þeirra á „mótþróaaldrin- um“. Kosturinn við þessa ágætu kennslustund í mannlegum samskipt- um er utan gæðaleiks sá eldhressi en þó beinskeytti húmor sem kryddar og mýkir boðskapinn og heldur áhorf- endum á léttu nótunum frá upphafi til enda. Myndin er því hvorttveggja, fín fjölskylduskemmtun og hollt um- hugsunarefni fyrir sama hóp. Eink- um hafa foreldrar gott af því að rifja upp hversu það var sælt að vera ung- lingur þegar fátt skyggði á unaðssemi tilverunnar annað en tuðið í þeim eldri… Aukapersónurnar eru nettar og vel túlkaðar og dálítið fyndið að sjá Mark Harmon stinga upp (nú) grá- sprengdum kollinum. Hann var og er dágóður leikari, heftur í dísætum um- búðum. Að endingu ætla ég þó rétt að vona – að fenginni ömurlegri reynslu frá níunda áratugnum – að þessi ágæta mynd hleypi ekki af stað nýju flóði slíkra hamskiptamynda. Kynslóðabil og kín- verskar spádómskökur KVIKMYNDIR Laugarásbíó, Regnboginn, Borgarbíó Akureyri. Leikstjóri Mark Waters.Handrit Heather Hach og Leslie Dixon, byggt á skáldsögu eftir Mary Rodgers. Kvikmyndatökustjóri Oliver Wood. Aðalleikendur: Jamie Lee Curtis, Lindsay Lohan, Mark Harmon. 90 mínútur. Walt Disney Pictures . Bandarík- in 2003. Geggjaður föstudagur (Freaky Friday )  Sæbjörn Valdimarsson KRINGLAN Sýnd kl. 8 og 10.20. Frá leikstjóranum Ridley Scott sem færði okkur myndirnar Gladiator, Hannibal, Blade Runner og Alien  "Skotheldur leikur og frábært handrit." - HP KVIKMYNDIR.COM F R U M S Ý N I N G Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd. kl. 6. NÓI ALBINÓI Rómantísk grínmynd frá leikstjóra When Harry Met Sally með LukeWilson (Legally Blonde) og Kate Hudson (How To Lose A Guy...) Kvikmynd eftir Sólveigu Anspachi i i DIDDA JÓNSDÓTTIR ELODIE BOUCHEZ BALTASAR KORMÁKUR INGVAR E. SIGURÐSSON Mögnuð mynd eftir Sólveigu Anspach sem valin var til sýninga á kvikmyndahátíðinni í Cannes á þessu ári. Sjáið sannleikann! Frábær tryllir THE TIMES Spacey er í toppformi UNCUT i í i Ný mynd frá breska leikstjóranum Alan Parker með tvöföldum Óskarsverðlaunahafa, KevinSpacey. Vinsælustu myndirnar á Breskum Bíódögum sýndar áfram. Missið ekki af þessum frábærum myndum Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 16. Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. kl. 6. kl. 6. kl. 8. kl. 10.15.kl. 6. H.J. MBL S.G. DV „Áhrifarík og lofsamleg.“ HJ. MBL H.K. DV THE MAGDALENE SISTERS Skonrok Fm 90.9 H.K. DV SG DV SV. MBLPlots With a View SG DV SG MBL  "Skotheldur leikur og frábært handrit." - HP KVIKMYNDIR.COM Frá leikstjóranum Ridley Scott sem færði okkur myndirnar Gladiator, Hannibal, Blade Runner og Alien F R U M S Ý N I N G Þrautir Myndasögur Verðlaunaleikur vikunnar Krakkarýni Lína langsokkur Með blaðinu á morgun fylgir sérblaðið börn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.