Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 40
DAGBÓK 40 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Ör- firisey kemur í dag. Keilir, Atlas, Hanse- duo, Shoei Maru no. 8 og Mánafoss fara í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, bað og jóga, kl. 14 bingó. Hár- snyrting, fótaaðgerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 13– 16,30 smíðar. Bingó spilað 2. og 4. föstudag í mánuði. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–12.30 bað, kl. 9–12 vefnaður, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13–16 vefnaður og spilað í sal. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað og hárgreiðslustofan opin, kl. 14 söngstund. kl. 9–16.30 púttvöll- urinn opinn. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinna, kl. 9–12 applik- ering, kl. 10–13 opin verslunin. Bingó spilað síðasta föstudag í mán- uði. Félagsstarfið Hæðar- garði 31. Kl. 9–16.30 vinnustofa, myndlist o.fl., kl. 9.30 gönguhóp- ur, kl. 14 spilað. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8. bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 „opið hús“ spilað á spil. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Kl. 10 gler- bræðsla. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Opnað kl. 9. Leikfimi í Bjark- arhúsi kl. 11.20 tré- skurður og brids kl. 13. Púttæfing á Hrafn- istuvelli kl. 14–16. Dansleikur í kvöld kl. 20.30 Caprí tríó leikur fyrir dansi. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Í dag kl. 12.20 útvarp Saga 94,3. Þáttur um málefni eldri borgara. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Fjölbreytt dagskrá alla virka daga frá kl. 9–16.30 m.a. opnar vinnustofur og spilasalur. Veit- ingar í Kaffi Bergi. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 10 ganga, kl. 13 bridskennsla. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin frá kl. 9–17 virka daga. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, út- skurður, baðþjónusta, fótaaðgerð og hár- greiðsla. Hvassaleiti 58–60. Kl. 14.30 Föstudagskaffi. Hársnyrting. Fótaað- gerðir. Norðurbrún 1. Kl. 9– 17 hárgreiðsla, kl. 10– 11 boccia, kl. 14 leik- fimi. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 handavinna, kl.10–11 kántrý dans, kl.13.30 sungið við flygilinn við undirleik Sig- urbjargar, kl. 14.30 dansað við lagaval Halldóru, rjómaterta með kaffinu. Allir vel- komnir. Vitatorg. Kl. 8. 45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla og myndlist, kl. 9. 30 bókband og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og leikfimi, kl. 12. 30 leir, kl. 13. 30 bingó. FEBK. Brid spilað kl. 13.15 í Gjábakka. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laug- ardögum. Framsóknarfélagið í Mosfellsbæ. Spilakvöld í Framsóknarsalnum í Háholti 14, 2. hæð, hefjast aftur í kvöld 26. september kl. 20.30. Allir velkomnir. Minningarkort Minningarkort Thor- valdsensfélagsins eru til sölu á Thorvaldsens- bazar, Austurstræti 4, s. 551-3509. Samúðar- og heilla- óskakort Gídeon- félagsins er að finna í anddyrum eða safn- aðarheimilum flestra kirkna á landinu, í Kirkjuhúsinu, á skrif- stofu KFUM&K og víðar. Þau eru einnig afgreidd á skrifstofu Gídeonfélagsins, Vest- urgötu 40, alla virka daga frá kl. 14–16 eða í síma 562 1870. Allur ágóði fer til kaupa á Nýja testamentum sem gefin verða 10 ára skólabörnum eða kom- ið fyrir á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, hótelum, fangelsum og víðar. Minningarspjöld Kristniboðssambands- ins frást á skrifstof- unni, Holtavegi 28 (hús KFUM og K gegnt Langholtsskóla) sími 588-8899 Í dag er föstudagur 26. sept- ember, 269. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Allt er leyfilegt, en ekki er allt gagnlegt. Allt er leyfi- legt, en ekki byggir allt upp. (1. Kor. 10, 23.)     Eiríkur Bergmann Ein-arsson fjallar um landbúnaðarstyrki á kreml.is. Hann er síður en svo ánægður með frammistöðu Vest- urlanda, þar á meðal Ís- lendinga, í landbún- aðarmálum.     Hann segir m.a.: „Sam-kvæmt vikuritinu Economist veita ríkar þjóðir hvorki meira né minna en 300 milljörðum dollara á hverju ári í nið- urgreiðslur til bænda í ríkjum löndum. Til að mynda fær hver belja í Evrópuríkjum hærri styrk á ári en laun flestra íbúa í suðurhluta Afríku.     Um leið og tryggja þarfað snauðar þjóðir fái að selja afurðir sínar á ríkum mörkuðum Vest- urlanda þarf að afnema ósanngjarnar nið- urgreiðslur sem vernda framleiðendur í ríkjum löndum í samkeppninni við sárafátæka framleið- endur í þróunarríkj- unum.     Fátækir landbún-aðarframleiðendur búa við gjörsamlega óþolandi samkeppn- isaðstæður eins og mál- um er nú háttað og það er siðferðislega óverjandi að meina sárafátæku fólki að selja afurðir sín- ar á okkar ríku mörk- uðum.     Og nota bene: hér máÍsland ekki vera nein undantekning eins og við virðumst svo oft gera kröfu um.     Ríku þjóðirnar berasannarlega mikla ábyrgð á því hvernig fór í Cancun með því að halda til streitu svoköll- uðum Singapore- málefnum sem fela í sér að komið verði á sam- ræmdum alþjóðlegum viðskiptareglum um fjár- festingar yfir landamæri, samkeppnismálefni og ríkisútboðum, auk vöru- viðskipta, en slíkar regl- ur hefðu sett auknar skyldur á herðar þróun- arríkjanna. Þessar kröf- ur urðu ekki til að auð- velda samkomulag á fundinum. Þvert á móti.     Á tíma leit út fyrir aðVesturlönd væru tilbúin að gefa eftir en síðan hrökk allt í baklás. Til að mynda þverneit- uðu Bandaríkin að vinda ofan af himinháum styrkjum sem þarlendir bómullarframleiðendur þiggja og Japanir þver- skölluðust sömuleiðis við að minnka þá vernd sem japanskir hrísgrjóna- framleiðendur njóta í samkeppninni við er- lenda framleiðendur.     Engir styrkja þó land-búnaðarframleiðslu sína meir en Evrópuríki og fara Íslendingar þar fremstir í flokki,“ segir Eiríkur í pistli sínum. STAKSTEINAR Heilagar vestrænar kýr? Víkverji skrifar... FORSETAEMBÆTTIÐ áað vera í tengslum við þjóðina. Eða er það annars ekki? Ekki hefur forsetinn nein völd, en hann er þjóð- kjörinn og heldur oft ræður og vekur máls á ýmsum þjóð- þrifamálum, eða þá því, sem betur mætti fara í þjóðfélag- inu. Víkverja langaði til að fletta upp í einni af ræðum forsetans á dögunum og komst þá að því að það var engin leið að nálgast hana eftir þeim leið- um, sem þykja sjálfsagðar á 21. öld- inni. Víkverji leitaði að forsetaembætt- inu á Netinu og komst að því að for- setinn er ekki með neina heimasíðu! Ef slegin er inn vefslóðin forseti.is, birtist ein lína á skjánum: „Til- raunasíða forseti.is“ og stuttu síðar er notandanum beint inn á síðu Og Vodafone. Víkverji veit auðvitað ekkert um það hvort forsetaembættið á lénið, en það þætti honum eðlilegt miðað við að vefsetur forseta Finnlands er t.d. á slóðinni president.fi og upplýs- ingar um þýzka forestann er að finna á bundespraesident.de. Víkverja þykir þetta heimasíðu- leysi aumt, enda blasir við að á heimasíðunni ættu ræður og ritgerð- ir forsetans að vera almenningi að- gengilegar, þar ættu að vera myndir af forsetahjónunum, fróðleikur um forsetaembættið, Bessastaði o.s.frv. Svona er það haft í nágrannalönd- unum, þar sem forsetinn þjónar svipuðu hlutverki og hér; að taka á móti gestum og halda athyglisverðar ræður. x x x NÚORÐIÐ er heldur varla til svoaum opinber stofnun hér á landi að hún sé ekki með heimasíðu. Í landi, þar sem hægt er að nálgast á Netinu upplýsingar frá Geislavörn- um ríkisins, Vísindasiðanefnd, Yf- irkjötmati ríkisins, Örnefnanefnd og Kvikmyndaskoðun auk þess sem ráðherrar halda vefdag- bækur og birta fjölskyldu- albúmið jafnóðum á vefnum, er forsetaembættið undarleg undantekning. x x x HVAÐ um það - Víkverjiætlaði að nálgast ræðuna eftir leið tuttugustu ald- arinnar með því að hringja á skrifstofu forsetans og fá hana senda í tölvupóstinum eða á faxinu. Þá tók ekki betra við. Víkverji hringdi um klukkan hálfþrjú á virkum degi og fékk samband við símsvara, sem lýsti því yfir að skrifstofa forseta Ís- lands væri opin á virkum dögum frá klukkan níu til fimm. Víkverji hringdi nokkrum sinnum í viðbót fram til klukkan fimm, en komst aldrei í samband við lifandi mann- eskju, heldur bara símsvarann sem sagði honum að skrifstofan væri op- in. Forsetinn var reyndar í útlöndum og kannski lokar hann bara skrif- stofunni við þær aðstæður og lætur símsvarann passa húsið, en þá finnst Víkverja að símsvarinn ætti a.m.k. að segja satt og rétt frá, en ekki að skrökva því að skrifstofan sé opin. Morgunblaðið/Ómar Bessastadir.is virkar ekki heldur. Á FIMMTUDÖGUM hefur verið sýndur alveg ágætis þáttur frá vinum okkar Dönum sem heitir Klingi- vals. Hann er alltaf kynnt- ur vitlaust, að aumingja konan eigi mann sem er á hæli vegna þunglyndis. En maðurinn er allt annað en þunglyndur og í fullu fjöri. Þegar þættirnir byrjuðu var hins vegar sýnd löng kynning þar sem kom fram að konan var gift áður og sá maður var þunglyndur og framdi að lokum sjálfs- morð. Spurningin er hvort þau hjá sjónvarpinu viti ekkert hvað er verið að sýna og var þeim kannski send sería nr. 2 á undan nr. 1? Að lokum vil ég þakka fyrir góða grein um stefnu eða öllu heldur stefnuleysi í menningarpólitík Reykja- víkurborgar. Menningarsinnaður sjónvarpsglápari. Sammála Lönu ÉG er sammála Lönu Kol- brúnu sem skrifar í Velvak- anda sl. sunnudag um Stöð 2. Finnst mér með ólíkind- um að Stöð 2 skuli leyfa sér að fella niður eina rás í Fjölvarpinu eftir kl. 18 og senda út ruglað efni. Á sama tíma er verið að rukka mann um trygginga- gjald fyrir afruglara. Svo botna ég ekkert í hvaða til- gangi það þjónar að færa fréttatíma Stöðvar 2 yfir á sama tíma og hjá Ríkissjón- varpinu. Finnst það dóna- skapur gagnvart þeim sem vilja njóta frétta á báðum stöðvum. Áskrifandi. Lítilræði um knattspyrnu KAPPLEIKURINN milli Íslands og Þýskalands um daginn sýndi og sannaði að í íslenska liðinu eru betri knattspyrnumenn sem áttu skilið að vinna leikinn ef ekki hefði komið til óheppni í leikmeðferð okkar manna, sem áttu leikinn. Aðdáun- arverðar sendingar voru að vísu milli þýsku leikmann- anna sem sýndi skemmti- lega, dæmigerða, þýska knattspyrnu. Ég er ekki í nokkrum vafa um það að við munum sigra Þjóðverjana í kom- andi leik í Þýskalandi. Við eigum einfaldlega færari knattspyrnumenn, það er augljóst mál. Við höfum að vísu misst einn leikmann vegna meiðsla en annar góður maður kemur í hans stað og þetta verður spennandi við- ureign. Páll G. Hannesson, gam- all knattspyrnumaður. Að vera hafður að fífli FYRR í þessum mánuði fór ég snemma morguns á aug- lýsta Bónusútsölu Toyota umboðsins sem var á bíla- planinu hjá Kringlunni. Í röð á undan mér biðu u.þ.b. 10 manns og ég stóð í sömu sporum í klukkutíma eftir að komast að. Nokkrir bílasalar fóru inn á undan þeim sem biðu í röðinni og voru þeir inni í klukkutíma. Maður kom út með blað og gekk á röðina þar sem biðu aðallega bílasalar og keyptu þeir bestu bílana. Á undan mér voru hjón með lista upp á 10 bíla. En þegar röðin kom að mér voru allir ódýrustu bílarnir farnir. Ég spurði manninn hvort þetta væri gámasala og sagði hann þá við mig: Fyrstir koma, fyrstir fá. Nú eru þessir bílar til sölu á bílasölum borgarinnar. Mér finnst að allir þeir sem biðu þarna hafi verið hafðir að fíflum. En ég fór á bílasölu Ingv- ars Helgasonar og fékk þar frábæra þjónustu og keypti af þeim bíl. Hilmar Hafsteinsson. Dýrahald Kettlingar fást gefins TVEIR tæplega tveggja mánaða, ofurkrúttlegir kettlingar fást gefins. Kassavanir. Upplýsingar í síma 895- 0110 og 895-0210. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Vitlaus kynning Morgunblaðið/Jim Smart LÁRÉTT 1 bauka, 4 gikkur, 7 klettasnös, 8 lítil flugvél, 9 bekkur, 11 harmur, 13 karlfugl, 14 kindurnar, 15 nauðsyn, 17 svikul, 20 hugsvölun, 22 segja hug- ur um, 23 mannsnafn, 24 nagdýr, 25 lesum. LÓÐRÉTT 1 klunnalegs manns, 2 naumur, 3 forar, 4 brott, 5 svera, 6 sefaði, 10 stak- ar, 12 spök, 13 skar, 15 hlýðinn, 16 rödd, 18 lág- fótan, 19 fót, 20 ílát, 21 dá. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 pottlokið, 8 jakar, 9 tákna, 10 fáa, 11 korta, 13 rýran, 15 starf, 18 salur, 21 jón, 22 lydda, 23 útlit, 24 rit- lingar. Lóðrétt: 2 orkar, 3 torfa, 4 oftar, 5 iðkar, 6 mjúk, 7 fann, 12 Týr, 14 ýsa, 15 sálm, 16 aldni, 17 fjall, 18 snúin, 19 lúlla, 20 rétt. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.