Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HÆSTIRÉTTUR telur að Árni M.
Mathiesen sjávarútvegsráðherra
hafi ekki verið að beina ummælum
sínum að Magnúsi Þór Hafsteins-
syni fyrrverandi fréttamanni, þeg-
ar ráðherra ræddi um sviðsetningu
frétta í sjónvarpsviðtali í kjölfar
sjónvarpsmynda af meintu brott-
kasti. Hæstiréttur telur hins vegar
að Árni hafi beint ummælum sínum
að fréttastofu Sjónvarpsins.
Hnekkti dómurinn því niðurstöðu
Héraðsdóms Reykjaness frá 28.
október 2002 og sýknaði hann í
gær af kröfu Magnúsar Þórs um að
ummælin yrðu ómerkt og að Árna
yrði gert að greiða miskabætur.
Taldi Hæstiréttur að Árni hefði
ekki farið út fyrir mörk leyfilegs
tjáningarfrelsis. Héraðsdómur
hafði í dómi sínum ómerkt ummæl-
in og dæmt Árna í 100 þúsund
króna sekt.
Málið snérist um ummæli, sem
Árni lét falla í viðtali við sjónvarps-
stöðina Fjölsýn í Vestmannaeyjum
23. nóvember 2001. Mikil umræða
var um brottkast afla vegna mynda
sem teknar höfðu verið og sýndar í
sjónvarpi en Magnús Þór starfaði
þá sem fréttamaður.
Ummælin voru eftirfarandi:
„Magnús Þór lýsti því hérna yfir
að hann ætlaði sér sko að koma
hérna höggi á fiskveiðistjórnunar-
kerfið erlendis og hérna, og koma
hvernig hann nú orðaði það, að
hérna skemma fyrir íslenskum
stjórnvöldum og því sem íslensk
stjórnvöld eru að reyna að gera í
fiskveiðistjórnun, á erlendri
grundu. Þetta er náttúrulega fá-
heyrt, ef ekki bara óheyrt, að
fréttamaður láti svona út úr sér, að
hann hafi stefnu sem þessa.“
„... af því að við erum nú hérna í
sjónvarpi og í svona fréttaviðtali,
að mér finnst það hins vegar vera
stórt mál fyrir fréttastofu hvort að
hún ætli sér yfir höfuð að viðhafa
svona vinnubrögð að sviðsetja
fréttir. Á Stöð 2 einu sinni þá var
fréttmaður sem sviðsetti dópvið-
skipti uppi í Rauðhólum og hann
var rekinn. Og það var einu sinni
fréttamaður í Bandaríkjunum sem
að sviðsetti það að átta ára gömul
blökkustúlka væri heróínneytandi
og hann fékk Pulitzer Prize verð-
launin fyrir. Síðan komst þetta upp
um hann og hann var auðvitað rek-
inn frá blaðinu sem hann var að
starfa á og hérna hann þurfti að
skila verðlaununum. Þess vegna
spyr maður sjálfan sig sko, eru
þetta vinnubrögðin sem að Rík-
issjónvarpið ætlar að viðhafa, og
þarf maður alltaf að hugsa í hvert
einasta skipti sem maður hefur
horft á einhverja frétt sko, bíddu –
var þetta sviðsett eða var þetta
alvörufrétt?“
Gat ekki átt aðild að
kröfu á ráðherrann
Hæstiréttur féllst á það með ráð-
herra, að ummælum hans um svið-
setningu frétta hefði verið beint að
fréttastofu Sjónvarpsins, en ekki
Magnúsi og því hefði Magnús ekki
getað átt aðild að kröfu á hendur
ráðherra vegna þeirra ummæla. Þá
taldi Hæstiréttur, að Magnús Þór
hefði, með því að hasla sér völl í
stjórnmáladeilu með þeim hætti
sem hann gerði, mátt búast við því
að andsvör kæmu frá Árna. Að at-
vikum málsins virtum þóttu ekki
efni til að fallast á að Árni hefði
veist að æru Magnúsar með því að
haga orðum sínum á þann hátt,
sem hann gerði. Litið var til þess
að Árni hefði ekki átt upptökin að
umræðunni, heldur hefðu orð hans
fallið að gefnu tilefni frá Magnúsi.
Sú aðstaða að Árni var stjórnmála-
maður og gegndi embætti sjávarút-
vegsráðherra hefði engu breytt um
þá niðurstöðu að með orðum hans
var ekki farið út fyrir mörk leyfi-
legs tjáningarfrelsis.
Málið dæmdu hæstaréttardóm-
ararnir Garðar Gíslason, Gunn-
laugur Claessen og Ingibjörg
Benediktsdóttir. Lögmaður Árna
var Árni Grétar Finnsson hrl. og
lögmaður Magnúsar Gunnar Sæ-
mundsson hrl.
Sjávarútvegsráðherra sýknaður í meiðyrðamáli í Hæstarétti
Fór ekki út fyrir mörk
leyfilegs tjáningarfrelsis
„ÉG lýsi yfir
vonbrigðum
með þennan
dóm og held að
hann sé mikið
áfall bæði fyrir
fjölmiðlamenn
og þegna þessa
lands,“ segir
Magnús Þór
Hafsteinsson.
„Það kemur
fram í dómnum að ég hef oft
gagnrýnt fiskveiðistjórn-
unarkerfið harkalega, en ég
gerði það aldrei með þeim hætti
að ég væri að ráðast með dylgj-
um að æru Árna Mathiesen, eins
og hann gerði við mig. Hann ber
það á mig að ég hafi tekið þátt í
alvarlegu fiskveiðibroti til þess
að setja á svið atburð, bera hann
á borð fyrir þjóðina í blekking-
arskyni í einhverjum annarlegum
pólitískum tilgangi.“
Magnús Þór sakar Hæstarétt
um útúrsnúninga þegar dómurinn
leggur það til grundvallar að
Magnús Þór hafi ekki getað átt
aðild að kröfu á hendur ráðherra
þar sem hann hafi beint ummæl-
um sínum að fréttastofu Sjón-
varps en ekki Magnúsi sjálfum.
„Ef maður les allt viðtalið við
Árna Mathiesen í samhengi, þá er
hann að tala um mig. Hæstiréttur
er bara að snúa út úr,“ segir
Magnús Þór og segist aðspurður
hafa viljað láta fimm dómara
dæma málið í stað þriggja.
Dómurinn
mikið áfall
Magnús Þór
Hafsteinsson
ÁRNI M.
Mathiesen
sjávarútvegs-
ráðherra segist
afar sáttur við
dóm Hæsta-
réttar, en hann
sendi frá sér
fréttatilkynn-
ingu vegna
málsins í gær.
„Ég er afar
sáttur við niðurstöðu Hæstaréttar
Íslands og þær forsendur sem nið-
urstaðan byggir á. Í fréttatilkynn-
ingu frá mér til fjölmiðla 24.01.
2003 kemur fram að ég taldi dóm
Héraðsdóms Reykjaness í and-
stöðu við dóma Hæstaréttar Ís-
lands í málum sem varða tjáning-
arfrelsi. Vegna mikilvægis
tjáningarfrelsis í nútíma þjóðfélagi
taldi ég óhjákvæmilegt annað en
að áfrýja dómi Héraðsdóms
Reykjaness. Niðurstaða Hæsta-
réttar Íslands er ótvíræð að með
orðum mínum „var ekki farið út
fyrir mörk leyfilegs tjáning-
arfrelsis“ og er ég sýknaður af
kröfum stefnda.“
Afar sáttur við
niðurstöðuna
Árni M.
Mathiesen
HALLDÓR Ásgrímsson, utan-
ríkisráðherra, undirritaði í
fyrradag valfrjálsa bókun við
alþjóðasamninginn gegn pynt-
ingum og annarri grimmilegri,
ómannlegri eða vanvirðandi
meðferð eða refsingum.
Utanríkisráðherra situr nú
allsherjarþing Sameinuðu þjóð-
anna í New York. Bókuninni er
ætlað að styrkja aðgerðir til að
koma í veg fyrir og útrýma
pyntingum með því að koma
upp reglubundnu eftirliti í að-
ildarríkjunum.
Undirrit-
aði bókun
gegn
pyntingum
Á DÖGUNUM gaf mennta-
málaráðuneytið út tilkynn-
ingu um breytingu á reglum
um takmörkun á fjölda nem-
enda í læknisfræði við Há-
skóla Íslands háskólaárið
2003–4. Breytingin felur í sér
að í stað tölunnar „48“ þar
sem getið er um fjöldatak-
mörkun í læknisfræði kemur
nú „50“.
Fjöldatak-
mörkun úr
48 í 50 í
læknadeild
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra opnar í dag kynningu á ís-
lenskum afurðum á þremur stærstu
matsölustöðunum í aðalstöðvum
Sameinuðu þjóðanna í New York.
Um 9-10 þúsund manns fara um mat-
sölustaðina á degi hverjum en þetta
er í fyrsta sinn sem kynning af þessu
tagi fer fram í mötuneytum SÞ.
Yfirskrift kynningarinnar er „Ice-
land Naturally“ og er hún er unnin í
samstarfi við Iceland Seafood, eitt
fyrirtækja SÍF. Boðið verður upp á
úrval af íslenskum sjávarafurðum,
einkum sjávarafurðir og íslenskt
vatn. Þá verða á staðnum ljósmyndir
og kynningarefni ýmiss konar. Sýn-
ingin stendur frá 26. september til 5.
október nk. Að sögn Hannesar
Heimissonar, aðalræðismanns á að-
alræðisskrifstofu Íslands í New
York, er mikil viðurkenning í því
fólgin að Ísland skuli vera fyrsta rík-
ið sem fái að kynna afurðir sínar á
matsölustöðunum. Þess má geta að
nýr rekstraraðili er tekinn við
rekstri matsölustaðanna.
„Lagalisti ráðherrans“
Á laugardag verður tónlistarvef-
urinn tonlist.com opnaður á Jeff’s
Pub á Manhattan sem er þekktur
fyrir lifandi tónlist. Þar mun Halldór
meðal annars velja „Minister’s Play-
list“, lista með lögum sem ráð-
herrann velur persónulega en þau
verða síðan sett á vefinn.
Íslensk matarkynning
hjá SÞ í New York
Ráðherra opnar
matarkynningu í
dag og tónlistar-
vef á morgun
SKÓLASUNDIÐ hressir, bætir og kætir. Krakkar út
um allt land stunda sund af kappi, hvernig sem viðrar.
Sundtökin eru æfð af námkvæmni og stundum er betra
að hafa „kork“ til að fínpússa hreyfingarnar. Þrátt fyr-
ir að kalt sé orðið úti létu krakkarnir í Borgarnesi það
ekki á sig fá og syntu um laugina, hver á sínum hraða.
Morgunblaðið/Ásdís
Hraustleg sundtök í Borgarnesi
♦ ♦ ♦
EFNAHAGSBROTADEILD rík-
islögreglustjóra hefur ákært þrjá
menn sem störfuðu hjá Kaupþingi,
Íslandsbanka og Lífeyrissjóðnum
Hlíf, fyrir tugmilljóna fjárdrátt,
peningaþvætti og fleiri brot á ár-
unum 2000 og 2001. Fyrrverandi
sjóðsstjóri eignastýringasviðs
Kaupþings er ákærður fyrir fjár-
drátt og brot á lögum um verð-
bréfaviðskipti með markaðsmis-
notkun og loks brot á lögum um
skyldutryggingu lífeyrisréttinda
og starfsemi lífeyrissjóða. Skaða-
bótakrafa Kaupþings banka hf. á
hendur ákærða nemur rúmum 28
milljónum króna.
Fyrrverandi framkvæmdastjóri
Lífeyrissjóðs Hlífar er ákærður
fyrir peningaþvætti með því að
hafa tekið við um 17 milljóna
króna ávinningi sjóðsstjórans. Þá
er þriðji sakborningurinn, sem var
gjaldkeri hjá Íslandsbanka,
ákærður fyrir peningaþvætti með
því að hafa veitt sjóðsstjóranum
aðgang að bankareikningum sínum
og að annast millifærslur og út-
tektir.
Ákæran var þingfest í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í gær. Ákærðu
neita sök og hefst aðalmeðferð
málsins 10. nóvember.
Ákærðir fyr-
ir fjárdrátt
og peninga-
þvætti