Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þú verður bara klipptur niður ef þú verður með eitthvert línuívilnunar múður, góði. Ráðstefna um fæðingar í nútímasamfélagi Aukin tíðni keisarafæðinga RÁÐSTEFNANEðlilegar fæðingarí nútímasamfélagi verður haldin á Grand Hótel dagana 26. og 27. september. Ráðstefnan er ætluð fagfólki og er haldin á vegum Ljósmæðrafélags Íslands og náms í ljósmóð- urfræði við Háskóla Ís- lands. Hvað er átt við með heitinu Eðlilegar fæðing- ar? „Á ráðstefnunni setjum við orðið eðlilegar í gæsa- lappir og tengjum þeirri þróun sem orðið hefur í barneignum í nútímasam- félagi og ekki síst fjölgun keisarafæðinga í hinum vestræna heimi. Í dag fæðir um það bil fjórða hver kona barn með keisara og sums staðar er talan enn hærri. Við köstum þess vegna fram þeirri spurningu hvort þetta sé hin eðlilega fæðing í dag?“ Hvaða fyrirlesarar koma fram á ráðstefnunni? „Við höfum fengið hingað bandaríska ljósmóður Ina May Gaskin, sem á áhugaverða sögu að baki. Hún býr í kommúnusam- félaginu The Farm í Tennessee, þar sem hún er framkvæmda- stjóri og yfirljósmóðir samfélags- ins. Gaskin hóf störf sín sem sjálf- lærð ljósmóðir er hún, ásamt hópi kvenna, kynnti sér fræðin með bókalestri og aðstoð heimilis- læknis. Konurnar lærðu þannig smátt og smátt að aðstoða aðrar konur í fæðingu og öðluðust þekkingu á kvenlíkamanum. Þær hafa náð mjög góðum árangri og í samfélaginu, þar sem hafa fæðst yfir 2.000 börn, er keisaratíðni ekki nema 1–2% á móti 25% og yfir í vestrænum ríkjum. Útkoma fæðinga er enn fremur mjög góð hvað varðar mæðra- og barna- dauða en hugmyndafræðin er sú að konan fái að vera í friði í eigin umhverfi, fái nægan tíma með ljósmóður sér við hlið og að hún trúi á getu líkama síns til að fæða barn án lyfjanotkunar. Þess má að lokum geta að Gaskin og ljós- mæður hennar hafa í dag full ljós- móðurréttindi.“ Er vitað hvers vegna hlutfall keisarafæðinga er svo hátt? Óska konur eftir þessu sjálfar? „Konur óska eftir keisara í auknum mæli og þess vegna er keisarafæðing kannski að verða normið. Sá misskilningur virðist líka vera algengur að auðveldara sé að eiga barn með keisaraskurði en svo er ekki. Við vitum að keis- arafæðingu fylgja margir fylgi- kvillar og áhætta á borð við mikl- ar blæðingar og sýkingu sem getur aukið hættu ófrjósemi, auk þess sem þetta er stór aðgerð sem fylgir alltaf viss lífshætta þó að við höfum verið heppin hér á landi. Þá geta börnin einnig lent í vandræðum ef þau eru tekin of snemma, sérstaklega ef um svo kallaðan valkeisara er að ræða þar sem fæðing er ákveðin fyrirfram. Við lifum á tækniöld og það eru margar skýr- ingar á því að æ fleiri lenda í keisara og í vissum tilfellum á það rétt á sér. Sú umræða að hægt sé að velja keisara án þess að læknisfræði- legar forsendur séu fyrir hendi er hins vegar ekki sniðug, en nokkuð hefur borið á valkeisara erlendis m.a. í Bretlandi. Það er þá okkar fagfólksins að veita almenningi réttar upplýsingar og láta ekki undan slíkum þrýstingi.“ Hvernig er ástandið á Íslandi? „Hér er tíðni keisarafæðinga í kringum 18% sem að okkar mati er of hátt, en 1983 var tíðni keis- arafæðinga 10%. Við fagfólkið er- um sammála um að það þurfi að halda þessari tölu niðri og best væri að sem fæstar konur fari í keisara í fyrsta sinn. Það er nefni- lega alltaf ákveðin hætta þegar kona hefur farið einu sinni í keis- ara að þá þurfi hún að gera það aftur, því legið er viðkvæmara í næstu meðgöngu.“ Verðið þið vör við að konur óski eftir keisara? „Það er alltaf eitthvað um að konur óski þess og ástæðurnar geta verið margar, m.a. hræðsla við fæðinguna. Svo hefur maður líka heyrt umræðu, þó lítið hér á landi, um að konur óski eftir keis- ara til að skaða ekki kynfæri sín.“ Verður fleira en keisarafæðing- ar til umræðu á á ráðstefnunni? „Fjöldi annarra viðfangsefna verða tekin fyrir og munum við m.a. horfa til fortíðar með sagn- fræðingunum Þórunni Guð- mundsdóttur og Ólöfu Garðars- dóttur sem flytja erindi um ljósmæður, störf þeirra og nám á fyrri öldum. Þá mun Helga Gott- freðsdóttir, lektor við Háskóla Ís- lands, fjalla um upplýst val á eðli- legu barneignarferli, Hildur Harðardóttir, yfirlæknir á kvennadeildinni, varpar síðan fram framtíðarspá um fæðingar á 21. öldinni og Guðrún Ólöf Jóns- dóttir ljósmóðir ræðir heimafæð- ingar sem hafa þrefaldast á Ís- landi á síðustu 5–10 árum, þó enn séu þær fáar.“ Getur almenningur kynnt sér hugmyndafræði Gask- in? „Ina May Gaskin verður með fyrirlestur fyrir almenning í Há- tíðarsal Háskóla Ís- lands mánudaginn 29. september kl. 17. Þar fjallar hún bæði um The Farm og um eðlilegar fæð- ingar, þar sem athyglinni er beint að kvenlíkamanum, kynhormón- um og áhrifum þessa á barnsfæð- inguna. Fyrirlesturinn er haldinn frá kvennafræðilegu sjónarmiði og Gaskin leggur áherslu á að konan haldi stjórn á líkama sínum og aðstæðum í fæðingunni.“ Ólöf Ásta Ólafsdóttir  Ólöf Ásta Ólafsdóttir fæddist á Akureyri 1955. Hún lauk prófi frá Ljósmæðraskóla Íslands 1978. BS-próf í hjúkrunarfræði frá HÍ 1985 og M.Sc. frá Háskól- anum í Cardiff 1992. Stundar nú doktorsnám í Thames Valley-há- skólanum í Lundúnum. For- stöðumaður ljósmóðurnáms inn- an hjúkrunarfræðideildar HÍ frá 1996. Um árabil ljósmóðir á kvennadeild LSH og hjúkrunar- framkvæmdastjóri 1993–95. Heimafæð- ingar hafa þrefaldast BREYTT skipulag á starfsemi Landsbókasafns og Háskólabóka- safns í Þjóðarbókhlöðunni tekur gildi 1. október. Starfsmönnum voru kynntar þessar breytingar nýlega og að sögn Sigrúnar Klöru Hannesdótt- ur landsbókavarðar er langflestum þeirra boðin áframhaldandi vinna. Hún segir að af um 100 stöðugildum þurfi að leggja niður tvær með þess- um breytingum. Eldri starfsmenn sem komnir séu á „95 ára regluna“ hafi sumir kosið að hætta. Sex deildir hafa verið starfandi í Þjóðarbókhlöðunni en með breyttu skipulagi verða þrjú svið; varð- veislu-, þjónustu- og rekstrarsvið, og ráðnir sviðsstjórar yfir þeim. Yfir varðveislusviði verður Kristín Bragadóttir, sem hefur verið for- stöðumaður þjóðdeildar. Snýr varð- veislusviðið að sögn Sigrúnar Klöru að menningararfinum og öllum ís- lenskum bókum og handritum sem inn í bygginguna koma. Þjónustu- sviðið mun snúa meira að Háskóla Íslands og þeirri þjónustu sem veitt er út á við, m.a. rafrænni miðlun upplýsinga með gagnasöfnum og fleiru. Sviðsstjóri verður Áslaug Agnarsdóttir, sem verið hefur for- stöðumaður útlánadeildar Lands- bókasafnsins. Þessir tveir sviðsstjór- ar munu fá rekstrar- og fjárhagslega ábyrgð í sínum störfum. Rekstrar- svið mun sjá um almenna þjónustu, starfsmannamál, tölvuþjónustu og rekstur hússins. Yfir því sviði verður Edda G. Björgvinsdóttir, sem hefur verið fjármálastjóri Landsbóka- safnsins. Verkefnastýring nær vettvangi Sigrún Klara segir aðra mikil- væga breytingu felast í því að sér- stakir fagstjórar og þjónustustjórar verði settir yfir einstök verkefni. „Ætlunin er að stýra verkefnun- um nær vettvangi. Aðalmarkmiðið er að það sé vel skilgreint hvað hver og einn á að gera, hver er hans yfirmað- ur og hverjir eru hans samstarfs- menn. Með þessum breytingum ætl- um við að gera starfsemina meira ferilbundna, þannig að t.d. bók sem kemur inn í hús verði stuttan tíma á leiðinni í gegn. Við höfum verið að endurskoða alla starfsemina og þá verkferla sem við höfum haft,“ segir Sigrún Klara, sem kom til starfa sem landsbókavörður í apríl á síðasta ári. Frá þeim tíma hefur staðið yfir end- urskipulagning sem byrjaði með sér- stakri stefnumótun. Ný stjórn Landsbókasafnsins tók svo til starfa í nóvember árið 2002 og segir Sigrún Klara hana hafa stutt endurskipu- lagninguna með ráðum og dáð undir stjórn nýs stjórnarformanns, Harð- ar Sigurgestssonar. Breytingar á skipulagi í Þjóðarbókhlöðunni Starfsemin endurskoðuð og tvær stöður lagðar niður Morgunblaðið/Árni Sæberg Sex deildir í Þjóðarbókhlöðunni verða lagðar niður og í staðinn fer starf- semin fram á þremur sviðum; varðveislu-, þjónustu- og rekstrarsviði. FIMM norrænir ráðherrar og starfsbræður þeirra frá Eystra- saltsríkjunum þremur gáfu á fundi í Lundi á miðvikudag út viljayfir- lýsingu um sameiginlega stefnu- mótun í baráttunni gegn fíkniefn- um en af hálfu Íslands tók Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, þátt í fundinum. Á fundinum gerði Árni grein fyr- ir áherslum ríkisstjórnarinnar á þessu sviði almennt, með vísan til stjórnarsáttmálans, og dró fram dæmi um þann árangur sem náðst hefur í þessari baráttu á Íslandi. Vaxandi straumur fíkniefna um Eystrasaltslöndin Í sameiginlegri tilkynningu heil- brigðis - og félagsmálaráðuneytis- ins segir að Árni hafi undirstrikað sérstaklega mikilvægi alþjóðlegs samstarfs. Sagðist hann binda von- ir við að viljayfirlýsing ráð- herranna átta væri upphaf ennþá öflugri baráttu gegn smygli, fíkni- efnaneyslu og dreifingu fíkniefna í löndunum. Fram kom af hálfu fulltrúa frá Eystrasaltsríkjunum að fíkniefna- vandi þar er umtalsverður og vax- andi og að auki streymdu fíkniefni til annarra landa í auknum mæli um Eystrasaltslöndin, ekki minnst til Norðurlandanna. Því væri m.a. af þessum sökum gagnkvæmur áhugi á sameiginlegri stefnumörk- un í baráttunni gegn fíkniefnum í bráð og lengd í löndunum þremur. Öflugri barátta gegn fíkniefnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.