Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 16
Minnstaður María Júlía í mótbyr | Deilur eru risnar um fyrirhugaðan rekstur hins fornfræga skips Maríu Júlíu sem safnaskips á Vest- fjörðum. Minjasafn Egils Ólafssonar (MEÓ) á Hnjóti í Örlygshöfn við Patreksfjörð og Byggðasafn Vestfjarða festu í sumar kaup á Maríu Júlíu. Hugmyndin hefur verið að færa skipið í upprunalegt horf og nota það sem fljótandi safn. María Júlía var smíðað sem björgunarskip fyrir Vestfirðinga. Síðar þjónaði það sem varðskip í tveimur þorskastríðum og loks sem farsælt fiskiskip. Bb.is segir að ætlunin hafi verið að stofna sérstakt félag um þennan rekstur skipsins og yrði hann fjárhagslega aðskilinn frá rekstri safnanna. Á fundi bæjarráðs Vest- urbyggðar í fyrradag komust málefni Minja- safnsins á Hnjóti á dagskrá þegar rædd var fundargerð stjórnar safnsins. Segir í frétt Bæjarins besta að fram hafi komið tillaga frá Jóni B.G. Jónssyni, forseta bæjarstjórnar Vesturbyggðar, sem var samþykkt með tveimur atkvæðum. Þar hafnar bæjarráð Vesturbyggðar því að stofnað verði rekstr- arfélag um Maríu Júlíu BA 36 með þátttöku MEÓ. Jóhann Ásmundsson safnstjóri á Hnjóti segir í samtali við bb.is vera ákaflega hissa á umræddri samþykkt bæjarráðs. Málið hafi verið unnið í samráði við bæjaryfirvöld Vest- urbyggðar frá upphafi.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Höfuðborgarsvæðið Bryndís Sveinsdóttir, bryndis@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hall- grímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Krist- jánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Mínstund frett@mbl.is Þessa dagana stenduryfir í Safnahúsinu áHúsavík sýning á 29 verkum listamannsins Errós sem eru í eigu Lista- safns Reykjavíkur. Sýn- ingin stendur til 12. októ- ber og er opið alla sýningardagana frá kl. 13– 18. Morgnarnir eru að- allega notaðir til heim- sókna úr skólum. Verkin valdi Þorbjörg B. Gunn- arsdóttir, deildarstjóri safna- og sýningardeildar Listasafns Reykjavíkur. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Erró á Húsavík Það er haustblær yfirvísu vikunnar hjáR.K., hagyrðingi Gluggans á Blönduósi: Sumargæðin björt og blíð bráðum næði týna. Dimman bæði um dal og hlíð dregur slæðu sína. Haustar að Hótel Húsavík ehf.tekur í dag viðrekstri veitinga- hússins Gamla Bauks á hafnarstéttinni af fyrri rekstraraðilum. Þingeyski vefurinn Skarpur.is hefur eftir Herði Þórhallssyni, forsvarsmanni hótelsins, að yfirtakan á Gamla Bauk gefi möguleika á samnýt- ingu við Fosshótel Húsavík og að unnt verði að auka fjölbreytni með þessum hætti. Ekki verða veru- legar breytingar á rekstri Gamla Bauks í byrjun, en þó mun staðurinn verða opinn lengur á föstudags- og laugardagskvöldum en áður, eða til kl. 3. Stefnt er að því halda uppi menning- arstarfsemi af ýmsu tagi á Gamla Bauk. Gamli Baukur Vísnahorn er meðalþess sem finna máá vefsíðunni Skarpur.is. Það er í um- sjón Kveðanda sem er fé- lag hagyrðinga í Þingeyj- arsýslum. Í sumar var haft eftir ferðamálafrömuði á Þórshöfn að þörf væri á að hugsa smátt. Í framhaldi af þessum orðum velti Ó.Þ. því fyrir sér hvort slíkt væri mögulegt þegar Þingeyingar ættu í hlut og birti eftirfarandi: Létt er yfir Langnesingum og leiðist fátt. Þrá að kenna Þingeyingum að þenkja smátt. Að þenkja smátt Reykjavík | Indriði Indriðason, byggingatæknifræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur, segir að íbúar við Laugarásveg hafi verið ótrúlega þolinmóðir vegna fram- kvæmda sem þar hafa staðið yfir í sumar. Aðgengi þarna hafi ekki verið gott, hvorki fyrir gangandi vegfarendur né bíla. „Það er ekk- ert gaman að koma í hverfin og rústa þeim svona,“ segir Indriði en allt sé þetta gert til að end- urnýja það sem gamalt er og það komi íbúum til góða. Stefnt er að verklokum 15. október nk. Gatnamálastofa Reykjavíkur, OR og Landssíminn hafa sam- einast um að skipta um allar lagnir og leggja nýja gangstétt að því loknu. Indriði segir sam- eiginlegt átak sem þetta skipu- lagt þar sem lagnir eru gamlar og gangstéttar lúnar. Þá komi öll fyrirtækin að framkvæmdunum í einu svo ekki þurfi að grafa hvað eftir annað í sömu götunni. Í þessum áfanga hafi nær allur Laugarásvegur verið tekinn í gegn, frá Brúnavegi að Lang- holtsvegi. Morgunblaðið/Jim Smart Íbúar ótrúlega þolinmóðir Illfært Hafnarfirði | Nýtt athvarf Rauða krossins, Lækur, fyrir fólk með geðraskanir hefur verið opnað á Hörðuvöllum 1 í Hafnarfirði. Lækur er samstarfsverkefni Hafnarfjarð- ardeildar Rauða krossins, Hafnarfjarðar- bæjar og Svæðisskrifstofu Reykjaness um málefni fatlaðra. Markmið starfsins í Læk er að efla sjálf- stæði og auka samfélagslega þátttöku gesta athvarfsins. Verður það opið frá kl. 11 til kl. 15 fyrst um sinn. Persónulegur stuðningur „Í Læk geta gestir tekist á við verkefni af ýmsu tagi auk þess að fá persónulegan stuðning,“ segir í frétt frá Rauða kross- inum. „Þar geta gestir dvalið í góðum fé- lagsskap, fengið hádegisverð, nýtt aðstöðu til tómstundastarfa, haft aðgang að tölvu, hlustað á tónlist, lesið, nýtt sér baðaðstöðu í húsinu eða slakað á í rólegu og notalegu umhverfi.“ Forstöðumaður athvarfsins er Þórdís Guðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur. Athvarf fyr- ir fólk með geðraskanir Morgunblaðið/Kristinn Mosfellsbæ | Nýjar úthlutunarreglur vegna byggingarlóða hafa verið samþykkt- ar í Mosfellsbæ. Úthlutunarreglurnar ná til allra gerða af lóðum hvort sem um ein- staklinga eða fyrirtæki er að ræða. Með nýjum reglum og vinnuaðferðum er ætlunin að allar leikreglur verði gegnsæjar þeim sem að málinu koma. Þessum reglum verður beitt í fyrsta skipti við úthlutun lóða við Tröllateig, segir á heimasíðu Mosfells- bæjar. Frumskilyrði fyrir úthlutun er að um- sækjandi uppfylli ákveðnar forsendur og skilyrði til þess að geta lagt inn umsókn. Séu allar forsendur og skilyrði uppfyllt fara umsóknir í pott og úr honum dregin sá fjöldi lóða sem til úthlutunar er hverju sinni. Að því loknu draga þeir sem fengu lóðir um það hvaða lóð hver og einn hlýtur. Úthlutað eftir nýjum reglum ♦ ♦ ♦Tónlist | Alls hófu 485 nemendur nám við Tónlistarskólann í Garðabæ í haust, 70 fleiri en síðasta vetur. Á heimasíðu Garðabæjar er haft eftir Agnesi Löve skólastjóra að þessa þróun megi ekki síst rekja til mikillar fjölg- unar nemenda í gítarnámi, en síðasta vetur var byrjað með hópkennslu á gítar í skól- anum þar sem þrír nemendur eru saman í hópi og því verður haldið áfram í vetur. Með því móti sé hægt að bjóða fleiri nemendum kennslu. Einnig sé mikil ásókn í að læra á tréblásturshljóðfæri, píanó og fiðlu. Þá kem- ur fram að búist sé við enn meiri fjölgun í vetur því í október verður byrjað að bjóða upp á söngkennslu fyrir börn og unglinga.    Tungumál | Rúmlega 430 manns skráðu sig á námskeið á vegum Námsfloka Hafn- arfjarðar í haust. Af þessum hópi skráðu um 230 sig á tungumálanámskeið og um 200 á önnur námskeið. Á vef Hafnarfjarðarbæjar kemur einnig fram að 134 nemendur eru nú í fjarnámi tengdu Háskólanum á Akureyri. Flestir eru annars vegar í rekstrar-, við- skipta- og auðlindadeild og hins vegar í iðju- þjálfun, um 50 manns á hvorri braut. Húsavík | Nýr vegur með bundnu slitlagi sem tengir saman hafnarsvæðin á Húsavík er kominn í gagnið. Hann liggur niður Naustagilið og þaðan frá hafnarstéttinni að athafnasvæði Húsavíkurhafnar við Norðurgarð. Um þennan veg fara miklir þungaflutningar, m.a. kísil- og gámaflutn- ingar auk annarrar umferðar og er þarna um að ræða miklar vegbætur sem löngu voru orðnar tímabærar. Vegurinn er tilgreindur sem þjóðvegur í þéttbýli og var því verkefni á vegum Vegagerðarinnar. Húsavíkurkaup- staður kostaði hins vegar gerð gangstéttar sem liggur með veginum sjáv- armegin. Verktaki við gerð vegarins var Reynir B. Ingvason, Brekku í Aðaldal. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Hafnarsvæðin tengd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.