Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 24
LISTIR 24 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SÖNGVARARNIR Sigrún Hjálm- týsdóttir, betur þekkt sem Diddú, Gunnar Guðbjörnsson og Kristinn Sigmundsson ætla, ásamt Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara, að stilla saman strengi sína á tón- leikum í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, í kvöld kl. 20. Á næstu dögum mun hópurinn síðan leggja land undir fót og halda ferna tón- leika á landsbyggðinni. Að sögn aðstandenda er fyrri hluti efnisskrárinnar helgaður ís- lenska einsöngslaginu þar sem flutt verða lög eftir Sigfús Einarsson, Markús Kristjánsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Emil Thoroddsen, Sigvalda Kaldalóns og Bjarna Þor- steinsson. En eftir hlé verður síðan sannkölluð óperuveisla þar sem sungnar verða aríur og dúettar úr Brúðkaupi Figarós og Don Giov- anni eftir W.A. Mozart, Perluköf- urunum eftir G. Bizet, Faust eftir C. Gounod, La Traviata, Macbeth og Vespri Siciliani eftir G. Verdi og La Bohéme eftir G. Puccini. Gaman að syngja með Diddú Spurður um verkefnavalið segir Jónas það fyrst og fremst hafa tek- ið mið af raddsamsetningu söngv- aranna. „Flestar óperuaríurnar og dúettarnir sem ég syng er allt eitt- hvað sem ég hef sungið áður á sviði, nema reyndar dúettinn úr Perluköfurunum. Kannski má segja að ég sé svona íhaldssamur að vilja helst bara gera það sem ég kann og er vanur að gera,“ segir Kristinn kíminn. „Dúettinn úr Perluköfurunum er eina stykkið sem telst næstum skylduverk þeg- ar maður kemst í svo feitt að heyra Gunnar og Kristin syngja. Það er bara ekki hægt að sleppa honum,“ segir Jónas. „Ég hef hins vegar ekki sungið neitt af þessum aríum eða dúettum áður á sviði. Þannig syng ég t.d. ar- íu greifafrúarinnar úr Brúðkaupi Fígarós á tónleikunum í kvöld, en á sínum tíma söng ég hins vegar hlutverk Súsönnu hjá Íslensku óp- erunni,“ segir Diddú. „En við Diddú sungum einmitt saman í þeirri óperuuppfærslu, ég var greifinn. Í raun má segja að sam- bandið milli Don Giovanni og Zerl- ínu í dúettinum sem við syngjum í kvöld svipi einmitt nokkuð til sam- bandsins milli persónanna í Brúð- kaupinu,“ segir Kristinn og bætir við: Svo er nú alltaf jafn gaman að syngja með Diddú, en því miður fáum við alltof sjaldan tækifæri til þess að syngja saman.“ Þar sem Kristinn hefur sungið nánast öll hlutverkin sem hann bregður sér í á tónleikunum í kvöld á sviði liggur beint við að forvitn- ast hvaða hlutverk honum þyki vænst um. „Don Giovanni er nátt- úrlega alveg sérstakur og mér finnst Méphistophélès úr Faust líka ofsalega spennandi. Báðir eru þeir náttúrlega skítmenni, en það virð- ast örlög bassa að syngja ann- aðhvort hlutverk skúrka eða feðra,“ segir Kristinn. „Það skal nú tekið fram að það þykir reyndar ekki við hæfi að syngja bænirnar hans Méphistophélèsar í kirkjum, þar sem hann var útsendari djöf- ulsins hér á jörðu. Þannig að á tón- leikum okkar í kirkjum munum við sleppa þeim,“ bætir Jónas við. Spurður um tónleikaferðina seg- ir Jónas að hugmyndin hafi kvikn- að út frá einum dúettinum sem Kristinn og Gunnar syngja. „Þeir syngja saman Sólsetursljóð eftir séra Bjarna Þorsteinsson sem var prestur á Siglufirði. Við Íslend- ingar stöndum raunar í þakk- arskuld við Bjarna vegna þess að hann safnaði þjóðlögunum okkar. Þetta var nú eiginlega nostalgísk hugmynd hjá mér að fá að flytja lag eftir séra Bjarna í Siglufjarð- arkirkju og þess vegna förum við þangað,“ segir Jónas. „Mér finnst það bara sjálfsögð kurteisi að sinna landsbyggðinni,“ segir Diddú. „Það er nú ekki alltaf sem maður hefur tækifæri til þess. En ef einhverjir hafa áhuga á að hlusta á okkur úti á landi þá er okkur það bæði ljúft og skylt að verða við því,“ segir Kristinn. „Auk þess er náttúrlega tiltölulega lítið mál að skreppa hvert á land sem er þegar allri und- irbúningsvinnunni við tónleikana sjálfa er lokið,“ segir Jónas. Þess má geta að uppselt er á tón- leikana í kvöld og aðeins örfáir miðar eftir á aukatónleikana í Salnum mánudagskvöldið 29. sept- ember. Annað kvöld verður hóp- urinn með tónleika í Siglufjarð- arkirkju kl. 20.30 og á sunnudagskvöldið kl. 20 í Miðgarði í Skagafirði. Þriðjudagskvöldið 30. september verður hópurinn í Fjöl- brautaskóla Suðurlands, Selfossi, kl. 20, en lokatónleikarnir verða í Reykholtskirkju fimmtudags- kvöldið 2. október kl. 20.30. „Fáum alltof sjaldan tæki- færi til að syngja saman“ Morgunblaðið/Þorkell Sigrún Hjálmtýsdóttir, Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson. Gunnar Guðbjörnsson var fjarverandi. SARA Björnsdóttir og Spessi eru gestir Sjónarhornsins í kjallara Lista- safns Íslands, en sýning á verkum þeirra verður opnuð þar í dag. Bæði verkin eru gerð sérstaklega fyrir þetta tilefni. Sara sýnir myndbandsinnsetningu sem hún kallar Rugl í rými. Sara vinnur með sjálft sýningarrýmið í stað þess að flytja verk inn í sýning- arsalinn. „Þetta verk er ólíkt þeim sem ég hef áður gert, en þó í ákveðnu fram- haldi. Ég hef verið að færa mig inn á það sem kallað er staðbundið vídeó, og það getur verið mjög flókið. Verkið er gert á staðnum og er um staðinn. Þessi tegund af list hefur alltaf heillað mig og mér hefur fundist hún forvitni- leg. Myndlistin er mitt umráðasvæði. Hér er þessi salur mitt umráðasvæði, og ég er að skoða tengsl milli umráða- svæðisins og myndlistarinnar, ásamt því að gera staðbundið verk. Her- bergið er tómt, og í sjálfu sér vont til að sýna myndlist í því. En fyrir það sem ég er að gera er það mjög gott og mikill karakter í því.“ Við vinnslu verksins gekk Sara um rýmið og myndaði það í bak og fyrir frá ýmsum sjónarhornum og setti á þrjá geisladiska. Myndefninu er svo varpað á veggi salarins úr þremur sýningarvélum. „Ég varpa myndun- um hverri ofan í aðra, þannig að þær „feida“ inn og út, lifna við og hverfa hver í annarri. Áhorfandinn áttar sig á því að ég er að sýna honum myndir af rýminu sem hann stendur í. En það sem gerist er að það myndast mjög mikill arkitektúr á veggnum og mað- ur finnur fyrir öllu safninu. Það verð- ur talsverður andardráttur í verkinu, sem verður mjög lifandi fyrir vikið. Þetta skýrir líka nafnið, Rugl í rými. Ég er að rugla með rýmið, en líka að leika mér með orðin. Ég hlakka til að sýna fólki hvað ég er að gera og fá við- brögð við því. Það er alltaf enda- punkturinn á þessari skrýtnu vinnu myndlistarmannsins.“ Lifandi póstkort Spessi notar einnig myndbandið í verki sínu og gæðir þannig ljósmynd- ina lífi, en Spessi er vel kunnur af ljós- myndum sínum. „Þetta eru kyrra- myndir teknar með vídeóvél, og verða eins og endalaus, lifandi ljósmynd. Verkið heitir „Tourist Spot“ eða ferðamannastaður. Þetta eru þrír af mest sóttu ferðamannastöðum á Ís- landi. Skógafoss, Hallgrímskirkja og Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Þetta eru eins konar póstkort, eins og myndin af Skógafossi. Þetta er klass- ískt viðfangsefni, og við höfum oft séð þessa mynd á póstkortum – með regnboganum og öllu. Það verður hljóð með öllum myndunum – heyrist til dæmis í kirkjuklukkunum í Hall- grímskirkju. Ég er að tala um tímann í þessu verki, en líka kyrrstöðuna og eilífðina.“ Sýningarnar standa til 26. október. Leiðsögn verður um allar sýningar Listasafns Íslands á sunnudaginn. Þar mun Harpa Þórsdóttir listfræð- ingur ganga með gestum safnsins um yfirlitssýningu Júlíönu Sveinsdóttir og nýopnaðar sýningar þeirra Söru Björnsdóttur og Spessa í Sjónarhorn- inu. Leiðsögnin hefst kl. 15 og tekur um eina klukkustund. Ég er að rugla með rýmið Morgunblaðið/Einar Falur Sara Björnsdóttir: „Það verður talsverður andardráttur í verkinu.“ Morgunblaðið/Einar Falur Spessi: „Ég er að tala um tímann, en líka kyrrstöðuna og eilífðina.“ FÉLAG íslenskra organleikara- heldur aðalfund sinn á morgun, laugardag. Áður en til hanskemur verður fyrsta formanns félags- ins, dr. Páls Ís- ólfssonar minnst, en 12. október nk. eru liðin 110 ár frá fæðingu hans. Af tilefninu verða klukkutíma lang- ir tónleikar í Hallgrímskirkju sem hefjast kl. 12. Á undan mun Árni Heimir Ingólfs- son fjalla um Pál og verk hans. Þá mun Björn Steinar Sólbergsson, organisti Akureyrarkirkju, flytja öll verk sem Páll samdi fyrir orgel en á næstu dögum er væntanlegur geisladiskur þar sem Björn leikur þessi verk. „Afmælisins hefur verið minnst á þessu ári en aðalhátíðin verður 12. október, á afmælisdaginn,“ segir Kjartan Sigurjónsson, for- maður Félags organista. „Páll er fyrsti formaður félagsins, okkar leiðtogi til margra ára á síðustu öld. Enn eru nokkrir okkar starf- andi organistar, sem voru nem- endur Páls. Auk mín eru það þeir Árni Arinbjarnarson og Jón Stef- ánsson, sem er yngstur okkar,“ segir Kjartan. „Meðal þess sem verður á dag- skrá á afmælisdegi Páls má nefna tónleika í Dómkirkjunni. Sama dag verður tekið í notkun nýtt orgel í Stokkseyrarkirkju, smíðað af Björgvini Tómassyni. Það vill nú svo vel til að ég verð sjálfur með útvarpsmessu í Digraneskirkju þennan dag. Ég mun að sjálfsögðu haga mér eftir því og flyt mikið af tónlist eftir Pál, bæði á oreglið og með kórnum,“ segir Kjartan. Páls Ísólfs- sonar minnst á félagsfundi organista Páll Ísólfsson Í BORGARBÓKASAFNINU í Gerðubergi verður opnuð sýning í dag á krosssaumsmyndum Guðrún- ar Bergsdóttur. Sýningin er hluti af listahátíðinni List án landamæra. Guðrún saumar krosssaum í stramma og býr sjálf til mynstrin og litasamsetningarnar. Á sýningunni eru 13 myndir, mismunandi að stærð, og eru þær gerðar á tíma- bilinu 2000 til 2003. Myndirnar eru litskrúðugar og sýna þróun hennar sem listakonu. Borgarbókasafnið í Gerðubergi er opið mánudaga– fimmtudaga kl. 10–20, föstudaga kl. 11–19, laugardaga og sunnudaga kl. 13–16. Sýningin stendur til loka október. Listahátíðin List án landamæra er haldin í tilefni Evrópuárs fatlaðra 2003 og 10 ára afmælis Átaks, félags fólks með þroskahömlun. Krosssaumur í Gerðubergi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.